Morgunblaðið - 07.02.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 07.02.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 6.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 alskýjað Hólar í Dýrafirði 0 alskýjað Akureyri 0 snjókoma Egilsstaðir -2 skýjað Vatnsskarðshólar 2 skúrir Nuuk -5 snjóél Þórshöfn 5 heiðskírt Ósló -5 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skúrir Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -8 heiðskírt Lúxemborg 4 heiðskírt Brussel 6 rigning Dublin 9 skúrir Glasgow 7 léttskýjað London 10 léttskýjað París 9 alskýjað Amsterdam 6 súld Hamborg 5 rigning Berlín 4 heiðskírt Vín 2 heiðskírt Moskva -4 skýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Aþena 9 rigning Winnipeg -20 snjókoma Montreal -10 alskýjað New York 2 heiðskírt Chicago 1 þoka  7. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:50 17:35 ÍSAFJÖRÐUR 10:09 17:26 SIGLUFJÖRÐUR 9:52 17:08 DJÚPIVOGUR 9:23 17:01 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag og laugardag Norðaustlæg átt 10-18 m/s, hvassast suðaustantil. Víða él, en léttskýjað syðra. Frost 1 til 9 stig. Á sunnudag Hæg breytileg átt og bjart, en stöku él með norðurströndinni. Norðaustan 8-15 m/s og él, en léttskýjað sunnanlands. Bætir í vind suðaustantil í kvöld og líkur á éljum allra syðst. Frost 0 til 9 stig, mildast syðst. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Flott föt, fyrir flottar konur Str. 38-58 Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær í 24. sinn. Eysteinn Gunnlaugsson, lengst til vinstri, Heiðar Már Þráinsson, Hanna Ragnarsdóttir og Róbert Ingi Huldarsson hlutu verðlaunin en Ró- bert gat ekki verið viðstaddur. Verkefni þeirra fól í sér þróun á nýrri sjálfvirkri greiningar- aðferð, sem byggist á gervigreind, til að finna örvökur í svefni. Örvökur eru stutt tímabil í svefni sem einkennast af breytingu á heilavirkni, og er greining þeirra mikilvæg til að meta svefn- gæði og svefntengda sjúkdóma. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands afhent Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson Verðlaunuð fyrir svefnrannsóknir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Geðfatlað fólk er sá hópur fatlaðra sem orðið hefur fyrir mestum for- dómum í samfélaginu. Ég tel að það stafi að mestu af fáfræði úti í sam- félaginu,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geð- hjálpar. Hún segir mikla ábyrgð liggja hjá fjölmiðlum um hvernig þeir tjái sig um geðsjúkdóma og að þeir setji ekki fram alhæfingar sem eigi ekki við rök að styðjast. Anna segir vinnuhóp í heilbrigðisráðu- neytinu starfandi sem hún sé í for- svari fyrir og vinni að viðmiði fyrir fjölmiðla þegar þeir fjalli um geð- sjúkdóma. Hún segir erfiðara að eiga við samfélagsmiðlana þar sem allir notendur þar séu ritstjórar. En á þeim vettvangi þurfi hver og einn að líta í eigin barm og gæta þess hvað lækað er og hvaða efni sé dreift. Anna telur nauðsynlegt þegar fjöl- miðlamenn átti sig á því að hugsan- lega hafi ekki verið farið rétt með í fjölmiðlum, að leita til sérfræðinga og koma á framfæri réttum stað- reyndum. „Mitt fólk upplifir það að minna mark sé tekið á því ef það er greint með geðsjúkdóma og erlendar rann- sóknir hafa staðfest að einstakling- um með greinda geðsjúkdóma sem fara til læknis vegna líkamlegra kvilla sé síður trúað en þeim sem ekki eru greindir.“ Anna ítrekar að einstaklingur í geðhvörfum sé veikur á meðan á þeim standi en þess á milli séu þeir jafntrúverðugir og raunveruleika- tengdir og aðrir. Hún segir að 22 til 25% þeirra sem greinast með geðraskanir lifi eðli- legu lífi milli þess sem þeir veikjast en 2 til 3% geti tekið takmarkaðan þátt í samfélaginu þar sem þeir detti út af vinnumarkaði vegna örorku. Er þeim trúandi? Sigursteinn Másson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, seg- ir að geðhvörf standi yfirleitt yfir í stuttan afmarkaðan tíma og að þeim tíma loknum sé einstaklingur ekki lengur með ranghugmyndir. Sigur- steinn segir að þetta hafi hann upp- lifað á eigin skinni og kynnst hjá öðr- um þegar hann var í forsvari fyrir Geðhjálp og Öryrkjabandalagið í um áratug. Þegar geðhæð ljúki taki við tímabil þunglyndis sem geti varað lengur. „Ég þekki engin dæmi þess að fólk sem greinst hefur með geðhvörf sé í stöðugum ranghugmyndaheimi. Það er algerlega fráleitt að halda því fram á nokkurn hátt að taka beri minna mark á upplifun þeirra sem greinst hafa með geðhvarfasýki, slíkt ber vott um fáfræði og for- dóma,“ segir Sigursteinn sem enn er spurður hvort hann sé í lagi þrátt fyrir að hann hafi ekki fundið fyrir einkennum geðhvarfa í níu ár. ,,Það er mjög gott að nýta tæki- færið þegar umræðan fer á villigötur og leiðrétta hana,“ segir Sigursteinn sem ætlar m.a. að ræða um það hvort einstaklingum með geðsjúkdóma sér trúandi og þá hvenær á höfundar- kvöldi í Hannesarholti í kvöld. Ábyrg umfjöllun um geðsjúkdóma  Minna mark tekið á þeim sem greinst hafa með geðsjúkdóma  Ranghugmyndir horfnar að loknum geðhvörfum  Geðfatlaðir verða fyrir mestum fordómum  Fjölmiðlar þurfa að leiðrétta rangfærslur Sigursteinn Másson Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að enn sé reiknað með að Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður flokksins, taki sæti á þingi á ný. Í dag eru liðnir tveir mán- uðir síðan Ágúst tilkynnti að hann tæki sér tveggja mánaða leyfi frá störfum vegna áminningar sem hann fékk frá trúnaðarnefnd flokksins eftir að hann áreitti konu kynferðislega. Logi sagði við mbl.is í gær að myndi fljótlega skýrast hvenær Ágúst snúi aftur á Alþingi. Formaðurinn reiknar enn með Ágústi Ágúst Ólafur Ágústsson Eldur kom upp í eldhúsi á leik- skólanum Árborg í Árbæ upp úr hádegi í gær. Leikskólinn var rýmdur og fengu börn og starfs- fólk skjól í húsinu á móti fyrst um sinn en voru svo flutt með stræt- isvagni í Árbæjarkirkju. Eldhúsið á leikskólanum er að öllum lík- indum ónýtt, auk þess sem sót og reykur fór um allt hús svo önnur rými munu þarfnast þrifa og jafn- vel einhverra endurbóta. Starfs- dagur er í leikskólanum í dag og hann verður lokaður á morgun vegna eldsvoðans. Leikskóla í Árbæ lokað eftir eldsvoða Sigurður Páll Pálsson geðlæknir telur að fólk átti sig ekki á því hvað geðhvörf geti verið erfiður sjúkdómur, sérstaklega þar sem manía geti endað í geðrofi. Hann segir ranghugmyndir í maníu þekktar og kynferðisleg virkni geti orðið meiri, en það eigi ein- göngu við meðan á maníunni standi. Að henni lokinni séu ein- staklingar jafn veruleikatengdir og trúverðugir og aðrir og það sé ekki hægt að dæma þá úr leik vegna greiningar á geðhvörfum. Erfiður sjúkdómur GEÐHVÖRF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.