Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í gær að leitað yrði eft-
ir því við Umhverfisstofnun að hafinn yrði undirbún-
ingur að því að friðlýsa Búrfell, Búrfellsgjá og eystri
hluta Selgjár að nýju sem náttúruvætti. Svæðið var frið-
lýst árið 2014, en sú ákvörðun var felld niður með auglýs-
ingu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í apríl 2016.
Á vef Umhverfisstofnunar um friðlýsingar árið 2014
segir að friðlýsing Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta
Selgjár í Garðabæ sem náttúruvættis hafi verið nokkuð
lengi í undirbúningi. Í staðfestu aðalskipulagi Garða-
bæjar 2004-2016 sé gert ráð fyrir að eldstöðin Búrfell og
það sem eftir er af hraunum hennar innan marka Garða-
bæjar verði friðlýst. Hluti svæðisins er innan Reykjanes-
fólkvangs og Bláfjallafólkvangs.
Eldstöð frá nútíma ásamt hrauntröð
„Markmiðið með friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og
eystri hluta Selgjár sem náttúruvættis er að vernda eld-
stöð frá nútíma ásamt hrauntröð þess, en hrauntröðin er
meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma.
Jafnframt er markmið að auðvelda umgengni og kynni
af náttúruminjum, en vegna nálægðar við þéttbýli er
svæðið kjörið til umhverfisfræðslu og útivistar. Verndar-
gildi svæðisins byggir fyrst og fremst á jarðmyndunum
frá nútíma sem hafa hátt vísinda-, fræðslu- og útivistar-
gildi, auk gróðurfars,“ segir m.a. á vef Umhverfis-
stofnunar. Þar kemur jafnframt fram að svæðið sé 323
hektarar.
Tveimur árum síðar var þessi friðlýsing afturkölluð
þar sem fram kom komu athugasemdir frá aðila sem
taldi sig eiga réttindi til eignarhluta á landssvæðinu og
ekki hafði verið farið yfir það mál í undirbúningi friðlýs-
ingar. Í fundargerð umhverfisnefndar Garðabæjar í júní
2016 var afturköllunin hörmuð. „Þessi áfangi friðlýs-
ingar var gríðarlega mikilvægur og hafði umhverfis-
nefndin unnið að því til fjölda ára að friðlýsa eldstöðina
með hraunelfunni til sjávar,“ segir í fundargerð.
Umtalsvert meiri umferð um Búrfellsgjá
Á síðustu árum hefur umferð um Búrfellsgjá aukist
umtalsvert og í fyrrahaust var um 1,8 kílómetra göngu-
stígur eftir Búrfellsgjá, frá Vatnsgjá og Gjárétt yfir að
Búrfellsgíg lagfærður og endurnýjaður. Samhliða því
var hlaðið fyrir sprungur og stígurinn afmarkaður betur.
Verkefnið var að hluta styrkt af Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða.
Þá var nýr teljari settur upp á síðasta ári sem mælir
fjölda ferða hjólandi og gangandi á stíg sem liggur að
Búrfellsgjá. Ný bílastæði eru komin í gagnið í Heiðmörk
við Búrfellsgjá/Selgjá. Þar er einnig nýtt fræðsluskilti
um Selgjá sem var sett upp síðasta haust.
Vilja að Búrfell og Búr-
fellsgjá verði friðlýst á ný
Ljósmynd/Garðabær
Heiðmörk Á síðustu árum hefur umferð að Búrfellsgjá
aukist og var stígurinn endurnýjaður í fyrrahaust.
Talsvert frost hefur verið á landinu undan-
farna daga og áfram er spáð frosti og þá trú-
lega mestu á laugardag og sunnudag. Frost fór
í -27,5 stig í Möðrudal síðasta sunnudag. Það
mesta í byggðum landsins í vetur og meira en
mældist á síðasta ári, skrifar Trausti Jónsson
veðurfræðingur á Hungurdiska (trj.blog.is).
Síðastliðinn vetur fór frost mest í -29,0 stig í
Svartárkoti hinn 29. desember. Rétt rúm fimm
ár eru síðan frost fór síðast í meira en -30 stig,
það var í desember 2013 þegar -31,0 stig mæld-
ist við Mývatn hinn sjötta.
Meira frost en mældist allt síðasta ár
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Tillaga þýska listamannsins Karin
Sander, sem nefnist Pálmatré, bar
sigur úr býtum í samkeppni um úti-
listaverk í Vogabyggð í Reykjavík.
Niðurstaða dómnefndar var kynnt í
Listasafni Reykjavíkur á Kjarvals-
stöðum síðdegis í gær.
Verk Sander gerir ráð fyrir að
tveimur pálmatrjám verði komið
fyrir í stórum turnlaga gróðurhús-
um og að frá þeim stafi ljós og hlýja,
að því er fram kemur á síðu Lista-
safns Reykjavíkur. Er um að ræða
eina viðamestu samkeppni um úti-
listaverk sem efnt hefur verið til í
Reykjavík, en alls bárust 13 tillögur
og verða þær til sýnis á Kjarvals-
stöðum til 7. febrúar næstkomandi.
„Tillagan er óvænt, skemmtileg
og djörf. Pálmatrjám er komið fyrir
í tveimur sívölum, turnlaga gróður-
húsum sem sett eru niður við jaðar
miðlægs torgs við bakka Ketil-
bjarnarsíkis. Frá þeim stafar hlýja
og ljós. Pálmatré bera með sér
andblæ suðrænna landa, eins og
höfundur tillögunnar bendir á,“
segir í umsögn dómnefndar, en í
deiliskipulagi Vogabyggðar er gert
ráð fyrir að listaverk sé hluti af
heildarhönnun almenningsrýma í
hverfinu.
Pálmatré í Vogahverfi
Vinningstillaga
að nýju útilista-
verki kynnt í gær
Morgunblaðið/Eggert
Hönnuður Karin Sander var viðstödd athöfnina á Kjarvalsstöðum.
Teikning/Hönnun eftir Karin Sander
Óvenjulegt Fari svo að vinningstillagan verði að veruleika munu tvö pálmatré prýða Vogahverfi á næstunni.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fulltrúar fiskvinnslunnar á Flateyri
mættu á fund bæjarráðs Ísafjarð-
arbæjar í fyrradag til að ræða stöðu
fiskveiða og fiskvinnslu á Flateyri.
Bæjarráð fól Guðmundi Gunn-
arssyni bæjarstjóra að vinna áfram
að málinu.
„Þetta snýst um byggðakvóta. Við
þurfum að skoða lausnir varðandi
sérreglur og úthlutun,“ sagði Guð-
mundur bæjarstjóri í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að fisk-
vinnslan væri mjög mikilvæg fyrir
atvinnulífið í sjávarplássunum Flat-
eyri, Þingeyri og Suðureyri. Fyr-
irtæki í fiskvinnslu væru stórir
vinnuveitendur á þessum stöðum.
Bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar
héldu nýlega samráðsfund með að-
ilum í veiðum og vinnslu í sveitar-
félaginu þar sem farið var yfir stöð-
una. Vinna þarf hratt að því að
kortleggja stöðuna því stefnt er að
því að ræða málið í bæjarstjórn á
fimmtudag í næstu viku.
Leigumarkaður fyrir þorskkvóta
hefur verið botnfrosinn og ekkert í
boði. Það hjálpar ekki heldur, að
sögn Guðmundar. Hann sagði að
krafan um tonn á móti tonni hentaði
ekki öllum. Talsverð hreyfing hefur
verið á milli stóra og litla hólfsins í
kvótakerfinu og allt hefur þetta
áhrif. Þá er staða manna misjöfn eft-
ir því hvort þeir eru í vinnslu eða
smábátasjómenn.
450 tonna byggðakvóti
Algjör þurrð á leigukvótamarkaði
veldur útgerð og fiskvinnslu á Flat-
eyri og víðar miklum vandræðum, að
sögn Steinþórs Bjarna Kristjáns-
sonar, hluthafa í Fiskvinnslu Flat-
eyrar og fyrrverandi framkvæmda-
stjóra félagsins.
Hann sagði að útgerð og fisk-
vinnsla á Flateyri hefði reitt sig mik-
ið á byggðakvóta. Nú hafa sumar út-
gerðir lagt upp laupana og fáir eftir
sem stunda veiðar allt árið.
„Eins og staðan er í krókaafla-
markskerfinu er ekki hægt að fá kíló
af þorskkvóta leigt í litla kerfinu. Við
erum bara með báta í því kerfi. Það
er ekkert auðveldara að fá kvóta í
stóra kerfinu,“ sagði Steinþór. „Til
að fá eitt kíló af byggðakvóta þá
þarft þú að vera búinn að veiða tvö
kíló af sömu tegund og hafa kvóta til
þess. Eins og staðan er þá er ekki
fræðilegur möguleiki hjá útgerð-
unum á Flateyri að ná í þessi tvö-
földu tonn á botnfrosnum leigu-
markaði. Á meðan staðan er svona
þá sitja hundruð tonna af byggða-
kvóta eyrnamerkt Flateyri hjá hinu
opinbera. Þetta ætti að nýtast út-
gerðum og fiskvinnslu á staðnum.
Þessi kvóti er fastur á meðan menn
ná ekki að veiða þessi tvö tonn sem
þarf á móti hverju tonni af byggða-
kvótanum.“
Steinþór sagði að 140-150 tonn af
byggðakvóta Flateyrar hefðu færst
á milli ára vegna þess að útgerðir
hættu og sóttu ekki kvótann. Al-
menni byggðakvótinn fyrir Flateyri
er nú nálægt 450 tonnum þannig að
þær útgerðir sem eru eftir þurfa að
veiða yfir 1.000 tonn af óslægðu ætli
þær að nýta byggðakvótann. Stein-
þór sagði að þeir hefðu ekki farið
sömu leið og sumir aðrir, að fá
kvótasterka útgerð til að veiða kvót-
ann. Best sé fyrir atvinnulífið á
staðnum að heimamenn veiði hann.
Hjá Fiskvinnslu Flateyrar og útgerð
bátanna sem leggja þar upp vinna
25-30 manns. Það er langstærsti
vinnustaðurinn á staðnum.
Byggðakvóti
Flateyrar fastur
Kvótamarkaður er botnfrosinn
Guðmundur
Gunnarsson
Steinþór Bjarni
Kristjánsson