Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og
skoðið úrvalið
Stólar
Erum á
facebook
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Ami
Grace
Manning
Elton
Cato
Highrock
Sierra
Kelsey
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Morgunblaðið er, eins og jafnan áður,
langvinsælasti titillinn árið 2108 á
vefnum timarit.is þar sem safnað hef-
ur verið saman tæplega 1.200 titlum
af prentuðum blöðum og tímaritum
frá upphafi. Hægt er að lesa alla ár-
ganga Morgunblaðsins frá stofnun
1913 fram á seinni ár. Á hverju ári
bætist nýr árgangur við.
27,3% þeirra sem heimsóttu tima-
rit.is á árinu 2018 fóru inn á Morg-
unblaðið. Þetta er aukning frá árinu
2017, þegar sambærileg tala var
25,4%. Næstvinsælasti titillinn í fyrra
var Dagblaðið-Vísir(DV) og síðan
komu Tíminn, sem kom út árin 1917-
1996, og Vísir. Fréttablaðið er í 5.
sæti, sjónarmun á undan Þjóðviljan-
um, sem kom út 1936-1992.
Landsbókasafnið-Háskólabóka-
safn hannaði og rekur jafnframt vef-
inn timarit.is. Heimsóknir síðustu ár-
in hafa verið fremur stöðugar og fer
smám saman fjölgandi. Árið 2018
voru skráðar 1.257.203 heimsóknir og
fjölgaði um rúmlega 90 þúsund milli
ára. Flettingar voru 12.451.727. Þar
af voru flettingar á Morgunblaðinu
3.398.932 og heimsóttar voru
1.187.620 blaðsíður.
Blöðin og tímaritin á timarit.is hafa
að geyma, auk almenns fréttaefnis og
auglýsinga, mikið efni á sviði bók-
mennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs,
menningar, atvinnuvega og viðskipta.
Jafnt og þétt bætast við safnið fleiri
titlar. Þeir eru nú 1.181 og bættust 42
nýir við í fyrra.
Vefurinn timarit.is er einstakur í
sinni röð í heiminum. Sambærilegir
gagnagrunnar eru engir jafn víðtæk-
ir. Þá er allt efnið í opnum og ókeypis
aðgangi. Mikið er um að fræðimenn
og skólafólk noti vefinn við rannsókn-
ir og ritgerðasmíð. Þá leita menn að
ýmsu persónulegu efni og sér til fróð-
leiks og skemmtunar.
Á vefnum eru einnig blöð og tíma-
rit frá Færeyjum og Grænlandi. Er
það efni sett inn í samstarfi við lands-
bókasöfn landanna. Grænlenskt blað,
Atuagagdliutit, er á lista yfir mest
sóttu blöðin, í 7. sæti.
Morgunblaðið langoft-
ast skoðað á timarit.is
Mest sóttu titlarnir á timarit.is 2018
Heimild: Landsbókasafn Íslands
Þúsundir síðna
Titill á timarit.is
Flettingar alls
Pr. síðu Þúsundir Hlutfall
Morgunblaðið 1.188 2,9 3.399 27,3%
DV 414 2,6 1.079 8,7%
Tíminn 244 2,2 548 4,4%
Vísir 214 2,2 469 3,8%
Fréttablaðið 335 1,2 387 3,1%
Þjóðviljinn 198 1,9 378 3,0%
Atuagagdliutit 90 3,5 316 2,5%
Lesbók Mbl. 56 4,6 259 2,1%
Dagur 78 3,2 252 2,0%
Alþýðublaðið 180 1,3 235 1,9%
Aðrir
titlar
Heildarfjöldi titla
á timarit.is: 1.181
Samtals
flettingar 2018
12.451.727
Tæplega 1.200
titlar eru aðgengi-
legir á vefnum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sjálfsíkveikja í haugum er þekkt og
geta slíkir haugar verið af ýmsum
stærðum og gerðum. Getum hefur
verið leitt að því að upptök elds á
urðunarstaðnum í Álfsnesi um
helgina séu vegna sjálfsíkveikju.
Mögulega hafi hún orðið vegna
hitnunar í leifum af flugeldum eða
skotkökum með púðurleifum. Einn-
ig er talið hugsanlegt að liþíum hafi
lekið út úr skemmdri eða opinni raf-
hlöðu og komist í vatn og súrefni
sem hafi leitt til elds. Ekki hefur
verið staðfest hver upptök eldsins
voru.
Björn Karlsson, forstjóri Mann-
virkjastofnunar, segir að sjálfs-
íkveikja á urðunarstöðum sé ekki
óalgeng. Haugurinn sé þá nægjan-
lega stór til að vera einangrandi, en
samt það óþéttur að súrefni komist
inn í hann. Hiti geti myndast inni í
miðjum haugnum og við efnahvörf
geti myndast glóð.
Sambærilegt við hlöðubruna
Slíkur glóðarbruni geti vaxið
hægt og rólega og að lokum komist
upp á yfirborðið og orðið að logandi
eldi. Oft sé erfitt að ráða niðurlög-
um hans þar sem hann geti verið
djúpt í haugnum og menn þurfi að
grafa sig niður í glóðina.
Björn líkir þessu við hlöðubruna
sem voru algengir á árum áður þeg-
ar hiti varð í heyi í hlöðu og endaði
með eldi. Einnig geti orðið hiti í
blautum olíutuskum í hrúgu, sem
hafi t.d. verið notaðar til að bera á
hús eða pall, og eldur geti kviknað í
þeim við efnahvörf.
Eru í farsímum og rafrettum
Björn Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, segir að lítill
bruni sem hafi orðið í Álfsnesi 2014
verði ekki skýrður með öðru en leka
úr liþíumrafhlöðu. Erlendis séu þær
ein algengasta orsökin á eldsvoðum
í úrgangi. Slíkar rafhlöður er meðal
annars að finna í farsímum og raf-
rettum.
Ef rafhlaða opnist eða brotni í
meðförum hjá Sorpu og vökvi kom-
ist í snertingu við súrefni og vatn í
haugnum geti orðið sjálfsíkveikja.
Rafhlöðum á að farga í spilliefna-
gáma á endurvinnslustöðvum, en
eigi að síður sjáist talsvert af raf-
hlöðum í úrganginum.
Hann segist telja ólíklegt að log-
andi flugeldur hafi valdið brunanum
á urðunarstaðnum. Þar lauk
slökkvistörfum á mánudagskvöld og
fór starfsemi í gang í Álfsnesi í
gærmorgun.
Sjálfsíkveikja
þekkt í haugum
Liþíumrafhlöður eru ein algengasta
orsök eldsvoða í úrgangi erlendis
Morgunblaðið/Hari
Eldur í Álfsnesi Mikinn svartan reyk lagði um tíma frá eldinum í dekkjakurlinu á urðunarstaðnum.
„Við fengum mikið af snjó í gær sem
við unnum úr í nótt þar sem hægt
var,“ sagði Einar Bjarnason, rekstr-
arstjóri í Bláfjöllum, í gær. Hann var
bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í
næstu viku.
Mikil lausamjöll er á svæðinu, en
starfsfólk Bláfjalla hefur troðið snjó-
inn og myndað rastir í brekkurnar
til að festa hann betur. Þá átti líka að
hvessa í gærkvöldi og það gæti bætt
stöðuna talsvert, að sögn Einars í
gær.
„Við erum að vinna að því að safna
snjó og svo á að snjóa aftur um
helgina. Þá er vonandi að við getum
opnað í næstu viku,“ sagði Einar.
Ljósmyndari Morgunblaðsins fór
á staðinn í gær og tók nokkrar
myndir af undirbúningi skíðavertíð-
arinnar í Bláfjöllum.
thorgerdur@mbl.isMorgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gæti opnast
í næstu viku
Héraðsdómur Reykjaness hefur
sýknað karlmann af ákæru vegna
banaslyss sem átti sér stað á Reykja-
nesbraut í febrúar 2017. Taldi lög-
regla manninn hafa ekið án nægi-
legrar tillitssemi og varúðar og of
hratt miðað við aðstæður. Var hann
einnig sagður ófær um að stjórna
ökutækinu vegna veikinda, en hann
glímdi við gáttatif og hafði hitt
lækni vegna þess.
Í ákæru sagði að maðurinn hefði
fengið aðsvif við aksturinn, ekið yfir
á öfugan vegarhelming og sveigt
svo aftur yfir á réttan vegarhelming
þar sem bílarnir tveir rákust saman
eftir að ökumaður hins ökutækisins
hafði sveigt yfir á rangan helming
til að forðast árekstur. Kona sem
var farþegi í þeim bíl lést en öku-
maðurinn hlaut rifbeinsbrot og
áverka á kvið.
Sýknaður af ákæru eftir banaslys