Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 20-70% afsláttur Vínylmottur Púðar Lampar Sófaborð Gjafavörur Borðrenningur 100x35 cm Verð 4.000 kr. Borðrenningur 150x35 cm Verð 5.000 kr. Síðustu dagar útsölunnar U Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stór verkefni bíða hins nýja stéttar- félags Sameykis – stéttarfélags í al- mannaþjónustu á næstu vikum en flest allir kjarasamningar félagsins renna út í lok mars. Félagið gerir samninga við 18 viðsemjendur um allt land og í dag verður væntanlega skrifað undir viðræðuáætlun með Reykjavíkurborg, að sögn Árna Stef- áns Jónssonar, formanns Sameykis. Félagið sem er hið stærsta meðal opinberra starfsmanna varð til með sameiningu SFR og Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar (St.Rv.). Eins og fram hefur komið var því gefið nafnið Sameyki sl. laugardag sem valið var úr 291 tillögu frá fé- lagsmönnum. Árni segir að nú þegar ný lög og heiti nýja félagsins liggur fyrir snúi menn sér að samningamálunum og setji kraft í undirbúning þeirra. Að sögn hans stendur sameinað fé- lag enn sterkar að vígi í kjarabarátt- unni. Til framtíðar litið skipti miklu að byggja upp þann styrk sem felist í fjöldanum í sameinuðu félagi í kjara- og réttindabaráttu félagsmanna. Einnig eigi að nást meiri samlegðar- áhrif í félagsstarfinu með sameining- unni. „Vinnutímamálin verða eitt af stóru málunum gagnvart okkar við- semjendum. Við erum komin svolítið lengra í þeim málum en almenni markaðurinn, bæði hjá Reykjavíkur- borg og ríkinu, þar sem tilraunaverk- efni um styttingu vinnuvikunnar hef- ur staðið yfir í tvö ár og komin er mikil reynsla á það mál.“ Kröfugerðir Sameykis eru í smíð- um og hefur þegar verið haldin kjararáðstefna vegna undirbúnings að mótun krafna. Árni segir um kaupliðinn að félagsmenn Sameykis séu á svipuðum slóðum hvað hækkun lægstu launa varðar og verkalýðs- félögin á almenna markaðinum. Sam- eyki muni svo einnig fylgja fast eftir þremur stórum baráttumálum í kom- andi kjaraviðræðum. Það er í fyrsta lagi krafa um samræmingu launa á milli almenna og opinbera vinnu- markaðarsins. Samkomulag varð um að jafna eigi laun á milli vinnumark- aða þegar lífeyrissjóðakerfinu var breytt árið 2016. ,,Menn hafa unnið forvinnu hvað þetta varðar fram á þennan dag og það þarf síðan að binda hnúta um þetta í kjarasamn- ingunum,“ segir Árni Í öðru lagi verður lögð mikil áhersla á að staðið verði við sam- komulagið frá 2015 um launaskriðs- eða launaþróunartryggingu opin- berra starfsmanna. „Þessi launa- þróunartrygging mun koma í veg fyrir að það myndist mikið bil á milli almenna og opinbera markaðarins. Það er oft þannig að við og almenni markaðurinn semjum með svipuðum hætti en síðan er launaskriðið alltaf miklu meira á almenna markaðinum. Við erum því alltaf að vinna eitthvað upp sem hefur verið að gerast á milli kjarasamninga. Þriðja stóra málið er svo stytting vinnuvikunnar,“ segir hann. Að sögn Árna stefnir í þá átt að ekki verði um samflot að ræða milli BSRB-félaganna í komandi kjara- viðræðum en mögulega verði þó sameiginlegar kröfur á könnu bandalagsins, eins og oft áður. Sameyki Garðar Hilmarsson vara- formaður og Árni Stefán Jónsson, formaður hins nýja félags. Sameyki stendur sterkar að vígi  Nýtt stéttarfélag býr sig undir kjaraviðræður eftir nafngjöf og samþykkt laga  Launahækkun, launajöfnun, launaskriðstrygging og stytting vinnutímans Sameyki » Félagar í sameinuðu stéttar- félagi eru um ellefu þúsund. Félagið er þriðja stærsta stéttarfélag landsins. » Árni Stefán Jónsson, áður formaður SFR, er formaður fé- lagsins og varaformaður er Garðar Hilmarsson, áður for- maður St.Rv. » 200 félagsmenn sendu inn tillögur um nafn félagsins og varð tillaga Margrétar Högna- dóttur fyrir valinu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 164 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarks- hraði er 90 km á klukkustund. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður sem gat ekki greitt sektina á staðnum. Sektarupphæð vegna brots af þessu tagi nemur 240 þúsund krónum, að því er fram kemur í dagbók lögregl- unnar. Þá voru allmargir ökumenn sektaðir fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar meðan á akstri stóð og skráningarnúmer voru fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni. Ferðamaður á 165 km hraða og fær 240 þúsund í sekt Kiwanishreyfingin mun safna fé með sölu K-lykils dagana 1. til 10. maí und- ir kjörorðunum „Gleymum ekki geð- sjúkum“. Ákveðið hefur verið að af- rakstur söfununarinnar renni til Pieta-samtakanna og Barna- og ung- lingadeildar Landspítalans, BUGL. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes- son, hefur samþykkt að vera verndari söfnunarinnar, segir í tilkynningu. Saga K-dagsins er orðin alllöng en það var árið 1974 sem Kiwanishreyf- ingin ákvað að halda K-dag (K-lykils- sölu) undir kjörorðunum „Gleymum ekki geðsjúkum“. Á þeim degi gengu Kiwanismenn ásamt aðstoðarfólki á fund landsmanna og seldu barm- merki, Kiwanis-lykilinn, til styrktar geðsjúkum. Ágóði af þessum fyrsta K-degi rann til húsnæðis og til tækja- kaupa fyrir Bergiðjuna, verndaðan vinnustað á Kleppi. K-lykill til styrkt- ar geðsjúkum  Kiwanis mun styrkja BUGL og Pieta Styrkur Frá afhendingu styrkja til BUGL og Pieta-samtakanna árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari söfnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.