Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 27
var hann yfirlæknir á svæfingadeild, gjörgæslu og bráðamóttöku meðan stríðið í Kúveit 2 ágúst til desember 2000 meðan stríðið geisaði þar. Gísli var síðan yfirlæknir og prófessor á Háskólasjúkrahúsinu í Bern í Sviss frá júlí 1991 til ágúst 2000 og prófess- or við Háskóla Íslands og forstöðu- læknir við svæfinga- og gjörgæslu- deild Landspítalans frá 2000 til janúarloka 2019. Gísli hefur unnið að vísindarann- sóknum í samvinnu við marga aðila a Landspítalanum, HÍ og við fjölda er- lenda háskola og birt á annað hundr- að vísindagreina í erlendum fagtíma- ritum. Auk menntunar læknanema í Svíþjóð, Kúveit, Sviss og á Íslandi hefur Gísli unnið að þróun náms í gjörgæslulækningum á Norðurlönd- unum síðan 2000 og verið stjórnandi sérnáms í gjörgæslulækningum á Norðurlöndunum síðastliðin 11 ár. Hann hefur einnig unnið mikið að menntun svæfinga- og gjörgæslu- lækna í Evrópu, skilgreiningu og samræmingu námsins og verið próf- dómari í Evrópusérfræðiprófum í 15 ár. Gísli var ritstjóri European Journal á 10. áratug síðustu aldar og ritstjóri við Acta Anaesthesia Scandi- navica (Norræna svæfinga- og gjör- gæslulæknatímaritið) síðastliðin 10 ár. Gísli skrifaði bókina Læknir á víg- velli um reynslu sína af stríðinu í Kúveit. Helstu áhugamál Gísla fyrir utan fjölskyldu og sérstaklega barnabörn- in eru fluguveiði, garðyrkja, íþróttir og matargerð. Hann er góður kokkur og er mjög áhugasamur um austur- lenskan mat og allar kryddtegundir sem honum fylgja. Hann var góður skíðamaður áður fyrr og nokkuð góð- ur í tennis, en stundar nú hjólreiðar og fluguveiðar af kappi. Fjölskylda Eiginkona Gísla er Birna Guðbjörg Hjaltadóttir, f. 14.2. 1948 á Akranesi, þar sem hún ólst upp. Hún er þjóð- fræðingur að mennt, starfaði fyrr sem einkaritari og síðast sem kirkju- vörður í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Foreldrar Birnu: Hjalti Björnsson, vélvirki frá Neskaupstað, f. 22.7. 1914, d. 5.9.. 1980 og eiginkona hans, Sigríður Einarsdóttir, kjólameistari frá Akranesi, f. 28.10. 1913, d. 6.9. 1998. Bæði voru búsett á Akranesi til dauðadags. Börn: 1) Hjalti Heimir Gíslason, f. 6.1. 1973, tölvunarfræðingur og deild- arstjóri hugbúnaðardeildar Vimond Media Solutions í Bergen í Noregi, kvæntur Kjersti Ingolvsdotter Ve- vatne, f. 17.11. 1970, fornleifafræð- ingi. Börn þeirra: Birna Hjaltadóttir Vevatne, f. 2003 og Brynjar Hjalta- son Vevatne, f. 2005. 2) Þorbjörg Gísladóttir, f. 17.2. 1975, BA í ensku og enskum bókmenntum. 3) Halldór Gíslason, f. 1.2. 1978, tölvunarfræð- ingur og MBA, verkefnastjóri í hug- búnaðardeild Íslandsbanka og sendi- fulltrúi RKÍ í Afríkulöndum, kvæntur Katrínu Lilju Jónsdóttur, f. 19.7. 1987, sagnfræðingi og blaðamanni. Börn þeirra: Theodór Leví, f. 2009, Nikulás Elí, f. 2012 og Marteinn Sebastían, f. 2017. Systkini Gísla: Guðný Sigurðar- dóttir, f. 27.8. 1941, bókasafnsfræð- ingur og kennari, búsett í Reykjavík, Guðrún Kolbrún Sigurðardóttir, f. 15.6. 1943, d. 8.3. 1983, kennari, síðast búsett í Reykjavík og Helgi M. Sig- urðsson, f. 13.3. 1953, sagnfræðingur og safnvörður, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Gísla: Sigurður M. Helgason, f. 22.5. 1910, d. 31.10. 2006, lögmaður og borgarfógeti og eigin- kona hans, Þorbjörg Gísladóttir, f. 16.8. 1917, d. 2.11. 2010, húsfreyja og starfsmaður Pósts og síma. Þau voru búsett í Reykjavík til dauðadags. Úr frændgarði Gísla H. Sigurðssonar Gísli H. Sigurðsson Rósamunda Sigríður Oddsdóttir húsfreyja á Mýrum Guðmundur Hagalín Guðmundsson bóndi á Mýrum í Dýrafirði Guðný Guðmundsdóttir Hagalín húsfreyja á Lokinhömrum og í Rvík Gísli Kristjánsson skipstjóri á Lokinhömrum í Auðkúluhr., V-Ís., síðar starfsm. Rafmagnsv. Rvíkur Þorbjörg Gísladóttir húsfreyja og starfsmaður Pósts og síma Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja á Lokinhömrum Kristján Oddsson bóndi á Lokinhömrum Andrea Helgadóttir úsfreyja og verkakona á Siglufirði og í Rvík h Helgi Guðbergsson, sérfr. í atvinnu- og umhverfislækningum Gunnar Ólafsson forstj. Rannsóknast. andbúnaðarins Valdís Helgadóttir hjúkrunarfr. í Rvíkl Skúli Gunnarsson heilsugæslu- læknir Guðný Sigurðardóttir bókasafnsfr. og kennari Jón Tryggvi Héðinsson heilsugæslu- læknir Hjörtur Björgvin Helgason kaupfélags- stjóri í Sandgerði Guðrún Hjartar- dóttir fulltrúi á Hag- stofunni Hjörtur Marteins- son kennari í Árbæjar- skóla Dagur Hjartarson skáld uðmundur G. Hagalín thöfundur G ri Sigríður Hagalín eikkonal Kristín Ólafsdóttir ókasafns- og upp- lýsinga- ræðingur Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir leikritaskáld b f Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður og rithöf- undur Hallgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Stóra-Lambhaga Illugi Bárðarson bóndi í Stóra-Lambhaga, Skilmannahreppi Guðrún Illugadóttir húsfreyja á Akranesi og í Rvík Helgi Guðbrandsson sjómaður í Lykkju á Akranesi, síðar í Rvík Margrét Helgadóttir húsfreyja á Klafastöðum Guðbrandur Brynjólfsson bóndi á Klafastöðum, Skilmannahr., Borg. Sigurður M. Helgason lögmaður og borgarfógeti ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Finnbogi Rútur Þorvaldssonfæddist 22. janúar 1891 íHaga á Barðaströnd. For- eldrar hans voru hjónin Þorvaldur Jakobsson, f. 1860, d. 1954, prestur í Sauðlauksdal, síðar kennari í Hafnar- firði, og Magdalena Jónasdóttir, f. 1859, d. 1942, húsfreyja. Finnbogi varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1912. og lauk prófi í byggingaverkfræði árið 1923 frá Den polytekniske Lærean- stalt í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna varð Finnbogi aðstoðarverkfræðingur á teiknistofu Jóns Þorlákssonar en var síðan verk- fræðingur hjá Vita- og hafnamála- skrifstofunni 1925-42. Þar gerði hann áætlanir, uppdrætti og hafði umsjón með hafnargerð á Akranesi, Borgar- nesi, Siglufirði, Akureyri og víðar. Hann var enn fremur kennari við Iðnskólann í Reykjavík 1924-49. Síð- an var Finnbogi Rútur forstöðumað- ur undirbúningskennslu í verkfræði við Háskóla Íslands 1940-44 og pró- fessor við verkfræðideild Háskólans 1945-61. Finnbogi var mörg ár forseti verk- fræðideildar og átti sæti í háskólaráði og var um tíma varaforseti þess. Hann lét félagsmál mikið til sín taka og átti sæti í fjölmörgum nefndum. Hann var m.a. formaður Verkfræð- ingafélags Íslands, sat í nefnd til und- irbúnings tækniskóla og var formað- ur Íslandsdeildar alþjóðastúdenta- skipta. Hann var formaður í stjórn sameigna Hvals hf. og Olíustöðvar- innar hf. Finnbogi Rútur var sæmdur Fálkaorðunni og gullmerki Verk- fræðingafélags íslands. Eiginkona Finnboga Rúts var Sig- ríður Eiríksdóttir, f. 16.6. 1894, d. 23.3. 1986, hjúkrunarfræðingur og formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna í 36 ár. Börn þeirra: Vigdís Finnbogadóttir, f. 1930, forseti Íslands 1980-96, og Þor- valdur Finnbogason, f. 1931, d. 1952, verkfræðistúdent. Finnbogi Rútur lést 6. janúar 1973. Merkir Íslendingar Finnbogi Rútur Þorvaldsson 95 ára Jóhann Guðmundsson 90 ára Ármann Þórðarson Einar Þ. Þorsteinsson 85 ára Hjördís Durr Jónas Þórðarson Rósa Arnaldsdóttir Sigrún Auður Sigurðardóttir 80 ára Aðalbjörg Ingvarsdóttir Gréta Elín Guðmundsdóttir Gunnar Emilsson Hafsteinn Guðnason 75 ára Anna Eymundsdóttir Freyja Ragna Guðmundsdóttir Hrafn U. Björnsson Kristín Helgadóttir Magnús Reynir Guðmundsson Sigrún Þóra Haraldsdóttir Snæfríður Jensdóttir 70 ára Benjamín Baldursson Gísli Heimir Sigurðsson Guðrún Helga Sigurðardóttir Gunnlaugur Magnússon Haukur Halldórsson Jack Ernest James Kristín Finnsdóttir Ólafur Björnsson Sigríður Eggertsdóttir 60 ára Guðrún Ólöf Jónsdóttir Hanna Ólafsdóttir Ingveldur María Tryggvadóttir Jón Gunnarsson Ólöf Ásgeirsdóttir Stefán Oddsson 50 ára Árni Jón Sigfússon Elsche Oda Apel Helga Fanney Sigurðardóttir Helgi Bjarnason Joaquim Paulo Pinto Monteiro Kristín Ólfjörð Káradóttir Kristján Þorsteinsson Óttar Freyr Gíslason Runólfur Eymundsson Sigríður Margrét Jónsdóttir Sigrún Jónbjarnardóttir Sólrún Sigurjónsdóttir 40 ára Andrea Kristín Unnarsdóttir Baldur Ólafsson Björk Sigursteinsdóttir Guðmundur Óskar Ragnarsson Gunnar Sævarsson Hrefna Hugosdóttir Linda Yi Zhang Lorna Macaranas Sveinsson Salbjörg Ósk Reynisdóttir Sigvarður Hans Ísleifsson Sunna Björg Guðnadóttir Vigdís Gunnarsdóttir Þorkell Andrésson 30 ára Anna Gerður Ófeigsdóttir Bjarni Jónsson Eva Dögg Þorkelsdóttir Jakobína Sigurgeirsdóttir Kamilla Kristín Auðunsd. Magnús Dilan Soransson Til hamingju með daginn 40 ára Björk er frá Skjól- brekku á Mýrum en býr í Garðabæ. Hún er tækni- teiknari hjá Loftorku í Borgarnesi. Maki: Sigurður Jónas Sig- urðarson, f. 1975, rekur bifreiðaverkstæðið Lyngás. Sonur: Sigursteinn Jónas, f. 2015. Foreldrar: Sigursteinn Sig- ursteinsson, f. 1949, d. 2016, og Guðrún Jóhanns- dóttir, f. 1954, búsett í Skjólbrekku. Björk Sigur- steinsdóttir 40 ára Gunnar er Húsvík- ingur, rafvirki að mennt og er sjómaður á frysti- togaranum Vigra RE hjá HB Granda. Dóttir: Kristel Eva, f. 2005. Systir: Sædís, f. 1977. Foreldrar: Sævar Guð- brandsson, f. 1954, við- haldsstjóri hjá Fiskeldinu Haukamýri, og Svala Björgvinsdóttir, f. 1950, er hætt að vinna. Þau eru bús. á Húsavík. Gunnar Sævarsson 30 ára Kamilla er frá Akureyri en býr í Hafnar- firði. Hún er förðunarfr. og vinnur í MAC í Kringlunni. Maki: Sindri Þór Sigurðs- son, f. 1993, sölu- og þjónustufulltrúi í Nova. Dóttir: Amelía Ýr, f. 2017. Foreldrar: Auðun Bene- diktsson, f. 1942, og Ragnheiður Ragnars- dóttir, f. 1965, reka ferða- þjónustufyrirtækið No17 og búa í Heiði á Svalbarðsströnd. Kamilla Kristín Auðunsdóttir Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.