Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga
frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga
til og með 15. janúar 2019, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 7. janúar
2019 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og
með 15. janúar 2019, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti,
virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu,
fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi,
kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum
skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi
handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt
álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki,
jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. janúar 2019
Tollstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Menntamálaráðuneytið hefur heim-
ilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og
atvinnulífs að fara af stað með nýja
námsleið til stúdentsprófs. Er það í
fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið
2007 sem það er gert.
Námið er 200 framhaldsskólaein-
inga námsleið með áherslu á tölvu-
leikjagerð. Um er að ræða tilrauna-
verkefni og geta 40 nemendur hafið
nám í haust. Keilir tekur þátt í
Erasmus +-verkefni um sama efni
og er í samstarfi við erlenda skóla
sem hafa reynslu af slíkri kennslu að
sögn Hjálmars Árnasonar, fram-
kvæmdastjóra Keilis.
„Nýjar aðferðir náms til stúdents-
prófs með áherslu á tölvuleikjagerð
eru svar við kalli ungs fólks um að
mennta sig á eigin forsendum en
ekki kerfisins þar sem hinn fróði
standi á kassa og messi yfir nem-
endum. Hvatning nemenda á að
koma innan frá en ekki utan frá,“
segir Hjálmar, sem vonast til þess að
námið komi til móts við þá nemendur
sem finna sig ekki í hefðbundna
skólakerfinu en slíkt eigi sérstaklega
við um drengi í framhaldsnámi.
Hjálmar segir að markmið náms-
ins sé að skila þaðan nemendum sem
hafi þroska og getu til að afla sér
upplýsinga í hraða upplýsingasam-
félagsins, meta þær á gagnrýninn
hátt, vera frjó í hugsun og geta unnið
með öðrum.
Hjálmar segir að í framtíðarspám
atvinnulífsins sé litið til þessara eig-
inleika. Tölvuleikjaiðnaðurinn velti
nú meira fé en bæði kvikmynda- og
tónlistariðnaðurinn og búist sé við
meiri vexti. Á Íslandi séu tekjur af
leikjaiðnaði nær eingöngu í formi út-
flutnings og skortur sé á vel mennt-
uðu innlendu starfsfólki.
„Námið er vendinám þar sem
námsgreinar eru kenndar í lotum. Í
náminu eru engir fastir kennslu-
tímar eða stofur. Nemendur eru
virkir og kennarar til staðar sem
leiðbeinendur í gegnum netið og á
föstum viðverutímum. Nemendur
leita sér sjálfir þekkingar, vinna
saman í hópum og aðstoða hver ann-
an,“ segir Hjálmar en hluti námsins
fer fram í fyrirtækjum sem tengjast
leikjagerð og skapandi hugsun.
Áhersla sé lögð á náin tengsl við at-
vinnulífið, tölvuleikjaframleiðendur
á Íslandi og IGI – samtök leikja-
framleiðenda á Íslandi, sem veiti fag-
lega ráðgjöf við gæðastjórnun og
framkvæmd námsins.
Hjálmar segir Samtök verslunar
og þjónustu og Samtök iðnaðarins
hafa staðið að baki Keili í baráttunni
fyrir námsbrautinni sem verið hefur
í bígerð í langan tíma. Hann fagnar
því að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og
menningarmálaráðherra skuli hafa
afgreitt málið en hún sé fjórði
menntamálaráðherrann sem að því
kemur.
Stúdentspróf í tölvuleikjagerð
Fyrsta stúdentsbraut Keilis Engar kennslustofur eða fastir tímar Hvatning nemenda á að koma
innan frá en ekki utan frá Tölvuleikjaiðnaðurinn veltir meira en kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn
Hjálmar Árnason, fram-
kvæmdastjóri Keilis, segir
mikinn áhuga hafa skapast á
námi til stúdentsprófs með
áherslu á tölvuleikjagerð, sem
hefst í haust á Keili.
„Mér sýnist á öllu að það
verði lúxusvandamál hjá okkur
að velja hvaða nemendur við
tökum inn. Líkt og í öðru
námi í Keili koma þeir einir til
greina sem lokið hafa grunn-
skólanámi og geta sannfært
okkur í persónulegu viðtali
um að þeir hafi áhuga á nám-
inu.“
Áhugi á nám-
inu skilyrði
ÁHUGAVERT NÁM
Ljósmynd/Keilir
Keilir Námi í tölvuleikjagerð er ætlað að koma til móts við þá sem flosnað hafa upp úr námi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Reiknað er með að búnaðarstofa
verði hluti af atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytinu sjálfu, ekki
undirstofnun ráðuneytisins, eftir
flutning hennar frá Matvælastofnun.
Undirbúningur flutningsins er haf-
inn, meðal annars með vinnu við
frumvarp þar að lútandi.
Búnaðarstofa er stofnuð utan um
verkefni sem áður voru hjá Bænda-
samtökum Íslands og þar áður hjá
Framleiðsluráði landbúnaðarins og
snúa að greiðslu styrkja ríkisins til
bænda og ýmis önnur verk sem
tengjast framkvæmd búvörusamn-
inga, auk söfnunar upplýsinga fyrir
hagskýrslur.
Gera öflugri einingu
„Tilgangurinn er að styrkja land-
búnaðarhluta ráðuneytisins og gera
að öflugri einingu en nú er,“ segir
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra. „Ég geri
ráð fyrir því að við getum samhæft
stefnumótun og framkvæmd stefnu
stjórnvalda í landbúnaðarmálum með
því að hafa þessa starfseiningu inni í
ráðuneytinu. Þá verði hægt að ein-
falda stjórnsýslu og framkvæmd bú-
vörusamninga og nýta starfskraftana
betur,“ segir Kristján Þór.
Tveir lykilmenn á skrifstofu land-
búnaðarmála létu af störfum á síð-
asta ári, meðal annars skrif-
stofustjórinn. Kristján Þór hætti við
ráðningu nýs skrifstofustjóra í haust
þótt 23 hefðu sótt um og ráðning-
arferlið væri langt komið og ákvað að
færa skrifstofuna undir skrif-
stofustjóra alþjóðamála. Sætti þessi
ákvörðun nokkurri gagnrýni í land-
búnaðargeiranum, menn þar töldu að
gamla landbúnaðarráðuneytið væri í
skötulíki innan atvinnuvega-
ráðuneytisins.
Morgunblaðið/Eggert
Landbúnaður Fátt fólk er eftir í landbúnaðarhluta atvinnuvegaráðuneyt-
isins. Ráðherra hyggst styrkja stjórnsýsluna með búnaðarstofu.
Búnaðarstofa renn-
ur inn í ráðuneytið
Búnaðarstofa
» Sex starfsmenn eru hjá
búnaðarstofu Matvælastofn-
unar.
» Stofan er með starfsstöð í
Hafnarfirði, ásamt markaðs-
stofu Mast, en ekki á Selfossi
þar sem aðalskrifstofur Mat-
vælastofnunar eru.
» Framleiðsluráð landbún-
aðarins sem var stofnun á veg-
um Stéttarsambands bænda
annaðist framleiðslumál land-
búnaðarins á sínum tíma og
síðar Bændasamtök Íslands.