Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir orðið fyrir harkalegri gagn- rýni en láttu það ekki á þig fá. Þú veist að þú átt það ekki skilið. Þú stappar í aðra stál- inu. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú verður ekki lengur undan því kom- ist að hrinda í framkvæmd áætlun sem hef- ur verið í startholunum. Gefðu þér því tíma til að kryfja málin til mergjar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Oftast fyllistu ekki valkvíða, en val- kostirnir nú eru nú svo girnilegir að þú verð- ur að hugsa þig vel um. Njóttu þess að ræða málin og freista þess að fá botn í hlutina. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Áhugaverðir einstaklingar koma inn í líf ykkar á næstunni. Ástamálin blómstra og ef þú ert ekki búin/n að finna lífsförunaut þá er ekki langt í að hann birtist. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Öllum tíma sem þú eyðir heima hjá þér er vel varið í dag. Gerðu ráðstafanir ef eitt- hvað skyldi koma upp á þegar þú bregður þér í frí. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að koma öllum málum á hreint við vini og vandamenn svo einhverjir draugar á því sviði séu ekki að þvælast fyrir þér. Samræður við systkini eða náinn vin geta komið þér á sporið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Hreinskilni borgar sig alltaf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að gefa þér tóm til þess að skemmta þér svolítið. Hreint borð er fögur sjón! Víðsýni þín er aðlaðandi í aug- um margra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gætir þurft á óvenjumikilli hvíld að halda næstu vikurnar. Láttu ekki undan freistingunni að láta kæruleysisleg orð falla því þau gætu reitt einhvern til reiði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óvænt daður kann að gleðja og jafnframt rugla þig í ríminu í dag. Heimilis- aðstæður þínar munu batna á árinu. Lestu smáa letrið og vertu viss um hvað tilheyrir þér og hvað ekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn eins og strúturinn. Það er í lagi að bera sig eftir því sem þú óskar þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nýttu þér greiða sem þú átt inni til þess að koma verkefni áleiðis. Þú tekur ekki þátt í að breiða út kjaftasögur og það mun koma sér vel. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-aði fyrir viku rúmri í Leirinn: „Þótt lítið líf sé á þessum árstíma í Krossanesborgum var tilvalið að prófa þar nýju gönguskóna: Hér er hvorki önd né ugla, álftin flúin, sefur blóm. Þó má líta furðufugla á flunkunýjum gönguskóm. Næsta dag upplýsti Sigurlín Her- mannsdóttir að hitatölur þessa dag- ana væru svipaðar og við sáum síð- asta sumar hérna á horninu. Og rigningin er líka svipuð. Þetta stefnir allt í eina átt: Á hverjum einum ársins degi allt að sama veðri hnígi og árstíð bara marka megi af mismunandi birtustigi. Ólafur Stefánsson var með á nót- unum: Íslendingar eiga „bátt,“ oft með vind í fangi. Stefnir flest í eina átt undan lægðagangi. Hagyrðingum hefur orðið tíðrætt um „þægilegt líf“, – Ármann Þor- grímsson byrjaði: Er nú kominn á minn stað ætla hér að vera ánægður ég er með það ekkert þarf að gera. Fía á Sandi sendi honum kveðju: Út um glugga ekkert sést annað en bara snjórinn. Ég hugsa að nú sé heima best þó hér sé lítill bjórinn. Gústa Mar þóttu þetta tíðindi: Iðkar hérna ekki slór yrkir kvæði hugumstór. En ekki í ríkið Fía fór fyrir helgi að kaupa bjór. En Fía er góð búkona: Tilveran er fjári fín og flott er líka að spara. En undir kodda á ég vín örlítið, til vara. Og lauk með því að Sigmundur Benediktsson sendi Fíu þessa kveðju: „Var að reyna að finna út bæjarbraginn hjá þér, ort án ábyrð- ar eða sannsögulegra heimilda.“: Hríðarfálan hreint óþjál hefur málað bæinn. Fía rjálar fim við skál fegrar sálarhaginn. Hagyrðingar gerðu sér það að yrkisefni að enn og aftur skyldi rif- ist um bragga og nú í Silfrinu. – Fía gat ekki orða bundist: „Já. Er þetta ekki bara alltaf svona fyrir sunnan? Og ekkert við að gera.“: Gullkálfinn þeir ganga kringum græðgin þeirra er engu lík. Allt má bjóða Íslendingum einkanlega í Reykjavík. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sama veðrið og þægilegt líf „EF ÞÚ GLEYMIR AÐ TAKA SKAMMT SKALTU BIÐJA LÆKNINN UM EITTHVAÐ MEIRA ÁVANABINDANDI.” „HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ KALLA ÞESSA: UXAHALA-, GRÆNMETISSÚPU EÐA SÚPU DAGSINS?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann horfir á þig en ekki símann á meðan þú talar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG GERI ALLTAF MITT BESTA ÞAÐ GENGUR EKKI ÞÚ ÆTTIR AÐ GERA EINHVERS ANNARS BESTA HRÓLFUR, ÉG GET SÆTT MIG VIÐ HEIMILI MEÐ SKÍTUGUM GÓLFUM … EN ÞESSI SKURÐUR ÚT Í MATARBÚR ER HÆTTULEGUR! Þar kom að því að snjór féll úr loftiá höfuðborgarsvæðinu. Reyndar verður að segjast eins og er að vart er orð á þessari snjókomu gerandi, varla að örþunnt lag af snjó næði að hylja jörð. x x x Íslendingar eiga til að hæðast að út-lendingum þegar þeir lenda í hremmingum vegna snjókomu og samgöngur lamast. Ekki er það allt- af maklegt og snjór hefur líka sín áhrif á umferð hér á landi. Þá grunar Víkverja að ekki séu Íslendingar jafn miklir sérfræðingar í að aka í snjó og þeir vilja vera láta. Oft er það frekar heppni en færni sem ræð- ur því að menn komast klakklaust milli staða. x x x Víkverji ætlar reyndar ekki aðsetja sig á háan hest og segjast betri en allir aðrir að aka í snjó. Hann veit hins vegar að snjór veldur hálku, sem getur verið afdrifarík þegar geyst er farið. Hann reynir því að gæta þess að hægja það mikið á sér áður en hann kemur í beygjur eða að gatnamótum að hann geti numið staðar. Sennilega á gamli frasinn úr ökunáminu á sínum tíma um að fara ekki hraðar en svo að unnt sé að stöðva bifreið á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem auð er og hindrunarlaus framundan aldrei betur við en í hálku. x x x Þá rakst Víkverji fyrir skömmu ágrein um það hvað ökumönnum væri hætt við að treysta hjólbörðum umfram alla skynsemi. Þar sagði að heilsársdekk dygðu lítt í hálku, enda væru þau einhvers konar mála- miðlun rétt eins og húsbátar, sem væru hvorki góð hús né góðir bátar. Góð vetrardekk gerðu hins vegar sýnu meira gagn í hálku. x x x Í greininni sagði og að ökumenn of-mætu iðulega aksturseiginleika bíla með fjórhjóladrif. Drif á öllum hjólum kæmi sér vel þegar komast þyrfti af stað eða fara upp brekku, en slíkir bílar væru alveg jafnmiklir sleðar og aðrir þegar nema þyrfti staðar í hálku. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. (Sálm: 8.2)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.