Morgunblaðið - 04.02.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
* Til að DHA skili jákvæðum áhrifum
þarf að neyta 250 mg á dag.
OMEGA-3
FYRIR SJÓN
OG AUGU
Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi
sem er einkumætlað að viðhalda
eðlilegri sjón.
Omega-3 augu inniheldur lútein,
zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt
omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og
ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla
að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Bridshátíðinni í Reykjavík,sem hófst hinn 31. janúarsíðastliðinn í Hörpu, lauk ígær með pomp og prakt.
Meðal keppenda á mótinu var hin
svokallaða Ungliðahreyfing frá
Borgarfirði en hana skipa systkinin
Anna Heiða Baldursdóttir og Heiðar
Baldursson ásamt Loga Sigurðssyni
en þau spiluðu í liði ásamt Ingimundi
Jónssyni, gjaldkera Bridssambands
Íslands.
Hljóðið var gott í kátum í brid-
sköppunum milli leikja í Hörpu í
gær. „Við Heiðar erum búnir að spila
brids í sex ár,“ sagði Logi um unglið-
ana. „Ingimundur er náttúrlega bú-
inn að spila mjög lengi og Anna
Heiða svipað lengi og við. Við fórum
á nýliðanámskeið sem Ingimundur
hélt og erum búin að vera forfallin
síðan. Við höfum rosalegan áhuga á
brids og finnst þetta skemmtileg
íþrótt.“
Ekki þykir mikil gróska í brids
meðal íslenskra ungmenna en með-
limir ungliðahreyfingarinnar kváð-
ust ekki geta útskýrt orsakir þess.
„Þetta hefur kannski stimpil á sér
víðast hvar á landinu að vera eldri
borgara íþrótt,“ sagði Ingimundur.
„Nema í Borgarfirðinum, þar sem
við erum til dæmis með nýlið-
anámskeið núna þar sem eru að
minnsta kosti sex spilarar undir þrí-
tugu. Við njótum þeirra forréttinda
að hafa þessa ungu spilara. Með
þeim er auðveldara að krækja inn
fleiri.“
Aðspurð hvers vegna hún héldi
að brids hefði fengið orð á sig sem
íþrótt fyrir eldra fólk svaraði Anna
Heiða: „Þetta var vinsælt á sjöunda,
áttunda áratugnum og aðeins á tíma
Bermúdaskálarinnar. Síðan er þetta
hægt og bítandi að deyja út.“
„Hópurinn eldist bara og það
hefur verið lítil endurnýjun,“ bætti
Logi við. „Smám saman kom þessi
stimpill að þetta væri fyrir eldra fólk.
En ég held að ef fleiri ungir myndu
prufa þetta væru mun fleiri í þessu.“
Brids sem skyldufag?
Bridsspilararnir sögðu end-
urnýjun í brids vera með betra móti í
nágrannaríkjum Íslands og ýmsum
öðrum löndum. „Þeir eru já betri í
því í Skandinavíu og Hollandi,“ sagði
Ingimundur. „Í Ísrael eru þeir með
þetta inni í skólakerfinu. Þar er þetta
bara skyldufag!“
„Þetta er bara hollt fyrir flesta,“
sagði Logi. „Það væri ekki vitlaust að
hafa þetta sem skyldugrein því að
menn þjálfa hugann í þessu og verða
ósjálfrátt betri í öðrum fögum.“
Heiðar sagðist geta vottað það
að bridsspilun hefði hjálpað honum
að bæta sig í námi. „Stærð-
fræðikunnáttan batnaði heldur betur
hjá mér eftir að ég byrjaði að spila.
Það varð allt einfaldara.“
Aðspurð hvaða kostir einkenna
góðan bridsspilara nefndu unglið-
arnir ýmislegt, meðal annars heppni.
„Maður verður að hafa nógan tíma til
þess að æfa sig. Það skiptir mestu
máli. Þetta lærist ekki á einum degi
heldur töluverðan tíma að læra að
skilja brids. Þegar það kemur, þá er
þetta gaman.“
Ungliðarnir hvöttu fólk til þess
að prófa brids og gefa því tækifæri.
Jafnframt buðu þau alla velkomna til
að spila með þeim í Logalandi í Borg-
arfirði.
Ungliðahreyfing á bridshátíðinni
„Maður verður að hafa
nógan tíma til þess að
æfa sig. Það skiptir mestu
máli. Þetta lærist ekki á
einum degi heldur tekur
töluverðan tíma að læra
að skilja brids. Þegar
það kemur, þá er þetta
gaman.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórmót Bridsmótið sem haldið var í Hörpu var það stærsta sem farið hefur fram á Íslandi. Um 400 manns og 74 lið tóku þátt í keppninni í þetta sinn.
Hugarleikfimi Heiðar Baldursson íhugull á bridshátíðinni í Hörpu í gær.
Heiðar var einn af keppendum fyrir Ungliðahreyfinguna á mótinu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra setti Bridshátíð Reykjavíkur
í Hörpu á fimmtudaginn, 31. jan-
úar. Opnunin þótti ekki af verra
taginu og var umtalað hversu
glæsilega mótið hefði byrjað.
Bridshátíðin í ár er sú stærsta sem
haldin hefur verið á Íslandi. Tæp-
lega 400 manns tóku þátt og voru
nokkrir af fremstu bridsspilurum
heims þar á meðal. Mátti þar helst
nefnda spilara á borð við Zia
Mahmood, Danan Dennis Bilde og
Sabinu Auken.
Bridsmótið í Reykjavík var upp-
haflega haldið árið 1982 að frum-
kvæði íslenska Bridssambandsins,
Bridsklúbbsins í Reykjavík og Ice-
landair. Þessi fyrirtæki gerðu há-
tíðina síðan að árlegum viðburði.
Sigurlið mótsins er íslenska liðið
Grant Thornton, en liðið skipa þeir
Sveinn Rúnar Eiríksson, Ragnar
Hermannsson, Anton Haraldsson,
Guðmundur Snorrason, Hrólfur
Hjaltason og Oddur Hjaltason. Alls
kepptu 74 lið á mótinu. Í tvímenn-
ingsmótinu voru þeir Espen Er-
ichsen og Thor Erik Hoftaniska
stigahæstir, með 5782,9 stig.
Bridshátíðin í ár sú
stærsta í Íslandssögunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kankvís Anna H. Baldursdóttir keppti fyrir hönd Ungliðahreyfingarinnar.