Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 39
FRÉTTIR 39Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Með innblæstri frá birtunni í Provence, skapaði L’OCCITANE hið nýja
Immortelle Reset sem býr yfir kröftugri blöndu náttúrulegra
innihaldsefna. Gullin hylki sem búa yfir kröftum Immortelle
ilmkjarnaolíunnar, fljóta í einstöku serumi úr kryddmæru sem hjálpar
húð þinni að endurnýja sig eftir erilsaman dag.
Sýnilegan mun má sjá á húðinni sem virðist ÚTHVÍLD og FERSK.
loccitane.com
ÚTHVÍLD OG ENDURNÆRÐ
VAKNAÐU MEÐ FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ
#HelloGoldMorning
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Norður-Makedónía færðist skrefi
nær aðild í Atlantshafsbandalaginu í
gær þegar fulltrúar ríkisins und-
irrituðu aðildarsáttmála bandalags-
ins. Jens Stoltenberg, fram-
kvæmdastjóri bandalagsins, sagði
að dagurinn væri sögulegur, en hin
29 ríki bandalagsins eiga enn eftir
að staðfesta inngöngu Makedóna.
Gæti það ferli tekið allt að ár.
Fulltrúar Atlantshafsbandalags-
ins og Evrópusambandsins fögnuðu
skrefinu í gær og sögðu það geta ýtt
undir meiri stöðugleika á Balkan-
skaga. Nikola Dimitrov, utanríkis-
ráðherra Norður-Makedóníu, sagði
að aðildin myndi gera landið örugg-
ara. „Það sem skiptir máli fyrir okk-
ur er að við munum aldrei þurfa að
ganga alein aftur og við stöndum við
hlið þessara 29 bandamanna okkar
reiðubúin til að sinna þeim skyldum
sem fylgja fullri aðild.“ Tók Dimit-
rov sérstaklega fram að Norður-
Makedónía ætlaði sér að verja 2% af
þjóðarframleiðslu til varnarmála
fyrir árið 2024.
Makedónía og Grikkland leystu í
síðasta mánuði langvarandi milli-
ríkjadeilu sín á milli er stafaði af
nafni fyrrnefnda landsins, þegar
nafni þess var formlega breytt í
Norður-Makedónía. Féllust Grikkir í
kjölfarið á að standa ekki lengur í
vegi fyrir aðild Makedóna að Atl-
antshafsbandalaginu og ESB.
Vék Stoltenberg að samkomulagi
ríkjanna í gær og óskaði báðum
löndum til hamingju með að hafa
sýnt hugrekki til þess að leysa deil-
una. „Við getum nú horft til framtíð-
arinnar,“ sagði Stoltenberg.
Norður-Makedónía í NATO
AFP
Varnarmál Dimitrov og Stoltenberg takast í hendur að lokinni athöfn.
Verður 30. ríkið til að ganga í Atlantshafsbandalagið
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Meginvandamálið var öryggis-
ástandið og há glæpatíðni. Á þessum
tíma var dóttir mín eins árs. Allt frá
aldamótum hafði
verið gríðarleg
fjölgun mannrána
og ég óttaðist að
lenda í því að ein-
hverjum úr fjöl-
skyldunni yrði
rænt, að ganga í
gegnum það var
hrikaleg tilhugs-
un. Þess vegna
fórum við,“ segir
Maikol Genovese,
en hann yfirgaf Venesúela ásamt
dóttur og eiginkonu árið 2010. Hann
komst ásamt fjölskyldu sinni fyrst til
Mið-Austurlanda þar sem hann starf-
aði um tíma og settist síðar að í
Bandaríkjunum.
Spurður hvernig staða öryggis-
mála sé nú segir hann að dregið hafi
úr tíðni mannrána, en aðallega vegna
þess að það eigi enginn neina pen-
inga. „Lausnargjöldin eru núna einn
þriðji af því sem þau voru fyrir tíu ár-
um.“ Maikol tekur þó fram að gríð-
arleg örvænting fólks hafi leitt til
þess að margir hafi þurft að fremja
glæpi til þess að hafa í sig og á.
„Ástandið er svo slæmt að ættingjar
mínir búa eiginlega við útgöngubann
alla daga þar sem fólk þorir ekki út,
það er of hættulegt. Fólk sem var í
millistétt er núna lágtekjufólk og býr
við fátækt. Aðstæður eru svo hrika-
legar, ég hef ferðast um Suður- og
Mið-Ameríku mikið síðustu átján
mánuði og þar hitti ég alstaðar fólk
frá Venesúela, fólk úr öllum stéttum.“
Tólf tíma í röð
Móðir Maikols og frænka búa
ennþá í Karakas, höfuðborg landsins,
og tengdafjölskyldan utan höfuð-
borgarinnar. Bróðir hans og fjöl-
skylda hafa hins vegar komist til Bó-
góta í Kólumbíu. „Mamma mín
stendur í röð í tólf tíma til þess að fá
einn poka af hrísgrjónum og það er
erfitt að hugsa til þess að fólk þurfi að
lifa svona,“ segir Maikol sem segist
reglulega senda varning til fjölskyldu
og tengdafjölskyldu sinnar í Vene-
súela.
„Við sendum öll föt sem við erum
hætt að nota, hluti sem við myndum
undir venjulegum kringumstæðum
gefa Hjálpræðishernum. Við vitum
að þetta eru hlutir sem ættingjar
okkar geta notað eða fólk sem þeir
þekkja. […] Við reynum líka að senda
matvæli eins og túnfisk, dósamat,
hrísgrjón. Við sendum líka hunda- og
kattamat, hann er orðinn svo dýr að
fólk hendir gæludýrunum sínum út
vegna þess að það hefur ekki efni á
því að gefa þeim að borða. Þetta er al-
veg ótrúlegt,“ útskýrir hann og
harmar það að varningi sem þau
senda hefur oft verið stolið.
Fólk þekkir ekki staðreyndir
„Ég held að stjórnarandstaðan sé
að taka rétt skref þar sem hún er að
framfylgja ákvæðum stjórnarskrár-
innar. En það er ekki nóg að hafa lög-
in sín megin, það þarf líka stuðning
hersins,“ segir Maikol. Spurður hvað
honum finnist um það að sumir íbúar
Vesturlanda telji núverandi ástand
vera sökum óeðlilegrar aðkomu
Bandaríkjanna, svarar hann: „Ég
reyni að láta það ekki hafa áhrif á
mig, því ég skil að það er söguleg
ástæða að baki afstöðu þeirra en
þetta fólk þekkir ekki staðreyndir
málsins.
Það er í raun skammarlegt ef fólk
hugsar þannig að ef þetta sé frá
hægri þá hljóti þetta að vera slæmt
því ég er sjálfur til vinstri. Þetta
snýst ekki um hægri og vinstri, þetta
snýst um rétt og rangt. Oft standa
mál bara þannig að önnur hliðin hefur
rangt fyrir sér,“ bætir hann við.
Um framhaldið segir hann trúlegt
að eitthvað gerist á þessu ári, en að
það verði á næstu mánuðum, ekki
næstu daga. Hann segir jafnframt
mikilvægt að hægt verði að leita sátta
milli fylkinga, en það verði aðeins
hægt ef ný ríkisstjórn kemst til valda,
skipar lögmætan hæstarétt og
heiðarlega kjörstjórn.
AFP
Örvænting Mikil mótmæli hafa geisað undanfarið í Venesúela og hafa þús-
undir flúið land vegna efnahagsástandsins. Þrýst er á nýjar kosningar.
Senda vistir
til Venesúela
Mikilvægt að leita sátta milli fylkinga
Maikol
Genovese