Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
Bíldshöfði 9
Smáratorg 1
He 1 1lluhraun 6- 8
Fiskislóð 1
Við eru
í þínu
hverfi
m
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú finnur til æ meiri löngunar til
þess að víkka sjóndeildarhringinn. Taktu til-
boði og þannig gefurðu göldrum lausan
tauminn.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt þú fáir nokkur ný ábyrgðar-
hlutverk eru þau lítil í samanburði við það
sem þú hefur haft á herðum þér undanfarið.
Þú yfirstígur erfiðleika og betri tímar taka
við.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Farðu ekki í uppnám þótt ekki sé
alltaf farið eftir þeim reglum sem þú setur.
Það eru litlir kærleikar með þér og nágrönn-
um þínum þessa dagana.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Væntingar þínar til þinna nánustu
aukast vegna annríkis þíns. Láttu glósur ann-
arra sem vind um eyru þjóta; þær eru öfund.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þetta getur orðið mjög afkastamikill
dagur í vinnunni. Ný ástarsambönd verða til
og þau geta orðið langlíf.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur löngun til þess að kaupa
eitthvað sem þú getur stært þig af. Einhver
fer í kringum hlutina eins og köttur í kringum
heitan graut – ekki þú.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sársauki í fortíðinni er yfirstaðinn, en
enn þarf að vinna úr gömlum minningum.
Gróa á Leiti er lífseig í vinnunni, ekki hlusta
ef þér mislíkar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Heilsan er fyrir öllu og þú ættir
að gefa þér tíma til þess að hlusta á það
sem líkami þinn segir þér. Einhverra hluta
vegna er hugur þinn bundinn við börn þessa
dagana.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft ekki að kaupa þér ný föt
eða fara í klippingu til að heilla aðra. Líttu á
björtu hliðarnar í lífi þínu og þakkaðu fyrir
það góða.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hafðu í huga að þú ert hluti af
fjölskyldu og að allir þrá ást og hamingju.
Spáðu í hvernig þú segir hlutina, þú talar oft
án þess að hugsa.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þess að einblína ekki á eitt
atriði þegar þú reynir að finna lausn á vanda-
málum þínum. Íbúðaleitinni fer að ljúka, þú
finnur þá réttu fyrr en þig grunar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér finnst allir á hraðferð í kringum
þig og það veldur þér áhyggjum. Stutt ferða-
lag er framundan og í því gætir þú mögulega
hitt sálufélaga þinn.
Sjóböð hafa færst mjög í vöxt ogþví freistast ég til að leggja
Vísnahornið undir þessa vel kveðnu
og skemmtilegu rímu, „Sjóbaðs-
rímu“ eftir Höskuld Búa – þar sem
hver mánuður fær sína vísu:
Sjórinn heillar, sæbúar,
syndum nú til lífsbótar.
Ertu kannski alveg snar?
Ískaldur er janúar!
Víða hljómar vantrúar
væla nokkrir þorpsbúar.
Frystir æðar febrúar,
finnast margir agnúar.
Föst í hlekkjum hugarfars
hríðarbyljir veðurfars
oftast þykir magur mars
máttur lítill heilsufars.
Apríl kemur hverfur hor
kallar bráðum fagurt vor
greikka okkar gæfuspor
glæður lifna, vaknar þor.
Sjórinn hlýnar sí og æ
sælan eykst og vakna fræ
finnum aftur blíðan blæ
bráðnar klaki, dafnar maí.
Júnídagar dásemd ein
dáldið minna skelfur bein,
norðanáttin, nöpur, hrein
nú mun ekki kæla svein.
Sólin hitar sjóinn þinn
svífur yfir tjaldurinn.
Júlí kyssir kroppinn minn
kitlar tásur makríllinn.
Seinna kemur sjávarrok
salt og marflær oní kok,
marglyttur með stungu’ og strok
stuða þig í ágústlok.
Í september við fljótum fín
fjúka bráðum trampólín,
hristist kroppur, hitinn dvín
heimta kaldir brennivín.
Í október er óður sjór,
öldur lemja bak og stjór,
gruggast flóinn, glitrar snjór,
guten abend, drekkum bjór.
Enn í sjónum böðumst ber,
bölvum soldið, þar og hér,
kóngur týnist, klakinn mer,
kaldur þykir nóvember.
Desember með drjúgan kvið
drulluköld við örkum mið.
Í jökulkulda og jógafrið
jólastjörnu myndum við.
MH Hvolsvelli yrkir um „Brexit“:
Allt virðist traustið af Theresu rúið,
Því töluvert útgönguferlið er snúið.
Nei þýðir nei
og nú ætti May,
að vaða til Brussel með víkingaHúh-ið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sjóbaðsríma
„skolaÐU hann fyrst. Þeir eru
alltaf löÐrandi í skordýraspreyi.”
„viÐ BÁÐUM SÉRSTAKLEGA UM HERBERGI
MEÐ SVÖLUM!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ólæknandi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
FÆRNI JÓNS Í GARÐ-
VINNU ER VAFASÖM
STJÓRNLAUS
SLÁTTUVÉL!
EN HEFUR MIKIÐ
SKEMMTANAGILDI
HEFURÐU TEKIÐ EFTIR
ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM AÐ
ELDAST?
JÁ
SEGÐU
EN ÉG ER ENN BARN Í
HJARTA
ER ÞAÐ ÞESS VEGNA SEM ÞÚ STAPPAR
NIÐUR FÓTUNUM OG ÖSKRAR EF ÞÚ
FÆRÐ EKKI AÐ RÁÐA?
Víkverji notar netið mikið og sækirþangað upplýsingar daglega,
jafnvel oft á dag. Honum finnst frá-
bært að geta nálgast upplýsingar á
svipstundu, flett upp íbúafjölda á
Chagoseyjum eða hverjir voru fyrstu
heimsmeistararnir í blaki. Um leið
setur að honum ugg við frásagnir af
misnotkun netsins, af herferðum þar
sem rangfærslum og blekkingum er
dreift í því skyni að hafa áhrif á fólk,
rugla það í ríminu og svindla á því.
x x x
Hér áður fyrr voru svindlpóstar áíslensku beinlínis hlægilegir,
uppfullir af stafsetningar- og mál-
villum þannig að hægðarleikur var að
sjá í gegnum þá. Nú munu vera
komnir fram algóritmar sem gera að
verkum að öll merki um vankunnáttu
í íslensku þurrkast út.
x x x
Einnig er komin fram tækni til aðfalsa myndskeið með svo sann-
færandi hætti að engin leið er að
nema fölsunina. Á ensku er talað um
„djúpfalsanir“. Með þessari tækni er
hægt að leggja stjórnmálamönnum
orð í munn og láta líta út fyrir að leik-
arar í Hollywood hafi tekið að sér
hlutverk í vafasömum myndum án
þess að mannsaugað fái greint að um
falsanir sé að ræða. Í frétt frá AFP í
fyrradag segir að ekki sé farið að
nota þessa tækni að neinu marki enn
til að búa til falsfréttir. Áhyggjur fari
hins vegar vaxandi af að það muni
gerast og hafa afdrifaríkar afleið-
ingar. „Vel tímasettar og úthugsaðar
djúpfalsanir eða röð djúpfalsana
gætu snúið kosningum, orðið kveikja
að ofbeldi í borg þar sem spenna rík-
ir meðal íbúa, ýtt undir frásagnir um
meint óhæfuverk andstæðinga eða
skerpt á pólitískum klofningi í sam-
félagi,“ er haft eftir Robert Chesney,
lagaprófessor við Texas-háskóla, í
fréttinni.
x x x
Reynt hefur verið að þróa tækni tilað greina falsanir, en það mun
ekki vera neinn hægðarleikur. Þá
geta myndskeið farið um netið eins
og eldur í sinu og greiningin einfald-
lega komið of seint. Það er sennilega
best að taka því sem birtist á netinu
með fyrirvara. vikverji@mbl.is
Víkverji
Komið til mín, öll þér sem erfiðið og
þunga eruð hlaðin, og ég mun veita
yður hvíld
(Matt: 11.28)