Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Samkvæmt umferðarteljara Vega- gerðarinnar á þeim rúma mánuði sem liðinn er síðan gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöngum hafa 862 öku- tæki farið um göngin að meðaltali á sólarhring, en 133 ökutæki hafa farið yfir Víkurskarðið á sama tíma á sólarhring. 85% þessara ökutækja hafa valið að fara um göngin, en 15% valið skarðið. Frá þessu er greint á fréttavefn- um 641.is. Þar segir að þetta hlut- fall sé við þau mörk sem lágspá Vegagerðarinnar um Vaðlaheiðar- göng gerði ráð fyrir árið 2012. Þar segir einnig að athygli veki að þrátt fyrir að tæp 15% umferð- arinnar fari um Víkurskarðið sé umferðin um Vaðlaheiðargöng ein og sér 2,2% meiri en var um Vík- urskarðið á sama tímabili árið 2018, þegar Víkurskarðið var eini val- kostur þeirra sem óku þessa leið. 85% óku um Vaðla- heiðargöng  Hlutfall í samræmi við spá Vegagerðar Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vaðlaheiðargöng 85% ökumanna velja að aka þau en ekki skarðið. Í gær voru liðin 20 ár frá stofnfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem á sínum tíma var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Tímamótanna verður svo minnst um helgina á flokksráðs- fundi á Grand Hótel í Reykjavík um helgina. Stofnun VG hélst í hendur við uppstokkun á vinstri væng ís- lenskra stjórnmála í kringum alda- mótin. Stofnanir flokka vinstra megin við miðju ákváðu að efna til sameiginlegs framboðs undir merkjum Samfylkingarinnar. Ýms- ir úr Alþýðubandalaginu og raunar fleiri kusu hins vegar að róa á ný mið og stofna flokk hvar kvenfrelsi, umhverfismál og fleira slíkt væri áherslumál. VG bauð fyrst fram í alþingis- kosningum vorið 1999 og fékk flokkurinn þá 9% greiddra atkvæða og 6 menn á þing. Andstaða gegn virkjunaráformum á Austurlandi, andstaða gegn sölu ríkisfyrirtækja og ríkjandi stjórnarstefnu var áber- andi í málflutningi þingmanna flokksins og annarra sem honum tengdust fyrstu árin. Fyrsti formaður VG var Stein- grímur J. Sigfússon, nú forseti Al- þingis, og núverandi formaður er Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra. Edward Hákon Huijben er varaformaður. Á annað hundrað manns hafa boðað komu sína í af- mæli VG um helgina. Í síðustu alþingiskosningum sem voru haustið 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi og á 11 fulltrúa á Al- þingi. Þá á VG víða fulltrúa í sveit- arstjórnum í byggðum landsins, sem á nokkrum stöðum eru í meiri- hluta og oddaaðstöðu. sbs@mbl.is Vinstri græn orðin 20 ára Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fortíðin Þingmenn VG við Kárahnjúka 1999. Frá vinstri Steingrímur J. Sig- fússon, Þuríður Backman, Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson.  Tímamót í stjórnmálum  Hafa fylgi 16,9% kjósenda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að veita 30 milljónir króna til að sinna eftirliti með því að þjónusta og rekstur heilsugæslustöðva á höfuðborgar- svæðinu sé í samræmi við kröfulýs- ingu vegna rekstrar heilsugæslu- þjónustu, að því er fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins. Umrædd kröfulýsing tók gildi í tengslum við breytt fjármögnunarkerfi heilsu- gæslunnar sem innleitt var í árs- byrjun 2017. Sjúkratryggingar Ís- lands og Embætti landlæknis munu annast formlegt eftirlit. Fjármögnunarkerfið byggist á því að framlög til einstakra heilsugæslu- stöðva ræðst af samsetningu not- endahópsins sem þar er skráður og líklegri þörf hópsins fyrir þjónustu. Heilsugæslustöð fær til að mynda meira greitt fyrir sjúkling sem er t.d. aldraður með þunga sjúkdóms- byrði heldur en þann sem er á besta aldri og almennt við góða heilsu. 30 milljónir í eftirlit með heilsugæslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.