Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Páskaveisla í Vínarborg sp ör eh f. Vor 3 Þessi glæsilega páskaferð hefst í Passau sem er við ármót Dónár, Inn og Ilz í Bæjaralandi og margir telja eitt fegursta borgarstæði Evrópu. Þaðan verður farið til Vínarborgar þar sem fagrar byggingar prýða borgina og munum við skoða helstu staði hennar svo sem Schönbrun höllina og hið þekkta hús Hundertwasser. Ferðin endar svo í hinni heillandi München. 13. - 20. apríl Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 214.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Hjörtur J. Guðmundsson Erla María Markúsdóttir Ómar Friðriksson Forystumenn viðsemjenda í yfir- standandi kjaradeilu bregðast með ólíkum hætti við ummælum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í myndbandi sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í gær í tilefni af vaxta- ákvörðun peningastefnunefndar. Sagði Már ekki samdrátt vera fram- undan nema hagkerfið verði fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launa- hækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall og afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. ,,Reynum að afstýra því,“ sagði Már. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir skilaboð Seðla- bankans vera skýr. „Ég hef talað fyrir því frá upphafi að efnahagsleg staða hljóti að hafa áhrif inn í kjara- samningsumhverfið. Við hljótum að taka mið af því hver staðan er hverju sinni þegar við gerum kjara- samninga. Seðlabankastjóri segir með mjög skýrum hætti að efna- hagsþróun næstu ára muni verða með lakari hætti en gert var ráð fyr- ir og við sjáum það t.d. af því að við erum komin í samdrátt sé litið til hagvaxtar á hvern mann. Í mínum huga þarf ekki frekar vitnanna við. Staðan er brothætt. Framhaldið er hins vegar í okkar höndum en eins og seðlabankastjóri orðað það sjálf- ur; hagkerfið þolir ekki ytri áföll og ytri áföll yrðu innistæðulausir kjara- samningar og verkföll. Á þeirri sviðsmynd tapa allir,“ segir Halldór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, brást á annan hátt við ummæl- um seðlabankastjóra í samtali við mbl.is í gær. ,,Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Már Guðmundsson seðla- bankastjóri hótar því að vextir verði hækkaðir ef við semjum um mann- sæmandi kjarabætur fyrir þá hópa sem standa verst í okkar samfélagi. Hann hótaði því fyrir síðustu kjara- samninga ef laun myndu hækka í 300 þúsund og hækkaði stýrivexti í þrígang í kjölfarið,“ sagði hann. Ragnar Þór sagði það liggja alveg fyrir að sífelldar hótanir um vaxta- hækkanir og að halda hér uppi gríð- arlega háu vaxtastigi, sé ákveðinn þrýstingur á kaupgjaldið vegna þess að fólk þurfi einhvern veginn að standa undir því að búa við þessi lífskjör, fáránlega vaxtastefnu og hugmyndafræði um það að reyna að vaxtastýra hér neyslu á meðan 90% af húsnæðislánum eru verðtryggð á föstum vöxtum, að sögn hans. Fram kom í máli Más Guðmundssonar í gær að verðbólguhorfur, hafa versn- að vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum. „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma- verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað. Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum,“ sagði Már. Boða næsta fund á miðvikudag Samninganefndir SA og verka- lýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa kjaradeilunni til ríkissátta- semjara komu saman til klukku- stundar langs sáttfundar í gær. Ákveðið var að boða til næsta fundar á miðvikudag í næstu viku. Í millitíð- inni starfa vinnuhópar fulltrúa SA með Eflingu og VR um réttindamál og fleira, að sögn Halldórs Benja- míns. „Við erum farin að nálgast nið- urstöðu, en hver hún verður er ómögulegt að segja en við ætlum að reyna að blása smá púðri í þessa undirhópa sem við erum með í gangi,“ sagði Ragnar Þór. Möguleg áföll og staðan brothætt  SA og VR bregðast ólíkt við orðum seðlabankastjóra Morgunblaðið/Eggert Sáttafundur Samninganefndir SA, VR, Eflingar og verkalýðsfélaga Grindavíkur og Akraness komu saman í gær. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og allir aðstandendur AFÉS [Aldrei fór ég suður-tónlistarhátíðarinnar] lofa með samningi þessum að vera í bull- andi, sullandi stuði alla páska- helgina. Enn fremur munu þeir leggja sig alla fram við að smita aðra bæj- arbúa og gesti af gleði sinni og ást.“ Kemur þetta fram í „stuð- samningi“ sem Ísafjarðarbær og aðstandendur há- tíðarinnar Aldrei fór ég suður gerðu með sér í Hafnarhúsinu á Ísafirði nýverið. Tekur samningur þessi til AFÉS árin 2019, 2020 og 2021. End- urskoða skal samninginn eigi síðar en 1. júní árið 2021. „Það verður ekkert mál,“ segir Guðmundur Gunnarsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, spurður út í loforð sitt um að vera í „bullandi, sullandi stuði“ heila páskahelgi. „Við þessa undirritun var mér einnig tilkynnt um leyndan viðauka, sem ekki kemur fram í sjálfum samningnum, sem kveður á um skyldu bæjarstjóra til þess að sjá um plötusnúðabúrið á milli ákveðinna atriða á hátíðinni. Ég þarf því einnig að þeyta skífum,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „En svona er þetta oft með stuðsamninga – það er oft eitthvað á blaði en svo eru önnur at- riði látin ósögð. Af þessum sökum eru stuðsamningar oft flóknustu samningar sem bæjarfélög gera.“ Plötusnúðurinn Guðmundur Aðspurður segist Guðmundur sem plötusnúður sjálfur mega ráða framkomu, fatnaði og tónlistarvali. „Ég er aðeins byrjaður að leggja drög að lagavalinu, en ætla að reyna að koma fólki á óvart og vera um leið í rífandi stuði. Ég hugsa þó að ég muni leggja meiri áherslu á fram- komu en tónlist,“ segir hann og bæt- ir við að búningaleit standi enn yfir. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar mun taka að sér að þeyta skífum  Aðstandendur Aldrei fór ég suður og Ísafjarðarbær undirrita „stuðsamning“ Guðmundur Gunnarsson Ljósmynd/ Halldór Sveinbjörnsson Rokkhátíð Mugison var fyrstur á svið þegar Aldrei fór ég suður var sett í gang árið 2013, en hátíðin er fyrir löngu orðin ein sú vinsælasta hér á landi. Ole Anton Bielt- vedt, forstjóri Enox, vísar á bug í yfirlýsingu ásök- unum og fullyrð- ingum Neyt- endastofu um að Safe-Kid-One- barnasnjallúrin séu óörugg. Þetta kom fram á mbl.is í gær. Yfirlýsing Ole er send í kjölfar fréttar Morgunblaðsins þar sem greint var frá því að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði innkallað Enox-snjallúr ætluð börnum. Innköllunin var gerð í framhaldi af rannsókn og ákvörðun Neytendastofu. Ole segir í yfirlýsingu að ákvörð- un Neytendastofu hafi verið kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála Þrátt fyrir að ekki sé komin nið- urstaða í kærumálið þá hafi Neyt- endastofa dreift upplýsingum um þessa innköllun um allan heim. „Væntanlega til að slá sjálfa sig til riddara,“ segir í yfirlýsingunni þar sem bent er á að úrið hafi verið prófað, viðurkennt og sala á því leyfð af Bundesnetzagentur í Þýskalandi. ge@mbl.is Telja Enox úrin örugg Persónuvernd hefur óskað eftir því að fá afhentar upptökur af barnum Klaustri frá 20. nóvember síðast- liðnum þegar sex þingmenn Mið- flokksins og Flokks fólksins sátu þar drykklanga stund og töluðu um sam- starfsmenn sína og aðra með niðr- andi hætti. Persónuvernd óskar sömuleiðis eftir því að fá afrit af upptöku Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þingmannanna. Á vef Persónuverndar segir að nú, þegar krafa um sönnunarfærslu fyr- ir dómi er ekki lengur til úrlausnar dómstóla, hafi Persónuvernd haldið meðferð málsins áfram. Með þessu verður Persónuvernd við beiðni þingmannanna sem segja skýringar Báru á upptökunni ótrú- verðugar. Þeir fóru fram á að Per- sónuvernd afl- aði myndefnis, sem sýndi mannaferðir fyrir utan hót- elið Kvosina og veitingastaðinn Klaustur. Þetta kemur fram í bréfi Reimars Pét- urssonar, lög- manns þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustri, til Persónuverndar. Niðurstöðu í málsmeðferðinni er að vænta í fyrsta lagi um næstu mán- aðamót að því er segir á vefsíðunni og þar segir einnig að málið sé í hefðbundnum farvegi. Persónuvernd óskar eftir Klausturupptökum Klaustur Óskað er eftir upptökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.