Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Nú er kominn jan- úar og innan skamms hefst árviss „vertíð“ endurskoðenda og bók- ara sem aðstoða félög og einstaklinga við gerð ársreikninga og skattframtala. Á þessu sviði hefur orðið gríð- arleg framþróun með hinni miklu tölvu- og tæknivæðingu, sem yf- ir hefur gengið á undanförnum ár- um. Samhliða hafa þau tímamörk, sem þessum aðilum eru gefin til að skila viðeigandi gögnum fyrir skjól- stæðinga sína, stöðugt verið þrengd og eru nú komin út á ystu nöf. Þannig hafa skilafrestir ein- staklinga verið styttir um tvo mán- uði á þremur árum og boðað er, að svipað skuli ganga yfir lögaðila. Þar til viðbótar hafa verið sett refsi- ákvæði um skil til ársreikningaskrár RSK þar sem 600 þús. króna sekt fellur á viðkomandi ef ekki er skilað í síðasta lagi á hinum „heilaga“ degi – reyndar er mögulegt að lækka þá upphæð um allt að 90% ef bætt er úr en skattþegninn virðist ævinlega þurfa að gjalda 60 þús. kr. ef honum verður á að skila aðeins of seint. Ekki er að sjá að t.d. dauðsföll eða veikindi geti haft þar nokkur áhrif á – ríkið skal ævinlega fá sitt. Um langt skeið hafa Félag lög- giltra endurskoðenda og Félag bók- haldsstofa átt viðræður í ársbyrjun við ríkisskattstjóra og reynt að auka það svigrúm, sem félagsmenn beggja þurfa til að sinna skyldum viðskiptavina sinna. Ævinlega hafa þær viðræður verið sagðar vinsam- legar og gagnlegar en mikil tregða við auknum frestum eða breyttu fyr- irkomulagi („eins og að tala við grjót“ heyrði ég m.a. sagt á síðasta aðalfundi FLE). Borið er við, að við- eigandi ráðuneyti geri sífellt auknar kröfur um að tölulegar upplýsingar berist fljótt og vel og slíkt komi í veg fyrir aukin liðlegheit á frestum. Öll pressa er sett á þá aðila sem, eftir bestu getu, leitast við að gegna skyldum sinna skjólstæðinga gagnvart RSK og kom- ið er upp slíkt ófremd- arástand í þessum mál- um að ekki verður lengur við slíkt unað. Að mínu mati verða viðeigandi opinberir aðilar að hugsa þessi mál í víðara samhengi. Stöðug og einhliða auk- in pressa á þá aðila sem gera sitt besta til að uppfylla skilaskyldur skjólstæðinga sinna hlýtur fyrr eða síðar að enda með ósköpum verði starfsumhverfi ekki bætt. Nærtæk ályktun er að á bresti atgervisflótti úr röðum þeirra sem aðstoða (ég hef heyrt setningar eins og „ ég nenni þessu ekki leng- ur“ úr þessum hópi) og þá er hætt við að sífellt batnandi skilahlutföll, sem RSK hefur gjarnan kynnt með stolti í seinni tíð, snúist upp í and- hverfu sína að ekki sé nú talað um, hvaða stefnu gæði umræddra „af- urða“ kynni að taka. Viðeigandi ráðuneyti hreinlega verður, í samvinnu við Félag lög- giltra endurskoðenda og Félag bók- haldsstofa, að taka af skarið í þess- um málum og finna þolanlegan farveg fyrir þessi mál ef ekki á illa að fara. Það er búið að reyna þvílíkt á þanþol aðstoðaraðilanna að lengra verður ekki gengið. Það hefur nefni- lega aldrei þótt góð stjórnsýsla að skjóta sendiboðann. Um skattskil og skilafresti RSK Eftir Guðmund Jóelsson »… einhliða aukin pressa á þá aðila, sem gera sitt besta til að uppfylla skilaskyldur skjólstæðinga sinna hlýtur fyrr eða síðar að enda með ósköpum. Guðmundur Jóelsson Höfundur er löggiltur endurskoðandi í næstum 44 ár. gjoels@bokunsf.is Þessa dagana er til lokameðferðar á Al- þingi tillaga að sam- gönguáætlun til 15 ára eða allt til ársins 2033. Margt horfir til mikilla bóta í samgöngum landsins ef áætlunin nær fram að ganga, ekki síst ef tekst að fá aukið fjármagn til málaflokksins. Þó er ein framkvæmd sem af einhverjum óút- skýrðum ástæðum er ekki nefnd í til- lögunni og hefur eftir því sem næst verður komist enga umfjöllun fengið í samgöngunefnd Alþingis þrátt fyrir ábendingar þar um. Er þar um að ræða gerð um 17 km vegar til stytt- ingar leiðar milli Norðausturlands og vesturhluta landsins um allt að 14 km um svonefnda Húnavallaleið í Austur- Húnavatnssýslu sunnan Blönduóss. Raunar gæti stytting á þessum slóð- um orðið allt að 20 km sé gerð vegar um svonefnda Vindheimaleið í Skaga- firði talin með. Rök með og móti Ekki verður annað séð en flest efn- isleg rök mæli með gerð vegar þessa leið auk þess sem margt bendir til að fjármagna mætti hann að öllu leyti með veggjöldum, slík er arðsemin. Gæti framkvæmdin því orðið án kostnaðar fyrir ríkissjóð. Rök fyrir styttri akleið, á þessum slóðum sem annars staðar, ættu að vera flestum vegfarendum kunn, þ.e. aukið um- ferðaröryggi með skemmri leið, minna slit á vegum og ökutækjum, minni mengun, skemmri aksturstími um ca 10 mínútur og þar af leiðandi aukinn flytjanleiki og bætt sam- keppnishæfni svæðanna sem stytting- arinnar njóta. Þjóðhagsleg arðsemi vegarins yrði því veruleg og arðsam- ari vegagerð hérlendis vandfundin. Það þarf sterk rök og ríka hags- muni til að standa gegn vegi þessa leið. Til að af gerð hans geti orðið þarf þó að gera ráð fyrir honum í að- alskipulagi þeirra sveitarfélaga þar sem hann lægi, þ.e. Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar. Oft hef- ur verið bent á að sveit- arfélög eigi sjálf að ráða legu vega innan sinna marka þar sem þau fari með svokallað skipu- lagsvald, hvert á sínu svæði. Sú niðurstaða fær þó tæpast staðist. Má segja að það liggi í hlutarins eðli auk þess sem reynslan hefur með ótvíræðum hætti sýnt, jafnt í því tilfelli sem hér um ræðir og í annan tíma, að sveitarfélögin horfa fyrst og fremst á sitt svæði og meinta hagsmuni sinna íbúa þegar aðal- skipulag þeirra er annars vegar en láta heildarhagsmuni víkja ef svo ber undir og það án þess að þurfa að bera nokkra ábyrgð á afleiðingum þess. Því hlýtur Alþingi að þurfa að grípa inn í, horfa til heildarhagsmuna og gera ráð fyrir vegi þessa leið í samgönguáætl- un sem síðan færi í landsskipulag, sem einstökum sveitarfélögum ber að fylgja og taka inn í aðalskipulag sitt. Sjálfsagt er þó að hafa fullt samráð við sveitarfélögin og íbúa þar. Sumir hafa bent á að í stað vegar þessa leið væri nær að grafa göng í gegnum Tröllaskaga milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar (sem þyrftu að vera á bilinu 15 til 20 km) og með því tengja saman byggðir. Vegna hins mikla kostnaðar verða slík göng vart gerð fyrr en í fyrsta lagi að liðnum 25 til 30 árum enda ekkert verið skoðuð af hálfu Vegagerðarinnar auk þess sem þau mundu þjóna talsvert öðrum þörfum en þeirra sem komast þurfa um milli Norðausturlands og vest- urhluta landsins og hreinlega lengja leið þeirra. Þótt líklegt sé að talsverður hluti umferðarinnar sem nú fer um Blönduós færi hina nýju leið, þrátt fyrir veggjöld, má minna á að Blöndu- ós verður hér eftir sem hingað til mjög vel í sveit sett milli Eyjafjarð- arsvæðisins og vesturhluta landsins, en þaðan eru 277 km til Reykjavíkur og 144 km til Akureyrar. Raunar ætti margt jákvætt að leiða af því að dragi úr umferð allra þeirra ökutækja sem þar fara í gegn án þess að eiga þang- að erindi og ættu heimamenn fremur að reyna að fá vegfarendur til að staldra þar við með aukinni þjónustu en að standa arðsömum vegstytt- ingum í vegi. Vegagerðin hefur þegar unnið svo- kölluð frumdrög fyrir þessa leið og er þar m.a. vísað í umferðarkönnun sem gerð var, þar sem fram kemur að minni hluti umferðarinnar á þessum slóðum á beint erindi til Blönduóss, og einnig má telja víst að vilji mikils hluta vegfarenda, sem ekki eru ferða- menn, standi til að aka megi sem skemmsta leið þarna um. Hvaða hagsmunir ráða? Brýnt er með öllum ráðum að auka umferðaröryggi, draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, auka sam- keppnishæfni og lækka flutnings- kostnað hinna ýmsu svæða landsins. Ábyrgð þeirra sem málum ráða og leggjast gegn því er mikil og vart hægt að taka alvarlega ákall um auk- ið öryggi og minni útblástur frá um- ferðinni ef ekki verður brugðist við og fjölfarnar akleiðir styttar þar sem kostur er. Væri fróðlegt að fá fram hvaða hagsmunir leiða til þess að á bilinu 500 til 1.200 ökutæki, sum með þungan farm, þurfa dag hvern að fara 14 km lengri leið en vera þyrfti næstu 15 árin. Slíkt getur ekki talist í þágu byggða landsins. Eru þeir sem telja samfélaginu og umferðinni best borg- ið með því að standa því í vegi hvattir til að rökstyðja þau sjónarmið sín á þessum vettvangi. Vegstyttingar á Norðurlandi – hvað er í veginum? Eftir Jónas Guðmundsson » Væri fróðlegt að fá fram hvað veldur því að á bilinu 500 til 1.200 ökutæki þurfa dag hvern að fara 14 km lengri leið en vera þyrfti næstu 15 árin. Jónas Guðmundsson Höfundur býr á Vestfjörðum og er formaður Samgöngufélagsins þar. samgongur@samgongur.is Nú er hafið merkt ár aldarafmælis flugs á Ís- landi. Árið 1919 var fyrsta flugfélagið á Ís- landi stofnað og fyrsta flugtak flugvélar varð frá íslenskri grund. Því er við hæfi að huga að þessu upphafi. Í heimsókn til Kaup- mannahafnar fyrir ára- tug kom ég við í stórri fornbókasölu og fann þar fjórar bæk- ur um upphaf flugs í Danmörku. Ein þeirra var gefin út árið 1918, önnur 1938 og hinar tvær 1943. Önnur þeirra síðastnefndu heitir Dansk Trafikflyning gennem 25 Aar og er eftir Knud Lybye. Hún er sérlega vönduð, með fjölda mynda og grafík, samtals 210 síður. Mér fannst athygl- isvert að finna þar á bls. 16-18 um- fjöllun um aðkomu Dana að upphafi flugs á Íslandi. Um þessi mál er einn- ig ítarlega fjallað í ýmsum íslenskum ritum, einkum í merkri ritröð Arn- gríms Sigurðssonar, Annálar ís- lenskra flugmála. Fyrsta bókin af sex fjallaði um upphafsárin 1917- 1928. Danir telja sig eiga einn af frum- kvöðlum flugs, Jacob Ellehammer (1871-1946), sem hannaði og smíðaði eigin flugvél. Hann flaug henni síðan 42 metra á eyjunni Lindholm 12. sept- ember 1906. Sumir telja þetta vera fyrsta flug flugvélar í Evrópu. Slíkt er þó mjög um- deilt þar sem flugvélin var ekki í frjálsu flugi heldur tjóðruð með streng við stöng í miðju hringlaga flugbrautar. Herflug hófst í Dan- mörku fimm árum síð- ar, þegar sjóherinn stofnaði Marinens Fly- vevæsen 14. desember 1911 og danski landherinn byrjaði litlu síðar með Hærens Flyvertropper 2. júlí 1912. Við sameiningu þessara tveggja herdeilda árið 1950 varð til núverandi flugher Danmerkur. Stofnfundur fyrsta danska flug- félagsins var 29. október 1918 í Kaupmannahöfn og hlaut það nafnið Det Danske Luftfartselskab (DDL). Stofnfundur Flugfélags Íslands (hins fyrsta) var haldinn í Reykjavík 28. mars 1919. Í fyrstu stjórnir beggja félaga voru kosnir heildsalar, for- stjórar, embættismenn og konsúlar. Stofnhlutafé DDL var 900.000 kr., en hjá Flugfélagi Íslands var það aðeins 30.000 kr. Frumkvöðull að stofnun DDL var myndhöggvarinn Willie Wulff, en frumkvöðull að stofnun Flugfélags Íslands var heimspekingurinn Hall- dór Jónasson frá Eiðum. Við stofnun félaganna var þeim falin fyrsta fram- kvæmdastjórn þeirra. Hinn 29. maí 1919 mættu tveir stjórnarmenn Flugfélags Íslands, Axel V. Túliníus, fv. sýslumaður, og Pétur A. Ólafsson konsúll, til fundar í Kaupmannahöfn með forsvars- mönnum DDL. Þar var fljótlega und- irritaður samningur þess efnis að DDL muni síðsumars 1919 annast „kynningar- og tilraunaflug“ á Ís- landi fyrir Flugfélag Íslands og einn- ig aðstoða við tæknilegan undirbún- ing frekari flugstarfsemi á Íslandi. Stjórn DDL ákvað strax í kjölfar þessa samnings að kaupa af breska ríkinu þrjár tveggja sæta Avro 504K-flugvélar og skyldi ein þeirra flutt beint til Reykjavíkur. Fyrsti flugmaður DDL var Cecil Faber, sem hafði áður verið herflug- maður í breska flughernum. Hann var af dönskum og enskum ættum og starfaði hjá DDL árin 1919-1921. Fyrsti flugmaður Flugfélags Íslands var hinn sami Cecil Faber og starfaði hann hjá félaginu í ágúst-október 1919. Fyrsta flugvél Flugfélags Íslands var Avro 504K tvíþekja, sem fór í sitt fyrsta flug á Íslandi 3. sept. 1919. Það var af túnbletti í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Fyrsta flugvél DDL var sams konar Avro 504K tvíþekja og fór hún í sitt fyrsta flug í Danmörku 31. okt. 1919. Það var af flugvelli danska hersins við Avedöre. Í viðtali blaðamanns Berlingske Tidende við Cecil Faber í október 1919 kom fram að 140 manns hefðu flogið með honum á Íslandi, „þar af tveir alþingismenn, – fleiri alþing- ismenn vildu ekki fljúga“. Að loknu kynningar- og útsýnisflugi Flug- félags Íslands í september 1919, var flugvélin tekin í sundur og geymd í skýli í Vatnsmýrinni. Sumarið 1920 ákvað félagið að ráða kanadískan flugmann af íslenskum ættum, Frank Frederickson, og fól honum að halda áfram svipuðu flugi og árið áður. Þótt Alþingi hafi samþykkt að veita flugfélaginu 15.000 kr. styrk „til flugtilrauna“ var þar ekki að finna neinn sérstakan áhuga á að byggja flugvelli, sem var frumforsenda fyrir flugflutningum milli byggða Íslands. Í september 1920 seldi Flugfélag Ís- lands Avro-flugvél sína til danska hersins og var hún þar í notkun til ársins 1928. Flugfélaginu var því miður slitið haustið 1920. Ef það hefði starfað óslitið áfram væri það í dag fjórða elsta flugfélag í heiminum. Þróunin hjá DDL varð hins vegar brattari. Upphaflegu Avro- flugvélarnar þrjár voru aðeins not- aðar í kynningarflug árið 1919 og í byrjun árs 1920 en var síðan ráð- stafað til flugkennslu. Á árunum frá 1920 og fram að stríðsbyrjun tók DDL í notkun níu gerðir farþega- flugvéla, í fyrstu eins hreyfils flug- vélar sem gátu flutt tvo til fimm far- þega. Á árunum 1933-1936 komu þriggja hreyfla Fokker- og Junkers- flugvélar með 16 farþegasæti. Loka- stigi þessarar þróunar var náð árið 1938 þegar keyptar voru þýskar fjög- urra hreyfla Focke Wulf Condor- flugvélar með 26 farþegasæti. Þegar ríkisstjórnir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákváðu árið 1946 að stofna sameiginlegt flugfélag, SAS, var flugfélagið DDL tilgreint sem hluti stofnaðildar Danmerkur. Samtvinnað upphaf atvinnu- flugs í Danmörku og á Íslandi Eftir Leif Magnússon » Cecil Faber varfyrsti flugmaður Det Danske Luftfartselskab og Flugfélags Íslands, og fyrstu flugvélar beggja flugfélaga voru tveggja sæta Avro 504. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur. leifur@baro.is Flugmaður Cecil Faber (mynd úr bókinni Dansk Trafikflyvning gennem 25 Aar, 1943).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.