Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 26
Fjallasvæðið við bæinn Cortinu í Dólómítafjöllum
Ítalíu býður upp á ótrúlega náttúrufegurð. Fólkið í
þessum litla bæ á Norður-Ítalíu er vant ferðamönn-
um en staðurinn hefur verið vinsæll ferðamanna-
staður í þúsund ár. Í aldir hafa því heimamenn haft
reynslu af túrisma og þá sérstaklega hvað varðar
skíðaferðamennsku.
Mörg skíðasvæði eru á þessum slóðum en Cortina
er ekki einungis þekkt vegna landslagsins, heldur
einnig fyrir gamla þorpið sem þykir einstaklega
sjarmerandi.
Skíðamennskan er fjölbreytt og hentar vel fyrir
fjölskyldur en einnig fyrir þá allra reyndustu. Á svæð-
inu má finna 120 kílómetra af brekkum, bæði fyrir
skíðafólk og brettafólk, og 35 lyftur sem flytja fólk á
toppana. Hæsti toppurinn nær næstum 3.000 metr-
um. Í Cortinu er að finna bröttustu skíðabrekku
Dólómítafjallanna og frábæran brettagarð.
CORTINA D’AMPEZZO, ÍTALÍU
Sjarmerandi bær
Thinkstock/Getty Images
Skíðað í fjórum
heimsálfum
Margir Íslendingar nota veturinn og vorið til þess að fara á skíði
erlendis og er algengt að fara á sömu staðina ár eftir ár. En það er gam-
an að breyta til því frábæra skíðastaði má finna um víða veröld. Hér
má líta nokkra skíðastaði í fjórum heimsálfum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019
FERÐALÖG
Fólk sækir aftur og aftur á þennan frábæra skíðastað í Kanada sem
lendir gjarnan í fyrsta sæti yfir bestu skíðastaði heims. Þarna eru
200 fjallstindar á 32 kílómetra svæði og meðalsnjókoma á ári er þar
12 metrar, þannig að ekki vantar snjóinn. Whistler er aðalskíða-
staður Kanadabúa og stærsta vetraríþróttasvæði Norður-
Ameríku.
Með nýrri hraðbraut tekur aðeins tvo tíma að keyra þangað frá
alþjóðlega flugvellinum í Vancouver. Í Whistler má finna allt frá
hostelum til fimm stjörnu hótela.
Í Whistler eru yfir 200 brekkur og 37 skíðalyftur. Einn gondólinn
flytur fólk þrjá kílómetra milli fjallstoppa og er lengsta skíðalyfta
heims.
Í sumum brekkum er hægt að skíða allt árið. Mikil fjölbreytni er
sögð í brekkum og er svæðinu er þeim haldið mjög vel við. Útsýnið
skemmir ekki fyrir en af fjallstoppunum þarna er hægt að sjá Kyrra-
hafið. Svæðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum og hent-
ugt fyrir fjölskyldur.
WHISTLER BLACKCOMB, KANADA
Whistler í toppsæti