Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 04.02.2019, Síða 23
frá Háskólanum í Reykjavík 2001 og fékk löggildingu fasteignasala 2006. Ásdís starfaði sem verkefnastjóri hjá EJS frá 2000-2003 þar til hún var svo heppin að missa vinnuna í netbóluhruninu og fór þá að vinna við fasteignasölu og hefur starfað þar síðan og rekið sitt eigið fyr- irtæki síðan 2010 sem heitir Húsa- skjól. „Þar starfa sex manns og við seljum bæði eignir hér heima sem og erlendis í samstarfi við alþjóðlega fasteignakeðju sem heitir Leading Re.“ Ásdís ferðast mikið og hefur gam- an af að skoða ný svæði. Hennar kjörsvæði er þó alltaf Karíbahafið. „Fyrir nokkrum árum breytti ég um lífsstíl og tók mig og mitt um- hverfi alveg í gegn; fór úr því að vera sófakartafla í það að æfa 10-12 sinnum í viku og er núna að und- irbúa mig fyrir Landvættina.“ Ásdís verður að heiman á afmælisdaginn á ráðstefnu í San Diego þar sem hún mun m.a. halda fyrirlestur um hvernig er hægt að breyta um lífsstíl og þaðan er ferðinni heitið til Ja- maíku í jóga-reggíafslöppun, þar sem Ásdís mun hefja nýja áratug. „Fátt er betra en að núllstilla sig með Bob Marley.“ Ásdís hélt upp á afmæli sitt 1. febrúar á Bryggjunni brugghúsi. „Þetta var óhefðbundið afmæli; ég tók upp mínímalískan lífsstíl og sló tvær flugur í einu höggi, afþakkaði allar gjafir og lét þær renna til AHC-samtakanna. Við vorum líka með happdrætti til styrktar samtök- unum. Eftirminnilegasta afmælis- gjöfin er þó alltaf 21 kexpakki sem ég fékk á bát á Amazon þar sem ferðafélagarnir gleymdu afmælinu mínu og skítaredduðu sér með því að fara í sjoppuna á bátnum.“ Fjölskylda Ásdís giftist Þóri Sigurgeirssyni hinn 2. september 1995, þau skildu 2015. Börn þeirra eru Axel Valur, f. 3.4. 1996, nemi í sagnfræði við HÍ, Viktor Logi, f. 23.6. 2002, nemi í MR, og Sigrún Tinna, f. 22.2. 2009, nemi í Lindaskóla. Systkini Ásdísar eru Rikki Þór, f. 26.12. 1966 verkamaður á Dalvík, Ír- is Dögg, f. 23.8. 1971, skrifstofu- maður í Reykjavík, og Hörður Her- mann, f. 20.4. 1976, búsettur í Danmörku. Foreldrar Ásdísar eru Valur Harðarson, f. 10.3. 1946, pípulagn- ingameistari, og Sigrún Friðriks- dóttir, f. 8.4. 1945, fiskiðnaðarkona, þau eru búsett á Dalvík. Úr frændgarði Ásdísar Óskar Valsdóttur Ásdís Ósk Valsdóttir Þóra Sigrún Friðriksdóttir fiskiðnaðarkona á Dalvík Hlín Sigfúsdóttir húsfreyja í Rvík Pétur Orri Þórðarson fv. skólastjóri í Hvassaleitisskóla Sigfús Þórðarson fv. lögfræðingur í Seðlabanka Íslands Friðrik Þorsteinsson bóndi og verkamaður á Selá á Árskógsströnd Valgerður Sigfúsdóttir húsfreyja á Litlu- Hámundarstöðum Þorsteinn Þorsteinsson útvegsbóndi á Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd Ása Marinósdóttir jósmóðir á Ytra- Kálfsskinni l Erla Gerður Sveinsdóttir læknir í Heilsuborg Marinó Þorsteinsson bóndi og oddviti á Krossum og í Engihlíð Anna Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Brattavöllum Sigurður Flóvent Sigurðsson bóndi á Brattavöllum á Árskógsströnd Anna Soffía Sigurðardóttir húsfreyja á Selá offía Júnía Sigurðardóttir húsfreyja á Brattavöllum Sgurður Konráðssonútgerðarmaður á Árskógssandi SiAgnes Anna Sigurðardóttir eigandi Kalda bruggverksmiðju Gunnlaugur Sigurðsson útgerðarmaður á Brattavöllum Anton Gunnlaugs- son skipstjóri og útgerðarmaður á Dalvík Gunnlaugur Antonsson stýrimaður á Dalvík Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari ngimar Friðriksson framkvæmdastjóri á Akureyri IElvar Ingimarsson meðeigandi á Bryggjunni brugghúsi Ómar Ingimarsson eigandi írsku kráarinnar The Drunk Rabbit Sigríður Björnsdóttir húsfreyja á Víkurbakka Þorvaldur Árnason útvegsbóndi á Víkurbakka á Árskógsströnd Hermína Þorvaldsdóttir húsfreyja á Dalvík Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólaráðgjafi hjá Tröppu ehf. og forseti sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar Ásgerður Harðardóttir húsmóðir á Dalvík Hörður Sigfússon bifvélavirki á Dalvík Ásgerður Jónsdóttir húsfreyja á Dalvík Sigfús Þorleifsson útgerðarmaður á Dalvík Valur Harðarson pípulagningameistari á Dalvík Fasteignasalinn Ásdís við Signu. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ FRÁ A TIL IFÖ Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum. IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936. Pétur Kristján Árnason fæddist 4.febrúar 1919 á Áslaugarstöðumí Selárdal, Vopnafirði. For- eldrar hans voru hjónin Árni Árnason, f. 1881 á Haga í Þistilfirði, d. 1968, bóndi á Breiðumýri og síðar á Áslaug- arstöðum, og Hólmfríður Jóhanns- dóttir, f. 1883 í Spónsgerði í Arnar- neshr., Eyj, d. 1970, húsfreyja. Árni var sonur Árna Árnasonar bónda í Haga sem var bróðir Guðrúnar, lang- ömmu Kristins Péturssonar, fiskverk- anda á Bakkafirði og fyrrverandi al- þingismanns. Pétur fluttist suður 17 ára gamall og bjó og starfaði hjá systur sinni Kristínu og mági sínum Ólafi Óskari Þórðarsyni á Varmalandi í Mosfellssveit. Síðar fór hann að vinna hjá Kleppsbúinu og starfaði þar þar til hann hóf nám við múrverk 1944 og lauk sveinsprófi 1947, meistararéttindi fær hann 1951. Pétur var umsvifamikill sem bygg- ingameistari í áratugi og sá um margar stórbyggingar, svo sem Þjóðar- bókhlöðu, Listasafn Íslands, Lang- holtskirkju, Valhúsaskóla og fleiri. Sem múrarameistari útskrifaði hann á fjórða tug múrsmiða. Pétur spilaði á harmonikku og lék fyrir dansi og á böllum þegar hann var yngri. Hann var mikill unnandi gömlu dansanna. Eiginkona Péturs var Úlfhildur Þor- steinsdóttur frá Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði, f. 25.11. 1919, d. 7.10. 2006, saumakona og húsfreyja. For- eldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Jónsson, bóndi á Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði, og Sigríður Valtýsdóttir. Þau hjónin hófu sinn búskap á Grandavegi, síðan fluttust þau í Kópa- voginn og árið 1955 byrjuðu þau að byggja inni á Bugðulæk 7 og fluttu inn árið 1956, þar sem síðan hefur verið þeirra heimili. Pétur og Úlfhildur eignuðust átta syni, en tveir elstu eru kjörsynir Pét- urs. Fimm urðu múrarar og sömuleið- is fleiri afkomendur þeirra. Synirnir eru Ómar, f. 1946, Hlini, f. 1949, Guð- mundur, f. 1950, Hólmsteinn, f. 1951, d. 2011, Ingibert, f. 1952, d. 1995, Árni, f. 1953, Logi, f. 1957, og Lýður, f. 1960. Pétur lést 10. ágúst 1997. Merkir Íslendingar Pétur Kristján Árnason 90 ára Helgi Magnússon Sölvi Víkingur Aðalbjarnarson 85 ára Stefán G. Stefánsson 80 ára Sigurbjörg Sigurðardóttir 75 ára Anna Margrét Gunnlaugsdóttir Fríða Petrína Petersen Gunnþór Guðmundsson Hallgrímur Hallgrímsson Ólafur Benediktsson Ólína Guðbjörg Ragnarsdóttir Stefán Geirsson 70 ára Flora Omoike Heiða Karlsdóttir Sigríður Halldórsdóttir Sigrún Benediktsdóttir Unnur Jónsdóttir Valdís Finnbogadóttir 60 ára Árni Valdimarsson Ásbjörn Már Jónsson Bára Skæringsdóttir Friðrik Aðalsteinn Diego Guðlaug Linda Brynjarsdóttir Guðmundur Jakobsson Haraldur B. Hreggviðsson Inga Sigríður Gunndórsdóttir Marzellíus Sveinbjörnsson 50 ára Ásdís Ósk Valsdóttir Dorota Helena Kajl Dorota Malgorzata Antoniak Elínborg B. Benediktsdóttir Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir Guðrún Bryndís Hafsteinsdóttir Heiða Björk Jósefsdóttir Oddný Ragna Sigurðardóttir Vera Rún Erlingsdóttir Þórsteinunn R. Sigurðardóttir 40 ára Aldís Mae Kibler Beata Katarzyna Brzozowska Brynja Björk Hinriksdóttir Christian A. G. Carrasquel Drazen Cvjetkovic Ghassan Al Mohamed Guðni Þorri Helgason Haukur Gunnar Guðnason Jakob Ingi Helgason Leó Alexander Guðmundsson Margrét Ólafsdóttir Óli Gneisti Sóleyjarson Sigurður Grétar Sigurðsson Sigurjón Magnússon Sigurlaug Sif Ragnarsdóttir Stefán Svan Aðalheiðarson Tinna Sigurjónsdóttir Tomasz Krupinski Þórunn Emelie Ágústsdóttir 30 ára Ásdís Erla Ásgrímsdóttir Edda Sif Sveinbjörnsdóttir Guðrún Heiða Magnúsdóttir Harpa Guðjónsdóttir Helena Ásta Hreiðarsdóttir Hólmfríður Helgadóttir Karen Helga Karlsdóttir Magnús Þór Sigurðarson Renaldas Brazaitis Skarphéðinn Magnússon Snorri Örn Sveinsson Stylianos Kalomoiris Tetiana Konovaltseva Til hamingju með daginn 40 ára Vanessa er frá Cebu á Filippseyjum en flutti til Íslands 1999 og býr í Njarðvík. Hún vinnur við tollfrjálsa sölu hjá Wow air. Maki: Brynjar Rainir Le- bumfacil, f. 1982, vaktstj. í töskusal hjá Icelandair. Börn: Rafael, f. 2008, Sofia, f. 2011, og Isabella, f. 2014. Systkini: Dolores, Sarah, Annabelle og Dionesio, öll bús. á Íslandi. Vanessa Valle 30 ára Sindri er Reykvík- ingur, er með BS-próf í tölvunarfræði frá Háskól- anum í Reykjavík og er tölvunarfræðingur hjá Tempo. Systkini: Sara, f. 1987, og Sölvi, f. 1994. Foreldrar: Sigurjón Ás- geirsson, f. 1961, vélstjóri hjá Faxaflóahöfnum, bú- settur í Reykjavík, og Berglind Valdimarsdóttir, f. 1962, d. 2013, þroska- þjálfi. Sindri Sigurjónsson 40 ára Lóa er Reykvík- ingur og myndlistar- og tónlistarmaður. Hún er með MA-gráðu í ritlist frá HÍ og BA í myndlist frá Listaháskólanum. Maki: Árni Rúnar Hlöð- versson, f. 1982, tónlistarmaður. Sonur: Fróði, f. 2012. Foreldrar: Hjálmtýr Heið- dal, f. 1945, kvikmynda- gerðarmaður, og Anna Kristín Kristjánsdóttir, f. 1949, sjúkraþjálfari. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.