Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019
HEILSA
Það er ekki til meiri blessun en að eign-ast barn. Barnalán er ríkidæmi. Enþað er ekki aðeins tekið út með sæld-
inni að fá nýfætt kríli í hendur. Því fylgir
mikil ábyrgð og lífið tekur stakkaskiptum.
Gleðin og hamingjan ryður að sjálfsögðu öll-
um neikvæðum áhrifum til hliðar en það
breytir ekki þeirri staðreynd að nýbakaðir
foreldrar takast gjarnan á við áskoranir sem
reynt geta verulega á. Þær geta verið tengd-
ar heilsufari eins og margar rannsóknir á
síðustu árum hafa varpað ljósi á. Þannig hef-
ur komið í ljós, og margir þekkja af eigin
raun, að barneignum fylgir oft og tíðum tals-
verð þyngdaraukning. Það ætti ekki að koma
á óvart í sjálfu sér en ástæðurnar fyrir því
eru margþættar.
Minni svefn hefur mikil áhrif
Meðal þess sem breytist í lífi nýbakaðra for-
eldra er svefninn. Hann verður ekki aðeins
óreglulegur heldur oft miklu minni en áður
en barnið eða börnin komu í spilið. Minni
svefn hefur margvísleg áhrif á heilsuna en
næringarfræðingar hafa bent á að minni
svefn leiði til minni orku og það valdi því að
nýbakaðir foreldrar leiti gjarnan í meiri mat
og oft óhollari til þess að sækja orku sem
ekki tókst að safna með svefni. En það er
ekki aðeins orkuleysið sem getur haft áhrif í
þessum efnum. Þegar fólk fær ungbarn í
fangið breytist forgangsröðunin enda eru
hvítvoðungar með öllu háðir umsjá og um-
hyggju sinna nánustu. Það tekur mikinn
tíma, orku og einbeitingu að annast vel um
nýfædd börn og það leiðir gjarnan til þess að
þegar foreldrar matast sé það gert á hlaup-
um og án þess að leiða hugann að því hvað
þeir láta ofan í sig. En þá getur hið lúmska
kortisól einnig haft mikil áhrif en þann
„skaðvald“ fjallaði ég allítarlega um á þess-
um vettvangi 1. desember síðastliðinn. Kort-
isólið er hormón sem líkaminn framleiðir
þegar við verðum stressuð og það kemur
ójafnvægi á orkubúskap líkamans. Margir
nýbakaðir foreldrar upplifa stress, ekki að-
eins vegna svefnleysis heldur einmitt vegna
þess sem hér að ofan var nefnt. Ábyrgðin er
mikil og inn í lífið koma allskyns skyldur og
skuldbindingar sem áður voru ekki til stað-
ar. En verður eitthvað undan að láta? Þarf
ný forgangsröðun að fela það í sér að heilsu-
rækt og hreyfingu sé sleppt?
Að halda sér á hreyfingu
Svarið er: ekki endilega. En það eru miklar
líkur á því að það gerist nema með aga og
skipulagi. Og það er mikilvægt að leita leiða
í þá veru. Í fyrsta lagi vegna þess að maður
er betur búinn undir álagið og verkefnin sem
takast þarf á við ef maður heldur sér í góðu
formi en einnig vegna þess að börnin, m.a.
þau sem eldri eru (sé ekki um fyrsta barn að
ræða) fylgjast með foreldrum sínum og
horfa á þau sem fyrirmyndir – maður á að
sýna gott fordæmi.
Nú þegar strákurinn minn er orðinn ríf-
lega 2 ára hef ég komið góðu skikki á hreyf-
inguna en það verður að viðurkennast að ég
lét hana sitja á hakanum fyrst eftir að hann
fæddist. Nú er orðið mjög stutt í að sá næsti
komi í fangið og ég er búinn að ákveða að
viðhalda hreyfingunni í kjölfar þess. Til þess
hef ég nokkur ráð. Fyrsta skrefið var að
koma sér upp æfingatæki heima líkt og ég
gerði með róðrarvélinni góðu og handlóð-
unum. En þá hef ég einnig ákveðið að taka
hreyfinguna framar í forganginn en ýmislegt
annað. Og svo er það tæknin sem getur
hjálpað eins og ég fjalla í nokkrum orðum
um í greininni hér fyrir neðan.
Og þá er einnig gott, þegar maður ætlar
að humma smá hreyfingu fram af sér, sökum
þreytu eða álags, að hafa í huga ábendingu
Patrick McGee, blaðamanns hjá Financial
Times, að klukkutími er ekki nema 4% af
sólarhringnum. Það er illa fyrir manni komið
ef maður getur ekki varið því hlutfalli tím-
ans í hreyfingu og andlega uppbyggingu um
leið.
Nýtt barn og
meiri hreyfing?
Því fylgja margvíslegar áskoranir að eignast barn og það getur
reynst þrautin þyngri að samhæfa barnauppeldið og reglubundna
hreyfingu. Nú stend ég frammi fyrir slíkri áskorun – aftur.
Því fylgja oft vökur og slitróttur svefn að eignast barn. Leita þarf leiða til þess að hvílast sem mest
og best en hluti af því er að viðhalda hreyfingu og hollu mataræði. Það verður verkefnið á næstunni.
Getty Images/iStockphoto
Oft er talað um snjallsímann
sem lúmskasta tímaþjófinn.
Það er eflaust rétt en tæknin
stelur ekki aðeins frá manni
tíma. Hún getur líka sparað
hann ef hún er nýtt með skyn-
samlegum hætti. Eftir að hafa
lesið áhugaverða frétt í Morg-
unblaðinu um matvörusölu
Heimkaupa á netinu ákvað ég
að prófa þjónustuna. Tók mig
til, settist niður við tölvuna einn
morguninn og pantaði allt sem
ég taldi þurfa til heimilishalds-
ins næstu dagana. Þegar ég
hafði safnað í hina rafrænu
körfu öllum vörunum gekk ég
frá greiðslu og gaf upp hent-
ugan afhendingartíma. Rétt fyr-
ir klukkan 19:00 um kvöldið
kom varan svo, snyrtilega pökk-
uð inn í pappakassa – upp að
dyrum.
Þarna hafði ég fundið leið til
þess að spara tíma og draga úr
álagi sem fylgir því að fara með
þreytt börn í búðaleiðangur í
lok vinnudags. Þessi tækni er
komin til að vera og hefur
reyndar lengi verið í boði í ná-
grannalöndunum. En nú ryður
hún sér til rúms hér og á eftir
að batna og verða sjálfsagður
hluti af heimilishaldi okkar
flestra.
Geti maður pantað vörur
tvisvar til þrisvar í viku með
þessum hætti í stað þess að fara
þrisvar til fimm sinnum í mat-
vörubúðina getur maður spar-
að sér tvo til þrjá klukkutíma í
viku sem tengjast akstri og
flandri um risastór búðagólfin.
Og það er meira sem þetta ger-
ir. Þetta dregur úr matarsóun.
Það eru mun minni líkur á að
óþarfi eða sælgæti endi í körf-
unni sem senda á til manns ein-
hverjum klukkustundum síðar
en körfunni sem maður ýtir á
undan sér í lok dags þegar orku-
birgðir líkamans eru í algjöru
lágmarki.
TÆKNIN EKKI BARA TÍMAÞJÓFUR
Leið til að spara tíma
Pistill
Stefán Einar
Stefánsson
ses@mbl.is
ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR
92,9 kg
84,1 kg
84,5 kg
Upphaf:
Vika 18:
Vika 19:
16.522
31.692
12.135
13.699
2 klst.
3 klst.
HITAEININGAR
Prótein
27,4%
Kolvetni
37,4%
Fita
35,2%
Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is
Aldrei haft jafn þykkt hár
„Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume
frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng
augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að
hætta að taka þetta bætiefni inn.“
Edda Dungal
Hair Volume inniheldur
jurtir og bætiefni sem sem
eru mikilvæg fyrir hárið og
getur gert það líflegra
og fallegra.
Er hárlos eða þunnt hár að plaga þig?