Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Hart er barist á afþreyingarmark-
aðinum og nú hefur bandaríska efn-
isveitan Netflix ákveðið að bjóða
helstu keppinautum sínum birginn
og er helsta skotmarkið tölvu-
leikjaveitan Fortnite.
Netflix hefur drottnað á þessum
markaði en hefur samt stigið skref
til aukinna gagnvirkra samskipta í
því augnamiði að koma í veg fyrir
flótta áskrifenda yfir til annars af-
þreyingarefnis á borð við Epic
Games, Fortnite og Microsoft Xbox.
Forstjóri Netflix, Reed Hastings,
ræddi um samkeppnina í streymi
vídeóleikja nú í janúar er hann gerði
140 milljónum áskrifenda um heim
allan grein fyrir ársfjórðungslegri
afkomu fyrirtækisins.
„Ég lít á þetta sem svo að við auk-
um við okkur í afþreyingarefni frá
öðrum efnisveitum … Xbox, Fort-
nite eða HBO, já löngum lista,“
sagði Hastings. „Við keppum við all-
ar þessar efnisveitur á breiðum
grunni.“
Dag hvern er horft á milljarð
klukkustunda af sjónvarpsefni í
Bandaríkjunum og er hlutdeild Net-
flix í því um tíund, að sögn Hastings.
Hann var spurður um áætlanir
Disney fyrirtækisins um að hefja
streymi á sjónvarpsefni síðar á
árinu og draga til sín girnilegt efni á
borð við hina gríðarlega vinsælu
þætti með Marvel-hetjunum. Þessu
svaraði hann ekki beint en talaði í
staðinn um hvernig neytendur verja
tíma sínum fyrir framan sjónvarps-
tækin, og nefndi í því sambandi
gagnvirka leiki og rafíþróttir á borð
við Fortnite.
Stríð um tíma
„Hugmyndin er sú að tími til
áhorfs er mun takmarkaðri en pen-
ingar eru. Því er eina leiðin til að
þéna peninga að fá fólk að skjánum
til þátttöku og gefa sig að henni,“
sagði sérfræðingur NDP Group um
tölvuleiki, Mat Piscatella, við AFP-
fréttastofuna.
Microsoft hefur einbeitt sér sér-
staklega að því að fjölga áskrif-
endum og fá þá til að verja meiri
tíma við Xbox leikjatölvur. Tækni-
risinn vinnur að því að streyma
leikjum úr netskýjum sínum.
Twitch, sem er í eigu Amazon-
fyrirtækisins, stærir sig af því að
streyma leikjum á netinu til fjöl-
mennari hópa en Netflix. „Áhuginn
virðist bara aukast,“ sagði Piscatella
um notkun tölvuleikja sem spilaðir
eru með fjölda mismunandi net-
tengdra tækja. „Fólk virðist
skemmta sér meira með þátttöku
fremur en halla sér aftur í sætinu og
halda að sér höndum þótt það eigi
sinn tíma líka.
Netflix hefur um skeið haft áhuga
á að auka á gagnvirkni í sjónvarps-
leikjum og sendi nýverið frá sér sér-
stakan gagnvirkan þátt í
þáttaröðinni Black Mirror sem
býður áhorfendum upp á visst val
sem hefur áhrif á framvindu sög-
unnar. Piscatella segir þetta bara
byrjunina á einhverju stærra og
meira af hálfu Netflix. „Það verður
gaman að fylgjast með því.“
Stjórnendur Netflix hafa heitið
fjölgun gagnvirkra þátta. „Þessi fær
sögumenn til að seyta munnvatni,“
segir efnisstjóri Netflix, Ted Sar-
andos, um gagnvirka Black Mirror-
þáttinn.
Erfið samkeppni
Tölvu- og vídeóleikir kunna að
keppa við svefnþörfina um tíma
fólks en efnisveiturnar standa betur
í raunverulegri samkeppni við Net-
flix, segir greinandinn Paul Verna
hjá eMarketer. Hann álítur ólíklegt
að Fortnite sé raunverulegur keppi-
nautur Netflix um frístundir fólks,
sem hefur úr víðtæku vali skemmti-
efnis að moða. Heldur séu streym-
isveitur á borð við Hulu, HBO Now
og Amazon Prime lífvænlegri og
raunverulegri keppinautar fyrir
Netflix. Hann telur að efnisveita sú
standi frammi fyrir mun alvarlegri
samkeppni frá streymisþjónustu
sjónvarpsstöðva en Fortnite, Fa-
cebook Watch og YouTube. „Það
sem Netflix ætti að hafa áhyggjur af
eru beinir keppinautar og þjónustur
sem koma til sögunnar innan árs,“
sagði Verna. Sumar þeirra munu
koma með hvelli með öflug fyrirtæki
á bak við sig, svo sem Disney. Munu
þau draga efni sitt frá Netflix og
laða til sín eigin áskrifendur. En
þrátt fyrir samkeppnina segir
Verna Netflix standa styrkum fót-
um sem leiðandi efnisveita sjón-
varpsefnis.
Netflix hefur í auknu mæli lagt
áherslu á að framleiða eigið efni og
hafa kvikmyndir og þáttaraðir sem
fyrirtækið hefur framleitt notið tals-
verðrar velgengni. Má þar m.a.
nefna kvikmyndina Roma sem vann
Golden Globe-verðlaun og fékk til-
nefningar til Óskarsverðlauna, með-
al annars sem besta kvikmynd árs-
ins.
„Þeir sigla með góðan byr í segl-
um,“ sagði Verna um Netflix. „Það
táknar þó ekki að samkeppnin sé
ekki mikil og að ekki muni hægja á
vexti fyrirtækisins. En ég býst við
því að það verði áfram í farar-
broddi.“
Netflix með Fortnite í sigtinu
AFP
Roma Ferðamenn taka myndir við húsið þar sem kvikmyndin Roma var tekin upp í Mexíkóborg. Myndin hefur fengið góða dóma, notið hylli áhorfenda og
verið tilnefnd í 10 flokkum Óskarsverðlaunanna. Eru það fyrstu slíku tilnefningarnar sem efnisveitunni Netflix hlotnast sem kvikmyndaframleiðandi.
Margir berjast um hituna í afþreyingariðnaðinum Netflix hefur hug á að bæta við framboð sitt
Búast má við meiri áherslu á gagnvirkt sjónvarpsefni Áskrifendur Netflix um 140 milljónir
Netflix Fyrirtækið
hefur í auknum
mæli lagt áherslu á
að framleiða eigin
þætti og myndir.
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
20-40% afsláttur
Undirföt, náttfatnaður og aðhaldsfatnaður