Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 4
INNLENT
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019
Í sautjánda himni
Við Fjarðarstræti á Ísafirði stendurreisulegt hús sem óvænt er komiðmeð tilvísun í afreksíþróttir á heims-
vísu enda hefur það óbeint tekið þátt í bæði
Evrópu- og heimsmeistaramótum í bæði
handbolta og fótbolta. Fyrir hönd Íslands.
Þannig er nefnilega mál með vexti að núm-
erið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar
Gunnarssynir hafa borið á bakinu á þessum
mótum vísar í þetta ágæta hús – 17.
Hvernig má það vera? spyrð þú líklega les-
andi góður, enda eru bræðurnir fæddir og
uppaldir á Akureyri og tengdir höfuðstað
Norðurlands órofa böndum. Jú, móðuramma
þeirra og afi, Arnór Sigurðsson og Hulda
Jónsdóttir, bjuggu um langt árabil í húsinu
og móðir þeirra, Jóna Emilía Arnórsdóttir,
ólst að stórum hluta þar upp.
„Við vorum alltaf dugleg að heimsækja for-
eldra mína meðan þau voru á lífi og þegar
strákarnir voru litlir bjuggum við einn vetur
á Ísafirði, í sömu götu. Þeir tengja því báðir
við húsið og það er ákaflega skemmtilegt að
þeir hafi valið að vísa í það með þessum
hætti. Arnór byrjaði á þessu, enda eldri, og
Aron tók það síðan upp eftir honum. Þeim er
greinilega annt um rætur sínar og við hugs-
um öll með hlýju til Ísafjarðar,“ segir Jóna
Emilía en þrír bræður hennar eru búsettir
vestra og einn þeirra á meira að segja Fjarð-
arstræti 17. Býr þar að vísu ekki sjálfur,
heldur leigir húsið út.
Jóna Emilía og eiginmaður hennar, Gunnar
Malmquist, eru nýkomin heim frá München,
þar sem þau sáu þrjá fyrstu leiki Íslands á
HM. „Það var rosalega gaman að vera úti og
fylgjast með liðinu í þessum leikjum og mað-
ur er með fiðring í maganum að fara aftur og
sjá leik eða leiki í milliriðlinum. Það er hins
vegar ekki hlaupið að því; bæði er erfitt að fá
miða og svo verður maður víst að vinna eitt-
hvað líka,“ segir Jóna Emilía og skellir upp
úr.
Hún er hæstánægð með frammistöðu sonar
síns á mótinu en hann er markahæstur í ís-
lenska liðinu og hefur verið valinn maður
leiksins í tveimur síðustu leikjum, gegn Japan
og Makedóníu. Ekki svo að skilja að það komi
henni í opna skjöldu. „Hann hefur alltaf verið
rosalega duglegur og það er mjög ánægjulegt
að fylgjast með honum taka meiri og meiri
ábyrgð. Lengi vel var hann í hlutverki vara-
manns með landsliðinu, meðan strákar eins
og Þórir Ólafsson og Ásgeir Örn Hallgríms-
son voru að spila og Arnór þurfti að vera þol-
inmóður. Núna er hann að uppskera og ég er
rosalega stolt af honum. Hann hefur náð
ótrúlega langt.“
Eins og bróðir hans var Arnór Þór bæði í
handbolta og fótbolta sem strákur en valdi
handboltann þegar að því kom að gera upp á
milli. „Hann var í marki í fótbolta og
þegar hann sá fram á að verða
ekkert sérstaklega hár í loftinu
var því líklega sjálfhætt. Við
sjáum þetta vel meðan þjóð-
söngurinn er leikinn, það
kemur alltaf einn lítill gutti
inn á milli stóru mannanna,“
segir móðir hans létt í bragði.
„Annars hafði hann alltaf meiri
áhuga á handboltanum og valdi
alveg örugglega rétta grein.“
Gunnar þjálfaði syni sína báða í
handbolta á sínum tíma og Jóna Emilía
fylgdi þeim í ófáa leikina og mótin þeg-
ar þeir voru yngri. Og nú hefur hún séð
Jóna Emilía ber lof á Þjóðverja fyrir glæsi-
lega umgjörð á HM; rífandi stemmning sé á
mótinu. „Það kemur svo sem ekki á óvart; við
förum reglulega á leiki hjá Arnóri í Þýska-
landi og það er alltaf full höll og rífandi
stemning. Þjóðverjar eru algjörir snillingar
þegar kemur að handbolta og frábært fyrir
Arnór að fá tækifæri til að spila í búndeslíg-
unni,“ en hann leikur sem kunnugt er með
Bergischer HC.
Eins og gengur var metingur milli bræðr-
anna í æsku, svo sem Aron Einar lýsir
skemmtilega í nýrri bók sinni, en í
dag segir móðirin þá styðja hvor
annan með ráðum og dáð. „Þeir
peppa hvor annan upp og fylgj-
ast náið hvor með öðrum.
Þannig ætlar Aron að fljúga til
Þýskalands á sunnudaginn
með eldri son sinn og sjá leik-
inn gegn Frakklandi. Ég
heyrði í honum í gær og
hann er með mikinn fiðring
út af HM.“
Hann er líklega ekki einn
um það.
Fjarðarstræti 17 á Ísafirði, þar sem amma og afi þeirra Gunn-
arssona réðu húsum. Bræðurnir tengdu við húsið í æsku.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17,
vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Móður bræðranna, Jónu Emilíu Arnórs-
dóttur, sem ólst upp í húsinu, þykir tilvísunin skemmtileg og er ákaflega stolt af sonum sínum, eins og gjörvöll þjóðin.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Jóna Emilía Arnórsdóttir og Gunnar Malmquist ásamt börnum sínum sex. Frá vinstri Tinna,
Hulda, Aron Einar, Atli Már, Ása og Arnór Þór. Grannt er fylgst með þeim síðastnefnda á HM.
Það er í alvöru heilmikil vinna að skrifa svona viku-lega pistla. Maður þarf að hafa voða miklar skoð-anir og setja sig inn í alls konar mál. Ég verð að
viðurkenna að stundum nenni ég því ekki alveg. Stundum
gerist það líka að fólk, sem ég þekki og treysti, hefur svo
rosalega ólíkar skoðanir að ég sit bara eftir og helli vatni
úr eyrunum.
Stundum er ég eins og pólitíkus með erfiðan og óþolandi
kjósanda. Ég er í raun ósammála honum en langar í at-
kvæðið hans. Ég nenni ekki að fara í langt og leiðinlegt
rifrildi en langar líka pínu að segja hvað mér finnst.
Ég er á þeim slóðum með Öldu Karen sem er búin að
fylla Hörpuna og nú Laugardagshöllina og talar við fólk
um hvernig því líður og hvað það eigi að gera til að líða
betur. Sem er gott. Sjálfum finnst mér reyndar óþolandi
þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera og reyna að
laga eitthvað í mínu lífi (sem mér finnst sjaldnast bilað) og
svo er ég svo mikill efasemdamaður. Sem ég hef reyndar
alltaf litið á sem kost í mínu fari.
Ég myndi halda að svona fyrirlestur væri frekar stutt-
ur. „Borðaðu hollan mat, reglulega. Hreyfðu þig, ekki
reykja og reyndu að drekka ekki alltof mikið. Ef það er
eitthvað að þá skaltu panta tíma hjá heimilislækni.“
Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að fara að
rukka 12.900 fyrir þetta en ykkur er velkomið að leggja
inn á mig ef þetta hjálpaði.
Ég er mögulega ekki alveg að tengja við að kyssa pen-
inga og tala við sjálfan sig í speglinum. Það finnst mér í
besta falli undarlegt. Og ég skil áhyggjur lækna og sál-
fræðinga af því að það sé allt í einu hægt að redda ein-
hverju flóknu og erfiðu á einfaldan hátt með innblásnum
fyrirlestri. Það hlýtur að vera soltið pirrandi að borga af
námslánunum ef þetta er svona einfalt.
Við treystum (flest) vísindum og það er eðlilegt. Kenn-
ingar hafa verið settar fram og sannaðar eða afsannaðar í
mörg hundruð ár. Þar er ákveðinn agi sem við þurfum í líf
okkar, rökhugsun og reglur. Ég myndi til dæmis alltaf
velja lækni frekar en heilara og frekar fara til sálfræðings
en í svett. Ég er líka af gamla skólanum og held að spegl-
un geri meira gagn fyrir hnéð á mér en endalaus köld böð.
En sem betur fer erum við ekki öll eins og stundum get-
ur það hjálpað okkur að hlusta á annað fólk. Prófa eitthvað
nýtt. Stundum er það líka þannig að það sem gefur okkur
von gefur okkur líka betri líðan. Og þar sem ég er á þeirri
skoðun að það sé miklu betra að vera léttur get ég alveg
keypt að það hjálpi að vera bjartsýnn í viðbót við lyfin. En
við verðum samt líka að muna að ef eitthvað hljómar of vel
til að vera satt, þá er sennilega einhver ástæða fyrir því.
Við erum nefnilega pínu
veik fyrir skyndilausnum
og allskonar ketókúrum,
fyrir sál og líkama. Við vilj-
um helst fá einhverja pillu
sem reddar þessu eða ein-
hvern sem segir okkur
hvernig við getum orðið
betri, helst í stuttu máli.
En það er alveg sama
hver það er: Guð, Jordan Peterson eða Alda Karen. Við erum
ekkert endilega sammála um boðskapinn en stundum mætt-
um við kannski róa okkur aðeins í viðbrögðunum. Hlusta eft-
ir því sem gæti gagnast okkur í stað þess að brjálast yfir því
sem við erum ósammála.
Þegar allt kemur til alls er þetta undir okkur sjálfum
komið. Og það er ekkert víst að þetta sé einfalt.
Ekkert víst að þetta sé einfalt
’Ég myndi halda að svonafyrirlestur væri frekar stutt-ur. „Borðaðu hollan mat, reglu-lega. Hreyfðu þig, ekki reykja og
reyndu að drekka ekki alltof mik-
ið. Ef það er eitthvað að þá skaltu
panta tíma hjá heimilislækni.“
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Arnór Þór
Gunnarsson á
HM í Þýskalandi.
Aron Einar
Gunnarsson á
HM í Rússlandi.
þá báða spila á HM og EM. Hvorn í sínu
sportinu. Spurð hvort hún hafi hugmynd um
hversu marga kappleiki hún hafi séð um dag-
ana hlær hún við: „Nei, ég hef ekki minnstu
hugmynd um það. En þeir eru ófáir.“