Morgunblaðið - 16.01.2019, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Elsku amma,
Bros þitt
hlýjar,
þinn hlátur
kitlar.
Hvert andartak
með þér
sem gullið ljós
geymt
í hjartastað.
Elsku yndislega Imma amma
mín nú hefur þú kvatt þennan
heim og trúi ég því að þú sért
búin að hitta elsku afa á góðum
stað þar sem sálir ykkar munu
lifa áfram saman.
Þegar ég hugsa til ykkar afa
þá fyllist hjarta mitt svo miklu
þakklæti og kærleika fyrir að
hafa fengið að njóta margra
Ingibjörg
Pétursdóttir
✝ Ingibjörg Pét-ursdóttir fædd-
ist 11. júní 1934.
Hún lést 5. janúar
2019.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 15. jan-
úar 2019.
yndislegra ára með
ykkur. Á heimilinu
ykkar í Stóragerði í
Reykjavík eignuð-
umst við saman
margar góðar
minningar. Ég man
að ég vildi oft fá að
gista hjá afa og
ömmu enda fékk ég
alltaf mikið dekur
hjá ykkur. Þið gáf-
uð ykkur svo mik-
inn tíma í samverustundir og
spjall um allt og ekkert með
mér.
Við spiluðum ólsen ólsen,
veiðimann og byggðum stórar
spilaborgir á teppalagðri stof-
unni ykkar. Við afi stóðum oft
saman á höndum enda bæði
miklar fimleikastjörnur og
monta ég mig enn þann dag í
dag yfir að hafa átt afa sem gat
staðið á höndum fram á gamals-
aldur. Nuddið þitt var það besta
í heimi og alltaf samþykktir þú
að nudda fæturna á mér. Hend-
urnar á þér og hvernig þú
nuddaðir höfðu ákveðinn mátt
að ég held, því það kom alltaf
ákveðin ró yfir mig og svo sofn-
aði ég strax í kjölfarið.
Morgnarnir voru svo gæða-
stundirnar okkar afa þar sem
þú, elsku amma, fékkst að sofa
aðeins lengur á meðan við afi
spjölluðum og fengum okkur
hafragraut. Ég verð ykkur afa
ávallt mjög þakklát fyrir að
leyfa mér alltaf að gista, taka
vel á móti mér og gefa ykkur
tíma til að eiga góðar samveru-
stundir með mér. Sem barn var
ég svo lánsöm að fá að vera í
pössun á sumrin hjá þér, amma
mín, þar sem við brölluðum
mikið saman. Með strætó fór-
um við allt sem okkur langaði,
meðal annars í sund, í Hljóm-
skálagarðinn með nesti og eft-
irminnilegast er hversu gott
okkur þótti að fara í kirkju-
garðinn í Fossvogi og velta líf-
inu fyrir okkur. Ég spurði auð-
vitað og spurði en þú svaraðir
alltaf öllum mínum spurningum
vel og af mikilli þolinmæði.
Minningarnar lifa um allar
sumarbústaðaferðirnar sem
voru farnar með ykkur afa, öll
jólin sem við áttum saman í
Stóragerðinu og allar heim-
sóknirnar til ykkar afa í kaffi
og spjall.
Þegar ég varð eldri voru þið
alltaf til staðar fyrir mig, vini
mína, Ármann minn og svo
langömmubörnin ykkar. Við
vorum alltaf velkomin í mat eða
kaffi, þið voruð alltaf reiðubúin
að skutlast um allt og rétta
hjálparhönd í hinum ýmsu verk-
efnum sem við Ármann tókum
okkur fyrir hendur.
Elsku amma mín, takk fyrir
að vera þú, takk fyrir að taka
alltaf vel á móti mér og fjöl-
skyldu minni, takk fyrir allt
spjalliðsem við höfum átt saman
og samverustundirnar. Takk
fyrir að eiga alltaf ís í frystin-
um, enda var mjög vinsælt að
koma í heimsókn til þín amma
mín.
Mig langar að kveðja þig með
þessum orðum og í leiðinni
þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur kennt mér í lífinu. Minning
þín mun ávallt lifa í mínu
hjarta.
Þér ég þakka amma mín
vináttu og góðar stundir.
Hlýja hönd og handleiðslu,
okkar stundir saman.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
Ég elska þig svo heitt, elsku
amma mín, og bið að heilsa afa
mínum.
Knús og margir kossar.
Þín
Sigríður (Sirrý).
Það er þyngra en tárum taki
fyrir okkur að setja niður á blað
minningarorð um barnabarnið
okkar hann Óttar, sem var mikið
glæsimenni eins og amma minnti
hann á reglulega.
Minningarnar streyma fram,
þegar Öddi og Birna giftu sig var
Óttar fjögurra ára og Birkir
tveggja ára, afi og amma fengu að
fylgja litlu fjölskyldunni í brúð-
kaupsferðina. Ferðin lá til Ítalíu
þar sem við áttum ógleymanlegar
tvær vikur.
Þeir bræður voru samrýndir,
það voru því mikil tíðindi þegar
Hekla kom inn í líf þeirra. Þeir
voru stoltir af systur sinni frá
fyrsta degi og þreyttust aldrei á að
dásama hana.
„Sjáið hvað hún er falleg, sjáið
hvað hún er flott.“
Við sóttum bræðurna oft í skól-
ann, fórum heim á Álfhól og sett-
umst við spil. Óttar þoldi ekki að
tapa, grét af vonbrigðum og sagði
„amma Ingibjörg leyfir mér alltaf
að vinna“. Okkar svar: „Óttar
minn, þú lærir svo mikið af því að
tapa.“ Þetta fannst honum ekki
sérstaklega merkileg rök.
Óttar var fróðleiksfús, forvitinn
og hafði áhuga á öllu milli himins
og jarðar. Skemmtilegar þóttu
honum minningar afa þegar hann
sagði frá sínum unglingsárum,
stofnun Íþróttabandalags
drengja, ferðalögum og fleira.
Fyrir jólin mátti reikna með
þeim bræðrum í alls kyns aðstoð
við jólaundirbúning, að fægja
silfrið og koparborðið og ýmislegt
fleira, ómetanlegar stundir þegar
litið er til baka.
Þarna var mikið spurt, Óttar
spurði sérstaklega mikið um okk-
ar uppruna en hann var forvitinn
um uppruna sinn enda vissi hann
ótrúlegustu hluti þrátt fyrir ungan
aldur. Óttar var góður námsmað-
Óttar Arnarson
✝ Óttar Arnarsonfæddist í
Reykjavík 28. ágúst
1996. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 3. janúar
2019.
Foreldrar Óttars
eru hjónin Örn
Logason, f. 1966, og
Sigríður Birna
Kristinsdóttir, f.
1969. Systkini Ótt-
ars eru Birkir Arnarson, f. 1998,
og Hekla Arnardóttir f. 2007.
Útför Óttars fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 16. janúar 2019,
og hefst athöfnin klukkan 15.
ur, þó að hann hafi
ekki lokið prófi þá
var hann fróður um
ótrúlega hluti á
mörgum sviðum,
tölvumál voru hans
sérsvið, hann kynnti
sér til dæmis upp-
götvanir og nýjung-
ar í m.a. verkfræði
og læknisfræði.
Svo var það tón-
listin, hann hlustaði
á allt og kom oft með okkur á sin-
fóníutónleika. Óttar vissi allt um
verkin sem flutt voru, og fræddi
okkur þá langt umfram það sem
nokkurn tímann stóð í dagskránni.
Þegar verslun Costco var opn-
uð gerðist Óttar sjálfboðaliði í inn-
kaupaferðum ömmu. Einu sinni í
mánuði var byrjað á því að taka
bensín, síðan var farið í IKEA,
amma fékk „smörrebröd“ en Ótt-
ar stóran skammt af kjötbollum,
alltaf það sama. Svo var farið í
Costco, ekki leiðinlegt, Óttar
sagði: „já, hafa þeir þetta svona
hér, þetta er nú svolítið sniðugt
fyrir ykkur afa“. Hann hafði skoð-
un á þessu öllu.
Amma þurfti ekki að hafa fyrir
neinu, hann hljóp um og náði í það
sem átti að kaupa og þegar heim
var komið hjálpaði hann afa við að
koma varningnum fyrir. Svo var
sest niður og rabbað, stundum í
marga klukkutíma.
En sitt er hvað gæfa eða gjörvi-
leiki, Óttar fægir ekki meira silfur
eða koparborð eða spjallar við
okkur um sín hugðarefni.
Síðastliðið sumar átti Óttar
erfitt, þá hringdi hann í ömmu,
bað hana að koma því hann þyrfti
að tjá sig, tala og kryfja til mergj-
ar. Margt varð mér ljósara um líf
ungs manns eftir það samtal.
Brostin vinaböndin
blessuð minning lifir
Drottins hjálpar höndin
heilög vaki yfir.
(Hjörtur Þórarinsson.)
Hvíl í friði „óttalegur Grímur
getspakur“ okkar,
Amma Árný og afi Logi.
Það er steinn í brjósti mér,
dökkur og þungur. Ég þarf að
bera hann um stund en veit að
hann mun léttast og breytast í
ljós, ljósið hans Óttars.
Minningar eru eins og silfur-
þráður sem rekur okkur í gegnum
lífið sem við höfum lifað. Þær lýsa
upp tilveruna og leita okkur uppi á
ögurstundu þegar öll sund virðast
lokuð og flæða stjórnlítið í gegn-
um hugann.
Þetta eru myndir af atvikum
sem gera lífið þess virði að lifa því.
Sumar eru beiskar þegar þér
finnst að þú hefðir getað gert bet-
ur. Aðrar ylja þér og fá þig jafnvel
til að brosa þegar þér fannst lífið
vera þér ljúft.
Ég man þig sem ákafan dreng
sem vildi sigra og alls ekki tapa.
Ég man þig sem vandaðan dreng
sem átti yngri bróður sem besta
vin í mörg ár. Ég man þig kláran
dreng sem þekkti alla fugla Ís-
lands átta ára.
Ég man þig sem skemmtilegan
strák sem átti góða vini sem sótt-
ust í að fylla litla sjö fermetra her-
bergið í Safamýrinni. Ég man þig
sem ótrúlegan strák sem elskaði
pylsur og borðaði alltaf þrjár. Ég
man þig magnaðan mann sem stóð
sterkur eftir áföll. Ég man þig
fróðleiksfúsan mann sem var allt-
af brosandi af ákefð þegar þú
sagði frá. Ég man þig ungan mann
sem var þungur á morgnana og
allt var ömurlegt. Ég man þig,
PePe besta Counter Strike Surf-
spilara í heimi.
Ég man þig bjartsýnan mann
sem ætlaðir sér svo margt. Ég
man þig stuðboltann við matar-
borðið sem sá um að aldrei væri
þögn.
Það bætast ekki við fleiri nýjar
minningar um Óttar, hann er far-
inn frá okkur. Ótal myndir hans
lýsa upp steina í brjóstum okkar
Birnu, Heklu og Birkis. Við sökn-
um hans sárt. Við munum þó hitt-
ast aftur síðar og þá spilum við
saman uppáhaldslögin okkar og
tökum kannski í einn tölvuleik, ég
mun örugglega tapa en það skiptir
engu.
Örn Logason.
Tuttugu og tveggja ára. Mér
finnst ég vera alltof ung til að
skrifa minningargrein. Og þú
varst líka alltof ungur til að um þig
væri skrifuð minningargrein.
En svona er lífið, allt of hverf-
ult. Ég mun alltaf minnast þín
með hlýju í hjarta, því þannig
varst þú: hlý og góð manneskja
sem vildi öllum vel, alltaf. Þegar
ég hugsa um þig þá sé ég strax
brosið, heyri hláturinn og finn fyr-
ir húmornum sem var aldrei langt
undan þegar við Álftófrændfólkið
hittumst yfir Alias og Dommara
með súkkulaðirúsínum.
Ég sakna þín, elsku Óttar. Eng-
in orð fá því lýst hversu sárt það er
að þú sért farinn. En ég vil bara að
þú munir það sem ég sagði við þig
þegar við kvöddumst niðri á spít-
ala í síðustu viku: mér þykir svo
óendanlega vænt um þig og mér
mun alltaf þykja svo óendanlega
vænt um þig sama hvað. Ég vona
svo innilega að þú sért kominn á
góðan stað þar sem þér líður vel
og ert sæll í eigin skinni.
Ásta Kristín.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta
þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu
kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann
og bíða.
En það er margt um manninn á svona
stað,
og meðal gestanna er sífelldur þys
og læti.
Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma
sér að
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
En þó eru sumir, sem láta sér lynda
það
að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt, sem mennirnir
leita að,
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim
vakir.
En mörgum finnst finnst hún dýr þessi
hóteldvöl,
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni
græða.
En við, sem ferðumst, eigum ei annars
völ.
Það er ekki um fleiri gististaði að
ræða.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað
inn,
og viðbúnaður, er gestirnir koma
í bæinn,
og margir í allsnægtum una þar fyrst
um sinn.
En áhyggjan vex, er menn nálgast
burtferðardaginn.
Þá streymir sú hugsun um oss sem
ískaldur foss,
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá
oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem var skrifað hjá
oss.
Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur
gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst
–
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson.)
Hallvarður, Jóhanna
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
STEFÁN JÓNSSON
málarameistari,
Bakkahlíð 2, Akureyri,
lést sunnudaginn 6. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 18. janúar klukkan 13.30.
Heiðrún Björgvinsdóttir
Jón Ari Stefánsson
Hjördís Stefánsdóttir Heiðar Konráðsson
Heiðrún Valdís og Hildur Védís
Okkar ástkæri,
EIRÍKUR INGÓLFSSON,
búsettur í Fredrikstad,
Noregi,
lést á heimili sínu aðfaranótt 9. janúar.
Útför í Fredrikstad verður þriðjudaginn
22. janúar.
Minningarstund og jarðarför á Íslandi auglýst síðar.
Mette Bakken
Áslaug Eiríksdóttir Helgi Þ. Möller
Leifur Eiríksson
Heiðar Eldberg Eiríksson Svala K. Eldberg Þorleifsdóttir
og barnabörn
Ingólfur Guðmundsson Áslaug Eiríksdóttir
og systkini hins látna
Ástkær systir okkar,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Kirkjuhvoli, Akranesi,
dvalarheimilinu Höfða,
lést þann 10. janúar sl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 18. janúar klukkan 13.00.
Systkinin
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRIR FINNUR HELGASON
húsasmíðameistari,
Iðalind 3, Kópavogi,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
föstudaginn 4. janúar.
Útför fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 18. janúar
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill.
Vigdís Björnsdóttir
Ingibjörg Halla Þórisdóttir Bárður Sveinbjörnsson
Helgi Þórisson Sigríður Pálsdóttir
Björn Þórisson Kristín Garðarsdóttir
barnabörn og langafabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN SIGURÐSSON,
Hánefsstöðum, Seyðisfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð
mánudaginn 14. janúar. Jarðarförin fer fram
frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 19. janúar klukkan 11. Blóm
og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent
á Hollvinsamtök Fossahlíðar Seyðisfirði.
Svanbjörg Sigurðardóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN DAN ÓSKARSSON,
Ísafirði,
varð bráðkvaddur 14. janúar.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 26. janúar klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rannveig Hestnes