Morgunblaðið - 22.01.2019, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Evrópusambandið tilkynnti í gær að
það hygðist beita fjóra menn sem
tengjast GRU, leyniþjónustu rúss-
neska hersins, refsiaðgerðum vegna
meintrar þátttöku þeirra í efnavop-
naárásinni í Salisbury í mars á síð-
asta ári. Þá hyggst sambandið frysta
eigur fimm Sýrlendinga sem sagðir
eru leika lykilhlutverk við hönnun
efnavopna þeirra sem Sýrlandsher
hefur beitt í borgarastríðinu þar.
Rússarnir fjórir sem um ræðir eru
annars vegar tveir æðstu yfirmenn
GRU og hins vegar tveir menn, Ana-
toly Chepiga og Alexander Mishkin,
sem sagðir eru vera þeir sem fram-
kvæmdu árásina, en hún beindist að
rússneska gagnnjósnaranum Sergei
Skrípal. Þeir Chepiga og Mishkin
voru nafngreindir í fyrra af breskum
rannsakendum sem líklegir gerend-
ur í árásinni, og hafði verið búist við
því að Evrópusambandið myndi
setja þá á svartan lista.
Hafna öllum ásökunum
Utanríkisráðuneyti Rússlands
sagði hins vegar á mánudaginn að
ákvörðunin um að refsa yfirmönnum
GRU, Igor Kostyukov og aðstoðar-
manni hans Vladimir Alexseyev
stæðist ekki skoðun, en Kostyukov
var skipaður yfirmaður GRU í nóv-
ember síðastliðnum.
Þá sagði ráðuneytið í tilkynningu
sinni að það myndi vega og meta
hefndaraðgerðir gegn Evrópusam-
bandinu vegna ákvörðunarinnar.
Sagði Konstantín Kosachev, formað-
ur utanríkismálanefndar rússnesku
dúmunnar, að Evrópusambandið
hefði engar sannanir í höndunum.
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra
Bretlands, fagnaði hins vegar
ákvörðun Evrópusambandsins og
sagði hana mikilvægt skref til þess
að refsa fyrir „óábyrgar aðgerðir“
GRU.
Boða nýjar refsiaðgerðir
Evrópusambandið refsar yfirmönnum leyniþjónustu rússneska hersins vegna
Skrípal-málsins Rússar hóta að þeir svari í sömu mynt vegna þvingananna
AFP
Skrípal Mikil viðbrögð voru eftir
árásina í Salisbury í mars í fyrra.
Eldglæringar voru yfir Damaskus, höfuðborg Sýr-
lands, í gær þegar loftvarnafallbyssur reyndu að
granda eldflaugum frá Ísrael, sem skotið var að nokkr-
um skotmörkum í nágrenni höfuðborgarinnar í gær-
morgun. Ísraelar viðurkenndu árásirnar og sögðu þær
hafa beinst að bækistöðvum íranska byltingarvarðar-
ins. Hét Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísra-
els, því að Íranir myndu ekki fá fótfestu í Sýrlandi.
AFP
Ísraelar ráðast á skotmörk í Sýrlandi
Hæstiréttur Zim-
babwe úrskurð-
aði í gær að ráð-
herra hefði ekki
haft heimild til
þess að lögum að
loka netinu og
því bæri ríkinu
að opna aftur
fyrir netaðgang
landsmanna þeg-
ar í stað. Stjórn-
völd ákváðu í síðustu viku að loka
fyrir netið vegna fjöldamótmæla,
sem hófust vegna fyrirhugaðra
eldsneytishækkana ríkisstjórnar-
innar. Lögregla og öryggissveitir
landsins hafa hins vegar gengið
mjög hart fram við að berja niður
mótmælin og segja mannréttinda-
samtök að tólf manns hafi látið lífið
í síðustu viku.
Emmerson Mnangagwa, forseti
Zimbabwe, hélt heimleiðis úr opin-
berri heimsókn í fyrradag og sagð-
ist vilja tryggja frið og ró í landinu
á ný.
Var ekki heimilt að
loka fyrir netið
Emmerson
Mnangagwa
ZIMBABWE
Kamala Harris,
öldungadeildar-
þingmaður
Demókrata-
flokksins í Kali-
forníu, tilkynnti
í gær að hún
myndi bjóða sig
fram í forvali
flokksins fyrir
forsetakosning-
arnar á næsta
ári. Fjöldi framboða hefur þegar
borist fyrir forkosningar flokksins,
en auk Harris hafa öldungadeild-
arþingmennirnir Elizabeth Warren
og Kirsten Gillibrand og fulltrúa-
deildarþingmaðurinn Tulsi Gabb-
ard einnig lýst yfir framboði sínu
meðal annarra.
Rúmt ár er þar til fyrstu for-
kosningarnar fara fram í Iowa-
ríki, og má því enn gera ráð fyrir
að fleiri innan flokksins muni til-
kynna framboð sitt á komandi
mánuðum.
Býður sig fram í
forvali demókrata
Kamala
Harris
BANDARÍKIN
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær að hún myndi
leita eftir frekari viðræðum við for-
kólfa Evrópusambandsins í þeirri
von um að hægt yrði að finna leið til
þess að ná samkomulagi um útgöngu
Breta úr sambandinu fyrir 29. mars
næstkomandi.
Í máli hennar kom fram að hún
myndi leggja sérstaka áherslu á að
finna lausn á „varnaglanum“ svo-
nefnda varðandi landamæri Írlands
og Norður-Írlands, en ákvæðin um
hann hafa valdið ólgu í Íhaldsflokkn-
um og norðurírska DUP-flokknum
sem styður við ríkisstjórnina.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sakaði May hins
vegar um að horfa framhjá þeirri
staðreynd að samkomulagi hennar
hefði verið hafnað af breska þinginu.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar létu
einnig í ljós efasemdir sínar um að
nægur tími væri til stefnu fyrir May.
Varnaglinn líklega óbreyttur
Leiðtogar Evrópusambandsins
hafa hingað til ekki viljað ljá máls á
því að breyta samkomulaginu sem
náðist í lok síðasta árs svo nokkru
nemi. Á það sérstaklega við um kröf-
ur útgöngusinna á Bretlandi um að
varnaglinn verði tekinn út úr sam-
komulaginu eða að gildistími hans
verði takmarkaður.
Jacek Czaputowicz, utanríkisráð-
herra Póllands, lagði hins vegar til
um helgina að samkomulaginu yrði
breytt á þá vegu að varnaglinn
myndi einungis gilda í fimm ár ef til
hans kæmi, en Simon Coveney, vara-
forsætisráðherra Írlands, hafnaði
þeirri hugmynd alfarið.
Neðri deild breska þingsins mun
ræða næstu skref í útgöngumálinu
og greiða svo atkvæði 29. janúar
næstkomandi. sgs@mbl.is
Leitar enn
eftir viðræðum
May kynnti
næstu skref sín í
Brexit-málinu
AFP
Brexit Mótmælt er bæði með og á
móti Brexit við breska þinghúsið.
Hæstiréttur Venesúela lýsti því yfir
í gær að núverandi yfirstjórn þjóð-
þings landsins væri „ólögmæt“ og
ógilti allar ákvarðanir þess. Stjórn-
arandstöðuflokkar landsins hafa nú
meirihluta á þinginu, en Nicolas
Maduro, forseti landsins, hefur á
móti reynt að færa völd þess yfir til
hæstaréttar landsins.
Þingið samþykkti í síðustu viku
ályktun, þar sem Maduro var sagður
„valdaræningi“, en stjórnarand-
staðan hefur neitað að viðurkenna
úrslit forsetakosninga sem fram
fóru á síðasta ári. Hafa leiðtogar
stjórnarandstöðunnar boðað mót-
mæli á morgun, miðvikudag.
Ákvörðun réttarins kom sama dag
og uppreisn innan hersins var kveð-
in niður, en hópur hermanna réðst á
stjórnstöð þjóðvarðliða í höfuðborg-
inni Caracas og hvatti til þess á sam-
félagsmiðlum að þjóðin risi upp gegn
stjórn Maduros. Hópurinn var hins
vegar handtekinn fljótlega.
Ógilda
ákvarðanir
þingsins
Uppreisn innan
hersins kveðin niður