Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 27
20.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Cardrona-skíðasvæðið er það vinsælasta á Nýja-Sjálandi og trekkir að skíðafólk á öllum stigum íþróttarinnar. Svæðið er rétt hjá Queens- town og Wanaka og því stutt á vetrarleikvöll Nýsjálendinga þaðan. Þar er hægt að skíða frá júní og fram í október en þá er vetur á Nýja-Sjálandi og besta skíðatímabilið. Cardrona býður upp á eitt- hvað við allra hæfi; alls kyns brekkur og brettagarða, auk ótroðinna leiða. Á haustin og veturna er hægt að njóta dásamlegrar náttúru- fegurðar en við bæinn Wanaka má finna fallegt stöðuvatn. Þarna er líka tilvalið að stunda annars konar útivist á öðrum tímum ársins en svæðið býður upp á margar fallegar göngu- leiðir. CARDRONA, NÝJA-SJÁLANDI Vetrarleikvöllur á sumrin Zermatt er oft talinn fallegasti skíðastaðurinn í Ölpunum en hann státar af hæstu fjöllum í Sviss. Hann er í dag vinsælasti skíðastaður Sviss. Þangað koma árlega tvær milljónir manna víða að til þess að skíða og njóta sólar- innar. Hæstu tindar ná 3.883 metrum, enda til- heyrir staðurinn Matterhorn-skíðasvæðinu. Vegna þess er hægt að skíða þarna nánast árið um kring. Á þessu svæði eru 20% af brekkunum svartar (erfiðastar) og margar þeirra utan alfaraleiðar og henta aðeins þeim reyndustu. Byrjendur ættu ef til vill að byrja á léttari brekkum annars staðar þótt vafalaust megi finna þarna brekkur við allra hæfi. Einnig er hægt að skíða 15 kílómetra leið frá toppi Matterhorns og niður í þorpið. Það er ógleymanleg skíðaferð að sögn þeirra sem það hafa reynt. ZERMATT, SVISS Hæstu fjöllin Í bænum Niseko á japönsku eyj- unni Hokkaido er að finna frá- bært skíðasvæði þekkt fyrir mikla lausamjöll. Meðalsnjó- koma þar árlega er 15 metrar! Þarna mætast í raun fjögur skíðasvæði og eru þetta vinsæl- ustu skíðastaðir Japans. Í Niseko má finna bæði breið- ar og langar brekkur sem liðast niður skógivaxnar hlíðar; allt brekkur á heimsmælikvarða. Í fjallinu, sem er eldfjall, má finna svæði við allra hæfi en þar eru til dæmis brettagarðar fyrir brettafólkið. Einnig er hægt að fara úr alfaraleið og skíða á ótroðnum slóðum, í orðsins fyllstu merkingu. Nauðsynlegt er fyrir ferða- langa að stoppa á Rakuichi- veitingastaðnum og fá sér soba- núðlur. NISEKO, JAPAN Lausamjöll í Japan Vail hefur verið vinsæll skíðastaður í Colorado síðan á sjöunda áratugsíðustu aldar. Er skíðasvæðið með því stærsta sem gerist í heiminum og hentar skíðafólki á öllum stigum íþróttarinnar. Í Vail má finna úrval brekkna sem eru bæði langar og fínar og þeim er vel við haldið. Þær liggja niður í fallegan bæ þar sem lúxus hótel og frábærir veitingastaðir eru á hverju horni, ásamt fjölda verslana. Vail er ekki aðeins þekkt fyrir stærð svæðisins, með 31 skíðalyftu, heldur einnig fyrir fjölbreytni í landslagi og brekkum. Fyrir þá sem vilja púðursnjó er hægt að skíða úr alfaraleið. Hæsti tindur fjallsins er 3.527 metrar. Þar skín sólin yfir 300 daga á ári og þar er ávallt nógur snjór, sem gerir staðinn einstaka skíða- paradís. VAIL, USA Mögnuð skíðaparadís jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.