Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 10
VETTVANGUR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 Hari Rannsóknir sýna fram á mikil-vægi ástríðu þegar kemurað því að skara fram úr. Þegar við skoðuðum nokkra af fremstu einstaklingum í heiminum á sínu sviði fundum við út að bak- við gífurlega mikla vinnu/þjálfun á sviðinu voru nokkrir þættir sem er hægt að kalla sálfræðilega hæfi- leika (e. resources). Þættirnir voru ástríða, þraut- seigja (e. grit) og gróskuhugarfar (e. growth mindset). Þar fyrir utan var góður leiðbeinandi, eða „ment- or“, mikilvægur. Ástríðan hefur áhrif á stefnu okkar í lífinu, það er að segja á hvaða sviðum hún liggur og hvert við viljum stefna. Í þessu samhengi getur maður sagt að við sem for- eldrar, kennarar, þjálfarar, afar og ömmur eigum að kveikja elda í stað þess að fylla á körfur. Þrautseigjan er síðan lykilþáttur við að kalla fram þá miklu vinnu/ þjálfun sem þarf til að verða framúrskarandi. Í því sambandi er mikilvægt að þú sem einstaklingur búir yfir hugarfari sem einkennist af grósku, það er að þú hafir sterka trú á því að þú getir haft áhrif á þína eigin þróun. Ef ein- staklingur með gróskuhugarfar er spurður hvort hann sé góður að spila á gítar, þá svarar hann: „Ekki ennþá en ég ætla mér það.“ Eða hann er spurður hvað hann viti um nóbelsskáldið Halldór Kilj- an Laxness? „Ekki mikið ennþá en ég ætla að fræðast meira um hann.“ Gott dæmi um framúrskarandi einstakling er Charles Darwin. Darwin er talinn vera einn af mikilvægustu vísindamönnum í heiminum, sem með þróunarkenn- ingunni kollvarpaði öllum hug- myndum manna um þróun. Það eru kannski færri sem vita að Darwin kunni ekki vel við sig í skóla en hann hafði ríka ástríðu og áhuga á fugla- og dýraríkinu frá unga aldri. Hann átti til dæmis stórt safn af bjöllum. Hann elskaði að veiða á stöng og að fara á smá- fuglaveiðar. Róbert, pabbi Darw- ins, vildi að hann yrði læknir eða prestur en Darwin fylgdi hjartanu og vann allt sitt líf með náttúru- fræði. Hans mikla ástríða fyrir og reynsla af náttúru- skoðun er talin einn af lykilþáttum fyrir þróun á hans kenn- ingu. Annar framúr- skarandi einstakl- ingur er söngkonan Björk. Hún er annað dæmi um mikilvægi þess að fylgja hjartanu. Ástríða Bjarkar innan tónlistar og hennar mikla reynsla frá barns- aldri hefur gert hana að þeim tón- listarmanni sem hún er. Darwin og Björk eru gott dæmi um einstakl- inga sem hafa náð frábærum ár- angri á sínu sviði. Það má segja að þetta séu einstaklingar sem gerðu hluti á sinn hátt. Okkar rannsókn á tengslum ástríðu og þrautseigju sýnir sterkt samband á milli þessara þátta sem styrkir sýnina á að ástríða sé mik- ilvæg fyrir þrautseigju að öfugt. Í þessu samhengi er brýnt að hugsa: Ég vil, ég skal og ég get. Virkjum okkar ástríðu, kveikjum elda. Ástríða – lykill að velgengni Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is ’ Ástríðan hefuráhrif á stefnu okk-ar í lífinu, það er aðsegja á hvaða sviðum hún liggur og hvert við viljum stefna. Björk Guðmundsdóttir söngkona er að dómi höfundar gott dæmi um framúr- skarandi einstakling sem fylgt hefur hjartanu í listsköpun sinni og störfum. Reuters Laugarnar í Reykjavík Sími: 411 5000 • www.itr.is Við þökkum samveruna á árinu 2018 og hlökkum til samverustunda 2019 milljónir gesta á árinu 2018 2,3 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Skinnhúfa kr. 19.800 Vargur kr. 37.000 Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Hálsmen kr. 13.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.