Morgunblaðið - 16.01.2019, Page 16

Morgunblaðið - 16.01.2019, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Heimkaup Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri • Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi 100% Merino ullarnærföt Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.run.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance skoðar nú möguleika á því að koma saman hópi fjárfesta sem ráðast muni í að fjárfesta í leigufélaginu Heimavöll- um í því skyni að skrá félagið af mark- aði. Hugmyndin er komin til vegna þeirrar staðreyndar að upplausnar- virði fyrirtækisins virðist mun hærra en markaðsvirði bréfa félagsins í Kauphöll Íslands. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa félagsins 1,12 og virði félagsins því 12,6 milljarðar króna. Samkvæmt nýjasta birta upp- gjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam eigið fé félagsins hins vegar 18,7 milljörðum og jafngilti það gengi í kringum 1,7. Því var bókfært eigið fé félagsins ríflega sex milljörðum hærra í lok september en markaðsvirðið nú. Varpað fram áður Á umliðnum mánuðum hafa ýmsir greiningaraðilar og hluthafar í félaginu bent á þessa staðreynd. Þannig kom m.a. fram í verðmati sem unnið var af Capacent um mitt ár í fyrra að „virði eigna félagsins endurspeglast ekki í markaðsverði, ef marka má meðalfer- metraverð á starfssvæðum félagsins. Því væri ekki óeðlilegt að eigendur fé- lagsins myndu spyrja sig hvort það sé ekki hagstæðast að leysa félagið upp og selja eignir“. Þreifingar á frumstigi Þreifingar Arctica Finance eru sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins á frumstigi en þó hefur fyrirtækið kallað til samtals við sig fjárfesta þar sem möguleikar á afskráningu eru kannað- ir. Heimildir Morgunblaðsins herma að í hópi núverandi hluthafa félagsins gæti nokkurs óþols gagnvart stöðu þess á markaði en það hefur ekki náð sér á strik frá því að það var skráð á al- mennan hlutabréfamarkað hinn 24. maí í fyrra. Í aðdraganda skráningar- innar réðst félagið í útboð þar sem seldar voru 750 milljónir hluta á geng- inu 1,39. Gengi félagsins hefur því lækkað um tæplega 20% frá skráning- unni í fyrra. Skiptar skoðanir uppi í hópi núverandi hluthafa Munu fyrrnefndir hluthafar hlynnt- ir þeirri nálgun að reyna að hámarka virði eignanna með afskráningu og eignasölu. Aðrir hluthafar Heimavalla, sem Morgunblaðið ræddi við, eru hins vegar hikandi gagnvart slíkum við- snúningi og telja m.a. varhugavert að ætla að hægt sé að hámarka virði þeirra ríflega 2.000 fasteigna sem fé- lagið á með því að setja þær á markað. Slíkt kunni að valda of mikilli fram- boðsaukningu á markaði sem nú þegar hefur kólnað nokkuð frá árinu 2017. Kanna möguleika á af- skráningu Heimavalla Morgunblaði/Arnþór Birkisson Hlutabréf Félagið var skráð á markað í fyrra en gæti nú verið á leiðinni út.  Eigið fé félagsins er ríflega sex milljörðum hærra en markaðsverð í Kauphöll Stærstu hluthafar » Stálskip ehf. (8,6%) » Snæból ehf. (7,5%) » Gani ehf. (7,5%) » Landsbankinn (6,9%) » Birta lífeyrissj. (5,6%). » Sjóvá (4,8%) » Klasi (3,9%) » M75 ehf. (3,8%) alþjóðlegum og innlendum fjár- festum. Aðspurður segir Róbert að horft sé til þess að ljúka fjár- mögnun erlendis strax á þessu ári. Höfðu mikið fyrir fénu Róbert segir að Genís hafi þurft að hafa mikið fyrir því að klára fjár- mögnunina hér á landi. Umhverfi nýsköpunarfyrirækja af þeirri stærð sem Genís er í sé ekki nógu gott þótt umhverfi smærri nýsköp- unarfyrirtækja sé þokkalegt. „Það er búið að ganga svo nærri lífeyris- sjóðunum að þeir þora ekki að taka áhættu. Áhættufjármagn er mjög takmarkað á Íslandi. Fyrirtækið er í fínum málum, það er fjárhagslega sterkt og verkefnið er flott. Maður spyr sig hvort maður sé á vitlausum stað á jarðarkringlunni með svona fyrirtæki.“ Í fréttatilkynningu segir að Genís hafi að undanförnu lagt áherslu á að markaðssetja fæðubótarefnið Benecta hér á landi og erlendis. Hið nýja fjármagn verður meðal annars nýtt til að ráðast í næstu skref í þró- un félagsins. tobj@mbl.is Líftæknifyrirtækið Genís á Siglu- firði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins og mun TFII, fag- fjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi. Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður og eigandi Genís, segir í samtali við Morgunblaðið að um hundraða milljóna fjárfestingu sé að ræða. Með henni sé lokið þeirri fjármögnun sem fara átti fram á Íslandi. Næstu skref verði tekin erlendis. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í febrúar á síðasta ári hyggst Genís, með fulltingi og ráð- gjöf frá GAMMA, afla samtals allt að tveggja milljarða króna bæði frá Kaupa fyrir hundruð milljóna í Genís  Hærri upphæð erlendis síðar á árinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nýsköpun Líftæknifyrirtækið Genís er staðsett á Siglufirði. ● Átta eru í framboði til stjórnar Haga á hluthafafundi sem haldinn verður á föstudaginn. Þegar tilnefninganefnd lauk störfum höfðu sjö gefið kost á sér og lagði nefndin til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson yrðu kjörin í stjórn. Ásamt þeim höfðu gefið kost á sér þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristján Óli Níels Sigmundsson. Eftir að nefndin lauk störfum tilkynnti svo Sandra Hlíf Oc- ares, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, að hún hygðist bjóða sig fram. Í tilnefninganefnd Haga sitja þau Ásta Bjarnadóttir vinnu- og skipulagssálfræðingur og endurskoð- endurnir Björg Sigurðardóttir og Símon Á. Gunnarsson. Enn fjölgar í hópi fram- bjóðenda hjá Högum 16. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.58 121.16 120.87 Sterlingspund 154.86 155.62 155.24 Kanadadalur 90.76 91.3 91.03 Dönsk króna 18.501 18.609 18.555 Norsk króna 14.093 14.177 14.135 Sænsk króna 13.47 13.548 13.509 Svissn. franki 122.63 123.31 122.97 Japanskt jen 1.1144 1.121 1.1177 SDR 168.29 169.29 168.79 Evra 138.11 138.89 138.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.4932 Hrávöruverð Gull 1293.7 ($/únsa) Ál 1815.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.62 ($/fatið) Brent ● Vilborg Helga Harðardóttir mun taka við starfi for- stjóra Já.is hinn 1. febrúar næstkom- andi. Sigríður Mar- grét Oddsdóttir hefur óskað eftir því að láta af starfi forstjóra en hún er í hópi hluthafa fé- lagsins og mun við vistaskiptin taka sæti í stjórn þess. Vörumerkin sem heyra undir félagið eru Gallup á Íslandi, Leggja og Markaðs- greining. Hjá félaginu eru 115 starfs- menn í 75 stöðugildum. Vilborg Helga hefur starfað í 13 ár hjá félögum innan samstæðu Já.is. Hún er með BA-próf í sálfræði frá HÍ og MBA- gráðu frá HR. Sigríður Margrét lætur af starfi forstjóra Já.is Vilborg Helga Harðardóttir STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.