Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 31
FRÉTTIR 31Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Samkvæmt umferðarteljara Vega-
gerðarinnar á þeim rúma mánuði
sem liðinn er síðan gjaldtaka hófst í
Vaðlaheiðargöngum hafa 862 öku-
tæki farið um göngin að meðaltali á
sólarhring, en 133 ökutæki hafa
farið yfir Víkurskarðið á sama tíma
á sólarhring. 85% þessara ökutækja
hafa valið að fara um göngin, en
15% valið skarðið.
Frá þessu er greint á fréttavefn-
um 641.is. Þar segir að þetta hlut-
fall sé við þau mörk sem lágspá
Vegagerðarinnar um Vaðlaheiðar-
göng gerði ráð fyrir árið 2012.
Þar segir einnig að athygli veki
að þrátt fyrir að tæp 15% umferð-
arinnar fari um Víkurskarðið sé
umferðin um Vaðlaheiðargöng ein
og sér 2,2% meiri en var um Vík-
urskarðið á sama tímabili árið 2018,
þegar Víkurskarðið var eini val-
kostur þeirra sem óku þessa leið.
85% óku
um Vaðla-
heiðargöng
Hlutfall í samræmi
við spá Vegagerðar
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Vaðlaheiðargöng 85% ökumanna
velja að aka þau en ekki skarðið.
Í gær voru liðin 20 ár frá stofnfundi
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, sem á sínum tíma var
haldinn í Rúgbrauðsgerðinni í
Reykjavík. Tímamótanna verður
svo minnst um helgina á flokksráðs-
fundi á Grand Hótel í Reykjavík um
helgina.
Stofnun VG hélst í hendur við
uppstokkun á vinstri væng ís-
lenskra stjórnmála í kringum alda-
mótin. Stofnanir flokka vinstra
megin við miðju ákváðu að efna til
sameiginlegs framboðs undir
merkjum Samfylkingarinnar. Ýms-
ir úr Alþýðubandalaginu og raunar
fleiri kusu hins vegar að róa á ný
mið og stofna flokk hvar kvenfrelsi,
umhverfismál og fleira slíkt væri
áherslumál.
VG bauð fyrst fram í alþingis-
kosningum vorið 1999 og fékk
flokkurinn þá 9% greiddra atkvæða
og 6 menn á þing. Andstaða gegn
virkjunaráformum á Austurlandi,
andstaða gegn sölu ríkisfyrirtækja
og ríkjandi stjórnarstefnu var áber-
andi í málflutningi þingmanna
flokksins og annarra sem honum
tengdust fyrstu árin.
Fyrsti formaður VG var Stein-
grímur J. Sigfússon, nú forseti Al-
þingis, og núverandi formaður er
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra. Edward Hákon Huijben er
varaformaður. Á annað hundrað
manns hafa boðað komu sína í af-
mæli VG um helgina.
Í síðustu alþingiskosningum sem
voru haustið 2017 fékk flokkurinn
16,9% fylgi og á 11 fulltrúa á Al-
þingi. Þá á VG víða fulltrúa í sveit-
arstjórnum í byggðum landsins,
sem á nokkrum stöðum eru í meiri-
hluta og oddaaðstöðu. sbs@mbl.is
Vinstri græn orðin 20 ára
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fortíðin Þingmenn VG við Kárahnjúka 1999. Frá vinstri Steingrímur J. Sig-
fússon, Þuríður Backman, Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Tímamót í stjórnmálum Hafa fylgi 16,9% kjósenda
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur ákveðið að veita 30
milljónir króna til að sinna eftirliti
með því að þjónusta og rekstur
heilsugæslustöðva á höfuðborgar-
svæðinu sé í samræmi við kröfulýs-
ingu vegna rekstrar heilsugæslu-
þjónustu, að því er fram kemur í
frétt á vef Stjórnarráðsins. Umrædd
kröfulýsing tók gildi í tengslum við
breytt fjármögnunarkerfi heilsu-
gæslunnar sem innleitt var í árs-
byrjun 2017. Sjúkratryggingar Ís-
lands og Embætti landlæknis munu
annast formlegt eftirlit.
Fjármögnunarkerfið byggist á því
að framlög til einstakra heilsugæslu-
stöðva ræðst af samsetningu not-
endahópsins sem þar er skráður og
líklegri þörf hópsins fyrir þjónustu.
Heilsugæslustöð fær til að mynda
meira greitt fyrir sjúkling sem er
t.d. aldraður með þunga sjúkdóms-
byrði heldur en þann sem er á besta
aldri og almennt við góða heilsu.
30 milljónir
í eftirlit með
heilsugæslu