Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  25. tölublað  107. árgangur  SÖGUR AF LANDGÖNGU HVÍTABJARNA VERÐLAUN AFHENT Á BESSASTÖÐUM LÍFIÐ ER VEL HEPPNAÐUR KABARETT ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR 30 FRJÁLSLYNDI Í BERLÍN 33FEÐGINAVERK 12 Óleystur vandi HSÍ og KKÍ  Verða að treysta á undanþágur enn um sinn  Engar viðræður í gangi hjá ríki og sveitarfélagi um byggingu þjóðarleikvangs fyrir innanhússgreinarnar yrði sem alþjóðasamböndin í viðkom- andi íþróttagreinum setja þegar kemur að mótsleikjum hjá A-lands- liðunum. HSÍ og KKÍ hafa síðustu árin fengið undanþágur til þess að spila heimaleikina á Íslandi og hefur starfsfólk Laugardalshallarinnar að- stoðað við að koma til móts við kröf- urnar sem undanþágunum fylgja. Forráðamenn HSÍ og KKÍ hafa átt viðræður við mennta- og menningar- málaráðuneytið annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar um byggingu þjóðarleikvangs og komu þar sjónarmiðum sínum á framfæri. Síðasta vor tók gildi ný reglugerð hjá ráðuneytinu um „viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum“. Henni er ætlað að setja slíkar áætlanir í ferli sem byggist á því að íþróttasambönd sæki um í samstarfi við viðkomandi sveitarfélag. Kristján Jónsson kris@mbl.is Engar formlegar viðræður eru í gangi á milli ríkis og sveitarfélags um að leysa þann aðstöðuvanda sem Handknattleiks- og Körfuknattleiks- sambönd Íslands standa frammi fyrir, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Eins og fram hefur kom- ið í blaðinu á umliðnum árum stenst ekkert mannvirki hérlendis þau skil- Undanþágur » Íslensku A-landsliðin í hand- knattleik og körfuknattleik þurfa undanþágur að utan til að spila heimaleiki sína á Ís- landi. Sú hætta er fyrir hendi að spila þurfi heimaleiki Ís- lands erlendis. MFrumkvæðið kemur … » Íþróttir Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í 30. sinn í gær. Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, afhenti verðlaunin. Sigrún Eldjárn var verðlaunuð í flokki barna- og ung- mennabóka fyrir Silfurlykilinn. Þetta var í þriðja sinn sem hún er tilnefnd en fyrsta skiptið sem hún hreppir hnossið. „Það er æðislega skemmtilegt að hljóta þessi verðlaun. Maður stækkar um nokkra sentimetra,“ segir Sigrún. »30 Morgunblaðið/Eggert Sigrún verðlaunuð fyrir Silfurlykilinn  Netöryggisráð, sem í sitja fulltrú- ar nokkurra ráðuneyta og opin- berra stofnana, þar á meðal fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra, hefur tekið málefni kínverska fjar- skiptarisans Huawei til umræðu, í kjölfar þess að í löndum víða um heim hefur uppsetning 5G búnaðar fyrirtækisins verið ýmist bönnuð, eða frestað, vegna ótta um njósnir kínverskra yfirvalda. „Málið hefur verið kynnt og tekið til umræðu innan Netöryggisráðs og fyrirséð er að áfram verði fylgst með málinu og það rætt. Trúnaður er um þá umræðu [...],“ segir í skriflegu svari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins. »16 Netöryggisráð með Huawei til umræðu AFP Umdeilt Huawei er stærsti framleiðandi fjarskiptabúnaðar í heiminum í dag.  Neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tvær breytingar- tillögur við brex- it-frumvarp ríkisstjórnar Theresu May. Annars vegar var samþykkt til- laga Sir Gra- hams Brady, þingmanns Íhalds- flokksins, um að leita yrði annarra leiða en þeirra sem felast í „var- naglanum“ til að koma í veg fyrir að landamæri Írlands og Norður- Írlands lokist við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hins vegar var samþykkt tillaga þar sem þing- heimur hafnaði útgöngu án samn- ings, en hún er ekki bindandi. »17 Vilja að varnagl- anum verði breytt Theresa May Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Zophanía Guðmunda Einarsdóttir Briem átti 94 ára afmæli í fyrradag, en afi hennar, Halldór Jónsson, bóndi í Fljótum í Skagafirði, fæddist 15. október 1790, fyrir rúmum 228 árum. „Þetta langa æviskeið þriggja kynslóða er Íslandsmet,“ skrifar Jónas Ragnarsson á síðuna Langlífi, sem hann heldur úti á Facebook. Halldór, sem lést 1855, var 62 ára, þegar Einar, yngsti sonur hans og faðir Zophaníu, fæddist 1853. Einar átti 14 börn með tveimur konum. Rósa, amma Ólafs G. Einarssonar, fyrr- verandi ráðherra, og Þorgeirs Þorgeirsonar rit- höfundar, var elst, en Zophanía yngst. Hún fæddist á Siglufirði 1925. Þá var faðir hennar 71 árs. Zophanía vann í menntamálaráðuneytinu í nær tvo áratugi. Eiginmaður hennar var Gunn- laugur J. Briem, fulltrúi í Heildverslun Garðars Gíslasonar, en hann lést 2002. Þau eignuðust þrjú börn sem öll eru á lífi. Í samantekt Jónasar kemur fram að nú séu á lífi fjórir Íslendingar sem eiga afa sem fæddist fyrir meira en 200 árum. Auk Zophaníu eru það Sigurveig Jóhannsdóttir, sem fæddist 1939, en Benoný Guðlaugsson, afi hennar, fæddist 1802, fyrir rúmlega 216 árum, Kjartan Jóhannesson (204 ár) og Björg Einarsdóttir (203 ár). Jónas segir að 33 dæmi séu um að æviskeið þriggja kynslóða hafi spannað tvær aldir eða meira. Í því sambandi má nefna að 220 ár voru á milli Jóns Einarssonar (f. 1917, d. 2010), bróður Zophaníu, og Halldórs Jónssonar, afa hans (f. 1790, d. 1855). Afi Zophaníu fæddist fyrir 228 árum  „Þetta langa æviskeið þriggja kynslóða er Ís- landsmet“  Er 94 ára Morgunblaðið/Eva Björk Kynslóðabil Zophanía G. Briem varð 94 ára í fyrradag. Afi hennar fæddist fyrir 228 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.