Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 20 - 50% afsláttur af útsöluvörum 10% afsláttur af nýjum vörum Ú T S Ö L U L O K LOKADAGUR LAUGARDAGINN 2. FEBRÚAR Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or á Íslandi fastus.is 28. JANÚAR – 1. FEBRÚAR 20-40% AFSLÁTTUR VANDAÐAR ELDHÚSVÖRUR! Pönnur, glös, diskar, hnífapör, kokkaföt, pottar, áhöld, hnífar, skálar o.m.fl. Garðyrkjubændur eru að prófa sig áfram með notkun á umbúðum úr líf- rænum efnum í stað plasts. „Okkur hefur lengi dreymt um að bjóða grænmetið í öðru en plasti. Við færð- um tómatana yfir í pappabakka á sínum tíma og síðan litlu tómatana í pappaöskjur en ekki var stemning fyrir því hjá neytendum, salan minnkaði, og við þurftum að færa okkur aftur yfir í plastið,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- bóndi í Friðheimum í Bláskóga- byggð. Friðheimar hafa nú hafið notkun á Pla-bikurum í stað plastbikara fyrir piccolo-smátómatana sem þau fram- leiða og selja. Pla-umbúðirnar eru gerðar úr plöntusterkju og líta út eins og plast. „Við duttum niður á þessa lausn hjá Odda sem flytur um- búðirnar inn. Þær flokkast með líf- rænum úrgangi og eru algerlega jarðgeranlegar. Við erum að pakka mat inn í mat,“ segir Knútur. En af hverju að pakka tómötum, spyr Knútur og svarar sjálfur. Segir að garðyrkjubændur vilji að uppruni afurða þeirra skili sér alla leið til neytenda. Þá verði afurðirnar síður fyrir hnjaski og óhreinindi komist síður að þeim. „Á móti þurfum við að velja eins umhverfisvæna leið og unnt er. Það er hluti af þeirri hugsun að skila móður jörð betri til fram- tíðar,“ segir hann. Pla-umbúðirnar eru heldur dýrari en plast en ávinningurinn er mikill þegar notkunin er mikil. Þannig reiknar Knútur með að nota 100 þús- und bikara á þremur mánuðum. Ef ekkert óvænt komi upp á muni hann eftir það skipta alveg um umbúðir. Smágúrkur og jarðarber Knútur er formaður stjórnar Sölufélags garðyrkjumanna og segir að fleiri séu að stíga þetta skref. Þannig séu garðyrkjubændur á Laugalandi í Borgarfirði að hefja pökkun á smágúrkum í bikara úr Pla-efni í stað plasts og nokkrir jarð- arberjaframleiðendur innan sölu- félagsins ætli að taka í notkun bakka úr því efni. Hann segir að unnið hafi verið með kartöflubændum að því að taka upp umbúðir úr pappa í stað plasts. helgi@mbl.is Nýjar umbúðir Helena Hermundardóttir, Knútur Ármann og Ewa Piatek. Pakka mat inn í mat  Garðyrkjubændur skipta úr plasti yfir í umbúðir úr plöntusterkju Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin dagana 24.-27. apríl en þetta er í fyrsta sinn sem hún fer fram að vori. Allt frá árinu 1985 hefur hún verið í sept- ember, að jafnaði annað hvert ár. Til landsins koma höfundar frá fjöl- mörgum löndum en verk margra þeirra hafa verið eða verða gefin út á Íslandi í tilefni af hátíðinni. Í ár litast hátíðin m.a. af því að 100 ár eru frá því að fyrsta skáld- saga Halldórs Laxness kom út og verður efnt til alþjóðlegs málþings af því tilefni. Þá verða heiðurs- verðlaun þýðenda af íslensku á er- lend mál veitt í þriðja sinn. Að venju verða upplestrar, umræður og fyrirlestrar og er aðgangur ókeypis á alla viðburði, segir í til- kynningu. Hátíðin fer fram í Norræna húsinu og í Iðnó, þar sem fram fara fyrirlestrar, upplestrar, sam- töl á sviði, uppi- stand, bókaball og fleira. Hátt í 20 erlendir höf- undar taka þátt í hátíðinni, sem og fjölmargir íslenskir. Þá er hingað boðið erlendum bókaútgefendum. Líkt og árið 2017 þjófstartar hátíð- in í Menningarhúsinu Hofi á Akur- eyri. Þar verður bókmennta- dagskrá haldin hinn 23. apríl, með þátttöku erlendra og innlendra höf- unda auk lesenda, og verður þessi dagskrá kynnt nánar síðar. Bókmenntahátíðin í fyrsta sinn að vori Halldór Laxness „Þetta er vissulega fremur óvenjulegt en það er alltaf gaman að fá lömb,“ segir Guðmundur Jónsson, bóndi á Óslandi í Skagafirði, í samtali við Morgunblaðið, og vísar í máli sínu til þess að aðfaranótt mánudags fæddust þar tvö lömb, hrútur og gimbur, og heilsast þeim vel. Var það fréttavefurinn Feykir.is sem greindi fyrst frá þessu. Þótt óalgengt sé að lömb komi í heiminn í janúar er það ekki einsdæmi, að sögn Guðmundar. Þetta er þriðja árið í röð sem lömb fæðast í upphafi þorra á Óslandi, skammt sunnan Hofsóss. „Þetta er þriðja árið í röð sem lömb koma á þessum tíma og það er ansi óvenjulegt,“ segir Guðmundur. Spurður hvað skýri þetta svarar hann: „Ég bara hrein- lega veit það ekki og hef enga skýringu á þessu,“ segir Guðmundur og hlær við, en báðum lömbum heilsast vel. Á meðfylgjandi ljósmynd, sem Hrafnhildur B. Jóns- dóttir, eiginkona Guðmundar, tók, má sjá lömbin tvö. Myndin sjálf var tekin að kvöldi mánudags síðastliðins. Guðmundur segir þennan óvænta sauðburð ekki koma sér illa. „Nei, nei, það verður ekkert vesen. Það er nóg pláss fyrir svona gripi,“ segir hann og bætir við að sér þyki „mjög ólíklegt“ að fleiri lömb bætist í hópinn á næstu dögum. „Ég hef að vísu ekki skoðað það, en mér þykir það mjög ólíklegt og í raun útilokað held ég.“ Spurður út í önnur tíðindi úr sveitinni segir hann þau vera fá, mjög kalt sé í veðri og búið að vera stillt. Óvæntir gestir í janúar  Tvö lömb fæddust aðfaranótt mánudags á Óslandi Ljósmynd/Hrafnhildur B. Jónsdóttir Þorralömb Guðmundur Jónsson með lömbin nýfæddu. Nokkrir ökumenn hafa verið teknir úr umferð vegna gruns um vímu- efnaakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Aðfaranótt mánudags reyndi einn þeirra að komast undan lögreglu eftir að honum höfðu verið gefin merki um að stöðva aksturinn. Hann var handtekinn og játaði kannabisneyslu. Í bifreið hans fund- ust kannabisefni. Hann ók að auki sviptur ökuréttindum. Annar ók með tvö ung börn sín í bifreiðinni og var atvikið því til- kynnt barnaverndarnefnd. Hann var handtekinn og fluttur á lög- reglustöð vegna rökstudds gruns um fíkniefnaakstur. Reyndi að stinga af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.