Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
✝ IngveldurTeitsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 19. september
1959. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 17.
janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ástbjörg
Halldórsdóttir, f.
17. október 1930,
d. 3. maí 2013, og
Teitur Jónasson, f. 31. janúar
1930, d. 1. janúar 2018. Syst-
kini Ingveldar eru Halldóra, f.
8. apríl 1953, Jónas, f. 31. des-
ember 1954, d. 6. ágúst 2009,
og Haraldur, f. 31. ágúst 1966.
nóvember 1983. 3) Teitur, f. 18.
desember 1985, unnusta hans
er Jana Kristín Alexanders-
dóttir, f. 27. mars 1991. Dætur
þeirra eru Tinna Líf, f. 28. júní
2010, og Tara Dögg, f. 5. mars
2012.
Ingveldur ólst upp í Kópa-
vogi, stundaði nám við Kárs-
nesskóla og Fjölbrautaskólann
í Breiðholti. Hún var bæði í
skátunum og Skólahljómsveit
Kópavogs þar sem hún spilaði
á horn. Hún stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Varma-
landi.
Hún vann sem gjaldkeri í
Samvinnubankanum og síðar
hjá Teiti Jónassyni ehf., fyrir-
tæki föður síns. Hún var
sjúkraliði, svæðanuddari og
lærði hómópatíu. Ingveldur
stundaði um hríð söngnám.
Útför Ingveldar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 30. janúar
2019, klukkan 13.
Eiginmaður
Ingveldar er Gunn-
ar Torfason, f. 30.
apríl 1957, þau
gengu í hjónaband
hinn 27. desember
1980. Börn Ingv-
eldar og Gunnars
eru: 1) Ástbjörg
Ýr, f. 30. mars
1978, gift Jónasi
Karli Þorvaldssyni,
f. 4. apríl 1978.
Börn þeirra eru Birta Líf, f. 2.
febrúar 2006, Gunnar Aron, f.
5. september 2008, Arnar
Breki, f. 7. febrúar 2012, og
Róbert Ingi, f. 9. september
2014. 2) Gunnar Ingi, f. 10.
Elsku mamma. Betri mömmu
eða ömmu barna minna get ég
ekki hugsað mér, þú varst alltaf til
staðar þegar við þurftum á þér
halda. Þú lagðir þig alla fram við
að láta okkur líða vel. Góðhjörtuð,
þolinmóð og skipulögð. Þú sýndir
mér alltaf gríðarlegan stuðning í
námi og einnig í tómstundum.
Ég á endalausar minningar frá
ferðalögum, þið pabbi voru dug-
leg að ferðast með okkur systk-
inin innanlands sem utan. Ísland
var grandskoðað með mjög svo
reglulegum stoppum til að viðra
okkur. Við fórum tvisvar til Evr-
ópu með Norrænu og var það
upphafið að áhuga okkar á
skemmtisiglingum. Við fórum í
þrjár siglingar saman fjölskyldan
á skemmtiferðaskipum og sú síð-
asta er eftirminnilegust, þar sem
við börnin og barnabörnin vorum
með síðustu 18 dagana af þriggja
mánaða heimsreisu ykkar pabba.
Þegar ég hugsa til þín er fyrsta
tilfinningin alltaf þakklæti, þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar,
minningarnar og þá ást sem þú
sýndir mér. Baráttan og þraut-
seigjan í gegnum veikindi þín er
mér aðdáunarverð og áttum við
margar erfiðar en góðar stundir
saman undir lokin.
Takk fyrir allar stundirnar
saman.
Teitur.
Elsku mamma.
Það er svo erfitt að sætta sig
við að þú sért farin frá okkur.
Eftir langa og erfiða baráttu
færðu loksins hvíld. Það var ótrú-
legt að fylgjast með þér, barðist
gjörsamlega fram á síðasta dag.
Það er erfitt að berjast svona
lengi, en þú varst búin að vera
veik í sjö ár og alltaf þegar við
héldum að við værum að ná yf-
irhöndinni komu nýjar erfiðar
fréttir. En þú nýttir tímann vel,
fórst með pabba í heimsreisu á
skemmtiferðaskipi í nokkra mán-
uði 2017, þar rættist gamall
draumur þar sem þið voruð sex
vikur í Ástralíu. Undir lok reis-
unnar bauðstu okkur að sigla með
ykkur síðasta legginn og nutu all-
ir samverunnar í botn. Krakkarn-
ir tala endalaust um ferðina, enda
ein skemmtilegasta ferð sem við
höfum farið í saman.
Í dag er þakklæti mér efst í
huga, þakklæti fyrir að hafa þó
fengið fjörutíu ár með þér, þó að
sjálfsögðu hefði ég viljað hafa þau
miklu fleiri. Þakklæti fyrir tímann
sem við áttum saman, við nýttum
hann vel, ferðuðumst mikið og
sköpuðum skemmtilegar minn-
ingar. Það voru farnar ófáar ferð-
ir í sumarbústaðinn. Við ferðuð-
umst mikið bæði innanlands og
utan. Við gerðum ótrúlega margt
saman, enda varstu mín besta vin-
kona. Við fórum til dæmis saman í
spænskuskóla til Barcelona, fór-
um á nuddnámskeið og fórum
reglulega saman á tónleika, ásamt
öllum kvöldunum sem við sátum
og spjölluðum endalaust. Einnig
fórum við þrisvar saman í siglingu
og tvisvar í mánaðarlangar ferðir
til Flórída með öllum barnabörn-
unum.
Þú lést aldrei neitt stoppa þig,
þig langaði aftur í skóla þegar við
systkinin vorum orðin eldri. Til
þess að létta undir tók ég eina önn
með þér í sjúkraliðanáminu, það
var mjög skemmtileg samvera og
þú kláraðir svo námið með glans.
Ég er þakklát fyrir að börnin mín
fengu að kynnast þér og fengu að
njóta mikilla samvista við þig, slík
ofuramma er varla til, þau sakna
þín svo mikið. Ég er þakklát fyrir
allt sem þú kenndir mér og gerðir
fyrir mig. Nú stefnum við á að lifa
lífinu í anda ömmu Ingu, reyna að
sjá gleðina í öllu, standa saman og
skapa skemmtilegar minningar.
Elsku mamma mín, takk fyrir
að vera besta mamman sem ég
hefði getað eignast. Takk fyrir
allt. Ég elska þig. Þín
Ásta.
Elsku Inga. Síðustu vikur hafa
verið erfiðar, okkur fannst þetta
gerast svo fljótt frá því við feng-
um slæmu fréttirnar.
Við höfum fengið að heyra
nokkrum sinnum síðustu daga að
sá eini sem aldrei elskar upplifir
aldrei söknuð.
Ég man að þegar Tinna Líf
fæddist var afskiptasemi tengda-
móður minnar ekki í uppáhaldi.
En svo áttaði ég mig á að þetta
væri ekki afskiptasemi né heldur
gagnrýni á mig heldur ómæld ást
sem þú barst til barnabarna
þinna.
Uppeldisárum barnanna þinna
hef ég fengið að kynnast í gegnum
sögur og veit að ekki allar mæður
myndu leggja það á sig sem þú
gerðir. Sem dæmi að fara með á
allar skíðaæfingar barnanna, sem
fremsti stuðningsmaður, með nóg
af nesti og bíða í skálanum uns æf-
ingarnar voru búnar.
Þið Gunni bjugguð börnunum
ykkar margar dýrmætar minn-
ingar með ferðalögum og sam-
verustundum og sýnduð í verki
hversu dýrmæt fjölskyldan er.
Svo var leikurinn endurtekinn í
nýju hlutverki með barnabörnun-
um, og fékk ég þá að fylgja með.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og ást þín og hlýja til
barna þinna og barnabarna var
einstök. Þú kenndir mér mikið um
gildi lífsins.
Söknuðurinn er mikill. Minn-
ingar um samtölin okkar, sam-
verustundir, sumarbústaðaferðir
og ferðalög munu hlýja mér um
ókomna tíð.
Takk fyrir allt. Þín tengda-
dóttir,
Jana Kristín.
Elsku amma Inga. Við söknum
þín svo mikið, þú varst besta
amma sem hægt var að hugsa sér.
Vildir allt fyrir okkur gera, og við
vorum alltaf velkomin til þín.
Amma var alltaf til í kósí og því
fylgdi oftast bíómynd, popp og
nudd, það var ekkert betra en að
kúra hjá ömmu og fá nudd. Það
var líka svo gott að geta alltaf
komið eftir skóla til ömmu og afa,
fengið sér smá að borða og spjalla.
Við fórum með ömmu og afa til
Flórída, fórum í skemmtigarða og
amma fór með okkur í sundlaug-
argarðinn. Amma bauð okkur líka
að koma með sér á skemmtiferða-
skip, það var mjög gaman því við
höfðum ekki hitt þau svo lengi og
svo máttum við borða eins mikinn
ís og við vildum.
Það er gott að vita að ömmu líð-
ur betur núna, en við söknum
hennar mjög mikið.
Við elskum þig svo mikið,
Birta Líf, Gunnar Aron, Arnar
Breki og Róbert Ingi.
Inga var stóra „litla“ systir
mín, hún var sex árum eldri en ég.
Á uppvaxtarárum voru sex ár
mikill munur svona framan af.
Mér þótti hún svakalega sæt og
góð stóra systir þrátt fyrir að mér
fyndist hún stundum fá helst til
mikla athygli foreldra okkar.
Sennilega var það akkúrat öfugt
enda var ég örverpið.
Þegar Gunni birtist í lífi Ingu
leið ekki á löngu þar til ég fékk
hennar herbergi og hún flutti nið-
ur í kjallaraherbergi í Prívatið.
Inga dró litla bróður í ýmis
ævintýri, ég man eftir nokkrum
ferðum á skátamót á Úlfljótsvatni
og ferðum norður á Akureyri til
frændfólks Gunna. Minningarnar
frá þessum ferðalögum eru ljúfar
enda hefur Inga ávallt verið barn-
góð og hlý manneskja. Síðar þeg-
ar frumburður Ingu og Gunna
fæddist fékk ég óspart að passa
hann, ávallt var maður velkominn
og veitt vel enda stóð ekki á
stráknum að passa.
Inga fylgdi hjarta sínu og fór
sínar leiðir í því sem hún tók sér
fyrir hendur. Hún fór í söngnám
af því að hana langaði til, lærði til
sjúkraliða og vann sem slíkur á
líknardeild LSH, stúderaði
svæðanudd, hómópatíu og pældi
heilmikið í andlegum málefnum.
Það var ekki síst þessi hlið hennar
á seinni árum sem mér þótti afar
gefandi því þrátt fyrir að ég sýndi
það ekki mikið og væri svolítið
ferhyrndur almennt fannst mér
litla-stóra systir vera á réttri
braut í öllum þessum málum, að
fylgja hjartanu.
Við ræddum oft um þessi mál-
efni og hún benti mér á fullt af at-
hyglisverðum hlutum sem ég
skoðaði.
Inga og Gunni voru afar sam-
rýnd hjón og voru tengd böndum
sem ég hef ekki séð í mörgum
hjónaböndum, hann var hennar
og stóð með henni í gegnum súrt
og sætt. Þegar hún veiktist fyrir
sex árum kom það því ekki á óvart
að hann setti allt til hliðar fyrir
Ingu sína.
Elsku Inga mín, mikið er ég
þakklátur fyrir síðustu stundina
sem ég átti með þar sem þú gafst
mér innsýn í það sem skiptir máli í
lífinu: Að njóta og búa til góðar
minningar. Það er dásamlegt til
þess að vita að þrátt fyrir veikindi
þín hafir þú náð að gera nákvæm-
lega það, með gersemum þínum
og gimsteinum, fjölskyldunni.
Haraldur (Halli) bróðir.
Elsku góða og umhyggjusama
systir mín. Nú er komið að
kveðjustund þrátt fyrir seiglu og
dugnað í erfiðum veikindum þín-
um. En að lokum lét líkaminn
undan þótt þú óskaðir þess helst
að geta verið til staðar fyrir þitt
fólk og sérstaklega barnabörnin
sem þú elskaðir mest af öllu.
Það hefur alltaf verið sterk
taug á milli okkar. Ég var sex ára
þegar þú fæddist og man hvað ég
beið spennt eftir að þú kæmir
heim af fæðingardeildinni en á
þeim tíma máttu börn ekki fara
þangað til að sjá nýja systkinið.
Þú varst strax svo söngelsk og
söngst áður en þú fórst að tala.
Þegar þú varst tveggja ára klippt-
irðu ökuskírteinið hennar
mömmu í frumeindir en það var
ekki hægt að skamma þig því þú
söngst þig frá því og skírteinið var
bara límt saman.
Í gamla daga deildum við her-
bergi. Þótt ég væri sex árum eldri
var aldrei neitt vesen, en ég held
að þú hafir verið fegin þegar ég
fór til Ameríku og þú hafðir her-
bergið fyrir þig. Þér þótti gaman
að fá pakka frá mér og talaðir um
hvað þú varst mikil skvísa þegar
ég sendi þér lakkleðurkápuna og
fleira. Ég var til staðar fyrir þig
og ég gat ekki fengið betri systur.
Þegar ég eignaðist Teit varst
þú í Finnlandi með skólahljóm-
sveitinni og hvað þú varst stolt
frænka þegar þú komst heim,
enda taldir þú ekki eftir þér að
passa hann.
Það styrkti sambandið milli
fjölskyldna okkar þegar þið
bjugguð hjá okkur í Daltúni um
tíma með stækkandi fjölskylduna
ykkar og krakkarnir voru ýmist
uppi eða niðri.
Við áttum margar „grand“
stundir og skemmtum okkur kon-
unglega. Mikið var hlegið þegar
við héldum upp á afmælið þitt í
sumó og ég dansaði fílaballett-út-
gáfuna af Svanavatninu. Við fór-
um saman í margar ferðir, oft á
staði sem við Jónas vissum ekki
að væru til, því við fórum helst
ekki út fyrir þjóðveg 1, meðal ann-
ars í Fjörður og Flateyjardal þar
sem við sigldum á túttunni út í
Flatey á Skjálfanda, sællar minn-
ingar.
Við fórum saman í sunnu-
dagsbíltúra eða helgarferðir,
stundum til Akureyrar þar sem
þið voruð heimavön. Sérstaklega
höfðum við gaman af skíðaferð á
Akureyri þegar staurinn kom
niður fjallið, sem reyndist vera
Jónas í eina skiptið sem hann
renndi sér á skíðum. Þá var ekki
leiðinlegt hjá okkur systrum í
Halifax, í skotferðinni til St. John,
eða þegar ég fór með þér til Kan-
arí og við komum foreldrum okk-
ar á óvart. Þá hittumst við óvænt í
Danmörku og keyrðum um Fær-
eyjar á heimleið til Íslands. Þetta
voru skemmtilegir tímar.
Það var mikill samgangur og
vinátta á milli okkar og krakkarn-
ir mínir elskuðu þig og þú varst
þeim besta frænka.
Ég er þakklát fyrir dagana í
haust þegar ég heimsótti þig á
spítalann í Svíþjóð. Þá sváfum við
aftur í sama herbergi, eins og í
gamla daga, ég gat dekrað svolítið
við þig og við áttum góðar stundir.
Það er erfitt að kveðja þig,
elsku Inga mín, og ég bið Guð að
vernda þig.
Þín systir,
Halldóra (Dóra).
Inga var hreinlega besta
frænkan. Það var ekki auðvelt að
koma mér í næturpössun þegar
ég var lítil og með heimþrá á háu
stigi en hjá Ingu gat ég verið og
vildi vera. Ekki það að heimþráin
hafi ekki látið á sér kræla stund-
um en Inga kunni bara á mig og
það var ómetanlegt.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um Ingu, bústaðaferðir,
jólaföndur, dásamlegt tásunudd,
að hlaupa út í sjoppu og kaupa
pepsi og mega kaupa nammi fyrir
afganginn og hreinlega daglegt
líf, spjall og umhyggju. Upp úr
minningunum stendur svo hæst
ferð mín með Ingu og fjölskyldu
til Hollands, Danmerkur og Fær-
eyja þegar ég var 10 ára. Þessi
ferð er reglulega rifjuð upp, sér-
staklega sá hluti ferðarinnar þeg-
ar sjóveika barnið, ég, var hið
hressasta í Norrænu eftir inntöku
sjóveikipillu – sem kom svo í ljós
síðar að var víst frekar ætluð full-
orðnum. Frábær tími með frá-
bæru fólki.
Elsku Inga, það er þyngra en
tárum taki að kveðja þig en ég vil
þakka þér fyrir allt, þú varst mér
dásamleg frænka.
Þín
Ásta Sirrí.
Inga frænka mín var frábær
frænka og hugsaði alltaf vel um
sína hvar og hvenær sem var. Ég
var þar engin undantekning og
hjálpaði hún mér t.a.m. þegar ég
fór til Englands í málaskóla, þá 14
ára. Inga var þar á sama tíma og
aðstoðaði mig við að komast í
skólann þar sem enginn hafði beð-
ið mín á flugvellinum til að koma
mér á áfangastað. Þegar leið á
sömu ferð kom hún svo aftur til
bjargar þegar unglingurinn, ég,
var búinn að eyða öllum pening-
unum sem ég hafði tekið með mér.
Á heimili hennar hef ég alltaf
verið velkomin og þótt gaman að
koma í heimsókn. Hún nuddaði
þreyttar tær af mikilli kúnst og
gaf arnikur og fleiri ampúlur þeg-
ar kvef eða önnur veikindi létu á
sér kræla.
Ég fékk þann heiður að leysa
hana af í starfi nokkur sumur eftir
menntaskóla og ég tel nokkuð
öruggt að hún hafi farið áhyggju-
laus í gönguferðir um skosku há-
löndin á meðan ég sá um að færa
bókahald og borga laun.
Það var svo fastur punktur á
hverju ári að mæta í skötu á Þor-
láksmessu til Ingu þó svo að ég
næði aldrei þeim þroska að borða
hana án þess að tuða yfir lykt og
bragði.
Takk fyrir allt.
Þín
Hildur Björg.
„Ég veit að ég verð ekki gömul,
Jenný mín, en ég er alveg gífur-
lega sátt við lífið mitt, fjölskyld-
una mína, börnin, barnabörnin og
Gunna minn og ég er svo þakklát
að komast í þessa heimssiglingu.“
Við vorum á leið heim af frænku-
kvöldi síðla árs 2016 og Inga hafði
boðist til að keyra mig heim, sem
var kærkomið því langt var síðan
við náðum að spjalla saman af ein-
lægni. Við frænkurnar vorum
glaðar að sjá hvað Inga var hress
og greinilegt að stofnfrumumeð-
ferð hafði gert henni gott. Þau
hjónin fóru í heimsferðina í byrj-
un árs 2017, og Inga hafði und-
irbúið að börnin myndu öll koma
eiginmanninum að óvörum og
njóta með þeim síðustu vikna
ferðarinnar. Ferðin heppnaðist
stórkostlega vel, og ástvinir fengu
að fylgjast með ferðalaginu því
Inga var dugleg að setja myndir
og frásagnir á netið.
Ljúfustu æskuminningar mín-
ar eru allar tengdar Ingu frænku,
við vorum miklar vinkonur og
brölluðum margt saman. Um-
hverfi Holtagerðis, æskuheimilis
Ingu, var ævintýraheimur allt frá
Kársnesi og upp í álfabyggðina í
kringum Kópavogskirkju. Úti í
garði var stórt dúkkuhús með
kvistum, sem við lékum okkur
óspart í. Þá áttum við frændsyst-
kinin ómældar ánægjustundir í
sumarbústað afa og ömmu við
Vatnsenda.
Á sumrin fórum við í Vindás-
hlíð þar sem við áttum marga
dýrðardaga á hverju sumri, urð-
um brennómeistarar, busluðum í
Laxá, skoðuðum Pokafoss og
Þórufoss, gengum á Sandfell og
slógum í gegn með söngleik á
kvöldvöku svo við þurftum að
margendurtaka sýninguna okkar
á samkomum hjá KFUK í marga
mánuði á eftir.
Hugljúf, hugprúð og hugrekkið
uppmálað með augu sem geisluðu
af góðmennsku, þannig var Inga
mín alla tíð.
Ég kveð þig, Inga mín, með
þakklæti og ást og síðasta er-
indinu úr kvöldsöngnum úr Vind-
áshlíð, sem við sungum hástöfum
hvert kvöld áður en við stukkum
út í læk til að bursta tennurnar en
tannburstun yfir vaski var of
hefðbundin fyrir stelpur eins og
okkur.
Sofið allar sætt og rótt,
svefninn þreytu mýki.
Gefi ykkur góða nótt
Guð í himnaríki.
(Lilja Jónasardóttir)
Hugheilar samúðarkveðjur til
Gunnars og fjölskyldunnar allrar.
Jenný Stefanía.
Elsku besta Inga okkar, við
mágkonur þökkum þér fyrir allar
samverustundirnar og vináttu
sem hefur eflst og blómgast með
okkur frá því við tengdust fjöl-
skylduböndum. Við stofnuðum
allar fjölskyldur á sama tíma og
fylgdumst með börnum hver ann-
arrar með fæðingum, skírnum og
fermingum og síðan barnabörn-
um þannig að vináttan er búin að
standa lengi.
Það sem kemur upp í huga okk-
ar þegar við minnumst þín er ým-
islegt skemmtilegt sem við höfum
gert saman, má þar nefna Bucilla-
jólasaumaklúbbinn sem var starf-
ræktur allt árið. Inga sá um stofn-
un hans og sá algjörlega til þess
að við hinar héldum okkur að
verki. Án Ingu hefði okkur hinum
orðið lítið úr verki í þessum
saumaklúbb. Það var ekki nóg
fyrir Ingu að koma okkur í
saumaskapinn, hún kom okkur
einnig í allskonar föndurgerð og
má þar nefna leirgerð, málningu
og smíðar. Þú varst alltaf frum-
kvöðullinn í okkar handverki.
Ógleymanlegar eru gönguferð-
ir okkar bæði innanlands og utan
þar sem mikið var hlegið og
spjallað í góðum félagsskap.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku Inga, mágkonuhópurinn
verður ekki samur án þín.
Við sendum Gunna, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
okkar innilegustu samúðarkveðju
og biðjum Guð að styrkja ykkur
og styðja í sorg ykkar.
Kveðja frá
Katrínu (Kötu), Soffíu, Báru
og Kristínu.
Á stundu sem þessari þegar
draga á saman minningar og upp-
Ingveldur
Teitsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017