Morgunblaðið - 22.01.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
Liðinn var í gær réttur mánuður frá
vetrarsólstöðum, þ.e. þegar sólin var
lægst á lofti hinn 21. desember síð-
astliðinn.
Birtan eykst smám saman, dag
frá degi, og nú það mikið að fólk er
farið að sjá verulegan mun. Enda
hefur sólargangurinn lengst um 94
mínútur frá því hann var skemmstur
í Reykjavík. Í gær var sólarupprás
klukkan 10:39 og sólsetur var klukk-
an 16:37.
Nú fer að styttast í hátíðarhöld
víða um land sem tengjast sólinni,
þ.e. svonefnt sólarkaffi. Í mörgum
þröngum fjörðum og dölum lands-
ins, aðallega á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum, en líka á Norðurlandi, líða
oft nokkrar vikur þar sem sólin sést
ekki yfir fjallabrúnum. Þegar hún
birtist aftur er áratuga venja að
fagna sólarkomunni. Sólarkaffi Ís-
firðinga er án efa þekktast. Á sjálf-
um sólardeginum, 25. janúar nk.,
fagna Ísfirðingar komu sólar með
því að drekka sólarkaffi og gæða sér
á pönnukökum. Sólardagur er mið-
aður við að þann dag sleikir sólin
Sólgötu við Eyrartún (ef veður leyf-
ir), eftir langa vetursetu handan
fjalla. Sólin hverfur á bak við fjöll
seint í nóvember og birtist loks aftur
í lok janúar.
Átthagafélög víða um land hafa
tekið upp þann sið að hafa sólarkaffi
einhvern dag í nánd við endurkomu
sólarinnar í þeirra heimasveit. Sól-
arkaffi Ísfirðingafélagsins verður
haldið á Grand hótel föstudaginn 25.
janúar nk., á sjálfan sólardaginn.
„Í ár ætlar Önfirðingafélagið að
slást í för með okkur og mæta á Sól-
arkaffið þannig að þetta verður enn
skemmtilegra enda Önfirðingar ann-
álað gleðifólk!“ segir í auglýsingu
um hátíðina. Fulltrúar frá árgangi
1959 ætla að hefja sextugasta ald-
ursárið sitt með trompi og troða upp
á Sólarkaffinu. Að loknu borðhaldi
verður dansiball með hljómsveitinni
„Húsið á sléttunni“.
Þessi árlega hátíð er jafnan vel
sótt af Ísfirðingum. sisi@mbl.is
Sólardagurinn er á næstu grösum
Rétt rúmur mán-
uður er nú liðinn frá
vetrarsólstöðum
Morgunblaðið/Eggert
Útivist í góðviðrinu Margir höfuðborgarbúar notfærðu sér helgina til útiveru. Sólin hækkar á lofti og með snjónum hefur birt yfir í skammdeginu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sala á mjólkurafurðum minnkaði á
nýliðnu ári. Er það í fyrsta skipti í um
áratug sem salan minnkar en á þessu
tímabili hefur hún aukist stórlega,
sérstaklega sala á fituríkum afurðum.
Þegar sala á einstökum tegundum
er reiknuð í lítrum og kílóum, sam-
kvæmt upplýsingum Samtaka afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði (SAM), sést að
sala á mjólk og sýrðum vörum hefur
minnkað um 2,8% á milli ára. Sala á
flestum öðrum afurðaflokkum, eins
og viðbiti og ostum, minnkar á milli
ára. Hins vegar eykst sala á rjóma og
sýrðum rjóma um 7,1%. Heildarnið-
urstaðan er sú að sala á mjólkuraf-
urðum hefur minnkað um 2,2% frá
árinu á undan.
Þessar tölur sýna magnbreytingar
í einstökum vörum en meiri mjólk er á
bak við hvert kíló í vinnsluvörum.
Mjólkursamsalan lítur á sínar tölur
í tekjugreiningu með aðeins öðrum
hætti. Samkvæmt þeim er sala á
birgðavöru eins og viðbiti og ostum að
aukast en dregst saman í ferskvöru.
Breyttar neysluvenjur
Einar Einarsson, framkvæmda-
stjóri tekjusviðs MS, segir að sala á
viðbiti standi nokkurn veginn í stað en
aðeins sé aukning í sölu á osti. Aukn-
ingin sé drifin áfram af feitari afurð-
um eins og smjöri, feitari gerðum af
osti, sneiðum og rifnum osti en sam-
dráttur í magrari osti. 5% samdráttur
er í drykkjarmjólk í heildina sem staf-
ar af minni sölu á undanrennu og létt-
mjólk en það vekur athygli að aukn-
ing er í sölu á nýmjólk. Þá er aukning
í sölu á rjóma en lítilsháttar samdrátt-
ur í skyrsölu.
Einar segir að margir kraftar séu
að verki á þessum markaði. Hann
nefnir fyrst breytingar á neysluvenj-
um, frá léttari tegundum í fitumeiri.
Hann segir að MS finni ekki mikið
fyrir auknum innflutningi. Nefnir að
hafra- og möndludrykkir séu enn inn-
an við 2% af markaðnum. MS er að
skoða möguleika á að framleiða slíka
drykki úr íslensku vatni. Verið er að
opna fyrir tollfrjálsan innflutning á
ostum. Einar segir að MS finni ekki
mikið fyrir honum, enn sem komið er.
MS er að þróa afurðir til að mæta
samkeppni á þessu sviði.
Metár í framleiðslu
Mjólkursamlögin tóku við 152,4
milljónum lítra af mjólk á síðasta ári
og hefur framleiðslan aldrei verið
meiri. Salan er talsvert minni eða 145
milljón lítrar ef hún er reiknuð á fitu-
grunni og 129 milljón lítrar á prótein-
grunni.
Þrátt fyrir framleiðslu umfram inn-
anlandsmarkað hafa ekki orðið telj-
andi breytingar á birgðum á árinu,
enda er umframframleiðslan flutt á
erlendan markað. Þó aukast osta-
birgðir heldur.
150
140
130
120
110
2.000
1.500
1.000
500
0
tonn
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Viðbit Ostar Duft
Sala mjólkurafurða 2018 Skipting afurða 2018
Birgðir mjólkurvara
Framleiðsla og sala, milljónir lítra
Heimild: SAM
Sala eftir vörufl okkum (þúsundir lítra / tonn) 2017 2018 Breyting %
Mjólk og sýrðar vörur 42.019 40.825 -2,8
Rjómi og sýrður rjómi 2.842 3.044 7,1
Skyrvörur 3.328 3.161 -5
Viðbit 2.385 2.351 -1,4
Ostar 6.311 6.208 -1,6
Duft 1.186 1.191 0,4
Samtals 58.071 56.780 -2,2
Innvegin mjólk
Heildarsala umreiknuð í fi tu
Heildarsala umreiknuð í prótein
Mjólk og
sýrðar vörur,
72%
Rjómi og
sýrður
rjómi, 5%
Viðbit, 4%
Duft, 2%
Ostar, 11%
Skyr og
skyr drykkir,
6%
320
2.004
341391
1.815
585
Ársbyrjun
Árslok
Samtals
56.780
þúsundir lítra
og kílóa
Sala mjólkurafurða
farin að minnka
Sala á fituríkari afurðum eykst en minnkar á léttari vörum
Hollvinasamtök Elliðaárdals ætla að
knýja fram íbúakosningu vegna
breytinga á deiliskipulagi fyrir þró-
unarsvæðið Stekkjarbakki Þ73.
Borgarráð samþykkti nýlega með
fjórum atkvæðum borgarráðsfull-
trúa Samfylkingar, Viðreisnar,
Pírata og VG gegn þremur atkvæð-
um borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins að auglýsa tillögu fyrir
húsnæðisuppbyggingu á svæðinu.
„Þetta er bara kornið sem fyllti
mælinn. Það er búið að tala um að
búa til borgardal í dalnum og friða
hann og aldrei neitt gert. Við erum
orðin þreytt á því að það er ekki
hægt að tala um afmörkun dalsins.
Dalurinn hefur ekki ennþá verið
afmarkaður,“ segir Halldór Páll
Gíslason, formaður Hollvinasamtak-
anna.
„Það á að fara að byggja fyrir neð-
an Stekkjarbakkann og eins og þessi
þróunarreitur lítur út þá er bara
verið að fara að byggja ofan í dalinn
og við dalmörkin.“
Hann segir að Reykvíkingar ættu
að horfa á Elliðarárdalinn sömu aug-
um og íbúar New York-borgar líta á
Central Park-garðinn. „Það er búið
að þétta byggð það mikið í Reykja-
vík að það eru ekki margar perlur
eftir, þetta er eitt af síðustu vígjun-
um þar sem þú getur farið að ganga
og ekki gengið milli húsa.“
Samtökin kynntu sér hvernig er
hægt að fara fram á íbúakosningu á
stjórnafundi í gær. „Þetta fer fram í
gegnum island.is sem þjóðskrá hef-
ur umsýslu með. Þar getur þú komið
svona viðurkenndri könnun að. Ef
þú nærð tilætluðum fjölda ertu kom-
inn með eitthvað í hendurnar sem
yfirvöld þurfa að líta til. Þetta er
okkar síðasta úrræði til að mótmæla
þessu.“ mhj@mbl.is
Vilja íbúakosningu
um Elliðaárdal
Húsnæðisuppbygging við dalsmörkin
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Vörulyftur og varahlutir
frá sænska framleiðandanum
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.