Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Þegar kemur að sjúkrahúsþjónustu við eldra fólk, þá bráð- vantar öldrunargeð- deild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög viðkvæmri stöðu. Með viðeigandi sér- hæfðri meðferð getur fólk náð undraverðum bata og sjálfsbjargar- getu. Án slíkrar þjón- ustu verður þrautalendingin að sækja um hjúkrunarrými. Það var á dagskrá, og raunar forgangs- verkefni heilbrigðisráðherra þess tíma, að opna öldrunargeðdeild ár- ið 2008 en fjárhagslegt hrun kom í veg fyrir það. Allar áætlanir lágu fyrir og voru þær vandaðar. Þetta verkefni liggur ljóst fyrir og ætti ekki að krefjast mikils undirbún- ings ef kraftur er settur í málið og því forgangsraðað á ný af heil- brigðisráðherra. Bæta má sjúkrahúsþjónustuna verulega með því að opna öldrunarbæklunarskurðdeild að erlendri fyrirmynd. Um er að ræða samrekstur deildar fyrir eldra fólk með mjaðmabrot, þar sem bæklunarskurðlæknar gera aðgerð og fylgja brotinu eftir en öldrunarlæknir og teymi fagfólks annast fólkið að öðru leyti. Mjaðmabrot er oftast toppur á ís- jaka. Undirliggjandi eru fjölmörg viðfangsefni. Rannsóknir sýna fram á aukna færni og lífsgæði einstaklinganna og hagkvæman rekstur. Vanræksla viðheldur neyð Í samfélaginu býr ákveðinn hóp- ur fólks sem upplifir alvarlega kvíðaröskun, þunglyndi eða ein- manakennd. Það sýnir sig að sam- býli með fagþjónustu getur mætt þörfum þessa fólks vel. Slík þjón- usta var áður í formi dvalarrýma á stofnunum, en slíkum rýmum hefur verið nær alfarið lokað á höfuðborgarsvæðinu án þess að sambærileg rými hafi verið opnuð í formi sambýla í samfélaginu. Miðað við núverandi lög verður ekki ann- að séð en það sé á hendi sveitarfé- laga að byggja upp slíka þjón- ustukjarna. Öll vanræksla í þessum efnum viðheldur neyð þessa fólks og verður á endanum til þess að enn og aftur sé þrýst á hjúkr- unarými fyrir þessa einstaklinga, þegar létt og hagkvæm lausn gæti mætt þörfum fólksins á mun betri og hag- kvæmari hátt. Síðan er það heilsu- gæslan, þar sem þungi öldrunarþjón- ustunnar á að hvíla. Hér er brýnt að grípa til aðgerða og breyta verklagi. Fyrstu greiningar á hinum sérstöku aldurstengdu viðfangsefnum, svo sem vitrænni skerð- ingu, hreyfiskerðingu, þvagheldnivanda, byltum, andlegri vanlíðan og vannæringu, til að nefna nokkur stór atriði, ættu að vera í heilsugæslu. Skima má fyrir þessum viðfangsefnum og greina í kjölfarið. Dag-, göngu- og sam- félagsdeild öldrunarlækninga á Landakoti getur stutt við slíka út- færslu og skoðað nánar sérhæfð mál. Þrír mismunandi hópar Almennt má segja að eldra fólk falli í einn af þremur hópum; þá sem eru frískir og færir; þá sem eru að byrja að tapa færni og hafa mikinn hag af greiningarvinnu og endurhæfingu; og loks þá sem eru orðnir hrumir og færniskertir og þurfa umtalsverða og sérhæfða þjónustu. Grundvallarnálgun öldr- unarlækninga byggist á þremur at- riðum: 1) heildrænu öldrunarmati með meðferðarleiðbeiningum, en það er til í straumlínulagaðri raf- rænni gerð; 2) greiningarvinnu sem þarf að vera þverfagleg teymis- vinna; 3) greiningu á markhópum með skimun en það er til að finna þá sem líklegastir eru til þess að hafa ávinning af svo ítarlegri nálg- un. Nærtækir hópar til slíkrar heildrænnar skoðunar eru skjól- stæðingar heimahjúkrunar og þeir sem eru í tíðum endurinnlögnum á sjúkrahús. Innleiða þarf á höfuð- borgarsvæðinu interRAI-matstækið fyrir fólk í heimaþjónustu og hjúkr- un til að skilgreina þjónustuþarfir og greina þá sem þurfa nánari sér- hæfða vinnu hvort heldur er í heilsugæslu eða á dag-, göngu- eða samfélagsdeild öldrunarlækninga. Í kjölfarið mætti skapa þeim sem þurfa á innlögn að halda beina leið á viðeigandi öldrunarlækningadeild. Með þessu móti má draga mjög úr því að fólk sé lagt inn með hraði á bráðamóttöku og lendi í langdreg- inni legu á sjúkrahúsinu, þar sem legan sem slík eykur á vandann. Með öðrum orðum mætti fækka þeim verulega sem kæmu um dyr bráðamóttökunnar en fjölga þeim sem kæmu beint úr samfélaginu bakdyramegin á öldrunarlækn- ingadeild. Styrkja þarf meðferðartengsl í heimahjúkrun Það ætti enginn sjúklingur að njóta heimahjúkrunar án þess að vera í föstu og reglulegu sambandi við heimilislækni sinn. Það er ekki fráleitt að skylda fólk sem nýtur heimahjúkrunar að sjá heimilis- lækni sinn á tveggja til þriggja mánaða fresti og oftar ef þörf kref- ur sérstaklega. Ef einstaklingurinn væri ekki ferðafær væri það skylda heimilislæknis að vitja skjólstæð- ings síns heima. Með þessum hætti mætti styrkja meðferðartengsl læknis og sjúklings og einnig sam- starf læknis og hjúkrunarfræðings í heilsugæslu og koma þannig á virkri teymisvinnu. Inn í teymið ætti síðan að bæta við öðrum fag- aðilum, svo sem iðju- og sjúkra- þjálfurum, næringarfræðingi, fé- lagsráðgjafa og sálfræðingi, allt eftir því hverjar þarfir hvers og eins væru. Setja mætti upp sér- staka vaktþjónustu öldrunarlækna utan dagvinnutíma við veikustu skjólstæðinga heimahjúkrunar sem hefðu gengið í gegnum heildrænt öldrunarmat á dag-, göngu- og samfélagsdeild og væru í aukinni áhættu á að leggjast inn á sjúkra- hús. Þannig mætti leita lausna heima fremur en á bráðamóttöku. Ýmislegt fleira kemur til bætts stuðnings sjúku fólki í heimahúsi, svo sem dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma eða líkamlegt færnitap, svo og skammtímainn- lagnir til viðhaldsmeðferðar, þegar öflug og góð greiningarvinna hefur farið fram. En þessi úrræði sem þekkjast bjóðast ekki í samræmi við staðreynda þörf. Þegar horft er til framtíðar ætti ekki fyrsta hugsunin að vera að stækka heimahjúkrun í óbreyttri mynd eða fjölga hjúkrunarrýmum í réttu hlutfalli við fjölgun eldra fólks. Sú nálgun er ósjálfbær og í raun þegar gjaldþrota. Með hugviti og nýsköpun sem byggist á ítar- legri þarfagreiningu eldra fólks má bæta þjónustu þess og auka lífs- gæði og skilvirkni þjónustunnar. Til þessa þarf að horfa í heilbrigð- isáætlun til ársins 2030. Margt af því sem myndi horfa til úrbóta og er löngu tímabært má gera nú þeg- ar og því óeðlilegt að bíða með þær aðgerðir frekar en orðið er. Eftir Pálma V. Jónsson »Með hugviti og ný- sköpun sem byggist á ítarlegri þarfagrein- ingu eldra fólks má bæta þjónustu þess og auka lífsgæði og skil- virkni þjónustunnar. Til þessa þarf að horfa í heilbrigðisáætlun til ársins 2030.Pálmi V. Jónsson Höfundur er yfirlæknir öldrunar- lækninga á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Nýsköpun í öldrunarþjón- ustu frá sveitarfélögum og heilsugæslu til sjúkrahúss Slysið við Núpsvötn er einn af þessum at- burðum sem snerta alla. Svona gerist vegna vanþekkingar öku- manna á íslensku veð- urfari og áhrifum þess á akstursskilyrði. Þarna vantaði fræðslu áður en lagt var af stað. Við Íslendingar megum samt ekki falla í sömu gildruna og telja að nauðsynlegt sé að byggja nýja vegi og brýr til að fækka hálkuslysum. Nýir vegir og brýr breyta ekki veðurfarinu, þess vegna fækka þær framkvæmdir ekki hálku- slysum. Þegar við bjóðum Asíubúum að ferðast á bílaleigubíl um Ísland að vetrarlagi á það að vera okkur ljóst að þessir aðilar hafa enga þekkingu varð- andi veðurfarsáhrif á akstursskilyrði. Þetta háir raunar stórum hópi Íslend- inga, þessi vanhæfni til að meta að- stæður. Vegir meðfram sjó, vötnum og ám geta verið fljúgandi hálir þótt annars staðar sé hálkulaust, einnig brýr, því þær liggja yfir vatn. Það er óábyrgt af okkur að bjóða óreyndum ökumönnum upp á bílaleigubíl að vetr- arlagi. Á sólríkum sumardögum getur hemlunarviðnám minnkað verulega þegar heit tjara smyrst á dekkin. Þannig geta margar hættur leynst á leið ökumanna. Þess vegna er það mikilvægt að hafa allar aðstæður í huga þegar sest er undir stýri og aka samkvæmt aðstæðum hverju sinni. Ekki alltaf að passa upp á það að vera ofan við hámarkshraða. Þannig aka menn í dag og virðist hámarkshraðinn í huga þeirra vera orðinn lægsti hraði sem menn mega vera á. Vilji menn í alvöru gera tilraun til að fækka slys- um þarf að ráðast að hinum raunveru- lega vanda; ökumönnunum, því þeir þurfa að vera færir um að meta að- stæður eftir ástandi vega og veðurfari og kunna að meta hver hraðinn skuli vera hverju sinni miðað við aksturs- aðstæður. Hættum að hvetja menn til að fylgja umferðarhraðanum og forðast framúrakstur. Það er mjög hættuleg hvatning. Áhættan eykst eftir því sem hraðinn verður meiri. Ef við ætt- um að aka á þeim hraða sem enginn færi fram úr þyrfti að aka á yfir 200 km hraða. Vegakerfi okkar er vanþróað vegna þess að við erum fá í tiltölulega stóru landi, því eru vegir landsins vanhæfir til að bera umferð tveggja til þriggja milljóna manna. Þann skaða sem ferðamenn valda okkur eigum við ekki að greiða. Ekkert stjórnsýslufólk get- ur leyft sér að hvetja til slíks að rúm- lega 300 þúsund manna þjóð standi undir slíkum kostnaði. Við þurfum ekki á þessum átroðningi að halda. Við eigum nógar auðlindir til að halda uppi góðum lífsstandard fyrir okkur. Að ráðherra leggi til að við borgum aðgang að þeim vegum sem við höfum lagt og viðhaldið til að greiða fyrir um- ferð ferðamanna er aðeins aukin skattheimta svo ferðamenn þurfi ekki að borga sjálfir sinn átroðning. Þetta gerir ráðherrann vanhæfan í starfi. Ferðamenn eiga ekkert inni hjá okkur Íslendingum og það er auðséð að þeir borga ekki einu sinni farið að fullu, til og frá landinu. Veðurfar er stór áhættuþáttur í akstri Eftir Guðvarð Jónsson » Vilji menn í alvöru gera tilraun til að fækka slysum þarf að ráðast að hinum raun- verulega vanda; öku- mönnunum. Guðvarður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Ágætu launþegar, hver man ekki eftir því í kjölfar hrunsins sem aðra tíma þegar illa gekk í þjóðarbúskapn- um hverjir það voru sem tóku á sig allan skellinn á sama tíma og hafnir voru samningar við atvinnurekendur um endurfjármögnum og afskriftir á föllnum fyrirtækjum? Og hver man ekki ör- væntingarhljóð fjármálaráðherra og seðlabankastjóra með að ríkissjóður Íslands myndi enda tómur og at- vinnurekendur á hausnum í aðdrag- anda kjarasamninga launafólks? Lát- um ekki lengur blekkjast, nú er öldin önnur með nýju fólki og nýjum áherslum forystumanna verkalýðsins, manna og kvenna sem hafa kjark þor og vilja til að standa í forystu atvinnu- rekenda og ríkisstjórn Íslands. Gula (vestið – ljósið) er fyrsta aðvörun okk- ar verkafólks, svo koma hinar á eftir, þ.e.a.s. ef ekki verður neitt að gert til að laga stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Boltinn er hjá ykk- ur, ríkisstjórn Íslands og atvinnurek- endur, gefið rétt af góðærinu til þeirra sem sköpuðu það; góðæri sem oft er minnst á í ræðu og riti en fáir sjá í mánaðarlegu uppgjöri heimilis- bókhaldsins. Staðreyndin er nefnilega sú að bættur hagur verkalýðsins er lykill að framförum á sama hátt og ofurlaun elítunnar auka fátækt og misskiptingu. Nú er röðin komin að okkur, verkafólkinu, sem sköpuðum góðærið í landinu, ágætu forystu- menn launþega. Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson, Aðalsteinn Árni Bald- ursson og Sólveig Anna Jónsdóttir: hræðumst ekki talsmenn elítunnar með sinn innihaldslausa áróður heldur þéttum raðir okkar enn frekar fyrir komandi (vonandi) friðsamleg átök fram und- an, en verið þess minnug að ykkar umbjóðendur, þ.e.a.s. verkalýðurinn, ellilífeyrisþegar, öryrkjar, heimilin og fjölskyldurnar, ofangreindir hópar munu standa með ykkur og vera stoð ykkar og stytta. Hér gildir hið forn- kveðna; einn fyrir alla og allir fyrir einn, þetta verða okkar orð og efndir í lok dags. Gleðilegt nýtt ár 2019. Þeir sem sköpuðu góð- ærið gjalda fyrir þegar arðinum er útdeilt Eftir Sigurjón Hafsteinsson Sigurjón Hafsteinsson » Staðreyndin er nefnilega sú að bætt- ur hagur verkalýðsins er lykill að framförum á sama hátt og ofurlaun elítunnar auka fátækt og misskiptingu. Höfundur er í slökkvi- og björgunar- þjónustu á Keflavíkurflugvelli. molikarlinn@simnet.is Atvinna Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.