Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Svefnleysi er nokkuð algengtvandamál en talið er að um6-10% fullorðinna í vest-rænum löndum uppfylli greiningu fyrir langvarandi svefn- leysi. Í talnabrunni Landlæknis frá 2018 kemur fram að um tveir af hverjum þremur fullorðnum Íslend- ingum, eða 67%, fái nægan svefn eða um 7-8 klukkustundir á nóttu. Rúm- ur fjórðungur fullorðinna fær því of lítinn svefn, það er sex klukkustund- ir eða minna, og eru þar fleiri karlar en konur. Mun fleiri upplifa hinsvegar skammvinnan vanda eða ýmis ein- kenni svefnleysis. Flestir hafa ein- hverntíma upplifað að geta ekki sofnað á kvöldin, vaknað upp á næt- urnar eða vaknað mun fyrr en ætl- unin var. Streita er algeng skýring Svefnleysi getur átt sér ótal mis- munandi orsakir. Stundum virðist það koma upp úr þurru en oft er hægt að finna skýringar út frá því sem er að gerast í lífi hvers og eins. Streita er algeng skýring á bráðu svefnleysi og getur það verið tengt við alvarlegar áhyggjur, sorg, hjónabandsörðugleika, erfiðleika í vinnu eða álag í skóla. Einnig geta andleg vandamál í tengslum við þunglyndi og kvíða valdið svefnleysi. Þá má ekki gleyma hinum ýmsu lyfjum sem hafa áhrif á svefn, svo sem sterar og lyf sem virka örvandi á miðtaugakerfi, ásamt áfeng- isnotkun og koffínneyslu. Óregla í svefnmynstri, hreyfing- arleysi og mikil skjánotkun geta einnig valdið svefnleysi. Einnig er hópur fólks með svefntruflanir án skýringa. En þrátt fyrir að ástæða finnist fyrir svefnleysinu og álags- tímabilið gangi yfir þróast svefn- vandinn áfram hjá sumum og verður að langvinnum vanda. Fólk festist gjarnan í vítahring svefnleysis sem leiðir af sér vanlíðan og áhyggjur yf- ir ástandinu. Þá er hætt við að fólk reyni að bæta sér upp erfiðar nætur, til dæmis með því að leggja sig á daginn eða fara mjög snemma í rúmið á kvöldin til að hámarka líkur á að sofna á tilsettum tíma. Þetta veldur því að fólk ver oft mjög mikl- um tíma í rúminu til þess að reyna að sofna og fá hvíld. Það verður hins vegar gjarnan til þess að svefn- þrýstingur minnkar, erfiðara er að sofna og því viðhelst svefnleysi til lengri tíma. Því er mikilvægt að að- stoða fólk við að komast á rétta braut aftur ásamt því að veita grunnorsök svefnleysisins viðeig- andi meðferð ef það á við. Langtímanotkun svenflyfja ekki æskileg Undanfarna áratugi hafa úrræði við svefnleysi verið í stöðugri þróun. Nýjar leiðbeiningar um meðhöndlun á svefnleysi benda á að hugræn at- ferlismeðferð við svefnleysi (HAM- S) ætti að vera fyrsta val um með- ferð langvarandi svefnleysis. Hægt er að komast í meðferð hjá sálfræð- ingum á stofu en einnig er boðið upp á netmeðferð í gegnum vefinn betr- isvefn.is. Oft er hinsvegar gripið til svefnlyfja sem fyrsta úrræðis. Svefnlyf geta verið gagnleg í stuttan tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtíma- notkun er ekki æskileg. Íslendingar nota mikið af svefnlyfjum saman- borið við hin norrænu löndin en óvíst er hvað veldur þessari miklu notkun. Nokkrar tegundir af lyfjum eru gjarnan notaðar sem svefnlyf og ber þá helst að nefna hin týpísku svefnlyf imovane og stilnoct ásamt kvíðastillandi lyfjum (benzódíazep- ínum) en einnig eru notuð ofnæm- islyf sem hafa þá aukaverkun að fólk verður syfjað, ásamt melatónín og geðlyfjum. Öllum þessum lyfjum fylgja ýms- ar aukaverkanir svo sem syfja og doði á daginn, jafnvægisskortur og minnistruflanir sem geta leitt til þess að einstaklingar detta og hljóta beinbrot, lenda í umferðarslysum og fleira. Þolmyndun á sér einnig stað sem gerir það að verkum að ein- staklingur þarf stærri skammt með tímanum til að geta sofnað. Getty Images/Thinkstock Blundur Um tveir af hverjum þremur fullorðnum á Íslandi fá nægan svefn eða um 7-8 klukkustundir á nóttu. Föst í vanlíðan og áhyggjum í vítahring svefnleysisins Heilsuráð Tinna Karen Árnadóttir, sérnámslæknir í heimilislækningum, Heilsugæslunni Árbæ og Erla Björnsdóttir, sálfræð- ingur og nýdoktor, HR. Erla Björnsdóttir Tinna Karen Árnadóttir Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þema Borgarskjalasafns Reykjavíkur á Safnanótt á föstudagskvöld er Strætisvagnar Reykjavíkur. Saga fyr- irtækisins verður sýnd í skjölum og ljósmyndum . Einnig verður farið yfir starfsemi Ársels, sem er frístunda- miðstöð Árbæjar, Grafarholts og Norðlingarholts. Þá verður í safninu sýnd kvikmyndin Það er leikur að læra þar sem gefst tækifæri til að sjá daglegt skólahald í Miðbæjarskól- anum í Reykjavík á miðri síðustu öld. Þá verða á safninu tónleikar þar sem fram koma Strætókórinn, Svavar Knútur og Gipsy tríó. Borgarskjalasafnið er í Grófarhús- inu við Tryggvagötu og þar er opið á safnanótt milli kl. 18 og 23. Borgarskjalasafnið Strætósýning á Safnanótt Strætisvagn Á því herrans ári 1979. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Stórleikarinn og söngvarinn Jó- hann Sigurðarson leikari og söngv- ari syngur gömul og ný sjómanna- lög á fyrstu hæð Sjóminjasafnsins við Grandargarð í Reykjavík á Safnanótt á morgun, milli kl. kl. 20 og 21. Ástvaldur Traustason leikur með á píanó. – Safnið verður opið milli kl. 19 og 21 og verður margt til gamans gert, enda kennir margra grasa í safninu. Má þar meðal annars nefna varðskipið Óðin, sem er til sýn- is. Sjóminjasafnið Jóhann syngur og Óðinn opinn Jóhann Sigurðarson TJARNARBÍÓ|LAUGARDAG 9. FEB.|12-16 Fulltrúar frá eftirtöldum skólum verða til viðtals: ARTS UNIVERSITY BOURNEMOUTH • BOURNEMOUTH UNIVERSITY CAMBERWELL COLLEGE OF ARTS • CENTRAL SAINT MARTINS • CHELSEA COLLEGE OF ARTS • LONDON COLLEGE OF FASHION • LONDON COLLEGE OF COMMUNICATIONS • WIMBLEDON COLLEGE OF ARTS • ISTITUTO EUROPEO DI DESIGN (ITALIA & SPAIN) • LEEDS ARTS UNIVERSITY • MET FILM SCHOOL (LONDON & BERLIN) • EU BUSINESS SCHOOL BARCELONA 12:00-12:45 Örnámskeið “Portfolio Preparation”. 13:00-15:00 Reynslusögur; Fyrrverandi nemar segja frá. 13:00-16:00 Viðtöl „maður á mann” við fulltrúa skóla. Sjá nánar dagskrá: lingo.is/frettir Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 125.395 Madeira Fallega blómaeyjan Beint flug & gisting á Hotel Jardins d'Ajuda 29.apríl í 10 nætur Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.