Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. J A N Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 13. tölublað 107. árgangur
HORFIR OFAN Í
SVÖRÐINN OG
Á ÞAÐ SMÁA ALGJÖR DRAUMABYRJUN
AÐ ÞORA AÐ
TALA UM
TILFINNINGAR
GDRN HOPPAÐI INN UM GLUGGANN 33 NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN 12MINNINGAR UM JÖRÐ 30
Hátækni Starfsemi gagnavera er vaxandi.
Samtök iðnaðarins (SI) og Sam-
tök atvinnulífsins (SA) „leggja
áherslu á að ráðist verði í fjárhags-
lega endurskipulagningu á Farice
og telja mikilvægt að lagður verði
grunnur að nýjum sæstreng fyrr en
gert er ráð fyrir þar sem staða
gagnatenginga við útlönd dregur
úr samkeppnishæfni gagnaversiðn-
aðar“. Kemur þetta fram í sameig-
inlegri umsögn samtakanna um til-
lögu að fjarskiptaáætlun sem nú er
til umfjöllunar í umhverfis- og
samgöngunefnd Alþingis.
Vilja þau hraða lagningu sæ-
strengs til Evrópu þar sem líkur
séu á því að bilanatíðni núverandi
gagnastrengja aukist eftir örfá ár
og eru stjórnvöld hvött til að hafa
forystu í málinu. »2
SI og SA vilja hraða
lagningu nýs sæ-
strengs til Evrópu
Kerfið offjármagnað
» Ragnar spyr hvort iðgjöld í
lífeyrissjóðakerfið séu orðin of
há ef lífeyrisréttindin eru yfir
100% af meðalævitekjum.
» Það meðaltal bendi til að
kerfið sé „offjármagnað“.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, kallar eftir „gagngerum breyt-
ingum“ á íslenska lífeyriskerfinu.
Kerfið sé dýrt fyrir fyrirtækin og
geti jafnvel haldið niðri launum.
Verkalýðsfélögin séu reiðubúin að
skoða lækkun iðgjalda gegn því að
laun verði hækkuð í samningunum.
VR, Efling og Verkalýðsfélag
Akraness hafa sem kunnugt er vísað
kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.
Ragnar Þór segir ávöxtunarkröfu
lífeyrissjóða hafa ýmsar neikvæðar
afleiðingar fyrir félaga í VR.
„Sé litið á ávöxtunarkröfuna á
hagkerfið út frá innlendum eignum
lífeyrissjóðanna eru þær á fimmta
þúsund milljarðar og hærri en lands-
framleiðslan. Lífeyrissjóðirnir taka
því bróðurpartinn af hagvextinum til
sín í kröfu á ávöxtun sjóðakerfisins.
Það er meðal annars gert með því
að halda uppi vaxtakostnaði almenn-
ings af húsnæðislánum og með því að
halda uppi álagningu í smásölu-
fyrirtækjum sem lífeyrissjóðirnir
eiga. Þetta gerist líka með því að
lækka kaupgjaldið,“ segir hann.
Stokki upp lífeyriskerfið
Formaður VR er reiðubúinn að skoða lægri iðgjöld ef launin verða hækkuð
VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness vilji gagngerar breytingar á kerfinu
MVilja stokka upp … »14
AFP
Bretland Samningurinn felldur.
Breska þingið kolfelldi í gær samn-
ing sem Theresa May, forsætisráð-
herra Bretlands, gerði við Evrópu-
sambandið (ESB) um útgöngu Breta
úr sambandinu. Samningurinn var
felldur með 230 atkvæða mun, 432
þingmenn greiddu atkvæði gegn
samningnum en 202 studdu hann.
„Það var ljóst frá því að ESB og
Bretar kláruðu þennan samning að
það yrði á brattann að sækja fyrir
Theresu May. Það hefði komið mjög
á óvart hefði samningurinn farið í
gegn,“ sagði Guð-
laugur Þór Þórð-
arson utanríkis-
ráðherra. Hann
sagði málið ekki
síður snúa að
ESB en Bretum.
„Nú getur eng-
inn sagt að það sé
lítið mál að ganga
í Evrópusam-
bandið því það sé ekkert mál að
ganga úr því aftur. Jafnvel þótt sam-
þykkt sé í lýðræðislegri atkvæða-
greiðslu að ganga út þá er það mjög
snúið,“ sagði Guðlaugur.
Hann sagði að samstarf Evrópu-
ríkja væri margvíslegt, t.d. í ESB,
EFTA, EES, Schengen, NATO og
víðar. Vildi þjóð draga sig út úr ein-
hverjum af þessum samstarfsverk-
efnum væri æskilegt að það gengi
greiðlega og raskaði ekki frjálsum
viðskiptum og góðum samskiptum.
Guðlaugur sagði að áframhaldandi
góð samskipti við Bretland hefðu
verið forgangsmál í íslenska stjórn-
kerfinu síðan Bretar tóku ákvörðun
um að yfirgefa ESB. „Við höfum
gert ráð fyrir margs konar sviðs-
myndum. Ein þeirra er að Bretar
fari úr ESB án samnings. Þessi nið-
urstaða kemur okkur ekki í opna
skjöldu.“ Hann sagði að það væri
forgangsmál að eiga áfram góð sam-
skipti við Bretland. „Þetta er annað
mikilvægasta viðskiptaland okkar á
eftir Bandaríkjunum. Það er afskap-
lega mikilvægt að við eigum áfram
góð viðskipti og samstarf við Breta
eins og við höfum lengi átt.“ »17, 18
Ljóst að það er snúið mál að ganga úr ESB
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Breska þingið kolfelldi útgöngusamninginn við ESB í gær
Ártúnsbrekka er vinsæl hjá fjölskyldufólki
þegar snjór lætur sjá sig á höfuðborgarsvæðinu.
Þessi ungi drengur var í hópi þeirra sem í gær
mættu til að njóta útiverunnar og var hann að
sjálfsögðu vel útbúinn og með hjálm á höfði. Þá
kann að verða opnað í Bláfjöllum eftir helgi. »6
Skíða- og brettafólk lék sér í borgarlandinu
Morgunblaðið/Eggert
Upphafskvóti
loðnu hefur ekki
verið gefinn út
og leiðangur sem
er að ljúka gefur
ekki ástæðu til
sérstakrar bjart-
sýni. Geir Zoëga,
skipstjóri á
grænlenska upp-
sjávarskipinu
Polar Amaroq,
segir hana munu skila sér.
„Loðnan spáir ekkert í dagsetn-
ingar, hún spáir bara í skilyrðin.
Hún kemur, það er bara spurning
um hvar og hvenær,“ segir hann í
samtali við Morgunblaðið. Að sögn
Geirs eru skilyrðin í hafinu sí-
breytileg og hagar loðnan sér í
samræmi við það. »11
Loðnan kemur þeg-
ar skilyrðin eru rétt
Veiði Menn hafa
trú á vertíðinni.