Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
✝ Ragnar fæddistí Reykjavík 21.
september 1940.
Hann lést á Hrafn-
istu í Keflavík 30.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru Henrik W.
Ágústsson, prentari
og prentsmiðju-
stjóri í Reykjavík, f.
19. mars 1905, d.
11. nóvember 1966,
og Gyða Þórðardóttir, tal-
símakona í Reykjavík, f. 19.
febrúar 1910, d. 25. maí 2003.
Systkini Ragnars voru: Nanna
Guðrún hjúkrunarfræðingur f.
13. júní 1938, d. 16. janúar 1998,
og Þórður Ágúst prentari f. 27.
júní 1942. Uppeldissystir Ragn-
ars var Guðrún Björgvinsdóttir
en þau voru systkinabörn og hún
var alltaf sem systir okkar systk-
inanna, f. 10. september 1931, d.
29. nóvember 1978.
Eftirlifandi kona
Ragnars er Jórunn
Erla Stefánsdóttir
sjúkraliði, f. 28. júní
1948. Þau gengu í
hjónaband hinn 17.
febrúar 1990. Faðir
hennar var Stefán
Júlíus Ísaksson, f. 2.
júní 1915 á Rauf-
arhöfn, d. 15. des-
ember 1991, verka-
maður í Reykjavík. Móðir
hennar var Sigurbjörg Jóhann-
esdóttir, f. 4. mars 1914 á Ak-
ureyri, d. 12. júlí 1973, hús-
freyja.
Ragnar ólst upp í Reykjavík.
Hann lærði prent hjá föður sín-
um í PÁS prentsmiðju og vann
við fagið stærsta hluta ævi sinn-
ar.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Ragnar Henriksson mágur
minn er fallinn frá.
Síðla sumars árið 1966 bauð
vinkona mín mér í ferðalag með
sér og frænda sínum og hópi af
fólki í Þjórsárdalinn, þetta var áð-
ur en Búrfellsvirkjun kom.
Í þessari ferð voru Raggi og
bróðir hans Þórður, sem síðar
varð eiginmaður minn. Í nóvem-
ber sama ár lést faðir þeirra og
þeir bræður tóku við rekstri PÁS
prentsmiðju. Þarna var Ragnar
26 ára og Þórður 24 ára. Saman
ráku þeir prentsmiðjuna til
margra ára.
Ragnar var mikill útivistar-
maður og naut þess að ferðast vítt
og breitt um landið, á mótorhjóli,
í bíl og gangandi. Gekk á fjöll og
hálendi. Myndavélin alltaf með
og hann tók mikið af myndum.
Var í mörgum félagasamtök-
um sem tengdust ferðamennsku
og náttúru Íslands. Við fórum
margar góðar ferðir saman.
Ragnar var mjög barngóður,
átti mikið safn af legókubbum og
barnablöðum. Þegar börnin mín
Linda og Henrik voru niðri í PÁS,
þá var farið upp í risið í íbúðina til
Ragga frænda og kubbað og lesið
og þar voru oft krakkar úr hverf-
inu.
Ragnar hitti Jórunni sína frek-
ar seint og var að verða fimm-
tugur þegar þau giftu sig. Jórunn
var hans gæfa. Þau áttu góð ár
saman í Noregi og síðan í Vog-
unum.
Guð veri með Jórunni.
Kveðja
Ásta.
Góður drengur, vinur til 65
ára, er nú fallinn frá.
Ragnar prentari í PÁS tók vel
á móti ungum sendli 1953. Þar
var hollt og gott að vinna með
honum, hjá Henrik pabba hans.
Ferðalög bar oft á góma.
Margar brekkur voru gengnar.
Yndislegt að standa á fjallsbrún
og horfa yfir landið með Ragnari.
Njóta, það kunni hann. Horn-
strandir, Kjölur, Stórisandur,
Vatnajökull.
Ragnar var víðförull, með góð-
um félögum „Skollabræðrum“ og
„Tjaldlausum“, Ferðafélaginu og
Farfuglum og bjsv. Ingólfi. Gang-
andi, á vélsleðum og jeppum.
Duglegur ferðafélagi lagði víða
lið. Margir voru hraustari, en fáir
seigari. Á fjöllum í hríðarbyl
kynnast menn vel. Þar var gott að
ganga með Ragnari.
Margs er að minnast og þakka.
Ragnar þakkaði vini sínum Jesú
og Guði oft, þeir áttu samleið.
Glíman við Elli er afstaðin og nú
síðasta ferðin farin.
Kveður hljóðlega. Ættingjum
færi ég innilegar samúðarkeðjur.
Kveð góðan dreng með sökn-
uði.
Torfi H. Ág.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum.)
Ragnar æskuvinur minn fór á
vit forfeðra sinna þegar sólin var
að byrja nýtt ár og nær því fullum
byr inn í nýtt sólarár og hver veit
nema á Sólfara.
Þú varst kátur og hress fullur
af orku eftir skemmtilegt ferða-
lag þegar við gömlu félagarnir
sem höfðum þá haldið hópinn í
meir en 60 ár og fórum í eina af
okkar árlegu ferðum og í þetta
sinn á Reykjanesið. Þar vast þú í
essi þínu enda vissum við að þú
varst fróður um nýju heimaslóð-
irnar þínar.
Áhugi á ferðalögum kviknaði
þegar við vorum unglingar og var
Prentsmiðja föður Ragnars
ferðabækistöð og mikið spekúler-
að og skrafað um staði sem okkur
langaði að sjá svo reiðhjól, skelli-
nöðrur og mótorhjól urðu farar-
skjótar okkar í byrjun. Þegar þið
bræður Þórður og þú eignuðust
splunkunýjan Landróverinn fóru
oft glaðir og kátir strákar með
ykkur bræðrum og fullan bíl af
vistum og ferðagræjum og Ljómi
var ekki sparaður enda eins og
Kadilak í okkar augum á þeim
tíma.
Já, hann var ferða-Kadilakk-
inn.
Árin liðu en við félagarnir köll-
uðum ykkur bræður ýmist Ragn-
ar og Þórð eða Þórð og Ragnar en
þið voru alltaf sem einn. Já, hóp-
urinn stækkaði og það bættust
við Austurbæingar sem var eng-
an veginn samkvæmt sáttmálan-
um en Austur- og Vesturbæingar
voru í stríði á þeim árum en við
létum það ekki trufla ferðalöngun
okkar.
Já, svo komu Laugnesingar og
Fossvogsbúar og ferðirnar urðu
lengri og strangari og hálendið
með jöklunum varð fyrir barðinu
á okkur svo við sáum nauðsyn
þess að kaupa saman ferðagræj-
ur sem voru geymdar í miðstöð
klúbbsins, Prentsmiðju þeirra
feðga, en faðir þeirra bræðra var
mikill hvatamaður okkar á fyrstu
árunum enda mikill ferðamaður
sjálfur og skáti.
Svo byrjuðum við flestir í
Björgunarsveit slysavarnafélags-
ins Ingólfs sem var enn ein
skemmtileg reynsla.
Já, svo stelpurnar en við höfð-
um aldrei mátt vera að því að spá
í þær enda oft ekki álitlegir, drull-
ugir upp fyrir haus á mótorhjól-
unum, lyktandi eins og ég veit
ekki hvað enda ekki sturtur hvar
sem var og oft gantast í tjaldbúð-
unum okkar að kveldi ferðadags
með orðið „alýfát“ og menn voru
fljótir að koma sér í svefnpokana
og renna rennilásnum upp. Lesið
alýfát aftur á bak þá skiljið þið
þetta.
Já, stelpurnar komu og ferða-
munstrið breyttist. Jepparnir
tóku yfir og við fórum að vera
hreinir og snyrtilegir enda engin
miskunn hjá stelpunum og í stað
þess að við værum að „éta“ sviða-
hausa og naga kjöt af beini eða
sviðasultu beint úr dósinni elduðu
þær góðar máltíðir fyrir okkur
svo enginn kvartaði, menn urðu
eldri, giftust sínum heittelskuðu
og eignuðust börn og buru og þá
aftur stækkaði hópurinn og börn
okkar ólust upp við sama um-
hverfi og við félagarnir og nú hafa
þau sama munstur og njóta sín á
sama hátt og við. Ragnar, hvað er
yndislegra en að hafa tilgang í líf-
inu.
Við Guðrún og gömlu Skolla-
ferðafélagarnir þínir viljum segja
góða ferð og votta Jórunni konu
þinni og bróður þínum og hans
fjölskyldu samúð okkar.
Valdimar Samúelsson.
Meira: mbl.is/minningar
Ragnar Jóhannes
Henriksson
Smáauglýsingar
Raðauglýsingar
Styrkir
Styrkir vegna þátttöku
framhaldsskólanema í alþjóðlegum
nemakeppnum í stærðfræði
og raunvísindum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir
til umsóknar styrki vegna þátttöku framhalds-
skólanema í alþjóðlegum nemakeppnum í
stærðfræði og raunvísindum á árinu 2019.
Markmið styrkjanna er að fjölga nemendum í
raunvísindum og stærðfræði og eru styrkirnir
veittir til að standa straum af ferðakostnaði
vegna þátttöku í keppnunum. Að auki mun
ráðuneytið veita styrki sérstaklega til keppenda.
Umsóknir berist mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík
eða á netfangið postur@mrn.is í síðasta lagi
föstudaginn 8. febrúar 2019.
Nánari upplýsingar eru í auglýsingu á vef
ráðuneytisns, menntamalaraduneyti.is
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar
2019.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa,
Hekla, í stærð L. Fullt verð kr.
39.000, tilboð aðeins kr. 20.000-,
Upplýsingar í síma 698-2598
Til sölu
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Mér er aumt að
kveðja Edda, föð-
urbróður minn og
uppáhaldsfrænda,
sem dó á nýársdag 2019.
Kveðjustundin rennur undar-
lega óvart upp, þrátt fyrir 85
æviár hans. Eftir að hafa
þraukað heilsubrest og slæm-
ar heimilisaðstæður í mörg ár
náði Eddi áttum þegar hann
kom á dvalarheimilið Grund
síðla sumars 2018. Hann var á
vissan hátt ánægður með að
vera kominn aftur vestur í bæ,
en hann ólst upp við Hring-
brautina á fjórða og fimmta
áratug fyrri aldar. Eddi var á
sínum tíma hlutaeigandi í
Breiðfjörðs blikksmiðju, þar
sem hann starfaði til 67 ára
aldurs, og átti heimili á
Laugateigi í austurhluta
Reykjavíkur frá árinu 1947 til
2003. Seinna var hann á leigu-
markaði. Hann var einhleypur
alla tíð og skilur ekki eftir sig
Eiður A. Breiðfjörð
✝ Eiður A. Breið-fjörð fæddist
17. ágúst 1933.
Hann lést 1. janúar
2019.
Útför Eiðs fór
fram 14. janúar
2019.
afkomendur. Hann
var með fyrir-
myndar minni, og
ísmeygilegan húm-
or sem yfirleitt var
alúðlegur, og hann
var ágætis neftób-
aksfræðingur –
það sem ég veit
um ætt mína á Ís-
landi hef ég að
mestu leyti frá
honum eða hef ég
rætt við hann. Hann var ekki
félagslyndur, en vel fyrir spjal-
laugliti til auglitis yfir kaffi-
bolla.
Ég geymi í hjarta mínu
nærri fimmtugar minningar
um þennan blessaða hlýhug. Í
sannleika talað heyrði ég hann
aldrei tala illa um fólk, sér-
staklega ekki ættingja. Mér
þótti ákaflega vænt um Edda,
og þykir enn, og ég tek fráfall
hans mjög nærri mér. Þess
vegna eru þessi minningarorð
fátækleg og máttvana, ólíkt
sorginni.
Fyrir hönd bróður míns,
Agnars, og systur minnar, Sól-
veigar, – Eddi bað mig alltaf að
skila kveðju til þeirra, og
seinna líka til sonar míns Marí-
usar.
Kristján Breiðfjörð.
Ástkær eiginkona mín,
HJÁLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést sunnudaginn 13. janúar.
Halldór Stefánsson
Ástkær sambýliskona mín, móðir, dóttir
og systir,
BJÖRK ALBERTSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á Spáni laugardaginn 12.
janúar.
Elí Pétursson
Bergur Snorri Salomonsen Elí Xavi Bjarkar Elison
Ingibjörg Gísladóttir
Albert K. Skaftason Emilía Davíðsdóttir
Eyvindur Elí Albertsson
Gylfi Geir Albertsson
Skafti Þór Albertsson
Kærleiksríka
LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR,
Egilsstaðakoti,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
föstudaginn 8. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fossheima, Selfossi.
Helga Elín Halldór
Sigurbjörg Árni
Guðsteinn Frosti Kristín
Einar Elín Bjarnveig
og fjölskyldur