Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019 MATUR Pinterest veit mik- ið um það sem al- menningur er að hugsa og eitt af því sem hefur verið hvað mest aukning á í leitarvél miðils- ins (413%) á síðast- liðnu ári er hvernig eigi að gera heima- bakað brauð. Fólk vill heldur baka næringarrík brauð heima en að kaupa verksmiðjuframleitt brauð. Lyktin er líka svo miklu betri. GettyImages/iStockphoto Heima- bakað brauð Sultugerð kemst alltaf reglulega í tísku og í ár er búist við að hún verði algengari en áð- ur en það helst kannski í hendur við þann straum að heimabak- að brauð nýtur sívax- andi vinsælda. Sam- kvæmt Pinterest var leitað að uppskriftum að sultum og marmel- aði 829% oftar á árinu 2018 en 2017. Ekki er aðeins leitað að upp- skriftum að hefðbund- inni berjasultu heldur vill fólk nota óvenjuleg innihaldsefni í bland og leitar líka leiða sem þykja vænlegar til árangurs til að fá börn með sér í sultugerð- ina. Sultur og marmelaði Það eru alltaf einhver fram- andi lönd til að líta til fyrir innblástur í matargerðinni. Andrew Freeman, matar- ráðgjafi frá San Franscisco, segir að Georgía sé næsta stjarnan í matargerðinni. Þar hefur eitthvað að segja sérlega Instagram-vænn réttur sem kallast khachap- uri, ostafyllt brauð toppað með eggi. Því er líka spáð að georgískt vín verði vin- sælla á árinu enda hafi þjóð- in verið að framleiða vín lengur en nokkur önnur í heiminum. Georgísk matseld Hvað verður vinsælt á árinu? Matgæðingar eru oftar en ekki nýjungagjarnir og hafa gaman af því að örva bragðlaukana með nýstárlegum réttum og drykkjum. Í upphafi árs spá margir fyrir um hverjir verði mest áberandi matarstraumarnir á komandi ári. Þar er af mörgu af taka en hér verða talin upp nokkur atriði sem eru áhugaverðari en önnur og munu líklega njóta vinsælda á árinu 2019. Þó er tekið fram að þetta eru ekki vísindi en vel er hægt að hafa gaman af svona pælingum. Undirrituð er til í að prófa allt sem hér er skrifað um, hvort sem það er eitthvað hefðbundið eins og heimabakað brauð og sultur, eða sveppate. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Te með ostafroðu Te og ostur hljóma eins og andstæður en New York Times spáir því að ostate nái miklum vinsældum í Bandaríkjunum í ár. Íslendingar eru nýjungagjarnir og aldrei að vita nema þessi drykkur verði algeng- ur hér árið 2019. Grænt te, svart te eða ávaxtate er toppað með einskonar osta- froðu, sem er oftar en ekki rjómaostur blandaður með rjóma og er froðan ann- aðhvort sæt eða sölt. Þessi drykkur, sem er ættaður frá Taívan, hefur nú þegar náð vinsældum í San Fransisco þar sem mascarpone og Meyer-sítrónur eru not- aðar við ostafroðugerðina.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.