Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að taka nýtt hótel á
Landssímareitnum í notkun haustið
2020. Uppbyggingin á reitnum nær til
níu bygginga eða byggingarhluta og
snýr hluti þeirra að tveimur torgum í
miðborginni.
Stærsta byggingin á reitnum verð-
ur 145 herbergja Icelandair-hótel.
Það verður há-
gæðahótel með
margvíslegri
þjónustu. Sam-
kvæmt heimildum
blaðsins má ætla
að herbergi á
slíku hóteli í mið-
borginni kosti
ekki undir 40
milljónum. Miðað
við það kostar
hótelið eitt og sér á sjötta milljarð í
byggingu. Þar munu starfa um 60
manns, auk starfa sem verður úthýst
og starfa hjá öðrum fyrirtækjum á
reitnum. THG Arkitektar fara með
hönnun Landssímareitsins. Þeir hafa
áður unnið með Icelandair-hótelun-
um, meðal annars við hönnun Ice-
landair-hótelsins Reykjavík Marina
við Slippinn í Reykjavíkurhöfn.
Nær til margra bygginga
Freyr Frostason, hönnunarstjóri
THG Arkitekta, segir teikninguna
hér til hliðar endurspegla nýjustu
hugmyndir um skipulag á reitnum.
Þær hafi verið nokkur ár í mótun.
„Það má segja að við séum að vinna
með níu mismunandi byggingar.
Þrjár af þeim eru alfriðuð hús; Thor-
valdsensstræti 2, sem er gamli
Kvennaskólinn, Vallarstræti 4, sem
er gamla bakaríið, og Aðalstræti 7,
sem er gula húsið á horninu. Þessi
hús verða endurbyggð í upprunalegri
mynd. Við erum búin að skila teikn-
ingum og fá öll leyfi fyrir þessum hús-
um í góðu samráði við Minjastofnun
og þeirra arkitekta.“
Freyr segir aðspurður að áfram
verði timburklæðning á gamla
Kvennaskólanum. Þá verði timbur-
klæðning á Aðalstræti 7 og Báru-
járnsklæðning á Vallarstræti 4, í sam-
ræmi við upprunalegar byggingar.
Þá verði gamli samkomusalurinn í
Sjálfstæðishúsinu endurbyggður í
upprunalegri mynd. Á húsinu verði
álklæðning og bárujárnsklæðning.
Veitir birtu inn í götuna
Jafnframt verði sett upp ljósaskilti
meðfram útvegg í Vallarstrætinu sem
auglýsa viðburði í húsinu, líkt og al-
gengt sé í leikhúsum. Sá ljósakassi
muni veita birtu í götuna.
„Við ætlum að gera upp gamla
Landssímahúsið, eitt glæsilegasta
húsið við Austurvöll, og fara aftur í
upprunalegu pússninguna og hvít-
mála. Það var pússað hús og grámál-
að í byrjun en svo steinað seinna. Við
erum líka að horfa til þess að taka alla
utanhússlýsingu í gegn,“ segir Freyr
um fyrirhugaðar breytingar.
Varðandi fyrirhugaðar nýbygging-
ar við Kirkjustræti verði klæðningin
sambland af bárujárni og læstum
sinkklæðningum. Búið sé að binda
niður þakgerðir, stærðir á kvistum og
svo framvegis í deiliskipulagi frá
árinu 2013. Öll hönnun bygginga
byggist á samþykktu deiliskipulagi
frá 2017.
Á jarðhæð nýbyggingar í Kirkju-
stræti verði inndreginn veggur, hlað-
inn úr hellustein líkt og Alþingishús-
ið. Framhliðin verði þrískipt eins hún
væri þrjár byggingar.
„Við erum að draga efni, form og
liti úr umhverfinu og reynum að
endurspegla það í þessu húsi,“ segir
Freyr en ál- og sinkklæðningar verða
líka á húsum á þeirri hlið reitsins sem
snýr að Víkurgarði.
Á þeim hluta sem snýr að Ingólfs-
torgi og Vallarstræti er lögð áhersla á
að viðhalda fjölbreytileika og smá-
gerðum mælikvarða byggðar.
Opna hótel hjá Alþingi 2020
Stefnt er að því að opna 145 herbergja glæsihótel við Austurvöll haustið 2020 Hluti af uppbyggingu
sem nær til níu bygginga og byggingarhluta Jarðhæð hótelsins á að tengja gesti við menningu borgar
INGÓLFSTORG
Ve rs l a n i r
G a m l a
ba ka r í i ð
Ve rs l a n i r o g
ve i t i n ga r
Sa m ko m u sa l u r
G a m l i N a sa -
sa l u r i n n
e n d u r byg g ð u r
M e n n i n ga r-
o g ve i t i n ga h ú s
G a m l i
Kve n n a -
s k ó l i n n
Ve i t i n ga -
sta ð u r á
j a r ð h æ ð
G a m l a
L a n d s -
s í m a h ú s i ð
Ve i t i n ga st a ð i r
Móttaka og
ba r/ ka f f i h ú s
Þ j ó n u st u r ý m i
Í b ú ð a h ú s
Ve rs l a n i r o g
ve i t i n ga r á
j a r ð h æ ð
G ö n g u á s /v i ð b u r ð a r ý m i
G
ö
n
g
u
le
ið
AUSTUR-
VÖLLUR
KIRKJUSTRÆTI
VALLARSTRÆTI
VÍKURGARÐUR
A
Ð
A
L
S
T
R
Æ
T
I
T
H
O
R
V
A
L
D
S
E
N
S
S
T
R
Æ
T
I
Fyrirhuguð uppbygging á Landssímareit
Horft til vesturs frá Kirkjustræti
Mynd: THG Arkitektar
Grunnkort: THG Arkitektar
145 herbergi verða
á hótelinu
11.000
fermetrar er áætluð
heildarstærð
hótelsins
2020
Stefnt er að verk-
lokum og opnun
hótelsins árið 2020
16 nýjar íbúðir
Hótel, verslanir, veitingastaðir og íbúðir í 9 mismunandi byggingum/byggingarhlutum
4 8
16
12
10
8
108b
7
4
2
4
6
119
Horft frá Aðalstræti/Víkurgarði Hér má m.a. sjá drög að glerbyggingu.
Freyr
Frostason
Horft frá Ingólfstorgi Hér má sjá drög að byggingum við Vallarstræti. Uppbyggingin mun setja svip á torgið.