Morgunblaðið - 30.01.2019, Page 17

Morgunblaðið - 30.01.2019, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins sam- þykkti í gærkvöldi tillögu um að leita eftir breytingum á samningi bresku stjórnarinnar við Evrópusambandið um brexit, útgöngu Bretlands úr sambandinu. Tillagan var samþykkt með 317 atkvæðum gegn 301 og sam- kvæmt henni á breska stjórnin að reyna að semja um breytingar á um- deildu ákvæði sem á að tryggja að ekki verði tekið upp eftirlit við landa- mæri Írska lýðveldisins og Norður- Írlands. Áður höfðu leiðtogar ESB sagt að slíkar breytingar kæmu ekki til greina og talsmaður forseta leið- togaráðs sambandsins áréttaði það eftir atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi. Þingdeildin samþykkti einnig til- lögu um að útiloka útgöngu úr ESB án samnings með 318 atkvæðum gegn 310. Tillagan er þó ekki lagalega bind- andi fyrir bresku stjórnina sem óttast að það veiki samningsstöðu hennar í viðræðum við Evrópusambandið ef hún útilokar brexit án samnings. Áður hafði þingdeildin hafnað til- lögu Yvette Cooper, þingmanns Verkamannaflokksins, um að fresta brexit um níu mánuði til að koma í veg fyrir að Bretland gengi úr ESB án samnings. Tillagan var felld með 321 atkvæði gegn 298. Segir núna breytingar mögulegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, studdi tillöguna um að leita eftir breytingum á brexitsamn- ingnum. Hún hélt ræðu á þinginu fyr- ir atkvæðagreiðsluna og hvatti þingið til að veita stjórninni skýrt umboð til að hefja samningaviðræður að nýju við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Leiðtogar ESB hafa ítrek- að sagt að þeir ljái ekki máls á neinum breytingum á samningnum þótt breska þingið hafi kolfellt hann í at- kvæðagreiðslu 15. janúar. „Heimsbyggðin veit hvað þing- deildin vill ekki. Núna þurfum við að senda ótvíræð skilaboð um hvað það er sem við viljum,“ sagði May í ræð- unni. Hún hafði áður sagt, eins og leiðtogar ESB, að ekki væri hægt að breyta brexitsamningnum og þingið þyrfti að velja á milli hans og útgöngu úr ESB án samnings. Í ræðunni óskaði May þó eftir um- boði þingsins til að leita eftir „þýð- ingarmiklum og lagalega bindandi breytingum á útgöngusamningnum“ áður en Bretland á að ganga formlega úr ESB 29. mars. Fyrr um daginn ræddi hún málið við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórn- ar ESB, og May viðurkenndi í ræð- unni að leiðtogar sambandsins væru andvígir því að hefja viðræður um breytingar á samningnum. „Það verð- ur ekki auðvelt,“ sagði hún en kvaðst telja að hægt yrði að tryggja viðun- andi breytingar. Vill losna við írska ákvæðið May er nú hlynnt því að reynt verði að semja við ESB um að fella niður umdeilt ákvæði í brexitsamningnum sem kveður á um að Norður-Írland verði áfram hluti af innri markaði og tollabandalagi Evrópusambandsins ef ekki næst samkomulag um annað í viðræðum um framtíðartengsl Bret- lands við ESB. Markmiðið með ákvæðinu er að tryggja að ekki verði tekið upp landamæraeftirlit milli Írska lýðveldisins og Norður-Írlands vegna útgöngu Bretlands úr ESB og einnig að koma í veg fyrir að brexit grafi undan samningnum sem náðist árið 1998 til að koma á friði á Norður- Írlandi eftir átök sem kostuðu um 3.500 manns lífið. Stjórnvöld í Bret- landi og á Írlandi óttast að eftirlit við landamærin geti orðið til þess að vopnaðir hópar lýðveldissinna hefji sprengjuárásir að nýju á Norður- Írlandi. Andstæðingar ákvæðisins úr röð- um þingmanna Íhaldsflokksins segja að það geti orðið til þess að Bretland þurfi að vera í tollabandalaginu til frambúðar. DUP, flokkur sam- bandssinna á Norður-Írlandi, sem hefur stutt minnihlutastjórn May, er einnig andvígur ákvæðinu þar sem hann óttast að það geti orðið til þess að Norður-Írland lúti öðrum reglum en önnur svæði Bretlands. Vill breytingar á samningnum  Neðri deild breska þingsins krefst breytinga á ákvæði um írsku landamærin í brexitsamningnum  ESB hafnar slíkum breytingum  Tillaga um að útiloka útgöngu úr ESB án samnings samþykkt Helstu atburðir eftir þjóðaratkvæðið um brexit Bretland á að ganga úr ESB Bretland virkjaði 50. grein Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB 19. júní 14.-15. des. 13. nóv. Viðræður Bretlands og ESB um brexit hafnar Breska stjórnin og ESB samþykktu brexitsamning 15. jan. Breska þingið hafnaði samningnum 29. jan. Þingið greiddi atkvæði um framhaldið 29. mars29. mars Bretar samþykktu útgöngu úr ESB í þjóðaratkvæði 23. júní 20172016 2018 2019 Bráðabirgðasamkomulag náðist um írsku landa- mærin og fleiri mál Sydney. AFP. | Hundruð þúsunda fiska hafa drepist í á inni í auðn- um Ástralíu síðustu daga og yfir- völd telja mikla hættu á að fleiri fiskar drepist vegna langvarandi þurrka. Nokkrum vikum áður hafði um milljón fiska drepist í ánni vegna lágrar vatnshæðar, lít- ils súrefnis og hugsanlega vegna eitraðra þörunga, að sögn vísinda- manna. Íbúar bæjarins Menindee í suð- austanverðri Ástralíu sögðu að áin Darling væri hvít af dauðum fiski og yfirvöld fengu upplýsingar um að dauðir fiskar hefðu sést í þver- ánni Murrumbidgee sem er sunnar. Embættismenn sögðu að mikil hætta væri á því að enn fleiri fisk- ar dræpust þar sem spáð væri hækkandi hita og áframhaldandi þurrki. Þeir hafa sagt að fiskarnir hafi drepist vegna þurrka en íbú- ar á svæðinu og sérfræðingar telja að einnig megi rekja fiskdauðann til ofnýtingar vatns úr ánni og mengunar. AFP Hvít á Áin Darling í suðaustanverðri Ástralíu er hvít af dauðum fiski. Hundruð þúsunda fiska drápust John Bercow, forseti neðri deildar breska þings- ins, gegndi mikilvægu hlutverki í at- kvæðagreiðsl- unum því að hann ákvað hvaða breytingar- tillögur voru bornar undir at- kvæði. Bercow er þekktastur fyrir að stjórna umræðum í þingdeildinni af röggsemi, þagga niður í þingmönnum þeg- ar þeim hitnar í hamsi og snupra ráðherra sem skaprauna honum. Bercow er 56 ára, var kjörinn á þing fyrir Íhaldsflokk- inn 1997 og varð forseti deildar- innar í júní 2009. Forsetinn á að vera hlutlaus en framganga hans í brexitmálinu hefur orðið til þess að íhaldsmenn saka hann um að draga taum and- stæðinga stjórnar Íhaldsflokks- ins og að hafa reynt að hindra útgöngu Bretlands úr ESB. Áhrifamikill og umdeildur ÞINGFORSETINN AFP Klofin þjóð Stuðningsmenn og andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu efndu til mótmæla fyrir utan þinghúsið í London í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.