Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Veður víða um heim 3.2., kl. 18.00
Reykjavík -2 snjókoma
Hólar í Dýrafirði -6 alskýjað
Akureyri -12 skýjað
Egilsstaðir -14 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 1 snjókoma
Nuuk -4 léttskýjað
Þórshöfn 1 léttskýjað
Ósló -5 léttskýjað
Kaupmannahöfn 0 snjóél
Stokkhólmur -7 skýjað
Helsinki 2 rigning
Lúxemborg 1 léttskýjað
Brussel 4 skúrir
Dublin 7 rigning
Glasgow 5 rigning
London 4 heiðskírt
París 5 skýjað
Amsterdam 5 léttskýjað
Hamborg 2 léttskýjað
Berlín 2 súld
Vín 5 skúrir
Moskva 0 þoka
Algarve 14 heiðskírt
Madríd 8 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 10 léttskýjað
Róm 10 rigning
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -20 snjókoma
Montreal -13 alskýjað
New York 5 heiðskírt
Chicago 6 þoka
4. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:59 17:25
ÍSAFJÖRÐUR 10:19 17:15
SIGLUFJÖRÐUR 10:03 16:57
DJÚPIVOGUR 9:33 16:50
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Gengur í austan 15-23 m/s með snjó-
komu, en slyddu eða rigningu við ströndina, einkum
SA-lands. Hægari vindur og þurrt N-til á landinu, en
dálítil snjókoma og hvessir með kvöldinu.
Þurrt N-til á landinu og talsvert frost. Víða dálítil snjókoma annars staðar, en úrkomulítið á Aust-
fjörðum og SA-landi síðdegis. Frost 0 til 10 stig. Vaxandi austanátt í kvöld með éljum S-lands.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Á Dýraspítalann í Garðabæ hafa
komið hundar sem eru illa skaðaðir á
sál og líkama eftir að hafa verið með
rafmagnsól um hálsinn. Slík ól gefur
hundinum rafstuð þegar hann geltir
eða þegar eigandi gefur rafstuð með
fjarstýringu til að refsa hundinum
fyrir einhverja tiltekna hegðun.
Notkun þessara óla er bönnuð hér á
landi og dýra-
læknar á spítalan-
um hafa tilkynnt
þessi tilvik til
Matvælastofnun-
ar sem illa með-
ferð á dýri.
Hanna M. Arn-
órsdóttir, dýra-
læknir á spítalan-
um, segir að
a.m.k. í einu tilvik-
inu hafi eigendur
hundsins sagt að hundaþjálfari hafi
mælt með notkun svona ólar vegna
þess að viðkomandi hundur hafi gelt
mikið þegar hann var einn heima og
sýnt merki um aðskilnaðarkvíða.
„Það er ástæða fyrir því að þessar ól-
ar eru bannaðar á Íslandi og fleiri
lönd hafa tekið upp slíkt bann,“ segir
Hanna. „Rafmagnsól tekur í engu á
hegðun hundsins eða þeirri líðan sem
veldur henni. Ólin getur í besta falli
aukið á vanlíðan en í versta falli valdið
hundinum bæði líkamlegum og sálar-
legum skaða.“
Hrottaskapur og heimska
Hanna nefnir dæmi um hund sem
höndlaði illa að vera einn heima.
Hann hafi sýnt talsverð merki geðs-
hræringar, gelt mikið og skemmt
muni, m.a. heilu hurðirnar og innrétt-
ingarnar. Eigendurnir hafi brugðið á
það ráð að setja á hann ól sem úðaði á
hann sítrónulykt, sem honum líkaði
illa, en þegar það skilaði engum ár-
angri var sett á hann rafmagnsól og
fékk hann líkamlega áverka af henni
„Hann upplifði enn meira óöryggi í
kjölfarið. Aðskilnaðarkvíði er ekki
óalgengur meðal hunda og við verð-
um að muna að hundurinn er félags-
vera. Honum er ekki eiginlegt að vera
einn, þó að hann geti lært að sætta sig
við það. Að refsa hundi fyrir hræðslu
er hrottaskapur og heimskulegri að-
ferð þekkist varla,“ segir Hanna.
Hún nefnir dæmi um annan hund
sem hafði verið með rafmagnsól þeg-
ar hann var yngri. „Áður en þeir fá
rafstuðið, gefur ólin frá sér hátíðni-
hljóð. Hundurinn var orðinn logandi
hræddur við svipuð hljóð vegna þess
að hann hélt að hann ætti að fá raf-
stuð þegar hann heyrði þau.“
Spurð um hvernig standi á því að
hundaþjálfarar mæli með aðferðum
sem þessum við hundaeigendur, sem
að auki eru ólöglegar, segist Hanna
ekki geta svarað fyrir það. „Hunda-
þjálfun er ekki leyfisskylt starfsheiti,
í raun geta allir kallað sig þessu heiti
og enginn tekur þessa starfsemi út.
Það sem fólk kallar jákvæðar aðferðir
er mjög mismunandi innan þessarar
stéttar, flestir þeirra fylgjast með því
sem er að gerast í hundaþjálfun, en
það eru alltaf einhverjir sem gera það
ekki og vita ekkert um þá miklu þekk-
ingu sem komin er á atferli og hegðun
hunda og skilgreina hegðunina sem
mótþróa, mótmæli eða heimsku.“
Hanna segir að það sé sín tilfinning
að þeir hundaeigendur sem noti raf-
magnsólar á hunda sína séu almennt
ekki meðvitaðir um þann skaða sem
þeir valdi með því. Yfirleitt sé um að
ræða hugsunarleysi. „En við eigum
að vita betur og við ættum að geta
sett okkur í spor hrædds dýrs. Fólk
sem velur sér að eiga gæludýr er með
því að undirgangast tiltekna skuld-
bindingu og í því felst m.a. að fara
með dýrið á mannúðlegan hátt. Það er
okkar, sem eigum þau, að veita þeim
það sem þau þurfa til að eiga gott líf.
Við þurfum að líta okkur nær og
spyrja okkur hvað við getum gert bet-
ur til að hundurinn skilji hvað við er-
um að fara fram á í staðinn fyrir að
vera svona refsiglöð.“
Skaðlegar hundaólar í notkun
Brögð eru að því að rafmagnsólar sem gefa rafstuð séu notaðar á hunda Eru bannaðar hér á landi
Dýralæknir segir að hundaþjálfarar hafi ráðlagt þessa notkun Tilkynnt til MAST sem ill meðferð
Ljósmynd/Dýraspítalinn í Garðabæ
Brunasár Myndin var tekin af starfsfólki Dýraspítalans í Garðabæ fyrir nokkru og sýnir áverka á hálsi hunds sem hafði verið með rafmagnsól um háls sinn.
Ólöglegt Notkun rafmagnsólar, eins og er á
myndinni, brýtur í bága við reglugerð.
Í reglugerð um velferð gæludýra
segir að óheimilt sé að nota
hvers konar tæki eða tól, eða
beita þau dýr sem þjálfa skal,
neinum þeim aðferðum eða
þvingunum, sem valdi þeim
sársauka eða hræðslu. „Notkun,
sala og dreifing á hvers konar
útbúnaði sem gefa dýri rafstuð
eða valda verulegum óþæg-
indum er bönnuð,“ segir í reglu-
gerðinni.
Valdi ekki
sársauka
DÝRAVELFERÐ
Hanna M.
Arnórsdóttir
Rafmagnsól Hanna segir að þeir hundaeigendur sem noti raf-
magnsólar á hunda sína séu almennt ekki meðvitaðir um skaðann.