Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona fagnar 50 ára afmæli sínu ídag. Hún hefur verið áberandi í sjónvarpsþáttum og bíómynd-um, en hefur einnig leikið töluvert á sviði og var síðast í leikrit-
inu Samþykki sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu, en sýningum á því er ný-
lokið. Meðal sjónvarpsþátta og bíómynda sem Arndís hefur leikið í eru
Fangar, Pressa og kvikmyndin Þrestir.
Á þessu ári er von á tveimur bíómyndum sem Arndís leikur í og fer
hún með aðalhlutverkið í annarri þeirra. Þetta eru myndirnar Alma, í
leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur, og Héraðið sem Grímur Hákonar-
son leikstýrir, en Arndís fer með aðalhlutverkið í henni.
„Þetta er kvenhetjusaga og fjallar um Ingu sem er miðaldra kúa-
bóndi. Hún missir manninn sinn í byrjun myndarinnar og veröldin um-
turnast og viðhorf hennar gagnvart samfélaginu sem hún býr í. Tök-
urnar fóru fram í Dölum síðastliðið vor og haust, ég hef aldrei verið í
sveit og þurfti að læra helling af bústörfum eins og að keyra traktor og
umgangast kýr. Þetta var lærdómsríkt og mikið af góðu fólki var að
vinna í myndinni.“ Núna er Arndís í upptökum á sjónvarpsþáttum sem
verða sýndir í haust á Rúv.
„Í tilefni afmælisins ætla ég í dag að halda lítið kokteilboð fyrir mína
nánustu fjölskyldu og af því að ég gifti mig á síðustu vetrarsólstöðum þá
verð ég með meira partí í vor, þegar sólin fer að hækka á lofti, fyrir vini
og vandamenn.“
Eiginmaður Arndísar er Eiríkur Stephensen, líffræðingur og sér-
fræðingur hjá menntamálaráðuneytinu. Dóttir þeirra er Úlfhildur Júlía
9 ára en börn Eiríks af fyrra sambandi eru Þórhildur og Ólafur Sverrir.
Ljósmynd/Margrét Seema Takyar
Brúðkaup Eiríkur og Arndís ásamt Úlfhildi á vetrarsólstöðum.
Fer með aðalhlutverk-
ið í nýrri bíómynd
Arndís Hrönn Egilsdóttir er fimmtug í dag
G
unnar Kvaran fæddist
16. janúar 1944 á Víði-
völlum í Laugardal í
Reykjavík og ólst upp í
Þingholtunum til 14 ára
aldurs en flutti þaðan á Seltjarnar-
nes með fjölskyldu sinni.
Gunnar hóf ungur að leika á ýmis
hljóðfæri undir handleiðslu dr.
Heinz Edelsteins við Barnamúsík-
skólann í Reykjavík. Tólf ára gamall
hóf hann nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík hjá Einari Vigfússyni
sellóleikara. Árið 1964 hélt hann til
náms við Konunglega tónlistar-
háskólann í Kaupmannahöfn hjá
hinum heimsþekkta dansk-íslenska
sellóleikara Erling Blöndal Bengts-
son. Þar ytra féllu honum ýmis verð-
laun í skaut, þar á meðal tónlistar-
verðlaun kennd við Jacob Gade og
hlaut hann námsstyrk tónlistar-
háskólans. Á árunum 1968-1974
starfaði hann sem kennari við sama
skóla. Framhaldsnám stundaði
Gunnar í Basel undir handleiðslu
René Flachot og sótti meistara-
námskeið hjá André Navarra og
Gregor Piatigorsky í Danmörku og á
Ítalíu.
Gunnar hefur haldið einleiks-
tónleika og kammertónleika á Norð-
urlöndum, í Þýskalandi, Frakklandi,
Hollandi, Belgíu, Bandaríkjunum,
Kanada og Bretlandi, m.a. Wigmore
Hall í London, í Beethoven Haus í
Bonn, Mendelssohn Haus í Leipzig
ásamt Hauki Guðlaugssyni og
Carnegie Recital Hall í New York
ásamt Gísla Magnússyni píanóleik-
ara. Gunnar og Gísli áttu í farsælu
samstarfi um árabil og komu fram á
fjölmörgum tónleikum bæði heima
og erlendis. Gunnar hefur einnig átt
í framúrskarandi samstarfi við pí-
anóleikarann Selmu Guðmunds-
dóttur og hörpuleikarann Elísabetu
Waage. Gunnar er stofnandi hins
kunna Tríós Reykjavíkur ásamt eig-
inkonu sinni, Guðnýju Guðmunds-
dóttur fiðluleikara og Halldóri Har-
aldssyni píanóleikara. Síðar komu til
píanóleikararnir Peter Máté og
Richard Simm.
Gunnari hefur oft verið boðið að
taka þátt í virtum tónlistarhátíðum
vestan hafs jafnt sem austan, svo
sem Killington Music Festival og
Manchester Music Festival, bæði
sem flytjandi og kennari. Hann hef-
ur margoft leikið einleik með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, Sinfóníu-
hljómsveit Sjálands og Fílharmóníu-
Gunnar Kvaran sellóleikari – 75 ára
Hjónin Guðný og Gunnar stödd við kastalann í Köthen þar sem Bach var tónlistarstjóri 1717-1723 við hirðina þar.
Tónlist og mannúðarmál
Sellóleikarinn Gunnar Kvaran.
Reykjavík Katla fæddist 24.
júní 2018 kl. 20.05 (9 vikum
fyrir tímann). Hún vó 1.600 gr
og var 40 cm. Foreldrar eru
Signý Hermannsdóttir og
Kristrún Sigurjónsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Slípivélar í úrvali