Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 31
Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Sýningin Fyrstu kynni – Grænlend- ingar á Ísafirði árið 1925. verður opnuð í sýningarsal Veraldar – húss Vigdísar á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, klukkan 16. Árið 1925 komu sjaldséðir gestir til Ísafjarðar, tæplega 90 Grænlend- ingar. Á sýningunni er fjallað um hvernig þessi heimsókn átti rætur að rekja til deilna Dana og Norð- manna um yfirráð á hluta Austur- Grænlands, hvernig tekið var á móti gestunum á Ísafirði, athyglina sem hún vakti og hvaða þýðingu hún hafði fyrir samskipti þjóðanna. Auk þess að vera sett upp í sýn- ingarsal Veraldar – húss Vigdísar þá er hluti hennar á Landsbókasafni Ís- lands – Háskólabókasafni. Við opnunina verður boðið upp á léttar veitingar og eru allir velkomn- ir. Sýningin stendur til 30. júní. Fyrstu kynni Á sýningunni er fjallað um heimsókn Grænlendinga árið 1925. Sýning um heim- sókn Grænlendinga Að lesa er að uppgötvaóvænta stíga sem liggjainn á við, að kjarna okkarsjálfra.“ Þessi hugleiðing er í Tregahandbókinni eftir Magnús Sigurðsson höfð eftir skáldinu Octavio Paz um bókmenntaratleik hvers og eins. Þetta er færsla eða er- indi númer ccxxxix (í rómverskum tölum) af ccl eða 250 í bókinni. Og sú næsta fjallar líka um lestur: „Ef bók leiðir okkur fyrir sjónir eitthvað sem okkur var áður ókunnugt um, nærir hún okkur á orku sinni; ef hún stað- festir eingöngu að höfundur hennar vissi eitthvað sem við vissum líka, dregur hún orku frá okkur.“ Þetta er kenning Ezra Pounds um sama, svo kemur tilvitnun í Öldu- fall áranna eftir Hannes J. Magnússon um það hvað hann hungraði og þyrsti í æsku eftir bókum og síðan tilvitnun í eitt bréfa skáldsins Emily Dickinson og er „Um tregaljósin skæru. / Orð- lampana.“ Lokalínurnar eru Magn- úsar sjálfs. Tregahandbókin er illskilgrein- anlegt verk. Hér er fjöldi allskyns tilvitnana í skáld og hugsuði, setn- ingar og hugleiðingar úr skáldskap, bréfum, dagbókum, og höfundur vinnur afar markvisst úr þeim og blandar saman við sín eigin ljóð, hugleiðingar og ýmiskonar texta sem kallast með mjög markvissum, skemmtilegum og á stundum hríf- andi hætti á við textabrotin og til- vitnanirnar í hina höfundanna. Og verkið er illskilgreinanlegt, eins og ég sagði, en ein allra skemmtileg- asta og áhugaverðasta bókin sem rýnir las á liðnu ári, og komu þó mjög margar góðar út hér á landi. Og ekki síst ljóðabækur en þessi fell- ur í þann flokk, þar sem í henni er að finna, samhliða öllum hugrenning- unum og textunum frá öðrum skáld- um og hugsuðum, vel mótað og at- hyglisvert safn ljóða Magnúsar. Þetta er sjötta bókin með frum- ortum ljóðum sem Magnús sendir frá sér á 11 árum en einnig hefur hann sent frá sér smásögur, rit- gerðasafn og bækur með vönduðum þýðingum á ljóðum Adelaide Crap- sey, Tors Ulven og Ezra Pound. Eftir að Tregahandbókin hefst á tilvitnun í veraldarsköpun Lés kon- ungs – „Ekkert hefst af engu“, og síðan í skrif Emily Dickinson og Leibnitz um ekkert, taka ljóð og hugleiðingar Magnúsar sjálfs að birtast. Sumt eru um skáldskapinn, eins og „Ekkert skáldlegt við þetta skáld. / Ekki einusinni þunglyndið.“ (viii), og þá taka að birtast skrif skáldsins um tregann og felldar inn í kunnuglegar setningar, erindi og auglýsingar héðan og þaðan. Til að mynda: „Ég er sannleikurinn / treg- inn / og lífið“. Og: „Draumsýn // Með fjaðrabliki / háa tregaleysu“. Fleiri atriði birtast endurtekið, eitt er upptalning í stafrófsröð yfir tungumál sem eru að hverfa og ann- að eru heiti bóka, einnig í stafrófs- röð, út tilvitnaðri Spjaldskrá. Og síð- an kemur lesandinn að fínum ljóðum Magnúsar, eins og þessu, sem kall- ast alltaf á við tilvitnanirnar í kring: Dauðinn er stórborgin í norðri og borgarhliðið risavaxin vængjahurð úr fjaðurhami engla sem opnast bara í eina átt Einsog hliðgrindur sláturhúsa og stórmarkaða Í upphafi Tregahandbókarinar er vitnað í Þorstein frá Hamri: Mér er í mun að setja heiminn saman, og það er einmit það sem skáldið ræðst í að gera, Magnús mótar hér heim. Text- arnir eiga það sameiginlegt að fjalla um skáldið, höfundinn, og um sköp- unina; í bókinni takast á tregi og þrá, og umfjöllun um mikilvægi listar- innar, skáldskaparins. Undirtitill verksins er ferðalag, og er við hæfi um þessa ferð um hugarlöndin og skáldskapinn. Því það er merkilegt að sjá hversu víða að textabrotin koma og hvað höfundurinn tengir þau vel saman; stundum tekur eitt við af öðru með þeim hætti að þótt lönd og aldur skilji höfundana að þá tala raddirnar saman með afar áhrifamiklum hætti, og svo blandast ljóð og textar Magnúsar sjálfs þar við svo úr verður, í bestum hlutum verksins, afar öflugur og áhrifaríkur seiður. Sem staðfestir fyrir lesand- anum, enn og aftur, hvað skáldskap- urinn og listin eru – og það þrátt fyr- ir hugarmyrkur, tregann og þjáningar á stundum, manninum í rauninni mikilvæg. Morgunblaðið/Hari Skáldið „… öflugur og áhrifaríkur seiður,“ segir um verk Magnúsar. Með fjaðrabliki háa tregaleysu Ljóð og textar Tregahandbókin bbbbm Eftir Magnús Sigurðsson. Dimma, 2018. Innb., 104 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Sigríður Laufey Guðmundsdóttir opnar yfirlitssýningu á verkum sín- um í Herberginu, sýningarsal Kirsuberjatrésins, að Vesturgötu 4 í Reykjavík laugardaginn 19. jan- úar milli kl. 15 og 17. „Sigríður Laufey sem varð níræð í vor hefur skapað leirlistaverk síð- an hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 eftir að hafa lokið námi í bæði vefnaðar- deild og keramíkdeild. Sigríður hefur starfað sem leirlistakona í tæp 40 ár og eftir hana liggja hátt í þúsund einstök leirlistaverk,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að sýningin stendur til 25. janúar og er opin á afgreiðslutíma verslunar- innar, það er mánudaga til föstu- daga milli kl. 10 og 18 og laugar- daga milli kl. 10 og 17. Sigríður Laufey opnar yfirlitssýn- ingu í Herberginu Leir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Fim 17/1 kl. 20:00 7. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Mið 23/1 kl. 20:00 8. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s Allra síðasta sýning 1. febrúar. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Sun 20/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Sun 20/1 kl. 17:00 5. s Sun 27/1 kl. 20:00 7. s Mið 23/1 kl. 20:00 6. s Mið 30/1 kl. 20:00 8. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Athugið. Aðeins verða átta sýningar. Ég dey (Nýja sviðið) Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Fim 31/1 kl. 20:00 7. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas. Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Velkomin heim (Kassinn) Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Insomnia (Kassinn) Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 17/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 22:30 Fös 18/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 22:30 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.