Morgunblaðið - 22.01.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þess að vera einlæg/ur og
tjá tilfinningar þínar þegar erfið mál eru
rædd í fjölskyldunni. Taktu afstöðu og
haltu svo áfram með lífið.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt hlutirnir freisti skaltu skoða
vandlega hvort þú hafir einhverja þörf
fyrir þá. Þú finnur fyrir þrýstingi um að
klára visst mál en taktu þinn tíma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það segir sitthvað um þig að
fólk tekur mark á skoðunum þínum. Líttu
í eigin barm og þá sérðu að þú ein/n
berð ábyrgð á þinni líðan.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú átt sérlega auðvelt með öll
samskipti og munt því hugsanlega stofna
til nýrrar vináttu. Æfðu þig í að segja
nei.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Farðu varlega í fjármálum í dag og
ekki láta plata þig út í einhverja tilrauna-
starfsemi. Ljóminn er farinn að falla af
vissri persónu í þínu lífi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að finna tjáningarþörf
þinni útrás með einhverjum hætti, mál-
aðu, syngdu eða dansaðu. Búðu þig und-
ir að þurfa að svara fyrir verkefni sem þú
tókst að þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er eitt og annað sem liggur í
loftinu og þú virðist ekkert þurfa að gera
annað en velja fýsilegasta kostinn. Stattu
með þeim sem þess þurfa.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fólk breytist - og líka þú.
Vertu góð/ur við sjálfa/n þig og aðra.
Njóttu þess að lyfta þér upp með vin-
unum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það skiptir þig miklu máli að
sannfæra einhvern í dag. Stappaðu stál-
inu í vin þinn sem á erfitt. Vertu tilbú-
in/n til að grípa til aðgerða ef þarf.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að leyfa sköp-
unarhæfileikum þínum að njóta sín utan
starfsins. Farðu varlega í umferðinni, sér-
staklega ef þú ert á ferðinni að kvöldi til.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Umhyggja þín gerir að verkum
að fólk er þakklátt fyrir vináttu þína. Ein-
hverjar svefntruflanir eru að hrjá þig,
leitaðu lausna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Loks, eftir langa mæðu, færðu
smá svigrúm til að sinna áhugamáli þínu.
Það gæti orðið lifibrauð þitt ef þú
ákveður það.
Eins og ég skrifaði í Vísnahorn ígær kom ný ljóðabók út fyrir
helgina, Bragarblóm eftir Ragnar
Inga Aðalsteinsson. Hann þarf ekki að
kynna fyrir ljóðavinum. Hann er einn
af kunnustu hagyrðingum landsins en
hér bregður hann fyrir sig „betri“
fætinum og kastar fram 75 limrum á
75. afmælisdegi sínum og nefnir bók-
ina „Bragarblóm“. Eins og raunar
fyrstu limruna í bókinni, – „Bragar-
blóm – Eins konar grasafræði“:
Limran með lágværan hljóm
læðist í hugarins tóm
og sáir þar plotti
með spaugi og spotti
og springur svo út eins og blóm.
Eins og geta má nærri er efni limr-
anna af margvíslegum toga og vita-
skuld koma konur víða við sögu eins
og í „Það rann upp fyrir mér – löngu
seinna“:
Kona sem eitt sinn ég unni
af útflöttum hjarta míns grunni
var þrútin af ást,
það var annað sem brást
- hún var ofviða því sem ég kunni.
Og fer vel á því, að í næstu limru
spyr skáldið sjálfan sig: „Hvað er ég
að gera hér?“
Svekktur á ráðleysis sveimi
ég svitna og misskil og gleymi,
en staðreynd er hitt:
það varð hlutskipti mitt
að villast í vitskertum heimi.
En þótt skáldið segi að þetta sé
„Undarleg afstaða“ finnst mér niður-
staðan skiljanleg þrátt fyrir allt:
Svo skrýtin að um það ég skrifa
mín skoðun sem ekkert mun bifa:
Þótt mannlífið hér
sé eins og það er
þá langar mig samt til að lifa.
Hér er yrkisefnið „Minni skáldsins“
og svipar til reynslu okkar sem náð
höfum áttræðisaldri:
Framan af örlítið eimdi
eftir af því sem mig dreymdi;
svo máðist það út
og í móðu og sút
ég man ekki hverju ég gleymdi.
„Ársuppgjör athafnamanns“ kallast
þessi limra en er líka leikur að erfiðu
endarími:
Þótt upp ég hér dágóðan arð rífi
í annars vel heppnuðu jarðlífi
ég ámálga hitt
að einkalíf mitt
er andskotans voðalegt harðlífi.
Nú er kominn tími til að segja:
„Verði ljós“:
Það er sama hvert sólrisið er;
því að sólgeislaljósflóðið hér
verður neikvætt og skrýtið
og nýtist mér lítið
ef nóttin er innan í mér.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Limrublómið springur út
„FYRIRGEFÐU, SAGÐI ÉG SKRÆFU? ÉG
MEINTI KÆFU.”
„hringdu á sjúkrabíl.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... sameiginleg
lífsreynsla.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TÍMI TIL AÐ FAGNA!
ÞAÐ ER …
ALÞJÓÐLEGI SKÝJAKLJÚFA
DAGURINN! NÚ SKAL ETIÐ!
ERTU AÐ FÁ ÞÉR Í
FJÓRÐA SKIPTIÐ Á
DISKINN?!
ÉG ER GERÐUR
FYRIR HLAÐBORÐ!
VERST AÐ FÖTIN ÞÍN
ERU ÞAÐ EKKI!
Hið fornfræga knattspyrnufélagLiverpool gerir nú harða atlögu
að Englandsmeistaratitlinum sem
það hefur ekki unnið frá árinu 1990.
Eftir miklar vangaveltur hefur Vík-
verji loksins glöggvað sig á því
hvers vegna þessi eyðimerkurganga
hefur staðið svona lengi. Jú, Liver-
pool hætti að tefla fram leik-
mönnum með yfirvararskegg.
x x x
Á gullaldarárunum á áttunda ogníunda áratugnum voru alltaf í
liðinu menn með myndarlegar mott-
ur; Tommy Smith, Steve Heighway,
Alan Kennedy, Terry McDermott,
Graeme Souness, Mark Lawrenson,
Bruce Grobbelaar, Ian Rush og
John Aldridge, svo dæmi séu tekin.
Vel má vera að Kenny Dalglish hafi
líka verið með mottu en þar sem
skeggið á honum er í hörundslit gat
ekki nokkur maður áttað sig á því.
Á löngum köflum voru fleiri menn í
liði Liverpool með mottu en ekki.
Og titlarnir streymdu í hús. Síðan
fór mottan úr tísku og Liverpool
snarhætti að verða Englandsmeist-
ari.
x x x
Eftir geggjaða frammistöðu áþessum vetri er Liverpool loks-
ins í dauðafæri að endurheimta titil-
inn. Stríðmannað lið Manchester
City andar að vísu niður í hálsmálið
á Rauða hernum og til að halda
þeirri sveit í skefjum ráðleggur Vík-
verji Jürgen Klopp knattspyrnu-
stjóra að gefa að minnsta kosti ein-
um leikmanni sínum, helst fleirum,
fyrirmæli um að láta sér vaxa yfir-
vararskegg hið fyrsta. Það yrði án
efa til þess fallið að sigla titlinum
örugglega í hús. Mikilvægt er að
hafa haldreipi í hörðum slag sem
þessum og í því sambandi er yfir-
vararskegg ekkert verra en hvað
annað. Alltént ef gott er í mottunni.
x x x
Eins og gengur yrðu menn að hafamismikið fyrir söfnuninni; þann-
ig er t.d. ólíklegt að Trent Alexand-
er-Arnold sé farin að spretta grön.
Stórstirnið Mohamed Salah er hins
vegar með alskegg fyrir og yrði
ugglaust ljómandi huggulegur með
mottu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn.
(Sálm: 8.2)
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.