Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Heimildarmyndin Hans Jónatan –
maðurinn sem stal sjálfum sér eftir
hjónin Valdimar Leifsson og Bryn-
dísi Kristjánsdóttur verður sýnd
hjá RÚV í kvöld kl. 20.
Meðan Gísli Pálsson prófessor
vann að bók sinni um Hans Jónatan,
sem kom út árið 2015, fór hann að
velta fyrir sér að áhugavert gæti
verið að gera heimildarmynd um
sögu hans. Hafði hann í þeim til-
gangi samband við Valdimar. „Ég
var honum strax sammála um að
þetta gæti orðið ævintýraleg mynd,
jafnvel að hluta til leikin, og tók
verkefnið að mér,“ sagði Valdimar í
viðtali við Sunnudagsblaðið í apríl
2017 stuttu áður en myndin var
frumsýnd á Djúpavogi
Hans Jónatan er, eftir því sem
best er vitað, fyrsti þeldökki mað-
urinn sem settist að á Íslandi, á
Djúpavogi árið 1802. „Enginn virt-
ist hafa neitt við húðlitinn að at-
huga heldur var Hans Jónatan met-
inn fyrir sína góðu menntun og
manngæsku. Hann starfaði við
verslunina í Löngubúð á Djúpavogi
og varð síðar verslunarstjóri. Hann
kenndi þorpsbúum ýmislegt nyt-
samlegt og kvæntist að lokum
hreppstjóradótturinni. Það sem er
mjög sérstakt við Hans Jónatan er
að hann hafði fæðst þræll á eyjunni
St. Croix í Karíbahafinu, barðist
sem ungur maður við Englendinga
fyrir danska herinn og taldi sig
eiga skilið að vera frjáls maður eft-
ir það. En eigandi hans var ekki á
sama máli; fyrir henni var hann
þræll sem mátti selja. Hans Jóntan
stal því sjálfum sér og fór til Ís-
lands,“ segir í kynningu á efni
myndarinnar. Þar kemur fram að
afkomendur Hans Jónatans og
Katrínar, eiginkonu hans, nálgist
það að vera um 1.000 að tölu.
„Afkomendur, og aðrir velunn-
arar söfnuðu fé til að hægt væri að
gera kvikmynd,“ segir í tilkynn-
ingu. Í myndinni er sýnt frá heim-
sókn nokkurra afkomenda Hans
Jónatans til St. Croix auk þess sem
Gísla er fylgt eftir í leit að efni um
Hans Jónatan í Danmörku, á St.
Croix og Íslandi. „En ekki er til
mikið efni sem lýsir lífi þræla.
Nokkur atriði úr lífi Hans Jónatans
eru sviðsett og það gerir þessa sögu
enn meira lifandi.“
Hans Jónatan
á skjánum í kvöld
Hjón George Leite de Oliveira San-
tos í hlutverki Hans Jónatans og
Edda Björnsdóttir í hlutverki Katr-
ínar Antoníusdóttur, eiginkonu hans.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Margir sem hafa dúðað sig út í kuld-
ann á þessum myrka miðvikudags-
morgni í janúar vildu efalítið vera í
sporum Elvu Hreiðarsdóttur grafík-
listamanns sem seinna í dag tekur
flugið í sólina í Tampa á Flórída,
einni mestu útivistarborg Bandaríkj-
anna. Tilgangur ferðarinnar er þó
ekki að sleikja sólina – að minnsta
kosti ekki einvörðungu – enda hefur
Elva mikilvægari og menningarlegri
hnöppum að hneppa.
„Menningarfulltrúi Tampa Bay-
svæðisins og Icelandair, sem hefur
verið með áætlunarflug þangað síðan
haustið 2017, buðu mér að halda sýn-
ingu í sex mánuði í þar til gerðu
rými í flugstöðinni,“ segir Elva, sem
fyrir tveimur árum var líka með sýn-
ingu í Tampa, en þá hjá innanhúss-
hönnunarfyrirtækinu Doxa Home.
Hún lýsir tildrögunum á þessa leið:
„Yfirhönnuðurinn og eigandi fyr-
irtækisins sá verkin mín í galleríinu
Stígur á Skólavörðustíg, sem ég rek
ásamt fimm öðrum, þegar hún var
stödd á Íslandi fyrir tæpum fjórum
árum og hafði í kjölfarið samband
við mig. Hún hannar allt inn í til-
tekið rými; velur málningu á vegg-
ina, gardínur, húsgögn og hvaðeina
fyrir kúnnana, sem eru frekar í efn-
aðri kantinum. Henni fannst mynd-
irnar mínar falla vel að hönnun sinni
og hafði notað þær í slíkum rýmum
um nokkurt skeið áður en hún setti
upp sérstaka sýningu á þeim í húsa-
kynnum Doxa Home.“
„Algjörlega frábært"
Þá, rétt eins og núna, fylgdi Elva
verkum sínum eftir til Tampa. Hún
segir sýninguna, sem samanstóð af
35 myndum, hafa verið afar fallega
og vel upp setta. „Eitt mesta ævin-
týri lífs míns var að vera viðstödd
formlega opnun sýningarinnar
ásamt gríðarlegum fjölda gesta. Al-
gjörlega frábært og ekki verra að
nánast öll verkin seldust,“ rifjar hún
upp.
Eitt leiddi af öðru. Meðal gesta á
opnuninni í Doxa Home var fyrr-
nefndur menningarfulltrúi Tampa
Bay. „Hún kom að máli við mig og
spurði hvort ég gæti hugsað mér að
sýna verk mín á Tampa-flugstöðinni
í tilefni þess að Icelandair væri að
hefja þangað beint flug.“
Það gat Elva vel hugsað sér. Hún
hófst þegar handa við undirbúning-
inn og vann flestar af þeim 22
myndum sem eru til sýnis í flug-
stöðvarbyggingunni sérstaklega
fyrir sýninguna. Þess má geta að
um 20 milljónir farþega fara þar um
á ári hverju svo trúlega berja ein-
hverjar milljónir þær augum. Og
um leið myndband, sem Elva og
maður hennar, Halldór E. Eyjólfs-
son, unnu í samvinnu við Ólaf Krist-
jánsson, og er bakgrunnur sýning-
arinnar. Það er annars vegar af
landslagi og hins vegar af lista-
manninum við vinnu sína.
Inblásin af náttúrunni
Elva notar tækni sem kallast
collagraph við gerð myndanna. Hún
veit ekki til að annar íslenskur
grafíklistamaður noti þá aðferð í
sama mæli og hún. „Ég teikna með
alls konar efnum; sandi, lími og
öðru, á plöturnar þannig að yf-
irborðið verður mjög gróft. Síðan
ber ég lit á plöturnar og þrykki af
yfir á pappír þannig að í rauninni
eru þetta pappírsverk,“ segir Elva
og bætir við að sérstaða hennar fel-
ist þó fyrst og fremst í því að allt
efni sem hún noti sé eiturefnalaust,
þar með taldar plöturnar og litirnir.
Hún er enda mikill náttúru-
verndarsinni eins og hún vonar að
speglist í verkum sínum. „Mynd-
irnar eru misstórar, allt frá 30 x 30
cm til 90 x 130 cm, frekar abstrakt
og þemað er yfirleitt náttúrutengt.
Til dæmis er níu mynda jöklasería
á sýningunni, en annars eru mynd-
irnar að mestu innblásnar af sönd-
um, hverum og öðrum náttúrufyr-
irbærum. Ég fer mikið út í
náttúruna, skissa og tek myndir og
horfi þá grannt ofan í svörðinn – á
það smáa. Stundum velti ég fyrir
mér hvort verkin mín séu eða verði
einhvern tímann minning um jörð
vegna loftslagsáhrifa og fleiri þátta
sem eru óðum að breyta henni,
bræða ísa og þar fram eftir göt-
unum. Kannski verður jörðin ekki
eins og hún er núna eftir 20 ár eða
100 ár og því mætti segja að ég
fengist við að skrásetja.“
Ýmislegt á döfinni
Elva hefur haldið allmargar
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga frá því hún útskrifaðist
frá grafíkdeild Listaháskóla Ís-
lands árið 2000, en áður hafði hún
lokið prófi frá myndmenntadeild
Kennaraháskóla Íslands og kennt
myndmennt í grunnskólum í mörg
ár. Núna er hún í hlutastarfi sem
kennari á námskeiðum í útibúi
Myndlistaskólans í Reykjavík á
Korpúlfsstöðum þar sem hún er
jafnframt með vinnustofu. Hún er
einnig mikið á vinnustofu sinni í
Hvítahúsi í Krossavík á Snæfells-
nesi, sem þau hjónin eiga og leigja
listamönnum, en þaðan er stutt til
Ólafsvíkur þar sem hún er fædd og
uppalin.
„Í vor er á döfinni að fara á smá
endurmenntunarnámskeið í Frakk-
landi og síðan verð ég með einka-
sýningu í Listasafni Reykjanes-
bæjar í nóvember,“ segir Elva. En
fyrst Tampa. Varla þarf að taka
það fram að hún er full tilhlökkunar
auk þess sem hún kveðst minna
stressuð en hún var fyrir sýninguna
í Doxa Home um árið. Vanur lista-
maður á ferð – í sólinni á Flórída.
Morgunblaðið/Hari
Náttúruverndarsinni Grafíklistaverk Elvu eru oftast innblásin af náttúrunni og unnin úr efnum án eiturefna.
Minningar um jörð
Elva Hreiðarsdóttir grafíklistamaður sýnir tuttugu og tvö verk í Tampa-flugstöðinni á Flórída
Horfir ofan í svörðinn og leitar að því smáa Kappkostar að vinna með efni án eiturefna
Út í heim Eitt verkanna á sýning-
unni í Tampa-flugstöðinni á Flórída.
ÁN TÓBAKS
MEÐ NIKÓTÍNI
Zonnic Mint munnholsduft í posa og Zonnic Pepparmint munnholsúði innihalda nicotin. Lyfin eru ætluð til
meðferðar við tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.serlyfjaskra.is.