Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
GLÆNÝ
LÍNUÝSASALTFISKHNAKKAR
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
ÞORSKHNAKKAR
GLÆNÝ LÚÐA
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
N FRÁ
NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þó að margt sé vel gert í öldrunar-
þjónustu þá er víða pottur brotinn.
Eldra fólk glímir við fjölmarga sjúk-
dóma og þarf margvísleg úrræði. Það
er ekki nóg að fjölga hjúkrunarheim-
ilum og efla
heimaþjónustu,
það þarf að sam-
hæfa þjónustuna
betur,“ segir
Pálmi V. Jónsson,
yfirlæknir öldrun-
arlækninga á
Landspítalanum
og prófessor við
læknadeild HÍ.
Hann hefur í að-
sendum greinum í
Morgunblaðinu að undanförnu vakið
athygli á nokkrum þáttum þar sem
hann telur að þurfi að gera betur
varðandi þjónustu við aldraða.
Um 1.000 látist í bið
eftir hjúkrunarrými
Fram kom með myndrænum hætti
í Morgunblaðinu í gær að á árunum
2014-2018 hefðu um 700 aldraðir ein-
staklingar, sem komnir voru með
færni- og heilsumat fyrir hjúkrunar-
rými, látist áður en þeir komust að á
hjúkrunarheimili. Pálmi segir að mið-
að við þessar upplýsingar hafi um
1.000 manns látist frá árinu 2011 sem
komnir voru með færni- og heilsumat,
eða síðan líknardeildinni á Landakoti
var lokað. Líknardeildin þjónaði fólki
með mjög skerta lifun en um 100 aldr-
aðir einstaklingar fengu þar þjónustu
árlega. Meðallifun var um einn mán-
uður.
„Þegar líknardeildinni á Landakoti
var lokað var talað um mótvægis-
aðgerðir, bæði að fjölgað yrði rýmum
á líknardeild í Kópavogi og leitað eftir
öðrum leiðum. Tilfellið er að þetta
hefur ekki gengið eftir og fjölgun
rýma í Kópavogi verið óveruleg ef
einhver,“ segir Pálmi og telur að
fjölga þurfi líknarrýmum aldraðra.
Ný eining á Vífilsstöðum?
Hann segir líknarþjónustuna mik-
ilvæga; hún taki ekki aðeins á ein-
kennum einstaklingsins heldur taki
einnig á móti fjölskyldunni allri.
Þannig sé þjónusta líknardeildarinn-
ar í Kópavogi en þar sé ekki verið að
stækka það úrræði.
„Því tel ég eðlilegt að útbúa aðra
líknareiningu. Sú eining gæti til dæm-
is verið á jarðhæðinni á Vífilsstöðum,
nú eða á nýja hjúkrunarheimilinu á
Seltjarnarnesi. Það væri þá sérhæfð
eining sem tæki á móti fólki með mjög
skertar ævilíkur. Slík rými þyrftu að
vera að lágmarki 10 en líklega væri
betra að þau væru 15 miðað við fyrir-
liggjandi tölur. Þjónustumódelið og
mönnun og fjármögnun þyrfti að taka
mið af líknardeildinni í Kópavogi svo
að slík eining stæði undir nafni. Þetta
er til þess að gera lítil hárbeitt aðgerð
sem myndi skila mörgum verulega
auknum lífsgæðum á síðustu dögum
lífsins. Að mínu mati ætti heilbrigðis-
ráðherra að beita sér fyrir þessari
lausn nú þegar,“ segir Pálmi. Hann
segir að núna sé litið framhjá skamm-
tímalífshorfum fólks og sótt um
færni- og heilsumat fyrir þá sem séu
nærri andláti eins og hvern annan
sem lokið hafi sérhæfðri dvöl á legu-
deild Landspítala. Vissulega þurfi
fólk nærri andláti góða umönnun og
því ekki forsendur fyrir matsnefnd að
hafna ósk um færni- og heilsumat.
„Það skín hins vegar í gegnum
margar umsóknir, þetta tvær til þrjár
á viku, að fólkið á mjög takmarkaðan
tíma eftir ólifaðan. Sem dæmi má
nefna fólk með illkynja sjúkdóm og
meinvörp í þremur líffærum eða þá
lokastig hjartabilunar eða lungna-
sjúkdóm. Á bráðasjúkrahúsi er jafn-
vel einn mánuður talinn langur legu-
tími og þar sem líknarrými eru ekki
fáanleg er lögð áhersla á mikilvægi
þess að sækja um hjúkrunarheimili
og að tilnefna að minnsta kosti þrjá til
fjóra valkosti um hjúkrunarheimili.
Þessi umræða trompar þá og ýtir til
hliðar annarri og mikilvægari um-
ræðu um það hver staða sjúkdóms er,
hverjar horfurnar eru, hver ættu að
vera meðferðarmarkmið í slíkri stöðu
og að sennilega væri hrein líknar-
þjónusta það sem ætti við fremur en
almennt rými á hjúkrunarheimili,“
segir Pálmi.
Hann bætir við að ef fólk færist síð-
an frá sérhæfðum deildum Landspít-
alans í biðrými eftir hjúkrunarheimili
annars staðar, þá hafi umræðan um
skertar lífslíkur ekki átt sér stað og
nýir fagaðilar komnir að málum í stað
þeirra sem höfðu haft skilning og
tíma til að taka umræðuna um horfur
og meðferðarkosti og bestu næstu
skref.
Fagnar áformum landlæknis
Pálmi fagnar orðum landlæknis í
Morgunblaðinu í gær um að til standi
að endurvekja lífsskrána með rafræn-
um hætti. Það sé rétt hjá landlækni
að málið sé stórt og þurfi að undirbúa
það víða, m.a. gagnvart heilsugæsl-
unni og sjúkrahúsum, en einnig með
samfélagsumræðu.
„Þetta er breytanleg skráning sem
er lifandi og ínáanleg allan sólar-
hringinn af þar til bærum aðilum.
Auk þess að fólk skrái óskir sínar
beint, um meðferð en einnig mál-
svara, ætti einnig að vera tækifæri til
þess að tengja við lífsskrána skrán-
ingu sjúkrahússins á meðferðarmark-
miðum einstaklinga þegar hún liggur
fyrir,“ segir Pálmi og tekur sem dæmi
einstakling með útbreitt krabbamein
sem myndi biðjast undan endurlífgun
eða gjörgæslumeðferð við hjarta-
stoppi eða öðrum alvarlegum veikind-
um.
„Ef sá einstaklingur veikist skyndi-
lega heima, til dæmis að hjartað
stoppar, er hjálplegt að þessar upp-
lýsingar liggi strax fyrir við komu
sjúkraflutningamanna, því þá er
hægt að virða óskir einstaklingsins,
ekki aðeins á sjúkrahúsinu heldur
einnig heima.“
Pottur brotinn í öldrunarþjónustu
Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum vill fjölga líknarrýmum fyrir aldraða Samhæfa
þurfi þjónustuna betur Opna mætti líknareiningu á Vífilsstöðum eða á nýju heimili á Seltjarnarnesi
Morgunblaðið/Ómar
Aldraðir Yfirlæknir á Landspítala bendir á ýmsa agnúa í öldrunarþjónustu.
Pálmi V.
Jónsson