Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 18
Svefn- þjófur nútímans Áfram heldur Sunnudagsblað Morgun- blaðsins að fjalla um skjánotkun en þar sem umræðan er fremur ný stendur foreldrasamfélagið frammi fyrir mörgum spurningum. Ekki er víst að vísindin nái að svara þeim öllum strax. Er barnið að nota skjátæki of mikið og hefur slík notkun áhrif á líf þess, heilsu og framtíð er það sem helst brennur á fólki. Svefnleysi barna og unglinga vegna skjánotkunar er eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga og foreldra. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Getty Images/iStockphoto Ísabella Lív Arnarsdóttir segist finna ótrúlegan mun á lífi sínu eftir að hún fór að slökkva á símanum á kvöldin. Morgunblaðið/RAX Ísabella Lív Arnarsdóttir er 14 ára og tókþað nýlega upp hjá sjálfri sér að tak-marka skjánotkun þannig að hún slekk- ur á símanum klukkan 20 á kvöldin á virk- um dögum. Hún segist finna mjög mikinn mun á orku sinni og líðan. „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og hand- bolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin og þessi of litli svefn var meðal ann- ars farinn að hafa áhrif á íþróttirnar. Ég ákvað um áramótin að setja mér það markmið að slökkva á símanum nokkru áður en ég færi í háttinn og svo hafði ég líka lengi haft það í huga að fara að lesa meira svo þetta hefur passað vel saman, þar sem að núna hef ég meiri tíma á kvöldin í annað og er farin að lesa miklu meira.“ Ísabella neitar því ekki að þetta sé alvöru áskorun og geti verið erfitt þegar vinkona vilji spjalla en hún reynir eftir fremsta megni að kíkja ekkert á símann eftir 20 og spjalla þá frekar morguninn eftir. Enda sé það innilega þess virði, hún sé líka miklu hressari í skólanum og orkumeiri. „Rútínan mín var áður þannig að þegar ég hafði farið í sturtu og græjað mig fyrir háttinn fór ég í símann, reyndi að sofna, fór aftur í símann ef ég gat það ekki og endaði oft á að vera lengi fram eftir að kíkja á hann. Hingað til hefur þetta að minnsta kosti gengið vel og ég ætla að prófa þetta áfram.“ Slekkur á síma eftir 20 Svefntími unglinga hefur mikið verið í umræðunni en rann- sóknir sýna að skjáviðvera fram eftir kvöldi er þar stór þáttur. SKJÁNOTKUN 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019 Við höfum heyrt af því að foreldrar erumikið að spá í skjátíma og hvernigþeir geti komið böndum á hann. Eðli- lega er fólk bara svolítið óöruggt með að það sé að gera rétt,“ segir Hrefna Sigurjóns- dóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Við erum með ágætis verkfæri sem kallast Foreldrasáttmáli sem virkar þannig að í sam- ráði við umsjónarkennara hittast foreldrar á fundi til að kynnast, ræða uppeldisleg viðmið og skoða hvort þeir geti aðstoðað hverjir aðra. Þetta geta verið alls kyns atriði en við- koma á netinu hefur verið tekin fyrir, til dæmis hafa tölvuleikir verið ræddir, að börn séu ekki að spila leiki sem hæfa ekki þeirra aldri, séu ekki í skjátækjum fyrir svefninn og slíkt. Þetta eru engin lög heldur bara verkfæri og hagnýtt að nota ef fólk vill skapa umræðu. Oftast er fólk frekar sammála og svo eru nið- urstöður fundarins kynntar fyrir krökkunum og þau til dæmis sjá þær; Foreldrasáttmál- ann, hangandi uppi í stofunni og hægt að eiga skynsamlega umræðu við krakkana um þau atriði sem þar eru.“ Nokkuð hefur verið um að foreldrar í ein- stökum bekkjum hafi viljað tala sig saman með skjátíma eða einhverjar þumalputta- reglur með tölvunotkun þótt slíkar ráðstaf- anir séu takmörkunum háðar að mati Hrefnu. „Börn eru misjöfn, ekki bara eftir aldri heldur er líka mikill einstaklingsmunur innan bekkja og foreldrar þurfa að taka mið af því og hugsa; Hvað þolir barnið mitt? Hverjar eru þarfir þess? Fólk er stundum kvíðafullt yfir að það sé að gera eitthvað rangt en þá er ágætt að fara yf- ir ákveðin atriði eins og hvort skjátíminn hafi áhrif á fjölskyldulífið, heilsuna, svefninn, vinatengsl, nýtur barnið þess að nota miðlana og líður því vel af því and- lega að vera í skjátækinu og svo framvegis.“ Hvernig gengur skólum að takast á við skjávæð- inguna og að hún trufli ekki skólastarf? „Það hefur gengið upp og niður og það virðist ganga betur þegar skólar eru með ákveðnar reglur sem nemendur eru vel með- vitaðir um. Til dæmis að hafa reglurnar hang- andi uppi á vegg og jafnvel litakóðuð svæði – þar sem sums staðar er alveg bannað að vera með síma meðan að það má á öðrum svæðum, ýmist af og til eða við ákveðin tækifæri. Skól- arnir hafa leyfi til að setja sínar eigin reglur.“ Er raunhæft að bekkir, eða einstakir for- eldrahópar taki sig saman og samræmi skjá- tíma barnanna? „Það er raunhæft að taka umræðuna bara til að vekja fólk til umhugsunar og kannski koma á sáttmála um einhver almenn og skyn- samleg viðmið en ég held að það sé ekki endi- lega æskilegt að fara alveg ofan í smáatriði. Heimili eru ólík og fólk verður að fá að ráða því sjálft hvernig það hagar sínu heimilislífi. Umræðan er hins vegar sjálfsögð og ákveðin atriði er sérstaklega gott að ræða, eins og hvað börnin eru að gera á netinu og hvort þau fái nægan svefn. Foreldrar þurfa auðvitað fyrst og fremst að þora að vera foreldrar og setja reglur; þora að segja nei, annars lærir barnið sjálft ekki að setja sér mörk.“ Foreldrar þori að vera foreldrar Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir umræðu um skjánotkun nauðsynlega en ekki sé alltaf raunhæft að ætla að hafa samræmdan skjátíma innan bekkja. Hrefna Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.