Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 ✝ Jón Lárus Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 20. apríl 1931. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 21. janúar 2019. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson, verslunar- maður í Reykjavík, f. 3. ágúst 1904, d. 25. desember 1976, og Hulda H. Þorvaldsdóttir, hús- freyja, f. 7. október 1908, d. 22. febrúar 1978. Systir Jóns er Magdalena M. Sigurðardóttir, f. 5. september 1932, gift Rósari V. Eggertssyni tannlækni. Fyrri eiginkona Jóns var Ragnheiður Ágústsdóttir, f. 31. mars 1932 í Reykjavík, d. 1. maí 2001. Þau skildu. Dætur þeirra eru: Jóhanna Hulda Jónsdóttir efnaverkfræðingur, f. 1. nóvem- ber 1957 í Reykjavík, búsett í Danmörku, gift Halldóri P. Ragnarssyni, synir þeirra eru Matthías Ragnar og Stefán Jón; Lárusar G. Lúðvígssonar en móðurafi hans var skipstjóri í Reykjavík. Jón varð stúdent frá Versl- unarskóla Íslands 1951 og cand. med. frá Háskóla Íslands 1959. Kandídat á slysavarðstofu Heilsuverndar Reykjavíkur og kvenlækningadeild Landspítala 1959-60. Héraðslæknir á Siglu- firði árið 1960 og kandídat á lyf- lækningadeild Landspítala. Árið 1961 fluttist hann til Danmerk- ur, þar sem hann stundaði sér- greinanám í röntgenlækningum með áherslu á taugageislagrein- ingu. Hann hóf störf á Landspít- ala 1968 sem sérfræðingur í geislagreiningu og varð yfir- læknir röntgendeildar 1974. Þar starfaði hann til starfsloka. Hann kenndi við tannlækna- deild Árósaháskóla 1964-8, var dósent við tannlæknadeild HÍ 1970-78 og kennari og prófdóm- ari við Röntgentæknaskóla Ís- lands 1972-85. Jón tók þátt í inn- leiðingu nýrra greiningaaðferða á Íslandi, m.a. greiningu á æða- þræðingum, sneiðmyndatöku og segulómun. Hann var heiðraður fyrir störf sín af Nordisk Foren- ing for Radiologi 1998 og Félagi íslenskra röntgenlækna 2010. Útför Jóns Lárusar fer fram frá Neskirkju í dag, 30. janúar 2019, klukkan 13. Ágústa Ragna lög- fræðingur, f. 16. ágúst 1961 í Rand- ers, gift Elínu Mar- gréti Hjelm, börn Elínar Margrétar eru Rósa Anna, Guðni Kristinn og Gunnar Svan Björgvinsbörn; Sig- rún Edda viðskipta- fræðingur, f. 18. nóvember 1965 í Árósum, gift Agli Þór Sigurðs- syni, börn þeirra eru Sigurður, Jón Lárus og Ragnheiður Helga. Eiginkona Jóns er Sif Sigur- vinsdóttir, f. 5. desember 1951 í Vestmannaeyjum. Sonur þeirra er Sigurvin Lárus guðfræðing- ur, f. 2. mars 1978 í Reykjavík. Kona Sigurvins er Rakel Brynj- ólfsdóttir, synir hans af fyrra hjónabandi eru Davíð og Theo- dór og þau eiga Jón Tómas. Jón ólst upp á heimili foreldra sinna að Bergstaðastræti 49. Föðurfjölskylda hans stundaði skókaupmennsku í Skóverslun Við pabbi áttum svo góða stund saman á Eir sunnudaginn viku áð- ur en hann kvaddi, sem mun lifa í minningunni. Svo hress og kátur, sat í stólnum í herberginu sínu, við fengum okkur kaffi og köku, horfðum saman á þátt í sjónvarp- inu og spjölluðum. Eina leiðin til að fá að stoppa hjá honum var að horfa með honum á sjónvarpið því annars fór hann fljótlega að þakka fyrir komuna. Hann var ekkert fyrir langlokur. Það sama gilti um símtöl, held ég hafi vart náð þriggja mínútna símtali við hann á ævinni. Hann var maður fárra orða, það var helst við matarborð- ið sem hann fór á kostum, sagði sögur og hló. Hann hafði þó sterk- ar skoðanir, mikill besserwisser á stundum en alltaf skemmtilegur. Það hafa til dæmis ekki margir haldið uppi danska hernum með sköttum eins og hann að eigin sögn. Pabbi var ótrúlega ljúfur og brosmildur eldri borgari síðustu árin. Annars var pabbi dæmigerður fyrir sína kynslóð, alltaf að vinna. Á Landspítalanum á daginn, Sól- vangi eða Vífilsstöðum síðdegis og svo vaktir á kvöldin. Og ef hann var ekki að vinna var hann að dytta að húsinu eða í garðinum, alltaf að. Það var ekki fyrr en líkaminn fór að gefa sig að hann loks slakaði á. Þó ég væri ekki sátt við að pabbi og mamma skildu, þá vakti það mikla ánægju hjá mér að eign- ast lítinn bróður þegar Sigurvin fæddist og var ég fljótari að sætta mig við orðinn hlut af þeim sökum. Ég var enda mjög áhugasöm um bróðurinn og elskaði að passa hann, þvældist með pabba og Sif til Svíþjóðar oftar en einu sinni að sumri til að passa Siffa en pabbi fór þangað að leysa af á sjúkra- húsum í sumarfríum. Hann vann líka í fríum, bara í öðru umhverfi. Þessi aðstoð með Siffa átti eftir að margborga sig seinna þegar ég sjálf eignaðist börn. Pabbi og Sif hafa verið okkur ómetanleg aðstoð við að passa börnin allt frá fæðingu frumburð- arins. Pabbi kom sterkur inn í afa- hlutverkið gagnvart mínum börn- um þó hann hafi verið upptekinn pabbi og varði hér oft dögunum eftir að hann var hættur að vinna og passaði. Það eru ófá skiptin sem þau fluttu heim til okkar þeg- ar við Egill fórum í ferðalög. Enda þegar ég spurði börnin hvað kæmi helst upp í hugann þegar þau hugsuðu til afa Jóns var það flís- peysa, hægindastóll, hlátur, pípan hans og röntgenfilmur sem pabbi notaði alltaf sem tannstöngla og baráttan við fjarstýringar. Þau muna eftir honum takandi á móti þeim þegar þau komu úr skólan- um. Kannski aðeins að kvarta yfir hvort það þyrftu svona margir vinir að borða hjá þeim og aðeins yfir hávaða, kunnugleg stef frá því ég var barn en ekki illa meint. Hann var afi Jón í þeirra huga enda pabbi hættur að vinna og þau nutu góðs af og kunnu vel að meta. Hann var alltaf tilbúinn að koma og hjálpa. Ástar/haturssamband pabba við Adam hundinn okkar kemur líka upp í hugann, sagðist ekki þola hunda en samt ljómaði pabbi í hvert sinn sem hann sá Adam. Elsku pabbi, þú varst sáttur og tilbúinn að kveðja. Við þökkum samfylgdina og minnumst þín með þakklæti og söknuði. Sigrún Edda (Sísí), Egill, Sig- urður, Jón Lárus og Ragn- heiður Helga. „Ég elska hann.“ (Þegar hon- um var sagt frá andláti afa síns og nafna.) Jón Tómas 3 ára. Afi minn var skemmtilegur og hann var fyndinn þegar hann var að rífast í ömmu. Hann sagði mér skemmtilegar sögur frá því hann var ungur og frá því þegar hann bjó í Danmörku. Hann var stoltur af því að hafa keyrt um sem næt- urlæknir þar sem ég bjó í Dan- mörku og að pabbi fór í sama há- skóla og hann í Árósum. Ég mun sakna þess að fara í heimsókn til hans og gefa honum súkkulaði, epli og pilsner. Ég mun sakna þess að heyra frá honum sögur og læra um lífið hans. Theodór 14 ára. Afi var sykursjúkur og mátti því ekki fá sætindi en hann var líka sjúkur í sykur. Amma Sif gerði okkur bræður að nammi- löggum til að passa að hann stæl- ist ekki í nammi, en hann var mjög góður í að næla sér í mola. Afi var glettinn og var alltaf að koma með grín. Mér hefur oft ver- ið sagt að ég sé mjög líkur afa Jóni og ég er glaður að hafa þekkt hann eins lengi og ég gerði. Hann bjó á elliheimili nálægt húsinu mínu svo það var ekki erfitt fyrir mig að heimsækja hann, enda gerði ég það reglulega. Davíð 16 ára. Jón Tómas, Theodór og Dav- íð Sigurvinssynir. Við Nonni frændi, móðurbróðir minn, eða Jón stórfrændi eins og það hét á hátíðlegum stundum, vorum að sumu leyti uppeldis- bræður þar sem ég ólst upp fyrstu ár mín hjá afa og ömmu. Mamma var þó alltaf til staðar og að sjálf- sögðu pabbi þegar þau komu sér fyrir í fjölskylduhúsinu á Berg- staðastræti 49. En Nonni tók hlut- verk sitt hátíðlega og var meira í föðurhlutverki en stóra bróður. Hjá honum voru reglurnar á hreinu, maður skyldi þvo sér um hendurnar fyrir matinn þó strákn- um fyndist það óþarfi og afi segði stundum að þetta væri hreinn skítur. En samkomulagið var gott og gaman fannst stráknum að fá að sitja gleðskapinn hjá Nonna og vinum hans og fá kannski örlítið díddon. Og Nonni færði honum fyrsta bananann þegar hann kom frá útlöndum því ávextir voru ekki sjálfsagðir á þessum árum heldur eitthvað sem tilheyrði jólum og þá einungis epli og appelsínur. Ég sat á eldhúsborðinu hjá ömmu þegar ég sá banana í fyrsta skipti, skrýtið hvað situr í minn- inu. Nonni og pabbi urðu strax miklir mátar þó fyrstu orð Nonna við pabba væru: „Þú ert með ljótt nef en það fer þér afskaplega vel.“ Hann kom hreint til dyra hann Jón stórfrændi. Hann dvaldi í mörg ár í Árósum við framhalds- nám í röntgenlæknisfræðum og kom heim með nýja þekkingu og þótti frábær í sínum fræðum. Sjálfur reyndi ég hann sem frá- bæran sjúkdómsgreinara sem er aðal sérhvers læknis. Þegar ég festi kaup á fjölskylduóðalinu á Bergstaðastrætinu keypti hann gamalt timburhús á sömu slóðum og við urðum nágrannar og það nágrenni var gott. Að auki vorum við með börn á sama aldri svo um- gengni var talsverð. Hann hafði yndi af gömlum timburhúsum og dundaði sér við að gera upp og dytta að Fjólugötunni svo eftir var tekið. Við Nonni, auk pabba og afa, komum reglulega saman og spiluðum hið sérvizkulega spil L’hombre eða lomber og var þá glatt á hjalla og oft lengi spilað. Síðustu árin eftir að Nonni missti heilsuna tognaði um of á sam- bandinu og er það miður en svona gerist. Ég votta fjölskyldu Jóns L. mína dýpstu samúð. Ég sakna Nonna frænda. Sigurður Rósarsson. Með tveggja daga millibili fæddumst við Jón báðir við Berg- staðastræti, hann á númer 49 og ég á 69, en við kynntumst ekki fyrr en átta árum síðar er hann fluttist í Miðbæjarskólann úr Grænuborg Ísaks Jónssonar. Þar vorum við fyrir þrír framtíðarvinir hans, Andrés Reynir Kristjáns- son, Halldór Steinsen og undirrit- aður sem er einn eftir á lífi af þess- um hópi, sem umgekkst náið fram að dánardægri þeirra. Þrír af okk- ur gengu menntaveginn á leið í læknisfræði þar sem við vorum bæði saman í læknadeild háskól- ans og síðar í Danmörku. Þá átt- um við allir orðið fjölskyldur, sem náðu góðum tengslum. Jón var kvæntur bekkjarsystur þeirra í Verslunarskólanum. Ég var hins vegar úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þau Ragnheiður eign- uðust þrjár dætur, afbragðsmann- eskjur allar, en eftir heimkomu Jóns sem röntgenlæknir eignaðist hann aðra konu, Sif Sigurvins- dóttur, sem lifir mann sinn ásamt einkasyninum, séra Sigurvin, sem stundar nú framhaldsnám í Dan- mörku og Bandaríkjunum. En Jón var að síðustu farinn að heilsu og dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Eir. Lengi vel stunduðum við Jón veiðiskap, ekki síst við Meðalfells- vatn, sem hafði verið í eigu föð- urafa Jóns. Það var minnisstætt þegar við vorum í einni fyrstu ferðinni þangað, Jón og fleiri vinir. Við vorum lengi sunnan við vatnið og öfluðum vel af bleikju, en fylgd- umst með Jóni þar sem hann ösl- aði kringum vatnið og mætti okk- ur síðan án afla og sagði: „Ég ætlaði að ná í lax“ og allir skelltu upp úr nema Jón, en síðar kom- umst við að því, að aflinn í vatninu væri bæði lax og silungur. Jón brosti að hlátri félaganna. Mig langar að ljúka þessum orðum með innilegum samúðar- kveðjum til fjölskyldu Jóns heitins og þakka fyrir margra áratuga fé- lagsskap við þann afbragðsmann sem við hjónin kveðjum nú með söknuði. Páll Ásgeirsson. Jón Lárus Sigurðsson Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Í dag, 30. janúar, hefði hún Sigga vinkona mín orðið 71 árs. Því miður náði hún ekki að lifa afmælisdaginn. Hún vinkona mín kvaddi okkur eftir erfið veikindi og hennar er sárt sakn- að. Að eiga góðan vin er mikil gæfa og hún var það svo sannarlega. Þess vegna er það mér svo dýrmætt að hafa getað aðstoðað hana og verið henni innan handar þegar mest á reyndi. Við brunuðum nokkrar ferðir út á Akranes og til Reykjavíkur þegar mín kæra þurfti að fá lyf í æð og ræða við heilbrigðisstarfsfólk. Þessar ferðir voru á margan hátt líka skemmtiferðir á kaffi- hús og til að skoða í búðir. Fundum okkar bar saman haustið 1991 þegar ég flutti í Varmalandsskóla. Okkur varð strax vel til vina sem og Sigríður Númadóttir ✝ SigríðurNúmadóttir fæddist 30. janúar 1948. Hún lést 23. nóvember 2018. Útför hennar fór fram 1. desember 2018. mönnum okkar. Oft var kátt á hjalla í Miðgarði þegar menn og málefni bar á góma eða leysa þurfti ýmis mál. Fastur liður okkar var ferð um verslunarmanna- helgar og haustferð að Flúðum. Já, skemmtiferðir innanlands og utan voru óborganlegar og ógleymanlegar. Þá var gott að grípa í æviskrár sem ætíð voru með í ferðum þegar athuga þurfti aldur og ættir. Sigga var mikill dugnaðar- forkur, gerði allt sem hún tók að sér mjög vel. Hún var vinsæl meðal starfsfólks sem og nem- enda Varmalandsskóla, alltaf tilbúin að hlusta og greiða götu þeirra er til hennar leituðu. Betri vinnukraft var ekki að fá, ávallt glöð og viðbúin – já, nei var ekki til. Hún vinkona mín var mjög fylgin sér, það sem hún tók að sér kláraði hún með stæl. Já, Sigga var svo sannarlega góður vinur. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Kristín Ingibjörg. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TÓMAS JENS PÁLSSON frá Litlu-Heiði, sem lést laugardaginn 19. janúar, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 2. febrúar klukkan 13. Steinunn Þorbergsdóttir Valdimar Tómasson Ragnhildur Hjaltadóttir Sigrún Tómasdóttir Engilbert Ó.H. Snorrason Páll Tómasson Elísabet Ásta Magnúsdóttir Tómas Jökull, Bergsteinn Páll og Sigrún Ólafía Okkar ástkæra ALFA GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Seljakirkju fimmtudaginn 31. janúar klukkan 15. Ágúst Ormsson Ingibjörg Kristinsdóttir Jórunn Elídóttir og fjölskyldur Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA DÓRA GÚSTAFSDÓTTIR, lést sunnudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 6. febrúar klukkan 13. Einar Ósvald Lövdahl Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl Jóhanna Sólveig Lövdahl Ragnhildur Hjördís Lövdahl Birgir Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA MAGNEA JÓNATANSDÓTTIR, Vallargötu 6, Súðavík, lést fimmtudaginn 24. janúar. Útför hennar fer fram frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 2. febrúar klukkan 11. Halla Valdís Friðbertsdóttir Árni Marinósson Hinrik Halldór Friðbertsson Guðmunda Norðfjörð Ingibjörg Jóna Friðbertsd. Árni Zophoníasson Ægir Páll Friðbertsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, ÞÓRARINN GUÐLAUGSSON matreiðslumeistari, lést 26. janúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 1. febrúar klukkan 15. Þóra Davíðsdóttir Hrund Þórarins Ingudóttir Páll Skaftason Mjöll Þórarinsdóttir Haraldur Eyjar Grétarsson Drífa Þórarinsdóttir Heiðar Jón Heiðarsson Katla Þórarinsdóttir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson Rannveig Hafsteinsdóttir Guðni Stefánsson Þórunn Hafsteinsdóttir Martin Sjovold Skavang og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.