Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 16
Öldurnar við Íslandsstrendur eru þó mjög mis- jafnar. „Öldurnar geta verið litlar og þægilegar á sandströnd sem hentar öllum yfir í öldur sem geta brotnað í grunnu vatni en eru þá að fara yfir sig og það er mikill kraftur í þeim.“ Hann segir að maður læri á sjóinn. „Oft myndast straumar á ákveðnum stað, kannski tímabundið, en þegar maður er í góðu formi þá bara rær maður út úr þeim. Þegar þú ert mikið í sjónum lærirðu á hann, sérstaklega eins og þegar ég er að synda með myndavélina,“ segir hann en það er erfiðara en að vera með brettið því það er í raun eins og stórt flotholt. „Ég nota froskalappir og vatnshelt box um vélina þegar ég tek myndir. Þetta er krefjandi, sérstaklega þegar öldurnar eru stórar, upp á strauma því þú ert ekki ofan á vatninu heldur ofan í því,“ segir hann en öryggistilfinningin kom með auk- inni reynslu. Valdi Cornwall frekar en London Aftur að ljósmynduninni en Elli byrjaði að taka ljósmyndir í Nepal. „Þegar ég var í Nepal í ann- að sinn keypti ég myndavél á markaði og fór að taka myndir til gamans. Svo á einhverjum tíma- punkti fór ég að hugsað að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. Ég fór þá að vinna sem að- stoðarmaður hjá ljósmyndara í auglýsingastúd- íói hérna heima. Það var rosalega góður lær- dómur. Eftir það fór ég til Bretlands í BA-nám í ljósmyndun.“ Hann ætlaði að fara til London og var kominn inn í skóla í stórborginni. Þá sagði einhver honum frá Cornwall og að þar væru öldur. „Ég fór þangað,“ segir Elli sem sá aldrei eftir valinu. Falmouth-listaháskólinn stóð vel undir væntingum og meira en það og hann gat fengið útrás fyrir brimbrettaþörfina um leið. Að námi loknu var kreppan skollin á og túr- istasprengjan að byrja. Elli fékk nóg að gera við að mynda fyrir heima- síður fyrirtækja í ferða- þjónustu eins og Arctic Adventures og ferðaðist í tengslum við þetta marg- oft til Grænlands og fór á sjókajak og hundasleða. Það bættist bara við úti- vistarævintýrin. „Svo var ég alltaf að taka myndir af sörfi því ég hafði svo mikinn áhuga á því. En það virkaði fjarstætt að vera frá Íslandi og vera sörf- ljósmyndari. En ég fylgdist vel með öllum þess- um blöðum.“ Þá gripu netið og samfélagsmiðlar inn í en Elli er nú með 35 þúsund fylgjendur á Insta- gram @ellithor og einnig er hægt að skoða verk hans á ellithor.com. Hann kynntist ljós- myndaranum Chris Burkard, sem myndar mik- ið fyrir Surfer Magazine, biblíuna í bransanum. „Hann kom oft til Íslands og ég fór síðan með honum til Færeyja með hópi af atvinnubrim- brettamönnum. Svo kynntist ég fleirum og fór að fá birtar myndir í blöðum. Það vatt upp á sig og svo komu hliðarverkefni út frá því eins og fyrir Vans.“ Stuttmyndin bjó til tækifæri Elli hefur líka verið að gera stuttmyndir og heimildarmyndir en þau verkefni komu í kjölfar stuttmyndar sem hann skrifaði og framleiddi. Myndin heitir The Accord og fjallar að sjálf- sögðu um brimbrettaiðkun á norðurhjara ver- aldar. Myndin var verðlaunuð á Banff Mount- ain Film Festival. „Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í þessum útivistargeira. Myndin var valin til að fara á túr um heiminn og var sýnd víða og við unnum ein af þremur stærstu verð- launum hátíðarinnar. Einn í dómnefndinni vann fyrir Yeti og bað okkur um að koma með hug- mynd að mynd fyrir fyrirtækið,“ segir hann en Yeti er þekkt bandarískt útivistarfyrirtæki, sem framleiðir m.a. vörur sem halda heitu eða köldu. Elli hafði verið á Grænlandi með Völu Árna- dóttur sem er fluguveiðikona í verkefni fyrir 66°Norður og datt í hug að stinga upp á henni sem viðfangsefni myndarinnar. Úr varð heim- ildarmynd sem kom út á mæðradeginum í Bandaríkjunum í fyrra. Til viðbótar hefur hann núna fengið birtar myndir eftir sig í fjölmörgum tímaritum, allt frá stærstu brimbrettatímaritunum yfir í tískublað eins og Marie Claire. Það hefur því gengið upp hjá honum að fylgja sinni sannfæringu og köll- un. „Þetta er bransi sem er algjört hark og maður hefur oft velt því fyrir sér hvað maður er eiginlega að gera. Það er voða þægilegt að fá laun í hverjum mánuði þar sem skatturinn er bara tekinn af fyrir þig og þú þarft ekki að spá í neitt svoleiðis. Þetta eru hæðir og lægðir en smátt og smátt varð meira að gera hjá mér og það er alltaf þess virði að gera eitthvað sem maður hefur áhuga á. Ég er jafn spenntur að sitja heilan dag fyrir framan tölvuna að vinna myndir eins og að taka þær.“ Elli er með skrifstofu úti á Granda og er vel við hæfi að hann horfi beint út á sjó þegar hann situr við tölvuna. Hann segir Reykjavík henta vel til búsetu fyrir brimbrettafólk, ekki síst á sumrin þegar sunnanlægðirnar mæta. „Ég sörfa mest hér í kring. En ef ég fer með öðrum að taka myndir förum við annað í leit að öldum og áhugaverðu landslagi. Þá fer maður bara tíu daga út á land og keyrir út um allt. Það er alltaf einhver akstur. Ég hef sagt það að miðað við tímann sem fer í akstur þá er ég eiginlega meiri atvinnubílstjóri en atvinnuljósmyndari eða sörfari,“ segir hann og hlær. „Stundum keyrirðu í átta tíma eftir einhverri spá og svo bara breytist hún og þá ferðu kannski eitthvað annað og keyrir í aðra sjö tíma.“ Leitin að nýjum stöðum Það er samt þessi leit að nýjum stöðum til að fara á brimbretti á sem drífur allt áfram, staði með fallegum öldum. „Skemmtilegast er að rannsaka og finna eitt- hvað nýtt. Við erum búin að finna marga nýja staði síðustu fimmtán ár og það eru algjör for- réttindi; eitthvað sem sörfara annars staðar dreymir um. Þetta er eins og að vera á Havaí í kringum 1960. Þetta er sérstakur tími. Það er frá- bært að vera hluti af þess- ari fyrstu kynslóð hérna.“ Það eru ekki margir sem stunda brimbretti hér á landi. „Það eru um 15-20 manns sem gera þetta allt árið af fullum krafti. Svo eru kannski um 30 í viðbót sem eiga bretti og fara eitthvað á sumrin. Allir þekkjast sem eru í þessu, þetta er allskonar fólk, tölvunarfræð- ingar, lyfjafræðingar og sjómenn.“ Fleiri eru nú í sjónum í kringum Reykjavík en áður. „Á stöðum þar sem maður var einn og það voru margir ef það voru sex geta verið þar kannski 15-20 manns núna. Þetta er pínu sjálfs- elskt sport. Þú vilt sörfa einn og fá sem flestar öldur og þegar ég set myndir inn á samfélags- miðla set ég aldrei staðarnöfn. Mér finnst líka partur af því að ef þú kemur hingað, þá er skemmtilegra að finna út úr hlutunum sjálfur. Það sem er svo eftirsóknarvert við að sörfa hér er að það er enn þá ævintýri. Fyrir mér er sörf- ið 50% og 50% er ferðalagið í kringum þetta, fé- lagsskapurinn og það að leita; stundum keyr- irðu í átta tíma og verður fyrir vonbrigðum en þegar það heppnast þá er það magnað,“ segir Elli en hann og félagar hans benda erlendum gestum á þetta sama, að setja alls ekki korta- merkingu á myndirnar. „Þetta er annað sport hér heldur en í Biarritz í Frakklandi þar sem þú keyrir á bílastæði þar sem er fullt af fólki og sturtan tilbúin. Hérna ertu úti í náttúrunni, þú ert úti í sjó og það kem- ur hríð, allt í einu styttir upp og þá sérðu seli og regnboga. Það er eitthvað við það að fara út í sjó, það er eins og það hreinsi þig, þér líður miklu betur þegar þú kemur upp úr. Þú þarft að vera alveg í núinu því það eru engar tvær öldur eins. Þú hefur ekki tíma til að hugsa allt sem þú ert að pæla í. Ég hef verið í allskonar sporti og einhvern veginn aldrei fundið neitt eins og þetta. Þetta er gjörsamlega ávanabindandi en líka rosalega gefandi.“ Elli er líka símalaus þegar hann sörfar og nýtur tímans í tengslum við náttúruna, fjarri samfélagsmiðlum, sem hjálpar núvitundinni. Fer á bretti með dótturinni Elli á eina dóttur, hún er sjö ára og heitir Unn- ur Ýja. „Hún var þriggja ára með mér á svona „boogie board“ á Havaí. Um leið og hún var orðin nógu stór til að passa í galla hefur hún sörfað á sumrin hérna með mér og hefur rosa gaman af því,“ segir Elli sem elur dóttur sína upp í sömu útivistarhefð og hann sjálfur ólst upp við. „Partur af því finnst mér að vera í tengslum við náttúruna og að vera úti, það hafa allir gott af því. Við förum á snjóbretti og í tjald- ferðalög.“ Hvað er síðan næst á dagskrá? „Það er alltaf eitthvað í gangi. Red Bull er að gera heimildarþætti um ljósmyndara sem heita Chasing the Shot. Ég er að gera einn þátt með þeim, þetta snýst um að ná ákveðnum öldum, stórum öldum sem hafa ekki verið myndaðar áður. Síðan er ég alltaf að vinna í mínum eigin verkefnum og líka auglýsingaverkefnum. Mörg fyrirtæki eru farin að gera lítil heimildar- myndaverkefni í stað sjónvarpsauglýsinga. Í Elli notar froskalappir og vatnshelt box um vélina þegar hann tekur myndir en það er krefjandi að vera í sjónum með myndavélina. Mynd/Chris Burkard ’Það er eitthvað við þaðað fara út í sjó, það ereins og það hreinsi þig, þérlíður miklu betur þegar þú kemur upp úr. Þú þarft að vera alveg í núinu því það eru engar tvær öldur eins. haust gerði ég til mynd í samvinnu við Surfer Magazine og Seiko-úrafyrirtækið sem var dreift víða.“ Sú spurning vaknar hvernig hann haldi sér í formi fyrir svona líkamlega erfiða íþrótt. „Ég held að ég hafi komið inn á líkamsræktarstöð tvisvar á ævinni. En ég spilaði fótbolta í tíu ár og hef alltaf hreyft mig mikið. Ég sörfa mikið til að halda mér í formi og svo þegar það eru mikl- ar annir vegna myndaverkefna koma kannski tveir mánuðir sem ég næ ekki að fara og þá er mann farið að klæja í puttana. Ég er að reyna að gera meiri jógaæfingar og komast inn í þann heim svo maður verði ekki stirður og geti sörf- að þangað til maður verður gamall. Maður sér gauka sem sörfa 75 ára gamlir og gera jógaæf- ingar á hverjum degi. Maður verður að reyna að halda líkamanum ungum.“ Það er töfrum líkast að vera á brimbretti undir norðurljósadansi. VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.