Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Því segja má að minna verði til skiptanna og fleiri um hituna. Það er eins gott að lífeyrissjóðirnir standi sig og skili sínu. Það er enda stefna stjórnvalda að lífeyrissjóðirnir standi nær eingöngu undir fram- færslu fólks þegar á efri árin er komið,“ segir Gísli. Gætu þurft að vinna lengur FEB er nú með auglýsinga- herferðina Grái herinn. Hvetja þjóð- þekktir Íslendingar atvinnurek- endur til að nýta reynslu eldra fólks. Gísli segir fyrirséða fjölgun eldri borgara munu þrýsta á að Íslend- ingar vinni jafnvel lengur, fram undir sjötugt. Það sé hins vegar áleitin spurning hvort eldra fólk vilji það. Þá beri að horfa til þess að fólk sem hafi unnið erfiðisvinnu áratug- um saman eigi erfiðara en skrif- stofufólkið með að vinna svo lengi. Hvað snertir lífeyrisréttindin segir Gísli aðspurður að margir eldri borgarar á Íslandi hafi unnið sér inn takmörkuð lífeyrisréttindi. Iðgjalda- sagan sé ekki nógu löng. Margir hafi lífeyri sem sé undir 60% af meðal- launum. „Hér kemur margt til. Greiðslur fólks í lífeyrissjóð til að byrja með brunnu upp. Það á við elsta fólkið okkar í dag. Síðan var lengi vel ekki greitt iðgjald til lífeyrissjóða af heildarlaunum. Þá fóru margar heimavinnandi konur, sem voru heima með börn sín, seint eða ekki út á vinnumarkaðinn, þar sem enga dagvistun var að fá. Margar konur í þessum hópi eru ekkjur í dag þar sem þær lifa lengur en makar sínir. Þarna er dulinn hópur sem hefur ekki mikið milli handanna.“ Gísli segir aðspurður að takmörk- uð lífeyrisréttindi þessa hóps geti jafnframt takmarkað kaupgetu í húsnæði. Af því leiði að mikill skortur sé að skapast á hagkvæmum íbúðum fyrir þennan hóp. Flestar nýjar íbúðir í lyftuhúsum séu enda of dýrar fyrir þorra eldri borgara sem nálgast eftirlaun. Þá sé húsa- leigan að jafnaði of há fyrir marga. Skortir lausnir á markaðinn „Margir eldri borgarar búa í stóru húsnæði og getur rekstrarkostnaður eftir atvikum verið hár. Algengt er að kominn sé tími á viðhald. Það getur aftur kostað drjúgan hluta af sparnaði. Ef lífeyrir er takmarkaður getur fólk því þurft að komast í ódýrara húsnæði. Það skortir lausnir fyrir fólk í þessari stöðu. Fasteignagjöld hafa til dæmis aldrei verið hærri en núna í Reykjavík. Það kostar sitt,“ segir Gísli sem telur að skortur á hagkvæmum íbúðum leiði til þess að eldra fólk búi lengur en það vildi í stóru húsnæði. Börnin séu löngu farin úr hreiðrinu. Þarna þurfa að koma til lausnir líkt og FEB vinni að í Árskógum í Suður- Mjódd. Þar sé félagið að ljúka bygg- ingu 68 íbúða fyrir félagsmenn. Borgin hafi brugðist eldra fólki „Betur má ef duga skal. Félagið hefur sóst eftir fleiri lóðum. Við erum nokkuð stórt húsnæðisfélag með rúmlega 409 íbúðir í eldra hús- næði auk þeirra 68 íbúða sem áður eru nefndar. Það hefur tvívegis verið á skipulagi gert ráð fyrir og merkt fyrir FEB svæði þar sem byggja mætti 100 nýjar íbúðir fyrir félags- menn. Það gekk í hvorugt skiptið eftir. Annars vegar í Árskógum 5-7, þ.e. við hlið þeirra húsa sem félagið byggir nú. Þar er kjörið að byggja meira vegna hagkvæmni þess að vera við núverandi þjónustukjarna á vegum borgarinnar, jafnframt því að nýta aðstöðu sem verktakinn hefur nú þegar. Hins vegar var það lóð í Hraunbæ sem fór á uppboð hjá borginni og var seld hæstbjóðanda. Aðferð sem örugglega leiðir ekki til lækkunar íbúðarverðs í borginni.“ Vilja ekki endurreista bragga Gísli rifjar upp að á fjölmennum fundi FEB með framboðunum í Reykjavík fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar hafi nær öll fram- boðin lofað samráði við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Þá hafi fulltrúar framboðanna boðað að- gerðir í húsnæðismálum eldri borgara. Efndirnar séu nær engar. „Fólkið sem ólst upp í bröggum fyrir um 60 árum lifir ekki á minn- ingum um endurreista bragga. Ég veit að flestir vilja gleyma því skeiði og þeim húsnæðisvanda sem þá ríkti í Reykjavík. Ég hef ekki orðið var við að „fang félagsins hafi fyllst af uppbyggingu í þágu eldra fólks“ eins og einn æðsti núverandi borgar- fulltrúinn orðaði það á fundi okkar 5. maí sl.,“ segir Gísli og bendir á um- fjöllun um umræddan fund í Félags- tíðindum FEB. Félagsmenn í FEB eru nú um 12 þúsund. Styttri starfsævi ekki á allra færi  Framkvæmdastjóri Félags eldri borgara bendir á takmarkaðan lífeyri hjá mörgu eldra fólki  VR hefur bent á langa starfsævi á Íslandi  FEB telur borgina hafa brugðist eldri borgurum Fjölgun Íslendinga 50 ára og eldri 1958-2018 Ásamt 67 ára og eldri á tímabilinu Hlutfall 50 ára og eldri 350 300 250 200 150 100 50 0 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% % af heild mannfjöldi, þús. 1958 2018 ’58 ’63 ’68 ’73 ’78 ’83 ’88 ’93 ’98 ’03 ’08 ’13 ’18 9,7% 15,8% 10,6% 16,4% Karlar Konur 32,2% 20,2% 12,1% 6,4% Hlutfall 67 ára og eldri 1958 2018 2,8% 5,7% 3,6% 6,4% Karlar Konur H ei m ild : H ag st of an 60% hærra hlutfall Íslendinga voru 50 ára eða eldri árið 2018 en árið 1958 50 ára og eldri 67 ára og eldri Heildarmannfjöldi Hlutfall 50 ára og eldri af heildar- mannfjölda Hlutfall 67 ára og eldri af heildar- mannfjölda BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall Íslendinga sem eru 67 ára eða eldri hefur nær tvöfaldast á síð- ustu 60 árum. Það var 6,4% árið 1958 en 12,1% árið 2018. Morgunblaðið kannaði breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar í tilefni af kröfum verkalýðshreyf- ingarinnar um styttingu vinnu- vikunnar. Jafn- framt er bent á að Íslendingar séu lengi á vinnu- markaði. Sam- kvæmt úttekt VR er starfsævin á Íslandi rúmum áratug lengri en á öðrum löndum á Norðurlöndum. Vinnuvikan er jafnframt töluvert lengri á Íslandi en í þessum löndum. Hún er hins vegar að styttast á Ís- landi, þá fyrst og fremst hjá körlum. Verða orðin 63 þúsund 2030 En hversu raunhæft er að stytta starfsævina á næstu árum? Hvert er svigrúmið til slíkra aðgerða? Gísli Jafetsson, framkvæmda- stjóri Félags eldri borgara, hefur bent á spár um að fólki sem er 67 ára og eldra muni fjölga úr 42 þús. í fyrra í um 63 þús. 2030, skv. miðspá í mannfjöldaspá Hagstofunnar. Gísli segir slíka fjölgun fela í sér margvíslegar áskoranir. Breytt ald- urssamsetning þjóðarinnar þýði að hlutfallslega færra yngra fólk muni standa undir velferðinni í framtíð- inni en verið hefur. Samhliða sé þjónustukrafan til handa eldri borg- urum að aukast ár frá ári. „Þetta er tækifæri fyrir Félag eldri borgara. Með fleiri félögum eykst slagkraftur félagsins. Hins vegar er þetta viss ógnun fyrir líf- eyrisþega. Mikil fjölgun lífeyrisþega gæti enda reynst veikleiki fyrir þá sem hefja töku lífeyris eftir 10-15 ár. Gísli Jafetsson SMÁRALIND www.skornirthinir.is Síðustu dagar útsölunnar • Leðurkuldaskór • Fóðraður með lambsull • Reimaður að framan, rennilás að innanverðu • Grófur gúmmísóli skór verð 7 14.995 -42 Útsölu . er ur 30-70% afsláttu r Það er vel þekkt að eldra fólk er mikilvægur viðskiptahópur fjöl- margra fyrirtækja. Á efri árum á fólk gjarnan húsnæði skuldlaust, börnin eru farin að heiman og launin hafa náð hámarki með aukinni reynslu og ábyrgð. Sérfræðingur í markaðs- rannsóknum, sem Morgunblaðið ræddi við, benti á að minni munur væri nú milli eldra og yngra fólks en fyrir nokkrum áratugum. Eldra fólk hefði haft meiri tækifæri til menntunar en kynslóðir á undan. Það birtist meðal annars í betri málakunnáttu og færni sem gerði eldra fólki kleift að ferðast á annan máta en áður. Þá væri heilsa eldra fólks mun betri en áður var. Fólk væri ekki jafn slitið af erfiðisvinnu og byggi við mun betri heilsugæslu. Af því leiddi að eldra fólk gæti ferðast meira og sótt í fjölbreyttari af- þreyingu en eldri kynslóðir. Nú væri til dæmis algengt að eldra fólk spilaði golf í útlöndum í fríinu. Viðmælandinn benti á að í mörgum neysluflokkum væri eldra fólk mikilvægasti viðskiptahóp- urinn. Til dæmis hefðu nýir og dýr- ir bílar fyrst og fremst verið seldir eldra fólki eftir efnahagshrunið. Loks má nefna að verktakar horfa orðið mikið til eldra fólks við hönnun íbúða. Til dæmis er eldra fólk einn helsti kaupendahópur nýrra íbúða í miðborginni. Kynslóðamunur að minnka NEYSLA ELDRA FÓLKS ER FJÖLBREYTTARI EN ÁÐUR Morgunblaðið/Golli Sinfóníuhljómsveit Íslands Eldra fólk er mikilvægur markhópur fyrir listir og menningu. Sá hópur hefur kaupgetu og frítíma. Svo þroskast smekkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.