Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 10

Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 1 4 3 VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR BMW 225XE PLUG-IN HYBRID. MEÐ xDRIVE FJÓRHJÓLADRIFI. Sheer Driving Pleasure Dakota leðuráklæði, vetrardekk, upphitað stýri, aðfellanlegir og birtutengdir speglar, lykillaust aðgengi, rafdrifinn afturhleri með snertilausri opnun, bakkmyndavél og nálgunarvarar framan og aftan, skyggðar afturrúður, 9 hátalara hljómkerfi, LED aðalljós og inniljós, rafdrifin framsæti með minni á ökumannssæti, leggja í stæði hjálp og þakbogar o.m.fl. BMW 225xe xDrive. Verð: 5.750.000 kr. með LUXURY LINE aukahlutapakka. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Óvenjumargar símafyrirspurnir vegna eitrana bárust Eitrunarmið- stöð (EM) Landspítalans á síðustu tveimur árum en árin á undan. Í fyrra voru skráð símtöl í eitrunarsímann hjá Eitrunarmiðstöðinni 1.754 eða að jafnaði allt að fimm á dag að því er lesa má úr ársskýrslu Eitrunarmið- stöðvar. ,,Á árunum 2013-2016 var meðaltal skráða fyrirspurna til EM 850 símtöl á ári. Árið 2017 voru skráð símtöl í eitrunarsímann 1398 og árið 2018 1754,“ segir í ársskýrslunni. 40% aukning varð á árinu 2017 og var þá talið að hana hefði helst mátt skýra með betra utanumhaldi og bættri skráningu símtala. 45,9% fyrirspurna 2018 voru vegna lyfjaeitrana Meginhlutverk Eitrunarmiðstöðv- arinnar er að sinna ráðgjöf um með- ferð eitrana og efla þekkingu á eitr- unum og meðferð þeirra. Rekin er símaþjónusta á miðstöðinni og er tek- ið á móti símtölum allan sólarhring- inn. 45,9% fyrirspurna sem bárust í fyrra voru vegna lyfjaeitrana og 48,4% vegna annarra eiturefna. Al- mennar fyrirspurnir voru 5,7%, að því er fram kemur í skýrslunni. Eitranir af völdum lyfja eru algeng ástæða símtala sem bárust Eitrunar- miðstöðinni í fyrra eða 45,9% allra símtala en oftar var þó hringt vegna annarra eiturefna eða í 48,4% tilvika. Óhöpp eru algengasta ástæða eitr- ana eða 65,4% en í 9,8% tilvika var hringt vegna rangrar lyfjagjafar og í 9,5% vegna sjálfsvígstilrauna. Fjöldi fyrirspurna sem berast eit- urefnamiðstöðinni er vegna unglinga og barna. 25% voru vegna sex ára og yngri barna og 19% vegna barna sem voru tveggja ára eða yngri. Símtöl í eitrunarsímann voru í 42% tilvika vegna fullorðinna einstaklinga. Á vefsíðu spítalans kemur fram að nokkur hundruð fyrirspurnir komi árlega til eitrunarmiðstöðvarinnar vegna barna 6 ára og yngri. Flestar eitranir sem lítil börn verða fyrir ger- ast á heimilum og eru vegna ýmiss konar efna sem algeng eru á heim- ilum s.s. þvotta- og hreinsiefna. Fyrirspurnir til Eitrunarmiðstöðvar LSH Símtöl í eitrunarsímann árið 2018 9,5% 9,8% 7,7% 4,8% 1,4% 45,9% 48,4% 5,7% Augu Innöndun Ástæða fyrirspurnar Lyfjaeitranir 45,9% Önnur eiturefni 48,4% Almennar fyrirspurnir 5,7% Aldur Fullorðnir 42% Unglingar/börn 6-18 ára 14% Börn 6 ára og yngri 25% Börn 2 ára og yngri 19% Helstu ástæður eitrana Óhapp 65,4% Sjálfsvígstilraun 9,5% Röng lyfjagjöf 9,8% Annað/ekki vitað 7,7% Misnotkun 4,8% Vegna starfs 1,4% Helstu íkomuleiðir Inntaka 53,7% Húð 35,3% Augu 4,3% Innöndun 4,1% Annað/ekki vitað 1,5% Í endaþarm 0,6% iv/im/sc 0,5% 65,4% Fullorðnir Inntaka Húð 2 ára og yngri 6-18 ára 6 ára og yngri 1.754 símtöl vegna eitrana  Fleiri fyrirspurn- ir í eitrunarsímann Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Háskólamenn í aðildarfélögum BHM leggja höfuðkapp á að mennt- un verði metin til launa í komandi kjaraviðræðum og Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að þó að liðin séu tæp fjög- ur ár frá því að lög voru sett á verkfallsaðgerðir BHM og gerðar- dómi komið á fót um kjör þeirra sé hann enn ferskur í huga allra félagsmanna. BHM-félögin eru nú komin á fulla ferð við undirbúning fyrir viðræð- urnar við ríki og sveitarfélög en samningar þeirra renna flestallir út í lok marsmánaðar. Þórunn segir að óháð viðræðunum á almenna markaðinum haldi BHM- félögin sínu striki gagnvart sínum viðsemjendum. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að það sem er í gangi á almenna vinnumarkaðin- um hefur áhrif á stöðuna en það er ekki gott að segja nákvæmega til um það á þessari stundu hvaða áhrif það hefur,“ segir hún. Spurð hvort breytingar á vinnu- tíma séu eins ofarlega á blaði hjá há- skólamönnum og í viðræðunum á al- menna markaðinum segir Þórunn vinnutímamálin vera uppi á borði allra. Það sé hins vegar mismunandi hvernig það horfir við fólki eftir starfsstéttum og hvort viðkomandi eru í vaktavinnu eða dagvinnu. „Okkur er líka ofarlega í huga þessi sítenging sem margir sérfræðingar búa við, þ.e.a.s. þeir sem eru á föst- um launum en eru alltaf í vinnunni. Hvort það á erindi í kjarasamninga er ekki gott að segja til um á þessari stundu en umræðan sem verið hefur um álag og streitu er mikilvæg.“ Dregið hefur saman með BHM- hópunum og öðrum hópum Spurð hvort háskólamenn telji sig eiga inni kröfu á miklum launahækk- unum og kjarabótum segir Þórunn að almennt geri menn sér grein fyrir því að kaupmáttur hefur aukist. „Tölfræðin sýnir okkur það og það hafa verið kauphækkanir á liðnum árum enda uppgangur í samfélaginu. Okkur hefur hins vegar sýnst að dregið hafi saman með okkar hópum og öðrum á vinnumarkaði og mér sýnist að það sé aðallega vegna þess að launasetning háskólamenntaðra sé of lág. Þá erum við í sjálfu sér aft- ur komin að sama atriðinu og áður; hver er ávinningurinn af háskóla- menntuninni og hvernig er hann metinn í upphafi starfsferils. Ef fólk er í stéttum sem eru lágt settar í launum eins og er því miður í okkar röðum, þá stýrir það ævitekjunum. Við viljum reyna að komast í um- ræðu um þessi grundvallaratriði.“ Gerðardómur er ferskur í minni  BHM vill meta menntun til launa Þórunn Sveinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.