Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 26

Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 Sólrún María Ólafsdóttir er fertug í dag Hreyfanleg heilsugæsla Sólrún stödd í Sómalíu 2018, en heilsu- gæslan þar er studd af Rauða krossinum á Íslandi. Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjóri í alþjóðaverkefnumhjá Rauða krossinum á Íslandi, á 40 ára afmæli í dag. Húnsér um verkefni sem snúa bæði að mannúðaraðstoð og þró- unaraðstoð, en mannúðaraðstoð er veitt eftir hvers kyns hörm- ungar. „Við erum að veita þróunaraðstoð í Úganda fyrir flóttafólk þar sem er frá Suður-Súdan. Ég var í tíu ár erlendis, fyrst í námi í London og síðan við störf í Malaví og Palestínu en þegar ég kom heim fór ég fyrst að vinna með hælisleitendum hér á Íslandi. Nú þegar ég er aftur í alþjóðastarfi finnst mér verkefnið í Úganda sérlega áhugavert því það er margt sem er sameiginlegt með starfinu með hælisleitendum hér heima, við erum að veita fólki á flótta aðstoð til að takast á við líf á nýjum stað.“ Sérhæfing Sólrúnar hefur í gegnum tíðina snúið að áætlana- gerð, eftirliti og árangursmiðaðri stjórnun í þróunarsamvinnu. „Það er að finna leiðir til þess hvernig við getum tryggt að við náum þeim árangri sem stefnt er að, og gert grein fyrir árangri bæði gagnvart þeim sem eru að veita okkur pening, eins og til dæmis Mannvinum Rauða krossins, og einnig þeim sem við eigum að þjóna. Þetta er það sem ég hef mestan áhuga á auk jafnréttis- mála í hjálparstarfi, við erum t.d. núna að skoða hvernig Alþjóða Rauði krossinn hugar að þörfum kvenna á túr í þegar neyð- araðstoð er veitt.“ Sólrún ætlar að taka sér frí í vinnunni í dag og ætlar að fá sér sushi og kampavín með fjölskyldu sinni og vinum. „Svo langar mig að fara í afródans um kvöldið í Kramhúsinu, en það er það skemmtilegasta sem ég geri og hef mikið dansað hér heima og í London.“ Hún dansaði samt lítið þegar hún var í Malaví því afró- dansarnir sem hér eru mest dansaðir eru vesturafrískir dansar en Malaví er í suðurhluta Afríku þar sem er ólík dansmenning. Sinnir alþjóðastarfi hjá Rauða krossinum J ónas Sigurðsson fæddist 30. janúar 1949 í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann flutti í Mosfellsbæ 1986. Jónas lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1966, lærði húsasmíði hjá föður sínum og starfaði við þá iðngrein til ársins 1975. Jónas var starfs- maður Iðnnemasambands Íslands 1975-80, fulltrúi hjá Iðnfræðslu- ráði 1980-83, hóf störf hjá Pharmaco hf. (nú Distica) 1983 sem lagerstjóri og starfaði þar síð- an til ársins 2016 er hann lét af störfum. Félags- og sveitarstjórnarmál Jónas sat í stjórn iðnnema- samtakanna og var formaður þeirra 1970-71, sat í stjórn Æsku- Jónas Sigurðsson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ – 70 ára Fjölskyldan Jónas og Guðrún ásamt börnum sínum og tengdabörnum um jólin 2017. Hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum Á ferðalagi Jónas og Guðrún í Frakklandi 2017 ásamt nánum vinum. Miðgarður í Stafholts- tungum Skarphéðinn Karl Davíðsson fæddist 14. júní 2018 kl. 22.01. Hann vó 4.164 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Sigríður Arn- ardóttir og Davíð Sigurðsson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Úrvals- FÓÐUR fyrir hestinn þinn Reykjavík - Selfoss - Hella - Hvolsvöllur - Sími 570 9800 - fodur@fodur.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.