Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019
LESBÓK
Við erum á mjög góðum stað og við bíð-um spennt eftir sunnudeginum,“ segirÁgústa Skúladóttir, leikstjóri íslenska
fjölskyldusöngleiksins Rauðhettu sem frum-
sýndur verður í Tjarnarbíói á morgun, sunnu-
dag, af Leikhópnum Lottu.
Rauðhetta er í leikgerð Snæbjarnar Ragn-
arssonar og er blandað þar saman þremur æv-
intýrum, Rauðhettu þar sem úlfurinn er stað-
ráðinn í að éta Rauðhettu en mætir á leiðinni
persónum úr Grísunum þremur og Hans og
Grétu, segir Ágústa. Gunnar Ben, Anna Berg-
ljót Thorarensen og Snæbjörn Ragnarsson
eru höfundar laga og texta í verkinu. Leikarar
í sýningunni eru Andrea Ösp Karlsdóttir,
Anna Bergljót Thorarensen, Árni Beinteinn
Árnason, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán
Benedikt Vilhelmsson. Ágústa segir að verkið
verði sýnt í Tjarnarbíói fram í apríl. Hún segir
miðasölu ganga vel og að uppselt sé að verða á
nokkrar sýningar.
Önnur sýning Lottu innandyra
Ágústa segir Leikhópinn Lottu nú sýna í ann-
að sinn innandyra eftir að leikhópurinn var
stofnaður árið 2006. Galdrakarlinn í Oz var
fyrsta verk hópsins sem sýnt var innandyra en
það var í Tjarnarbíói í fyrra.
„Frá upphafi hefur Leikhópurinn Lotta sett
á svið 13 nýja söngleiki byggða á þekktum
barnaævintýrum. Hópurinn hefur sýnt u.þ.b.
80 sýningar á 50 stöðum á hverju sumri. Það
gafst vel að vera með sýningar í Tjarnarbíói
síðasta vetur og nú verður það endurtekið, auk
þess sem farið verður með sýninguna í leikhús
á landsbyggðinni,“ segir Ágústa og bætir við
að Leikhópurinn Lotta sé sjálfbær og aki með
sína eigin ferðakerru sem margir landsmenn
þekki eftir ferðir hópsins um landið í 13 ár.
„Það kostar útsjónarsemi og skipulag að
raða leikmynd í kerru þannig að allir hlutir séu
á sínum stað þegar leikmyndin er sett upp á
mismunandi stöðum í mismunandi landslagi,
birtu og leikhúsum.“ Og hún segir Lottuhóp-
inn einnig hafa keypt sér ferðaljósagræjur til
þess að nota á leiksýningunum sem settar eru
upp á landsbyggðinni.
„Með nútímatækni og leikljósum er hægt að
skapa öðruvísi stemningu og það er að sjálf-
sögðu hlýrra að leika innanhúss í flestum til-
fellum en utandyra. Leikrit Lottuhópsins eru
sýnd í öllum veðrum á sumrin, hvort sem það
er rigning eða sól,“ segir Ágústa og bætir við
að tæplega 25 þúsund manns sjái sýningar
Lottu á sumrin og geisladiskar með ævintýr-
unum sem sýnd hafa verið séu eflaust til á
flestum barnaheimilum. Ágústa segir að liðs-
menn Leikhópsins Lottu hafi helgað líf sitt
barnamenningu og sé það virðingarvert.
Gallsteinar afa Gissa á Akureyri
Ágústa hefur áður leikstýrt hjá Lottuhópnum
leikritunum Stígvélaða kettinum, Gilitrutt og
Galdrakarlinum í Oz. Hún segist hafa þekkt og
unnið með leikurunum frá stofnun hópsins og
m.a. kennt sumum þeirra leiklist í Leiklistar-
skóla Bandalags íslenskra leikfélaga.
Að lokinni frumsýningu á Rauðhettu segist
Ágústa bruna beint norður þar sem Leikfélag
Akureyrar æfir söngleikinn Gallsteina afa
Gissa í leikstjórn hennar. Höfundar verksins
eru Kristín Helga Gunnarsdóttir, Karl Ágúst
Úlfsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
„Það er gott að hafa mörg járn í eldinum en
mér sýnist eins og staðan er í dag að ég fari í
góða pásu eftir frumsýninguna á Akureyri 23.
febrúar. Kosturinn við að vinna sjálfstætt er
að geta tekið að sér fjölbreytt verkefni en
ókosturinn er að vera annaðhvort á haus eða
með fá eða engin verkefni. Ég er sjómanns-
dóttir og þekki til vertíðarstemningar og þeg-
ar lítið fiskast er ekkert annað í stöðunni en að
anda djúpt og sýna æðruleysi,“ segir Ágústa
sem lærði leiklist hjá Monicu Pagneux, Phil-
ippe Gauliere, Theatre De Complicite, John
Wright og David Glass. Hún starfaði í nokkur
ár í London sem leikkona og uppistandari og
er einn af stofnendum Icelandic Take Away
Theatre.
„Það var aldrei ætlunin að verða leikstjóri
en þegar stórvinkona mín Vala Þórsdóttir
ákvað árið 2000 að setja á svið einleik sinn
Háaloft, sem fjallar um geðhvarfasýki, vildi
hún fá mig sem leikstjóra og þá byrjaði boltinn
að rúlla. Ég er sátt í hlutverki leikstjóra og
leiklistarkennara en hver veit hvenær draum-
urinn um að leika lætur aftur á sér kræla,“
segir Ágústa sem leikstýrði tveimur af sjö
leiksýningum sem gagnrýnendur Morgun-
blaðsins völdu sem sýningar ársins 2018. Það
voru sýningarnar Í skugga Sveins eftir Karl
Ágúst Úlfsson í Gaflaraleikhúsinu og sýning
Leikfélags Akureyrar á Kvenfólki eftir Hund í
óskilum í Borgarleikhúsinu. Ágústa var einnig
listrænn stjórnandi R1918 á Listahátíð
Reykjavíkur í fyrra. Hún hefur því komið víða
við í leikhúsheiminum, bæði hér á landi og er-
lendis. Fyrsta verk hennar í Þjóðleikhúsinu
var sýningin Klaufar og kóngsdætur sem
hlaut Grímuna sem barnasýning ársins 2005.
„Ég á Stefáni Baldurssyni, sem þá var þjóð-
leikhússtjóri, mikið að þakka. Það var mikil
gæfa fyrir mig þegar hann réð mig til þess að
leikstýra Klaufum og kóngsdætrum. Í störfum
sínum sem þjóðleikhússtjóri fylgdist hann ein-
staklega vel með því sem leikhúsfólk var að
gera og reyndi að komast á eins margar leik-
sýningar og hægt var,“ segir Ágústa sem fékk
þann heiður að leikstýra Töfraflautunni,
fyrstu óperusýningunni sem sett var upp í
Eldborg í Hörpu. Ágústa hefur einnig leik-
stýrt hjá Íslensku óperunni Cosi fan tutte,
Rakaranum í Sevilla og Ástardrykknum.
Ágústa leikstýrði Línu Langsokk í Borgarleik-
húsinu auk þess sem hún hefur unnið mikið
með áhugaleikfélögum og meðal annars farið í
sýningarferðir með Hugleik, Leikfélagi Hafn-
arfjarðar og Leikfélagi Kópavogs víða um
heim.
Ábyrgð að setja upp barnasýningar
„Leikstjórn gefur mikla gleði og er mjög
skemmtileg. Það gefur mikið að finna nándina
sem skapast á milli leikara á sviðinu og þeirra
sem sitja í salnum. Upplifa viðbrögð áhorfenda
á öllum aldri, hvort sem það eru börn sem eru
að koma í fyrsta sinn í leikhús eða þeir sem
sjóaðri eru,“ segir Ágústa sem bendir á að það
sé mikil ábyrgð að setja upp barnasýningar.
„Það er ekkert jafn gefandi og heillandi og
að upplifa vandað listaverk í hvaða formi sem
það er. Þrátt fyrir netæðið halda bókin og leik-
húsið velli sem nærandi listform fyrir sálina,“
segir hún og telur það forréttindi og guðsgjöf
að fá að skapa á hverjum degi og vinna með
hæfileikaríku fólki.
Baldur Ragnarsson sér um hljóðmynd sýn-
ingarinnar Rauðhettu ásamt Þórði Gunnari
Þorvaldssyni. Ólafur Ágúst Stefánsson annast
lýsingu og leikmynd hanna Andrea Ösp Karls-
dóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og leikstjór-
inn Ágústa. Um búninga sér Rósa Ásgeirs-
dóttir.
Ágústa Skúladóttir leikstjóri og
Leikhópurinn Lotta í góðum gír á
æfingu á Rauðhettu í Tjarnarbíói.
Morgunblaðið/Eggert
Bókin og leikhúsið halda velli
Ágústa Skúladóttir er leikstjóri sýningarinnar Rauðhettu sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói af Leikhópnum Lottu á morgun,
sunnudag. Úlfurinn er þar staðráðinn í að éta Rauðhettu en mætir á leiðinni persónum úr Grísunum þremur og Hans og Grétu.
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is
’ Leikstjórn gefur miklagleði og er mjög skemmti-leg. Það gefur mikið að finnanándina sem skapast á milli
leikara á sviðinu og þeirra sem
sitja í salnum og upplifa við-
brögð áhorfenda á öllum aldri.