Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 Á n þess að stuðst sé við marktæka rannsókn af neinu tagi skal giskað á, að almenningur ætti í meiri erfiðleikum nú en áður væri hann beðinn um að telja upp þá sem sitja á þingi. Uppteknir menn sem engir þekkja Og jafnvel þótt myndir fylgdu spurningu um þing- menn myndu fáir þekkjast í sjón. Kona sleppti æfingu sem hún var að eigin sögn að fara á í Iðnó og sat í staðinn á fjórðu klukkustund takandi upp með leynd fyllerísröfl í hinum enda öl- hússins. Sú var ekki upptekin. Konan sagðist aðeins hafa þekkt einn af þessum 6 í sjón en tók samt upp þeirra tal, því þeir höfðu svo hátt! Því verður að ætla að þarna hafi verið á ferð- inni mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Og fyrir útsjónarsemi örlaganna reyndust þessir 5 við borð- ið, sem hún þekkti ekki haus né sporð á, en hleraði samt, vera í hópi óþekktra þingmanna og jafnframt í þessu tilviki í hópi óþekku þingmannanna. Því má ætla að upptökustjórinn þekki aðeins 10 þingmenn af 63 í sjón. Þó voru í þessum hópi, fyrir utan þann sem hún kannaðist við, einn fyrrverandi utanríkis- ráðherra og svo þingflokksformaður sem hefur haft töluverða fyrirferð í fjölmiðlum. Almenningur hefur það sér til afsökunar að mikil umskipti hafa verið í þingsalnum og flestir standa nú orðið stutt við þar, sem er eftirtektarvert, ekki síst þar sem ýmsir úti í bæ agnúist út í það hvað launin séu há. Skipta öllum inn á Sjálfskipaðir eða upphafnir „sérfræðingar“ um stjórnmál hafa lengi látið þannig fyrir allar kosn- ingar að öllu skipti um velferð og þjóðarhag að sem mestar breytingar verði í þingsalnum eftir þær. „Nýir vendir sópa best“ er sagt og það er rétt hvað sópana varðar. En á þinginu og víðar skiptir meira máli að kunna með sópinn að fara. Á tannlækna- stofum er mikilvægt að tækin séu góð og óslitin en mestu varðar að sá sem borar viti sínu viti, sé lag- inn og næmur og kunni svör við öllu sem ber á góma. Það er Ellert B. Schram sem kallar fram þessar hugrenningar. Ekki löngu fyrir jól urðu úr því heil- miklar fréttir þegar það „gamalmenni“ var kallað í fáeina daga inn á þing. Verði Ellert kallaður aftur inn á nýbyrjuðu ári verður það ekki lakari frétt enda hann þá orðinn eldri en síðast. Fróðleiksmenn höfðu flett því upp að Ellert væri elsti maður sem setið hefði á Alþingi, en hann varð nýlega 79 ára. Mörgum varð hugsað til þess að óvænta fréttin væri frekar sú að enginn maður á þessum aldri eða eldri skyldi hafa setið á þingi þjóð- arinnar. Dæmin sem við viljum bera okkur við Árið 1964 flykktist múgur og margmenni að þing- húsinu í London þegar fréttist að Winston Churchill væri að hætta á þingi. Hann var þá níræður. Settist inn í bíl sinn reykjandi eðalvindil og gaf sigur- merkið. Jú, segja menn, en hann var jú alveg einstakur sá karl, hvernig sem á hann var litið. Mikið rétt en ekki svo einstakur í umræddum efnum. De Gaulle sagði óvænt af sér sem forseti Frakk- lands 78 ára gamall. Vinur hans, Konráð Adenauer lét af kanslaraembætti Þjóðverja 84 ára gamall. Ekki löngu áður hafði hann leitt barnabarn sitt og spurt drenginn hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. „Kanslari, afi“ svaraði drengurinn. „Það er ekki laust“ svaraði afinn stuttur í spuna. Látum vera með menn eins og Franco sem var einvaldur á Spáni þar til að hann lést 83 ára gamall. Hjá honum var kjörkassinn einn og án rifu og geymdur hjá herráðinu. Berlusconi, sá gamli vinur bréfritara, heldur 82 ára enn um marga spotta á Ítalíu og er þá ekki átt við hlýra og bikinibönd. Enginn leiðtogi nýtur eins mikils trausts í Bret- landi og Elísabet drottning sem verður 93 ára 21. apríl nk. og varla er vitað til þess að hún hafi misst dag úr vinnu. En hún þarf auðvitað ekki að horfa með hrolli til kjörkassanna. Þeir vita það fyrir vestan En sé horft til Bandaríkjanna og síðustu kosninga þar þá kemur margt fróðlegt í ljós. Dianne Fein- stein, þingmaður öldungadeildar frá Kaliforníu, fékk mótframboð gegn sér innan flokks demókrata í nóvember sl. og þurfti því að hafa aðeins meira fyrir sæti sínu en venjulega. Feinstein verður 86 ára í júní og var kosin til 6 ára og verður því farin að halla í 92 árin þegar hún hugar að endurkjöri næst. Mikið hefur verið látið með það, að demókratar hafi náð aftur meirihluta í fulltrúadeild þingsins sem þeir misstu í janúar 2011, þegar Obama hafði verið forseti í tvö ár af átta. Nancy Pelosi, sem var forseti deildarinnar þegar meirihlutinn tapaðist, var endurkjörin nú. Pelosi verður 79 ára í mars (jafnaldra Ellerts „gamla“) og er kosin til tveggja ára. Nú eru demókratar sem óðast að stilla upp fram- bjóðendum sínum fyrir næstu forsetakosningar. Er fjöldi manna á ferðinni. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er sagður heitur. Hann verður 78 ára í nóvember 2020. Annar sem er sagður jafnvel enn heitari en Biden er Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York. Hann er nærri ári eldri en Biden og hlýtur því að hafa forskot samkvæmt hinu Sjálfgefið er að upp- teknir menn fari í frí og að aldurinn geri fleira gott en rauðvín ’ Það hefði vissulega verið frétt ef Ellert gamli hefði á ný fengið miðvarðar- stöðu í landsliðinu í knattspyrnu sem hann gegndi forðum með reisn og prýði. En hitt að hann hafi mætt í fáeina daga til að hækka meðalaldur þingmanna pínulítið innan ársins er önnur saga. Reykjavíkurbréf04.01.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.