Morgunblaðið - 22.01.2019, Side 19

Morgunblaðið - 22.01.2019, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Skokk Nú viðrar heldur betur til útivistar í borginni, ekki einasta hefur fólk fagnað snjónum og dregið fram gönguskíði sín heldur er fátt meira hressandi en skokka úti í vetrarstillu. Eggert Helgi Seljan, útsend- ari Kastljóss, tók 40 mínútna viðtal við Elínu Björgu Ragnarsdóttur lögfræðing í janúar 2012 undir því yfirskini að efnið yrði notað í sjónvarpsþætti sem aldrei spurðist meira til. Í Kastljósi í lok mars 2012 var kafli úr viðtal- inu birtur. Umfjöllunarefnið var kynnt þannig að vaknað hefði grunur um að Samherji og Vinnslustöðin (VSV) seldu fisk á undirverði til er- lendra dótturfyrirtækja og færu þannig á svig við gjaldeyrislög. Undirbúningur Kastljóss hafði staðið lengi og við blasir að tímasetn- ing útsendingar var engin tilviljun. Viðtalið við Elínu Björgu var klippt og skorið til að hún liti út fyrir að taka fullan þátt í aðförinni að Sam- herja, gott ef ekki vera upphafs- maður að öllu saman. Hún hafði ekki hugmynd um þessa ótrúlegu mis- notkun á viðtali sem veitt var meira en tveimur mánuðum áður á allt öðr- um forsendum. Kastljós þverbraut þarna siða- reglur og reglur Ríkisútvarpsins um snemma því ég heyrði úr fleiri áttum að Helgi Seljan & Co spyrðust fyrir um mál tengd VSV, sölufyrirtækjum hennar og Hugins allt að sex vikum áður en flautað var til leiks gegn fyrirtækjunum. Aldrei var leitað upplýsinga hjá framkvæmdastjórum fyrirtækjanna og ekkert samband haft við VSV fyrr en þremur tímum fyrir útsendingu! Skýrt lá fyrir á þessum tíma til hvers refirnir væru skornir. Ég vitna í eigin ummæli í Kastljósinu 2. apríl 2012: „Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss. Þetta vekur mér líka spurningar um tímasetn- ingu Kastljóss. Samherji daginn áð- ur, strax í kjölfar framlagningar fisk- veiðistjórnunarfrumvarpsins. Við daginn eftir til að reyna að kasta rýrð á Vinnslustöðina. Við höfum allt okkar á hreinu. Við getum boðið sjómannaforystunni að koma og skoða öll gögnin, sem við reyndar gerðum í janúar síðast- liðnum og ítrekuðum í mars. Við get- um boðið Kastljósi að koma og skoða öll gögnin og fara yfir allt saman. Það sem er óhreint og stendur eft- ir er aðdragandinn og rannsókn á að- draganda umfjöllunarinnar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrum- varpsins. Það er það sem stendur eft- ir og ég óska eftir því að fá tækifæri til að rannsaka og skoða með stjórn- endum Kastljóss.“ Viðtalið var afkynnt með þessum orðum: „Vegna orða framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvarinnar vill Kast- ljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“. Málatilbúnaður Seðlabankans og Kastljóss snerist sem sagt um að saka fyrirtækin um undirverðlagn- ingu og brot á gjaldeyrislögum. Fyr- ir Jóhönnustjórnina var himnasend- ing að fá innrás í Samherja og framhaldsþætti í RÚV um leið og hún lagði frumvörp um veiðigjöld fram á Alþingi. Verðlagningarmál VSV og Hugins voru upplýst og gerð var grein fyrir niðurstöðum í greinargerð sem kynnt var sjómönnum og forystu- mönnum þeirra um áramótin 2011/ 2012. Þar með lauk því máli og það áður en Kastljós fór af stað. Seðlabankastjóri elti Samherja í dómssölum og endaði hnípinn og gjörsigraður í Hæstarétti. Gjaldeyr- islög höfðu ekki verið brotin og engin undirverðlagning átti sér stað. Reyndar höfðu kollegar mínir, hag- fræðingar Seðlabankans, lagt til grundvallar meðaltal meðaltala en ekki meðaltal heildarinnar og reikn- að útflutningsverð Samherja kolvit- laust. Eftir stendur að í Kastljósþátt- unum vorið 2012 helgaði tilgangurinn meðalið. Ódaun lagði af vinnubrögð- unum og leggur enn. Víst er að gæða- kerfi RÚV, sé það yfirleitt til, stenst engan veginn gæðakerfi sjávar- útvegsins! Því má svo bæta við að formaður Sjómannasambandsins og fleiri við- mælendur Kastljóss á þessum tíma undruðust að sjá í hvaða samhengi viðtöl við þá voru notuð. Það virðist nefnilega hafa verið við siðs hjá starfsmönnum þessa þáttar að koma aftan að viðmælendum sínum og sigla undir fölsku flaggi. Fólk sem kann mannasiði hegðar sér ekki þannig. Ekkert bólar á því að Kastljós kannist við misgjörðir sínar, hvað þá biðjist afsökunar. Fyrrverandi koll- egar í Efstaleitinu velja frekar að verja vonlausan málsstað þeirra sem tröðkuðu á réttindum Elínar Bjargar og annarra viðmælenda þáttarins. fréttir og fréttatengt efni. Breytir engu að bæði Sigmar Guð- mundsson, þáverandi ritstjóri Kastljóss, og Páll Magnússon, þá- verandi útvarpsstjóri, telji meðferðina á við- talinu vera í lagi af því tekið hafi verið fram í inngangi að upptakan átti sér stað áður en rannsóknin á Samherja hófst! Slík rök eru haldlaus. Helgi Seljan sigldi undir fölsku flaggi gagnvart Elínu Björgu allan tímann. Það er kjarni málsins. Ummæli Páls og Sigmars stað- festa fyrir mér að Kastljósið hafi far- ið á kreik strax í ársbyrjun 2012 til að draga efni í hús og gera sig klárt þeg- ar kallið kæmi úr Stjórnarráðinu og/ eða Seðlabankanum til að þáttaserí- an yrði klár til sýningar þegar ráðist yrði inn í Samherja og frumvörp um veiðigjöld lögð fram á Alþingi. Allt skyldi gerast samtímis. Starfsmenn þáttarins voru þarna fyrst og fremst í málpípu- og gerendahlutverkum. Látið var svo líta út að húsleitin í Samherja hefði átt sér stað vegna „rannsókna Kastljóss“! Það kemur mér reyndar ekki á óvart að Kastljósið hafi tekið árið Eftir Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson » Ódaun lagði af vinnubrögðunum og leggur enn. Víst er að gæðakerfi RÚV, sé það yfirleitt til, stenst engan veginn gæðakerfi sjávarútvegsins. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. binni@vsv.is Kastljós undir fölsku flaggi Hálf öld er senn liðin frá því að stofnuð voru fyrstu umhverfis- og náttúruverndarsamtökin hérlendis. Landvernd, sem í upphafi byggðist á aðild félagasamtaka, reið á vaðið haustið 1969 og setti landgræðslu og gróðurvernd á oddinn. Í kjölfarið kom bylgja náttúruverndarsamtaka með einstaklingsaðild áhugafólks í öllum landshlutum. Fyrst á þeim vettvangi 1970 voru SUNN á Norðurlandi og NAUST eystra uns hringnum var lokað og myndað var Samband ís- lenskra náttúruverndarfélaga um miðjan áttunda áratuginn. Flest eða öll þessi náttúruverndarfélög gerðust jafnframt aðilar að Landvernd. Þessi umhverfisbylgja átti sér alþjóðleg upptök sem andsvar við blindum hag- vexti eftirstríðsáranna með Banda- ríkin í fararbroddi. Bækur eins og Raddir vorsins þagna (ísl. útgáfa Al- menna bókafélagið 1965) eftir Rachel Carson og rit Rómarklúbbsins Endi- mörk vaxtarins (ísl. útg. Menning- arsjóður 1974) eru dæmi um viðbrögð við fordæmalausri ágengni gagnvart umhverfi jarðar. Sjálfur reyndi ég að tengja þessa stöðu mála við innlend átakaefni í ritinu Vistkreppa eða nátt- úruvernd (Mál og menning 1974). Vitundarvakningin upp úr 1970 Viðbrögðin við vaxandi mengun og röskun náttúrufars birtust á alþjóða- vettvangi með Náttúruverndarári Evrópu 1970 og á vett- vangi Sameinuðu þjóð- anna þar sem fyrsta stóra umhverfis- ráðstefnan var haldin í Stokkhólmi 1972. Ný náttúruverndarlöggjöf hérlendis (lög 47/1971) var stórt framfaraskref með Náttúruverndar- ráð að miklu leyti skip- að fulltrúum áhuga- samtaka um náttúruvernd og þá undir formennsku Eysteins Jóns- sonar alþingismanns til ársins 1978. Þetta reyndist sóknaráratugur í um- hverfismálum með fjölda tilnefninga svæða á náttúruminjaskrá og upp- byggingu tveggja nýrra þjóðgarða, í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum. Það sem á vantaði var einkum að fallist væri á tillögur um sérstakt umhverf- isráðuneyti, sem fyrst kom til sög- unnar ári 1990, og að sameinast væri um breytta og nútímalega skipulags- löggjöf. Það endurspeglaði stöðuna á því sviði að fyrst árið 1979 var allt landið gert skipulagsskylt og lengi vel var það ákvæði lítið meira en orð á blaði. Ófullkomin skipulags- löggjöf dragbítur Litið til baka var vinna að skipu- lagsmálum í allt öðrum og lakari far- vegi hérlendis á síðasta fjórðungi 20. aldar en gerðist annars staðar á Norðurlöndum. Því tengdust m.a. átök um stjórnsýslueiningar, þar sem sýslu- og kaup- staðaformið var lagt nið- ur 1986 og við tóku yfir 200 sveitarfélög að heita mátti einráð í skipulags- málum en fæst með for- sendur til að sinna þeim sæmilega. Tillaga mín á Alþingi um millistig í stjórnsýslunni í formi héraða var þá felld, en hefði gerbreytt forsendum á mörgum sviðum, ekki síst um skipulag og stofnanauppbyggingu í stjórnsýsl- unni. Sést það best af því að nú eru á kreiki hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga sem taki til heilla fjórð- unga, m.a. á Austurlandi. Augljóst er hverjar takmarkanir slíkt hefði á lýð- ræðisleg samskipti íbúa stórra land- svæða við kjörna fulltrúa. Loks þegar ný skipulagslöggjöf var samþykkt ár- ið 1997 fengust ekki tekin inn í hana skýr ákvæði um landsskipulag og sat við þann keip í hálfan annan áratug í viðbót. Ári síðar, 1998, tóku við ný lög um sveitarfélög sem fólu m.a. í sér að óbyggðasvæðum var skipt upp á milli þeirra. Jafnframt hófst þjóðlenduferli Óbyggðanefndar til greiningar á eignarrétti sem enn er ekki að fullu lokið. Svæðisskipulag miðhálendisins sem staðfest var 1999 og gilti í hálfan annan áratug innan ákveðinnar markalínu var athyglisverð nýlunda sem gerði m.a. kleift að þoka fram vinnu við stórmál eins og stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, en nú hefur landsskipulagsstefna leyst það af hólmi. Skipulagsferli enn alltof fjarlæg almenningi Þótt löggjöf og vinna að skipulags- málum hafi verið endurnýjuð og bætt hin síðustu ár, m.a. í kjölfar löggjafar frá árinu 2010, vantar enn mikið á að störf að skipulagsmálum og þær stóru ákvarðanir sem þeim oft tengj- ast hafi náð þeirri athygli almennings sem æskilegt væri. Hefur þó Skipu- lagsstofnun gert sitt til að kynna laga- ákvæði og réttarstöðu almennings. Þessi lagaákvæði eiga m.a. að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og landgæða, að tryggja verndun lands- lags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Afar ólík staða sveitarfé- laga, bæði hvað stærð og íbúafjölda snertir og vöntun á þjálfuðum starfs- kröftum eiga sinn þátt í þessu og allt- of lítil fræðsla til almennings um rétt- arstöðu sína. Við það bætist að grunnupplýsingar er varða náttúru- far og aðrar forsendur hefur vantað þótt smám saman sé að rætast úr, m.a. með kortum sem sýna mismun- andi vistgerðir á landi. Í ljósi þeirra stóru vandamála sem nú steðja að, t.d. vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum, er afar brýnt að al- menningur sé meðvitaður og vel upp- lýstur um áhrif þessa á umhverfið og framtíðarskipulag. Náttúrustofurnar fái aukið hlutverk Augljós þörf er á að í grunnskólum og framhaldsskólum verði fræðsla um skipulag og samspil þess og umhverf- isþátta aukin og bætt, sem og starfs- menntun þessu tengd á háskólastigi. Skipulagsvaldið er áfram hjá sveitar- félögunum og þau þurfa að hafa að- gang að hæfu starfsfólki og ráðgjöf sem byggist á bestu fáanlegum upp- lýsingum. Mér sýnist kjörið að gera náttúrustofum landshlutanna kleift að eiga hér aukinn hlut að máli og að ríkið leggi þeim til fjármagn í þessu skyni. Með því vinnst í senn að komið verði upp þekkingarneti víða um land með nærtækri ráðgjöf fyrir sveitar- félög sem búa við ólíkar aðstæður. Fátt er brýnna en aukin meðvitund fólks hvar sem er á landinu um gildi vandaðra skipulagsákvarðana og þátttaka almennings í aðdraganda þeirra. Á því sviði hafa samtök áhuga- fólks um umhverfis- og náttúruvernd verk að vinna. Tíföldun á fjölda ein- staklinga í Landvernd síðustu sjö árin ber vott um góðan byr sem nú þarf að nýta. Stórefla þarf skipulagsvinnu í þágu umhverfis- og náttúruverndar Eftir Hjörleif Guttormsson »Augljós þörf er á að í grunnskólum og framhaldsskólum verði fræðsla um skipulag og samspil þess og umhverf- isþátta aukin og bætt, svo og starfsmenntun. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.